Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.08.1956, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 24.08.1956, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 24. ágúst 1956 VERKMMIItn Rilstjóri: 1‘ORSTEINN JÓNATANSSON. Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Iilaðstjórn: Björn Jónsson, Einar Kristjánsson, Jakob Arnason. Afg'reiðsla: Hafnarstræti 88. Sínii 1516. Pósthólf 21. Áskriftarverð 40 krónur árg. Lausasöluverð 1. kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f. Tekiur bæjarfélaqa Það er kunnara en frá þurfi að segja, að hér í bæ og raunar í flestum eða öllum bæjarfélögum á landinu eru útsvörin að kalla eini tekjustofn bæjarfélaganna. Þetta hefur það í för með sér, að útsvörin hækka óaflátanlega og miklum mun meira að krónutölu heldur en kaup hækkar. Orsök þess er fyrst og fremst sú, að stöðugt hlaðast á bæjarfélögin nýjir útgjaldaliðir, sem ekki verð ur komist fram hjá. Mikill hluti þessara gjalda eru þannig til komin, að ríkisvaldið skyldar bæjarfélögin til að bera þau, en gerir ekkert á móti til að sjá bæjunum fyrir nýjum tekju- stofnum, rétt eins og endalaust sé hægt að hækka útsvörin. Ein afleiðing þessa verður eðlilega sú, að samdráttur verður á framlögum bæjanna til atvinnu framkvæmda, vegna þess hve mikill hluti mögulegra tekna fer í fastar og lögákveðnar greiðslur. Má með réttu segja, að af þessu skapizt ófremdarástand. Nauð- synlegar og aðkallandi fram- kvæmdir dragast á langinn eða eru alls ekki framkvæmdar Moggatetr Oft hefur Morgunblaðið á und- anförnum árum talað um óá- byrga stjórnarandstöðu. Þá héldu ráðherrar íhaldsins um stjórn- völinn, en hvað skeður nú. Nú er íhaldið ekki lengur í stjórn og Mogginn því í stjórnarandstöðu. Hvað verður þá um ábyrgðartil- finninguna? Hin nýja stjórn er nýlega tekin við og hefur því eðlilega ekki haft tækifæri til að láta ljós sitt skína ennþá, hvorki til góðs né ills. En Mogginn þarf ekki að bíða eftir neinum stjórn- arathöfnum til að fella dóma um stjórnina, og það eru ekkert vægir dómar. Ef marka mætti orð þessa stærsta blaðs landsins væri það skjótráðin gáta hvers konar menn skipuðu hina nýju stjórn, og niðurstaðan yrði engin önnúr en sú, að þar væru saman komnir hinir verstu bófar og glæpamenn. Og Mogginn lætur sér ekki nægja að birta þennan boðskap íslendingum og á ís- lenzku, heldur eru símaðar út um allan heim rosafréttir um það hvílíka voðastjórn íslendingar Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju næstk. sunnudag kl. 10.30 f. h. — Sálmar: 104, 354, 353, 304 og 240. — K. R. Messað í Lögmannshlíð næstk. sunnudag kl. 2 e. h. — Sálmar: 223, 687, 131, 207, 675. — Bílferð fyrir kirkjufólk frá Grund í Glerárþorpi kl. 1.30. — P. S. vegna fjárskorts. Hér þarf og verður að ráða bót á. Annað tveggja með því, að bæjunum sé séð fyrir nýjum tekjustófnum, t. d. hluta sölu- skattsins, eins og oft hefur verið rætt um og eðlilegt væri, fyrst að sá skattur á annað borð er við lýði, eða þá með því, að ríkið taki á sig verulegan hluta hinna föstu útgjaldaliða, sem nú þjaka bæjarfélögin. Kæmi það að sjálf- sögðu að