Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.06.1956, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 08.06.1956, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Fðstudaginn 8. júní 1956 „Tómthúsmaðurinn", sem stjórnaði nazistafélags- skapnum Skjaldborg, maðurinn, sem „Dagur" sagði að hefði hrökklazf frá SÍS vegna rætinna og ósvífinna skrifa um fyrrv. forsfj. SÍS, er nú einn aðalstuðningsmaður Framsóknar-frambjóð- andans á Akureyri! Þegar veldi þýzku nazistanna undir forustu Hitlers sáluga var í algleymingi, var stofnaður hér á Akureyri félagsskapur, sem hlaut nafnið Skjaldborg. Einn aðalleið- togi þessa pólitíska félags var Svavar Guðmundsson. Skjaldborg- in gaf út blað, sem hér Norðan- fari. í þessu skammlífa blaði, sem í raun og veru var fætt hálf-and- vana, eins og félagið, birtist grein 31. marz 1942, þar sem m. a. var komizt svo að orði: „Síðan „Norðanfari" hóf göngu sína, hafa klíkublöðin sífellt tönn- last á því, að hann væri nazista- blað og aðstandendur hans ein- ræðissinnar og fimmtuherdeildar- menn. Einkum hefir „Dagur“ ver- ið duglegur við þessa iðju, og m. a. sjálfur kaupfélagsstjóri K. E. A. Jakob Frímannsson, hefir birt grein í blaðinu undir nafni, þar sem hann kallar „Norðanfara“ blað nazista og einræðissinna.“ í sömu grein gaf „Norðanfari" í skyn, að þeir, sem héldu því fram að Skjaldborgarar væru nazistar, fengju að heyra „hrikta í betrun- arhúshurðinni". í „Degi“, 15. jan. 1942, birtist eftirfarandi grein innrömmuð á forsíðu: „Skjaldborgin í anda nazista“. „Dómur í bæjarþingi Reykja- víkur segir m. a.: „Eins og mörgum mun kunnugt, höfðaði Brynleifur Tobiasson mál I gegn Orlygi Sigurðssyni stúdent fyrir skopkort, er Örlygur teiknaði og gaf út. Nýlega var uppkveðinn dómur x máli þessu í bæjarþingi Reykjavíkur, af lögmanni, dr. jur. Birni Þórðarsyni. Var Örlygur dæmdur til að greiða smávægilega sekt, en var sýknaður 'af aðalkröf- um stefnda. I forsendum dómsins er nokkuð rætt um félagið Skjaldborg, er Brynleifur veitir forstöðu, og seg- ir þar: „Því er ómótmælt haldið fram, að stefnandi þessa máls sé for- maður í félagi einu á Akureyri, er nefnist „Skjaldborg“. Lög þessa félags hafa verið lögð fram í mál- inu, og er af þeim sýnt að þau eru mjöé í anda einræðisstefnu naz- ista." (Leturbreyting ,,Dags“). Þarf nú ekki frekari vitnana við um félagsskap þenna. Dagur mun innan skamms ræða frekar um Skjaldborgina og tilraunir „leið- toganna“ til þess að seilast til valda í bænum.“ Og 20. jan. 1942 skrifar „Dag- ur“: „Brynleifur er enn svo mikill drengur, að hann gerir enga til- raun til þess í kosningablaði sínu að þvo af Skjaldborginni eða full- trúum hennar nazistastimpilinn sem á þá hefur verið settur. Svav- ar bankastjóri .GuSmundsson er valinn til þeirra hreingerninga. Má segja, aö á því fari bezt, þar sem bæjarbúar trúi honum verst í þeim sökum, enda ferst honum það ekki hönduglegar en sakir standa til.“ (Leturbr. ,,Verkam.