Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 17.08.1956, Qupperneq 1

Verkamaðurinn - 17.08.1956, Qupperneq 1
VERKflirouRinn AKUREYRINGAR! Með því að lesa Þjóðvilj- ann fylgist þið bezt með innlendum sem erlend- um málum. — Áskrifta- sími 1516. XXXIX. árg. Akureyri, föstudaginn 17. ágúst 1956 25. tbl. Samstjórn allra vinslri flokkanna Kaupgjaldsvísitalan 174 stig Ný ríkisstjórn tók við völdum 24. f. m. Hún er mynduð af Alþýðubandalaginu, Alþýðuflokkn- um og Framsóknarflokknum. Hinni nýju stjórn fylgja góðar óskir allra hugsandi manna, en óvild og hatur braskara og milliliðaokrara íhaldsins Stjórnin er þannig skipuð, að forsætisráðherra er Hermann Jónasson, og fer einnig með dóms- og kirkjumál og landbún- aðarmál. Eysteinn Jónsson er fjármálaráðh., Hannibal Valdi- marsson félags- og heilbrigðis- málaráðherra, Lúðvík Jósefsson sjávarútvegs- og viðskiptamála- ráðherra, Gylfi Þ. Gíslason menntamála- og iðnaðarmála- ráðherra og Guðmundur í. Guð- mundsson utanríkisráðherra. — Skömmu eftir skipun stjórnar- innar veiktist Guðm. í. skyndi- lega og var þá Emil Jónsson sett- ur til að gegna störfum utanrík- isráðherra. Hér fer á eftir stefnuyfirlýsing stjórnarinnar, sem forsætisráð- herra flutti í útvarp daginn sem stjórnin tók við. „Ríkisstjórnin mun taka upp Síldin kom og fór Svo virðist sem síldveiðunum við Norðurland sé lokið að þessu sinni, eða hafi raunar verið lok- ið um síðustu mánaðamót. Á tímabili, um miðjan júlí, voru menn orðnir vongóðir um að veruleg síldveiði yrði í sumar, en er leið á mánuðinn breyttist veðráttan til hins verra, síldin var horfin, þegar aftur gaf á miðin. Heildarsíldaraflinn á þessu sumri varð rösklega Vz millj. mál og tunnur, og er það að vísu nær þrefalt meira en s.l. sumar, en mjög lítið, ef miðað er við þau ár meðan síldin var og hét. Af- koma veiðiflotans er þó mun betri en verið hefur, einkum vegna þess að fullur helmingur aflans var saltaður, en þannig er hann miklu verðmeiri. Sennilegt er að útgerð verulegs hluta síld- veiðiflotans hafi borið sig fjár- hagslega að þessu sinni og er það önnur saga en verið hefur und- anfarin sumur. Allmörg eru þó þau skip, sem ekki hafa fiskað svo mikið, að þau lentu sólar- megin. Þrjú Akureyrarskip eru enn á miðunum og stunda upsaveiðar. Eru það Akraborg, Snæfell og Súlan. Mikið ber á upsa og hafa skipin fengið nokkra veiði. Síldarverksmiðj urnar gefa 60 kr. fyrir málið af upsanum. samstarf við samtök verkalýðs og launþega, bænda, útgerðar- manna og annarra framleiðenda, til þess að finna sem heppilegasta lausn á vandamálum atvinnu- veganna. Markmið þessa samstarl's skal vera að auka framleiðslu lands- manna, tryggja atvinnu og kaup- mátt tekna og efla almennar framfarir í landinu. Ríkisstjórnin mun nú þegar, í samráði við stéttasamtökin skipa nefnd sérfróðra manna, til þess að rannsaka ástand efnahagsmála þjóðarinnar, með það fyrir aug- um, að sem traustastur grimd- völlur fáist undir ákvarðanir hennar í þeim málum. Mun ríkisstjórnin leggja sér- staka áherzlu á að leysa eína- hagsmálin í náinni samvinnu við stéttasamtök vinnandi fólks. Ríkisstjómin mun beita sér fyrir að skipuleggja alhliða at- vinnuuppbyggingu í landinu, einkum í þeim þremur lands- fjórðungum, sem nú eru verst á vegi staddir í atvinnulegum efn- um. Ríkisstjórnin mun láta gera heildaráætlun mn framkvæmdir á næstu árum og nýmæli í því sambandi og birta hana þjóðinni. Nú þegar hefur verið tekin ákvörðun um: 1. Að leita samninga um smiði á 15 togurum og lánsfé til þess, enda verði skipunum ráðstafað og þau rekin af hinu opinbera og á annan hátt með sérstöku tilliti til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. 