Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.08.1956, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 24.08.1956, Blaðsíða 1
uERKfflnjŒURinn XXXIX. árg. Akureyri, föstudaginn 24. ágúst 1956 26. tbl. AKUREYRINGAR! Með því að lesa Þjóðvilj- ann fylgist þið bezt með innlendum sem erlend- um málum. — Áskrifta- sími 1516. Skriðmótin valda byltingu í byggingariðnaðinum Ný aSferð við að steypa hús hefur að undanförnu verið reynd í Reykjavík'og vakið mjög mikla athygli, og það ekki að ástæðu- lausu. Er hér um að ræða notk- un svonefndra skriðmóta í stað þess að slá upp steypumótum úr timbri, svo sem hingað til hefur tíðkast við allar húsabyggingar hérlendis. Skriðmótin eru keypt hingað frá Svíþjóð og munu vera sænsk uppfinning, sem hefur verið not- uð þar um nofckur ár. Það er byggingafélagið Stapi hi., sem hefur keypt mótin hingað til lands, og hefur þegar steypt í þeim eitt hús fyrir Reykjavíkur- bæ. Er það fjögurra hæða hús á kjallara og tók fimm daga að steypa það. Þá er gert ráð fyrir, að mótin verði á næstunni notuð til að steypa upp níu hæða stór- hýsi, sem Byggingasamvinnufé- lag prentara ætlar að reisa í Reykjavík. Er gert ráð fyrir að það taki ca. einn mánuð að steypa það upp, en bygginga- fróðir menn segja, aS meS venju legri aSferð 'hefði það tekið fimm ár. Má því öllum ljóst vera hversu stórfellda framför hér er um að ræða og mikinn sparnað á byggingarkostnaði. Má í því sam bandi benda é eftirtalin atriði: 1. Stytting byggingartímans og og þar með vaxtasparnaður o. fl. 2. Aukin gæði steinsteyptra veggja, þar sem hvergi verða steypuskil og engir vírar eða teinar ganga í gegnum veggi, 3. áferð steypunnar verður því sem næst sem um grófhúð- aSan vegg væri að ræða og múrhúðunar því eigi þörf, nema að litlu leyti innan- húss, 4. timbursparnaður, þar sem mótatimbur é veggi sparast að mestu. leyti, og þar af leiðandi einnig gjaldeyris- sparnaður. Samkvæmt lýsingum sunnan- blaða er gerð og notkun skrið- móatnna í aðalatriðum á þessa leið: Skriðmót fyrir steinsteypu eru smíðuð úr timbri eða stáli og eru notuð til að steypa lóSrétta veggi. Hæð mótanna er venjulega um 1 metri. Mótunum er haldið saman með stálökum, og er 2—3 metra bil milli oka. Okarnir eru sam- byggSir við vökvalyftitæki, sem „klifra" upp eftir stálstöngum, og draga mótin upp með sér. Klif- urstengurnar standa á botnplötu byggingarinnar og eru fram- lengdar jafnóðum og mótin 'hækka á styrktum veggjunum. Hraða mótanna er stjórnað með sjálfvirkri klukku, sem setur vökvaþrýstidælu í gang 10—15 mínútna fresti, og lyftast þá mót- in 2Vi sm. hverju sinni. Um leið og mótin skríða upp eru þau fyllt með steypu og þannig haldið látlaust áfram unz lokið er að steypa húsið. Venju- legur byggingarhraði er 1 hæð á sólarhring, veggir og loft. Glugg- ar og hurðamót eru sett í mótin um leið og veggir eru steyptir. ¦— Loftin eru steypt á venjulegan hátt og hafa ásetu í þar til gerð- um raufum í veggjunum. Þegar skriðmótin eru komin upp fyrir hæðaskil er byrjað að stilla upp mótum fyrir loftið, og er það síSan steypt samtímis veggjun- um. A3 sjólfsögðu er mikill kostn- aður við flutninga á mótunum og við að koma þeim fyrir á hverj- um stað, áður en sjálf steypan hefst. Af þessu leiðir, að noktun þeirra verður því hagkvæmari sem húsin eru hærri,, og er ekki ólíklegt að það hafi þau áhrif, að farið verði að byggja hér hærri hús en til þessa hafa tíðkast, og er raunar