“). í „Degi“ 24. jan. 1942 birtist svo enn grein, einkar fróðleg og skemmtileg og var hún svohljóð- andi: „Tómthúsmaðurinn“ „Svavar bankastjóri Guðmunds- son er að kalla alinn upp á vegum Sambands íslenzkra samvinnufé- laga, þar sem hann komst ungur í þjónustu S. í. S. og hafði af því lífsuppeldi sitt um langt skeið. Mun sá framfærslueyrir hafa ver- ð allríflegur, því að um eitt skeið var hann talinn vera einn af tekju- hæstu mönnum landsins, enda var hann þá samtímis þjónustu sinni hjá Sambandinu, formaður Skila- nefndar Síldareinkasölunnar sál- ugu, um margra ára skeið. Réði hann þar einn öllu er hann vildi. Man nú enginn útvegsmað- ur, sjómaður eða síldareigandi þátttöku hans í því ævintýri, eða hvað? Menn eru gleymnir á liðna atburði, ef þeir eru reiðubúnir að launa honum skilin með atkvæði sínu á kjördegi. En Svavari fannst þó enganveg- :nn hlutur sinn enn nógu góður, heldur hugði hann á enn frekari frama og mannaforráð. — Þegar „Bændaflokkurinn“ klauf Fram- sóknarflokkinn á sínum tíma, var hann einn af klofningsmönnunum, og var þá uppvís að því að vera höfundur að rætnum og ósvífnum skrifum um húsbónda sinn og vel- gerðarmann, Sigurð . Kristinsson, forstjóra S. I. S. Hrökklaðist hann þá úr þjónustu Sambandsins. (Let- urbreyting ,,Verkam.“) Nú er þessum gamla og þrautreynda(l) samvinnumanni ætlað það hlut- verk í Skjaldborginni, að kveða niður gengi og hagsmuni K. E. A. í bæjarstjórn, svo að ekki þurfi til þess að koma, að það standi merki „K. E. A. á hverju húsi í bænum“(!) Þeir hafa víst tíma til þess, þessir prúðu frambjóðendur Skjaldborgarinnar, að sinna bæj- armálunum fyrir „sérhagsmuna- pjakki“ sínu, eins og kosninga- plagg þeirra kemst að orði!. .. . “ —O— Leiðtogi nazista-félagsskaparins Skjaldborg, „tómthúsmaðurinn“, sem hrökklaðist úr þjónustu S. I. S. vegna níðskrifa um Sig. Krist- insson, að sögn „Dags“, er nú einn aðalleiðtogi Hræðslubandalagsins á Akureyri. Við óskum Framsókn og Alþýðuflokknum til hamingju :neð þennan þrautreynda, vinsæla og gáfaða mann! Bara að hann taki nú ekki upp á því að heilsa með Hitlers-kveðju á kosningadaginn eins og hann gerði daginn, sem fregnin barst hingað um að nazistahersveitirnar hefðu hertekið París! Líkið í lestinni. Og þá hlýtur það einnig að vera alveg sérstaklega ánægjulegt fyrir Alþýðufl.- og Framsóknarfl.menn að minnast þess, að öll pólitísk fyrirtæki, sem „tómthúsmaðurinn“ hefur haft hönd í bagga með, hafa hlptið álíka svipleg endalok eins og foringi þúsund ára ríkisins. NÝKOMNAR dömugolftreyjur í fjölbreyttu litaúrvali. Verð frá kr. 159.00 Verzlunin DRÍFA Simi1521 ■############################### Hinir margeftirspurðu kvensundbolir komnir. GOTT VERÐ. Verzlunin L 0 N D 0 N EYÞÓR H. TÓMASSON - Herstöðvarnar (Framhald af 2. síðu). Skýrir blaðið frá því að þau verk sem aflýst hafi verið séu hafnar- gerðin í Njarðvík, ýmsar bygg- ingarframkvæmdir á Keflavíkur- flugvelli og vinna við flugvöllinn sjálfan. Lætur blaðið í ljós bæði undrun og gremju yfir þessum ákvörðunum bandaríska hermála- ráðuneytisins og lætur að því liggja að þær séu runnar undan rifjum Sjálfstæðisflokksins. En af hverju er blaðið svona undrandi og gramt? Er það ekki bein og sjálfsögð og ánægjuleg afleiðing af ákvörðun Alþingis að Bandaríkin hætti hernaðarframkvæmdum sín- um hér á landi? Eða átti hermála- ráðuneytið ekki frekar að taka ákvörðun Alþingis alvarlega en ríkisstjórn íslands hefur gert til þessa? Leynilegt samkomulag hernámsílokkanna. Þau vinnubrögð ríkisstjórnar- innar að svíkjast um að fram- kvæma fyrirmæli Alþingis eru stórathyglisverð. A þeim er engin önnur skýring en sú að þarna sé um að ræða leynilegt samkomulag Ihalds og Framsóknar, samkomu- lag