sama gagni og væri e. t. v. æskilegt, því að það verður að teljast mjög hæpin braut, sem ríkið hefur stöðugt farið meira og meira inn á, þegar nýir gjalda liðir hafa verið ákveðnir, að skipta gjöldunum á milli bæjar- félaganna og ríkisins. Eðlilegra væri, eins og málurn bæjarfélag- anan er háttað, að rikið eitt bæri þessi gjöld. En hvaða leið, sem valin verðr ur út úr þessu öngþveiti, er það víst, að hér verður einhverja bót á að gera og það fyrr en síðar. Er vonandi, að hin nýja ríkisstjórn reynist skilja þessi mál betur en fyrirrennarar hennar hafa gert og finni ráð til úrbóta. i líður illa hafi nú fengið yfir sig, og fylli- lega gefið í skyn, að hún muni ekki aðeins reynast íslenzku þjóðinni til ills eins, heldur og til þess líkleg að skapa vand- ræðaástand um allan hinn vest- ræna heim. Þarna kemur ábyrgð artilfinning ' þeirra Moggamanna greinilega í ljós, en væri ekki rétt fyrir þá að tala framvegis heldur varlega um ábyrga og óá- byrga menn og flokka. Sannleikurinn er sá, að Mogga- mönnum líður illa og sú vanlíð- an brýzt út í ofsafenginni reiði. Þeir þola ekki að vera í stjórnar- andstöðu. Þeir hafa nú lakari aðstöðu en áður var til að mis- nota ríkisvaldið sjálfum sér til framdráttar. Þeir eiga nú ekki eins hægt með að skapa sér ein- okunaraðstöðu á ýmsum sviðum og áður var. Þeir eiga ekki eins hægt með að einoka feitar stöður sér til handa. Og þeir hafa ekki eins rúmar hendur til að braska með gjaldeyri þjóðarinnar. Þeir hafa lengi haft ríkisvaldið í sín- um höndum að meira eða minna leyti og þeir hafa ekki nógu sterkar taugar til að missa þau völd. En það er þjóðinni í heild gott og gagnlegt, að íhaldið fái hvíld, og vonandi verður sú hvíld það löng, að Moggamennirnir venjist henni og róist á taugum. Sú er ósk okkar þeim og þjóð- inni til handa. Yang Kuang-Teh: Málaferli í Peking Hvernig leitar fólk réttar síns í Nýja-Kína? Hvernig skammta Alþýðudómstólarnlr réttlætið? Gamla lagakerfinu var varpað fyrir borð fyrir sex árum og samningu nýrrar lagabókar er enn ekki lokið; en hver er þá grundvöllur hins nýja réttlætis o'g hvernig er það í framkvæmd? Við skulum líta á nokkur mál, sem eru táknræn um þau við- fangsefni, sem Alþýðudómstól- arnir í Kína fást við dag frá degi, og leita lausnar á. Fyrst er rétt að geta þess, að miklu fleira fólk leitar nú til dómstólanna en áður var. Þetta er ekki vegna þess, að nú sé meira um glæpi eða deilur en áður. Það er vegna þess, að rétt- læti fyrri tíma kostaði peninga. „Hlið réttlætisins eru aðeins op- in hinum auðugu,“ sagði gamalt máltæki. „Ef þú hefur ástæðu til, en ekki peninga, skaltu ekki ganga inn.“ Dómstólar voru einn ig of fáir. Og jafnvel þótt fólk biði lengi eða ferðaðist langan veg til að fá áheyrn, hafði það litla von um réttlátan úrskurð meðan mið mergrotna kerfi réði, þar sem dómarar og málfærslu- menn sátu og söfnuðu ístru. Nú eru dómstólar miklu fleiri og lýðræðislega stjórnað. Forseti æðsta dómstóls alþýðunnar er kosinn af þjóðþinginu og forsetar héraðsdómstólanna á sama hátt af héraðsþingunum. Dómarar æðsta dómstólsins eru tilnefndir af ríkisstjórninni, og