ekki óeðlilegt aS farið sé út á þá braut, a. m. k. í Reykjavík, svo víðáttumikil sem hún er orðin. Og full ástæða er fyrir okkur Akureyringa að hugsa það mál vel, hvort ekki er rétt að fara einnig hér að hugsa um stærri byggingar í stað þess að auka víðáttu bæjarins enda- laust. í því sambandi verðum við líka að gera ráð fyrir, að íbúum bæjarins fari að fjölga, og þaS kannski all verulega. ViS getum ekki og megum ekki álíta að fólksstraumurinn til Reykjavík- ur haldist endalaust. Við verðum að vona, aS sú óheillaþróun taki senn enda og aS bærinn okkar vaxi og blómgist. Ekkert samkomulag um Súez Valdbeiting ólíkleg 0 Akureyri - Reykjavík Akureyringar og Reykvíkingar hafa tvívgis í sumar háS bæja- keppni í knattspyrnu og í bæði skiptin hafa Akureyringar sigrað glæsilega. Síðkri leikurinn var háður í Reykjavík sl. sunnudag og sigruðu Akureyringar þá með yfirburðum og settu 5 mörk gegn engu. Fyrri leikurinn var háður hér á Akureyri snemma í sumar og lauk honum 4 : 1 fyrir Akur- eyringa. Verður því ekki sagt að Reykvíkingar 'hafi riðið feitum hesti frá knattspyrnukeppninni við Akureyringa á þessu sumri. Því miður hefur Akureyrarlið- ið ekki orðið jafn sigursælt í keppnum við einstök félög á ís- landsmótinu. Hefur það þegar lokið öllum leikjum sínum á mótinu, en aðeins unnið einn. Nokkrir leikir mótsins eru enn eftir og því ekki útséð, hvort lið- ið heldur sæti sínu í 1. deild, en vonandi verður þaS, enda ekki vafi, aS liSiS er þaS sterkt, aS þaS á skilið sæti þar. Óheppni liðsins í einstökum leikjum mótsins má vafalaust rekja til þess að leikmenn hafa oft verið illa undir leikina búnir, jafnvel farið beint úr flugvélinni í keppnina. Má ætla, að útkoman hefði orðið önnur, ef einhverjir leikjanna hefðu farið fram á heimavelli. Að undanförnu hefur staðið y£iv í Lundúnum ráðstefna 22 ríkja til að ræða, hvert skuli verða í framtíðinni rekstrarfyr- irkomulag Súezskurðarins, en miklar deilur hafa staðiS um þaS síðan Egyptar þjóðnýttu rekstur hans á dögunum. — Ekkert sam- komulag náðizt á ráðstefnu þess ari, en taldar eru minnkandi lík- ur fyrir valdbeitingu gegn Egyptum. af hálfu Breta og Frakka, en þeir hafa látið all- ófriðlega að undanförnu, heldur er gert ráð fyrir að reynt verði að ná einhverju samkomulagi, hvenær sem það kann aS verða og hvernig. Biskup Islands boðinn til Finnlands og Sovét- ríkjanna Biskupi íslands, herra Ásmundi Guðmundssyni hefur verið boðið til Finnlands og Sovétríkjanna. Erkibiskup Finnlands hefur boðið biskupshjónunum til Finn- lands 9. næsta mánaðar til að vera við stofnun og vígslu nýs biskupsembættis í Finnlandi. Þá hefur patríarkinn í Moskva boðið þeim að dvelja hálfan mánuð í Sovétríkjunum til þess að kynnast kirkjumálum og v menningarlífi þar í landi. Tvennar tillögur komu einkum til álita á Lundúnaráðstefnunni. Tillaga frá vesturveldunum þess efnis, að alþjóðleg nefnd taki við stjórn skurðarins af hinu þjóð- nýtta Súezskurðarfélagi, og til- laga frá Indlandi á þá lund, að alþjóðleg nefnd verði hinu egypska félagi til ráðuneytis í sambandi við rekstur skurðarins. Tillaga vesturveldanna átti meirihlutafylgi að fagna, en til- laga Indlands var studd af Indó- nesíu, Ceylon og Sovétríkjunum. Allar umræður um framtíð skurðarins virðast nú orðið snú- ast um stjórn hans, en svo er að sjá, sem engum þyki lengur fært að berjast gegn því, að mégin- hluti hagnaðar af rekstrinum renni til Egypta. Bráðabirgðalög um