sem Alþýðuflokkurinn er þá auðvitað aðili að líka. Og ástæðan getur ekki verið önnur en sú, að ætlunin sé að fresta því að senda tilkynningar þar til eftir kosningar t von um að þá verði hægt að hætta algerlega við málið. A sama tíma hnakkrífast svo Morgunblað- ið og Tíminn um hernámsmálin og þykjast vera mjög á öndverð- um meiði! Er hér um að ræða eitt siðlausasta svikabrall sem um get- ur í íslenzkri stjórnmálasögu, og eru þau þó mörg ófögur í sambandi við hernámsmálin. Eða hverja skýringu aðra vill Tíminn gefa á þessum vinnubrögðum? - 5. þing A. N. (Framhald af 1. síðu). Garibaldason, Siglufirði, Stefán Ólafsson, Ólafsfirði, Júlíus Jó- hannesson, Svalbarðseyri, Ólafur Guðmundsson, Hrísey, Karl Sig- urðsson, Hjalteyri. Endurskoðendur: Jóhannes Jó- sefsson, Haraldur Þorvaldsson. Til vara: Þórir Daníelsson. Stjórn Vinnudeilusjóðs: Tryggvi Helgason, Þorsteinn Jónatansson, Hjörleifur Hafliðason. Til vara: Björn Jónsson, Guðrún Guðvarð- ardóttir, Stefán Snæbjörnsson. - Grein Soffíu (Framhald af 2. síðu). Það er svo með öll framfara- mál, að það kostar hörð átök við afturhaldsöfl hvers tíma, að fá þeim framgengt, en er stundir líða fram, verða þau ávallt talin sjálf- sagðir hlutir. Einungis með því að fylkja sér um Alþýðubandalagið, er hægt að tryggja það að stöðugt verði sótt fram til batnandi lífs- kjara og aukins menningarlífs. Hinn 24. júní á alþýðan í landinu hið gullna tækifæri. NÝJA-BÍÓ I Aðgöngumiðasala opin kl. 7 -9. Simi 1285. Næsta mynd: Blái engillinn : Aíbragðsgóð þýzk stórmynd, er | tekin var rétt eftir árið 1930. | Myndin er gerð eftir skáldsög- I unni „Professor Unrath“ eftir | H. Mann. Mynd þessi var bönn- I uð í Þýzkalandi, en var tekin til | sýningar aftur ekki alls fyrir i löngu, við mikla aðsókn og lof I kvikmyndagagnrýnenda, en þeir 1 töldu hana kvikmynd kvikmynd- i .tnna. Þetta er niyndin, sem gerði | MARLENE DIETRICH | heimsfræga á skammri stundu. EMIL JANNINGS | er leikur einnig í þessari mynd, i og er leikur hans talinn með því I bezta, er nokkru sinni hefur sézt á sýningartjaldinu. i Bönnuð innan 14 ára. Uip helgina: Nístandi ótti I Afburða spennandi og vel i leikin bandarísk kvikmynd. Aðalhlutverk: | JOAN CRAWFORD. MIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIMIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIII BORGARBÍÓ Sími 1500 Ntesta mynd: | DITTA MANNSBARN i Stórkostlegt listaverk byggt á skáldsögu eftir i Martin-Andersen-Nexö, \ sem komið hefur út á ís- {lenzku. Sagan er talin ein [ dýrmætasta perlan í bók- j menntum Norðurlanda. I Kvikmyndin er listaverk. Aðalhlutverk: TOVE MAES Bönnuð börnum. I.......................... JAKKAR nýir litir. BUXUR í úrvali. MOLSKINNSBUXUR á börn og fullorðna. NÆRFATNAÐUR allar tegundir. Vefnaðarvörudeild Akureyringar! - Eyfirðingar! Næstu daga munu verða á ferð sölumenn á okkar veg- um til að bjóða ykkur bækur við hagstæðu verði og skil- málum. Reykvískir farandsalar, sem kunna að verða á ferð í svipuðum erindum eru okkur óviðkomandi. Bókaskrár okkar og samningar verða stimplaðir með nafni verzlunarinnar. BÓKABÚÐ RIKKU (Asgeir Jakobsson). Launþegar Akureyri! Fylkið ykkur um Björn Jónsson! IMIMMIIIMMimiMIIIIMMMIMIIMMMIIIIIIIIMMMIMIMIIIMMIIMIIIIMMMIMMIMMIIMMMMIIIIMIIIMIM* JWI'

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.