héraðsdóm- ararnir á tilsvarandi hátt. Öll mál eru fyrst lögð fyrir dómara og alþýðufulltrúa. Sá síðarnefndi er kosinn beinum kosningum. Dómar eru kveðnir upp af þrem dómurum. Ymis þýðingarmikil lög hafa verið sett og tekin til eftirbreytni — t. d. hjúskparlög, vinnulög- gjöf, kosningalög og lögin um skiptingu jarðeigna, reglur um í hvaða tilfellum er heimilt að setja menn í varðhald o. fl. Mál eru tekin fyrir án óþarfa tafa, málflutningur er beinn og óbrot- inn og almennt að kostnaðar- lausu. Þess vegna leitar fólkið til dómstólanna miklu fremur en áður var, til að fá ranglæti leið- rétt og deilur jafnaðar. Leigu-þrætur. Við skulum fyrst athuga mál, sem rísa út af húsaleigu, en þau eru algengust fyrir dómstólum Peking-iborgar. Verulegur hluti húseigna í borginni er enn í einkaeign. Reglur Peking-borgar um húsaleigu veita húseigendum rétt til sanngjarnrar leigu og hærri en almennra bankavaxta af sama verðmæti, en hún skal miðuð við ástand og gæði hús- anna. Húseiganda er því aðeins heimilt að æskja leyfis til að fella úr gildi leigusamning, að leigu- taki skuldi meira en þriggja mánaða leigu, eða hafi framleigt húseignina í heimildarleysi. Einnig ef húseigandi tekur íbúð- ina til eigin nota eða ætlar að byggja á lóðinni. Sakborningur í máli, sem ný- lega kom fyrir, var kona ein, sem á húseignir, frú Pao, og hafði krafizt tvöfaldrar meðalleigu fyrir íbúð. Ennfremur hafði hún krafizt þess, að leigjandinn greiddi sex mánaða leigu fyrir- fram, áður en hann fengi að flytja í húsið. Leigjandinn, leik- kona að nafni frú Yien, hafði ekki aðeins samþykkt að greiða okurleiguna, heldur einnig greitt fyrirfram fyrir sex mánuði áður en hún flutti inn. Sjálf hafði hún ekki ætlað sér að leita aðstoðar dómstólanna, en nágrannar henn ar fréttu af vandræðum hennar og komu málinu á framfæri. Áður fyrr gátu fasteignaeig- endur, og gerðu, krafið fyrir- framleigu og sérstakrar greiðslu fyrir að fá að flytja inn í húsið, „lykil-peninga“, af tilvonandi leigjendum, sem stundum voru neyddir til að greiða geisiháar upphæðir, jafnvel allt að því sem svaraði verði eignarinnar. Enn- þá er skortur á húsnæði í höfuð- borginni, enda hefur íbúatalan aukizt um 50 prósent síðustu sex áfin, og það er engan, veginn óþekkt að samvizkusnauðir hús- eigendur noti sér ástandið til að gera okurkröfur af þessu tagi, í þeirri von að því verði ekki ljóstað upp. Þegar málið gegn frú Pao kom fyrir, ákvað rétturinn, að frú Yien, leigjandinn, þyrfti aðeins að greiða þá leiguupphæð, sem húsaleiguyfirvöldin hefðu ákveðið. Húseigandanum var gert að endurgreiða umframleig- una. Jafnframt voru báðar, hús- eigandi og leigjandi, sektaðar fyrir að brjóta reglur húsaleigu- yfirvaldanna. Húseigandinn áfrýj aði til æðri dómstóls, en árang- urslaust. Margar deilur vegna leigumála eru jafnaðar án þess þær komi fyrir dómstóla, oftast af velferð- arnefndum á hverjum stað. Hús- eigendur eru fengnir til að taka við afborganagreiðslum frá leigjendum, sem lent hafa í skuldum. Deilur vegna viðgerða utanhúss, sem húseiganda ber að annast, eða vegna skemmda inn- anhúss, sem leigutaka ber