2. Að beita sér fyrir því að haf- izt verði handa mn framhalds virkjun Sogsins og lánsútveg- un í þvi sambandi. 3. Að leita eftir erlendum lán- um til framkvæmda í land- búnaði, iðnaði og hafnargerð. Ríkisstjómin lítur á stöðvun verðbólgunnar sem eitt höfuð- verkefni sitt. Hún mim leggja sérstaka áherzlu á að koma í veg fyrir óeðlilegan gróða milliliða og beita sér fyrir, að fjármálastefna bankanna verði í samræmi við þarfir atvinnuveganna og upp- byggingar- og framfarastefnu ríkisstjórnariimar. 1 því sam- bandi mun ríkisstjórnin beita sér fyrir breytingmn á bankalög- Tímakaup verkamanna hækkar um 62 aura 1. september gjöf landsins, m. a. því, að seðla- bankinn verði settur undir sér- staka stjórn. Lögð verði rík áherzla á lausn húsnæðismálanna. Unnið gegn braski með byggingar og húsa- leiguokri og að því að tryggja íbúðarhúsnæði með viðráðanleg- um kjörum. Rafvæðingu landsins verði hraðað. Aherzla verður lögð á að auka ræktun og bústofn landsmanna. Ríkisstjórnin leggur áherzlu á (Framhald á 4. síðu.) Kauplagsnefnd hefur reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík hinn 1. ágúst s.l. og reyndist hún vera 186 stig. Á sama tíma reiknaði nefndin út kaupgjaldsvísitölu fyrir mán- uðina september— nóvember og reyndist hún vera 174 stig. Samkvæmt gildandi samning- um verkalýðsfélaganna skal 10 stigum bætt við kaupgjaldavísi- töluna og kaup reiknað sam- kvæmt þeirri vísitölu. Káup í sept.— nóv. verður því reiknað út með vísiltölunni 184. Núgildandi kaupgjaldsvísitala er 168 stig eða 178, að viðbættum hinum umsömdu 10 stigum. Er því hækkun vísitölunnar 6 stig og gerir það 62 aura hækkun á almennu tímakaupi verkamanna. Sundlaug Akureyrar er glæsileg bygg ing og þar er goll að koma Nýja sundlaugin á Akureyri var opnuð 7. júlí s.l. Er það hin glæsilegasta bygging, bæði hið ytra og innra. Með þess- arri iramkvæmd hafa Akureyringar íengið hina ákjósanleg- ustu aðstöðu til sundiðkana og baða. Er þess að vænta, að sú aðstaða verði vel notuð, svo að staðurinn verði sannkallaður lieilsu- og menningarbrunnur. Byggingin. Hin nýja bygging er 2730 m:!. Á neðstu hæð er vönduð inni- sundlaug ásamt vélasal og hitun- artækjum. Sundlaugin er 12,5x6 metrar að stærð og mesta dýpi 1,65 m. Er bún fyrst og fremst hugsuð sem kennslulaug og er mjög þægileg til þeirra hluta, en jafnframt verður hún að ein- hverju leyti opin fyrir almenning yfir vetrarmánuðina. Á miðhæð eru búningsklefar karla, bæði hópklefar og ein- menningsklefar, ásamt böðum og tilheyrandi. Á þeirri hæð er einnig afgreiðslusalur eða mót- taka sund- og baðgesta og stofa, er veit að útisundlauginni og er ætluð fyrir starfsfólk og skrif- stofu. Á efstu hæð eru búningsklefar og böð kvenna og í norðurenda gufubaðstofa og hvíldarherbergi fyrir gesti hennar. Öll er byggingin sérlega vönd- uð og frágangur góður, svo að óblandin ánægja er að ganga um hið nýja hús. Gömlu búnings- klefarnir hafa að sjálfsögðu verið lagðir niður, enda löngu