bann við nofkun íbúðarhúsnæðis til annars en íbúðar Hólastóll 850 ára Síðastl. sunnudag var þess minnst með veglegum hátíða- höldum að Hólum í Hjaltadal, að þá voru liðin 850 ár síSan þar var settur biskupsstóll. Mikill mannfjöldi safnaðist „heim að Hólum", til að vera við hátíðahöldin, sem fóru virðulega fram og öllum hlutaðeigendum til sóma. 36 prestar voru á staSnum aS biskupi meðtöldum. Hjúskapur. Laugardaginn 18. ágúst voru gefin saman í hjóna- band af sóknarprestinum í Grundarþingum, ungfrú Helga Árnadóttir hreppstj. Jóhannes- sonar, Þverá, og Halldór Pálsson skipasmiður. Heimili þeirra er í Ytri-Njarðvík. Nú í vikunni gaf forseti ís- lands, að tilhlutan félagsmála- ráðherra, Hannibals Valdimars- sonar, út bráðabirgðalög um bann við því að nota íbúðarhús- næði eða hús, sem teiknuð hafa verið sem íbúðarhús, til annars en íbúSar. Fer hér á eftir fréttatilkynning félagsmálaráSuneytisins umþetta mál; gefin út s.l. þriðjudag: „Að tilhlutan félagsmálaráðu- neytisins hefur forseti íslands í dag gefið út bráðabirgðalög um afnot íbúðarhúsnæðis: í þessum bráðabirgðalögum er lagt bann við því að nota íbúðar- húsnæði í kaupstöðum til annars en íbúðar, en íbúðarhúsnæði telzt það húsnæði, sem við gild- istöku laganna er notað til íbúðar og er íbúðarhæft án verulegra endurbóta, svo og húsnæði, sem i ætlað er til íbúðar samkvæmt teikningu hlutaðeigandi húss og hefur ekki verið tekið til ann- arra afnota við gildistöku lag- anna. Þá leggja lögin einnig bann við þvi aS halda ónotuðu íbúðar- húsnæði, sem kostur er á að leigja. Brot gegn framangreindum ákvæðum varða 10.000.00 til 1.000.000.00 króna sektum, er renna í varasjóð hins almenna veðlánakerfis til aðstoðar við húsbyggingar samkv. lögum nr. 55, 20. maí 1955, en eftirlit með því að ákvæðum laganna sé fylgt er í höndum húsnæðismála- sjtórnar. Félagsmálaráðherra er heim- ilt að veita einstökum kaupstöð- um undaniþágu frá ákvæSum þessara laga, enda liggi fyrir um- sókn um þaS frá hlutaSeigandi bæjai-stjóra og ekki sé þar um að ræða skort á íbúðarhúsnæði. Stundaskrá sundnám- skeiðs barnaskólanna alla virka daga vikunnar. Kl. 8,30—9: 5. bekkur, 14. stofu, 5. bekkur 2. stofu (dreng- ir) og 6. bekkur. Kl. 9,05—9,35: 5. bekkur, 13. stofu, 5. bekkur, 2. stofu (stúlk- ur), og Glerárþorp. Kl. 9,40—10,10: 5. bekkur, 16. stofu, og 4 .bekkur 6, stofu. Kl. 10,15—10,45: 5. bekkur, 3. stofu, og 4. bekkur, 11. stofu. Kl. 10,50—11,20: 4. bekkur, 7. stofu, og 4. bekkur, 1. stofu. Kl. 11,25—11,45: 4. bekkur, 8. stofu, og 4. bekkur, 18. stofu. Síðdegis: Kl. 1—1,30: 5. bekkur, 14. stofu, 5. bekkur, 2. stofu (dreng- ir), og 6. bekkur. Kl. 1,35—2,15: 5. bekkur, 13. stofu, 5. bekkur, 2. stofu (stúlk- ui-), og Glerárþorp. Kl. 2,30—3,10: 5. bekkur, 16. stofu, og 4. bekkur, 6. stofu. Kl. 3,15—3,45: 5. bekkur, 3. stofu, og 4 .bekkur, 11. stofu. Kl. 3,50—4,20: 4. bekkur, 7. stofu, og 4. bekkur, 1. stofu. Kl. 4,25—4,55: 4. bekkur, 8. stofu, og 4. bekkur, 18. stofu. Ekkert námskeið síðdegis á laugardag. Togari tekinn í landhelgi Varðskipið Þór tók í fyrra- kvöld enskan togara í landhelgi, 0.4 sjómílur innan fiskveiðitak- markanna út af Gerpi. Togarinn heitir Sisapon og er frá Grims- by. Farið var með togarann til Seyðisfjarðar, og var skipstjórinn dæmdur í gær í 74.000 kr. sekt, en afli og veiðarfæri upptæk. Togarinn var með 700 kit af fiski er hann var tekinn.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.