að sjá um, eru mjög oft jafnaðar á þennan hátt. Hjónaskilnaðir. Fyrstu árin eftir frelsunina komu mörg hjónaskilnaðarmál fyrir dómstólana. Fólk óskaði eftir að leysa upp óhamingjusöm hjónafoönd, sem samið hafði ver- ið um meðan hið gamla, ófrjálsa og ánauðuga skipulag réði í þessum málum. Nú eru þessi mál sjaldgæfari. Nýju hjúskaparlögin, sem sett voru 1950, gera karl og konu jafn rétthá í fjölskyldunum. Þau banna algerlega nauðungarhjóna bönd og giftingar barna, og heimila ekkjum að giftast aftur. Samkvsemt lögunum er skylt að veita skilnað, ef báðir aðilar óska þess eða annað hvort eiginmaður eða eiginkona krefjast. En rétt- inum er þó skylt að reyna að koma á sættum áður en hann 'kveður upp úrskurð sinn. Mikil áherzla er lögð á, að gætt sé réttar kvenna og barna. Rétturinn neitaði, til dæmis, skrifstofumanni einum um skiln- að, í tilfelli sem hér skal greina: Þegar hann var þrettán ára gamall höfðu foreldrar hans látið hann kvænast eldri stúlku. Þau höfðu verið gift í níu ár og áttu þríggja ára barn. Þrátt fyrir ógæfusamlegt upphaf hjóna- bandsins hafði þar ríkt gagn- kýæm virðing og ástúð. En eftir að hann flutti til Peking og tók að vinna þar varð hann fyrir áhrifum af borgarfólkinu, sem þótti kona hans, lítið menntuð sveitastúlka, vera „skrýtin11. Dag nokkurn, eftir að hún kom til hans á skrifstofuna, heyrði hann að sumir hinna nýju félaga hans voru hvískra sín á milli um útlit hennar og látbragð. Þetta varð til þess, að hann ákvað að sækja ’um skilnað. * Dómarinn átti langar og vin- gjarnlegar viðræður við hann til að reyna að sannfæra hann um, hversu röng afstað hans væri. Honum var bent á, að það væri skylda hans að aðstoða við menntun konu hans — það væri ekki hennar sök, að hún væri menntunarsnauð. Skyldmenni, sem voru vel kunnug hjónunum, staðfestu, að þau hefðu alltaf lif- að saman í sátt og samlyndi. Ungi maðurinn ákvað að lokum að taka aftur skilnaðarbeiðni sína. Slíkar hugarfarsbreytingar verða oft eftir að hjón hafa rætt málin fyrir réttinum. Ef slíkar tilraunir til sátta og samkomulags reynast árang- urslausar, verður rétturinn að íhuga framtíð hjónanna og binda ákvarðanir um leyfi til skilnaðar ákveðnum takmörkimum, t. d. er manni óheimilt að skilja við konu sína, ef hún er þunguð og þar til barnið er orðið eins árs. í öðru tilfelli bað maður, að nafni Liu Ching-ming, um skiln- að fra konu sinnf 30 ára gamalli, en hjónaband þeirra var einnig umsamið af foreldi-unum. Þau höfðu verið gift í 12 ár, en aldrei verið hamingjusöm. Raunar hafði hann mest af tímanum verið að heiman við nám. Þegar hann sótti um skilnaðinn, höfðu þau ekki sézt í meira en fjögur ár. í fyrstu var konan treg til að veita skilnað, en breytti skyndi- lega um skoðun og krafðist þess, að eiginmaður hennar yrði dæmdur til að greiða henni háa fjárupphæð fyrir heimilisstörf hennar í þau 12 ár, sem hún hafði verið eiginkona að nafninu til. Á þetta féllst rétturinn ekki. En eftir nokkra íhugun féllst ’hann á að veita þeim skilnað og gaf út réttarúrskurð þess efnis, (Framhald á 4. síðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.