ónot- hæfir oi'ðnir, svo og gamla gufu- baðið. Bæði inni- og útisundlaugin eru nú hitaðar með rafmagni, svo að óþarft er að óttast kulda í vatninu, þó að eitthvað kólni í veðri. Kostnaður. Allur kostnaður við sundlaug- arbygginguna nemur um 3 millj. króna eins og nú standa sakir, en eitthvað á eftir að bætast við þá upphæð ennþá vegna áhalda- kaupa o. fl. Lögum samkvæmt ber íþróttasjóði að greiða 2/5 hluta kostnaðar, en mikið vantar á, að það fé sé komið og mun taka allmörg ár þar til framlag hans verður að fullu greitt. Á því bæjarsjóður orðið verulegt fé inni hjá sjóðnum, og vantar því fé í bili til að ljúka greiðslum vegna laugarinnar. Var á sínum tíma boðið út skuldabréfalán vegna sundlaugarbyggingarirmar, og enda þótt segja megi að sala bréfanna hafi gengið vel, eru enn óseld bréf fyrir ca. 250 þús. kr., sem áríðandi er að geta nú kom- ið út. Bréf þessi eru með 7 % vöxtum og verða dregin út á næstu 5 árum. Heilsu- og menningarbrunnur. Bygging sundlaugarinnar hefur staðið yfir allt frá árinu 1948, og hafa margir haft á orði, að seint gengi, en hvað sem því líður er það staðreynd að verlúnu er nú lokið og eftir stendur glæsileg bygging, sem er bæjarfélaginu til sóma. Er nú komið að hlut bæj- arbúa að notfæra sér þá aðstöðu, sem þarna hefur skapast til holl- ustu og menningarauka. Framkvæmdastjóri sundlaug- arinnar, Hermann Stefánsson, skýrði svo frá í viðtali við blaða- menn nú í vlkunni, að fyrstu þrjár vikurnar eftir að staðurinn var opnaður hafi sundgestir verið 350 á dag að meðaltali. Er það að vísu ágæt útkoma, miðað við það sem almennt gerist, en mun fleiri gætu þó sótt staðinn dag- lega án þess að hætta væri á þrengslum. Einkum benti hann á, að aðsókn væri lítil fyrst á morgnana, en ýmsir höfðu álitið, að einmitt þá myndi verða tölu- verð aðsókn af skrifstofufólki eða öðrum, sem aðstöðu hafa til að fara í sund eða fá sér gott bað áður en vinnudagurinn hefst. Sundlaugin er nú opin alla virka daga kl. 8—12, 13,30—19 og 20— 22, nema á laugardögum er lokað kl. 19. Á sunnudögum er opið kl. 9—12 og 14—16,30. Sér- tímar fyrir konur eru á mánu- dags- og fimmtudagskvöldum kl. 21— 22. Allmörg sundnámskeið fyrir börn hafa verið haldin í sumar og verða fleiri. Þeir, sem óska, að láta börn sín taka þátt í þeim, ættu að panta það í síma 2260. Kennslugjald er 35 kr. fyrir hvert námskeið, sem stendur í 16 daga. Kennarar eru Ásdís Karls- dóttir og Magnús Ólafsson. Gufubaðið. Svo sem áður er getið er nýtt og ágætt gufubað í byggingunni, og verður það framvegis opið kl. 16—22. Fyrir konur á miðviku- dögum og föstudögum, en fyrir karla á þriðjudögum, fimmtu- dögum og laugardögum. Á laug- ardögum er opið allan daginn. — Einnig er hægt að panta gufubað á öðrum tímum dags með klukku stundar fyrirvara. Er full ástæða til að benda þeim á, sem aldrei hafa notað gufubaðið, að kynna sér það. Rannsóknaraefnd í samræmi við stefnuyfirlýs- ingu sína hefur ríkisstjórnin skipað nefnd til að athuga efna- hagsmál þjóðarinnar og leita úr- bóta. Nefndina skipa Jóhannes Elíasson, hæstaréttarlögm., Karl Guðjónsson, alþm. og Magnús Ástmarsson, form. Hins íslenzka prentarafélags, tilnefndir af rík- isstjórninni. Eðvarð Sigui'ðsson, tilnefndur af A. S. í., og Sverrir Gíslason frá Stéttarsambandi bænda.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.