Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 31.08.1956, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 31.08.1956, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 31. ágúst 1956 vERKHmflÐURmn Ritstjóri: PORSTEINN JÓNATANSSON. Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Blaðstjórn: Björn Jónsson, Einar Kristjánsson, Jakob Árnason. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. Sínii 1516. Pósthólf 21. Áskriftarverð 40 krónur árg. Lausasöluverð 1. kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f. Aldan stöðvuð Svo sem öllum hugsandi mönnum er ljóst, og margsinnis hefur verið bent á hér í blaðinu, hefur efnahagsmálum þjóðarinn- ar verið stefnt í ófæru undan- farin ár. Dýrtíðaraldan hefur ris- ið hærra og hærra með hverju ári og ekkert raunhæft aðhafst til að stöðva hana. Þvert á móti hafa braskarar og okurkarlar leikið lausum taumi og lyft óspart undir óheillavænlegan vöxt öldunnar. Engin alda getur vaxið í það óendanlega, þar hlýt- ur að koma að hún brotni og steypist fram. Dýrtíðaraldan er sama eðlis, og óhugsandi, að hún geti risið og vaxið í sífellu. Sé ekki aðgert hlýtur hún að brotna og steypast fram sem voðalegur brotsjór. En slíkt yrði öllum til ógæfu. Það var illur ’arfur, sem nú- verandi ríkisstjórn tók við frá fyrri valdhöfum. En alþýða landsins batt þegar miklar vonir við stjómina, og þær vonir byggðust fyrst og fremst á því, að henni tækizt að stöðva dýr- tíðarölduna og leysa efnahagsmál þjóðarinnar úr þeirri úffakreppu, sem þau eru komin í, og stöðugt fer versnandi. Állt fjármálakerf- ið er „helsjúkt“, eins og forsæt- isráðherra orðaði það réttilega í útvarpsræðú sinni sl. þriðjudag. Nú hefur ríkisstjórnin sýnt það í verki, að hún vilji reyna að leysa vandann. Fyrsta skrefið hefur verið stigið með bráða- birgðalögum þeim, sem sett voru nú í vikunni, þar sem verðlag og kaup er sett fast til áramóta. Þær ráðstafanir voru kynntar sam- tökum verkamanna og bænda, að svo miklu leyti sem unnt var á skömmum tíma, áður en frá þeim var gengið, og álits þeirra leitað. Voru undirtektir hinna vinnandi stétta mjög á einn veg, að þær væru á þessu stigi máls- ins fúsar til að færa nokkrar fórnir í þeirri trú, að hér væri stefnt i rétta átt. Takist að stöðva dýrtíðarölduna, er raun- verulega um kjarabætur að ræða fyrir vinnandi fólk, en ekki kjaraskerðingu. Það hefur lengi verið lýðum ljóst, að vísi- tala sú, sem kaup hefur verið reiknað eftir, hefur engan veg- inn gefið rétta mynd af þeim hækkunum vöru og þjónustu, sem orðið hafa á hverjum tíma. Launþegar hafa því stöðugt hlot- ið lækkandi laun hlutfallslega, ef fullt tillit er tekið til allra verð- hækkana. Kaupmáttur launanna hefur stöðugt farði minnkandi. Verkfallið mikla í fyrravor var háð til að vinna aftur nokkuð af því sem tapazt hafði. Haldist hvort tveggja óbreytt, Verðlag og kaupgjald, helzt kaupmáttur launanna óbreyttur og væri það án efa öllum hagstæðara en það skipulag þessara mála, sem ríkt hefur að undanförnu. Það þarf ekki að efa, að and- stæðingar ríkisstjórnai'innar munu reyna allt, sem þeir geta upphugsað til að reyna að eyði- leggja árangur þeirra ráðstafana, sem nú hafa verið gerðar. Engu skal hér um það spáð, hvað íhaldið muni helzt reyna, til að spilla fyrir góðum árangri, en full ástæða er til að vara alla við þeim vélabrögðum og rangfærsl- um, sem búast má við. Illviljaðir aðilar munu predika af ofurkappi, að nú hafi forystu- menn verkalýðssamtakanna fall- izt á kaupbindingu, þvert ofan í allar fyrri yfirlýsingar sínar um, að kaupbinding væri hinn mesti glæpur. Þeir munu einnig benda á, að sl. vori hafi íhaldið lagt fram á Alþingi tillögur um fest- ingu vísitölunnar og þar með kaupgjaldsins, en ekki hafi þótt við þeim lítandi. Og það er rétt, að við tillögum íhaldsins var ekki lítandi. Þar var aðeins gert rá ð fyrir festingu vísitölunnar og kaupgjaldsins, en verðlag allt gat eftir sem áður leikið lausum hala. Kaupmönn- um var í sjálfsvald sett, að selja hverja vöru því verði, sem þeim sjálfum sýndist. Aðeins átti að greiða niður verð þeirra vara, sem mest áhrif hafa á vísitöluna. Nú er hins vegar kaupgjald og verðlag sett fast hvort tveggja og um takmarkaðan tíma. Á þessu tvennu er sá reginmunur, að vart er samlbærilegt. Það er glæpur gegn launþegum, ef rík- isstjórn lögbindur verkkaup fólks, en leyfir ótakmarkaðar hækkanir vöruverðs og þjónustu. En það er enginn glæpur fram- inn, þó að ríkisstjórn semji við verkalýðssamtökin um frestun kauphækkana í fjóra mánuði og lofi því jafnframt, að vöruverð skuli ekki hækka á sama tima- bili. Það er vafalaust, að með um- ræddum bráðabirgðalögum hefur verið stigið spor í rétta átt til að leysa erfiðasta vandamál þjóðar- innar. En það spor hefur þó því aðeins þýðingu, að því verði fylgt eftir með fleiri og varanlegri að- gerðum til úrbóta. Þess ber því að vænta, að tíminn til áramóta verði notaður svo sem bezt má verða til að rannsaka og upp- ræta það illkynjaða krabbamein, sem sezt hefur að í efnahagslífi þjóðarinnar. Frá happdrætti KRA. Herðið söluna. Dregið 1. sept. Gerið skil fyrir mánudagskvöld næstk. í síðasta lagi. — KRA. Nýir sambúðarhættir Tvö dagblaðanna hafa nýlega skýrt frá ánægjulgeum atburði sem gerzt hefur í sambúð tveggja alþýðuríkja. — Forsætisráðherra Tékka var fyrir skömmu á ferð í Póllandi ásamt fleiri forustu- mönnum þjóðar sinnar og af- henti pólska forsætisráðherran- um eitt dýrmætasta handrit sem til er í Evrópu, eiginhandrit pólska stjörnufræðingsins Kó- pernikusar að höfuðriti hans, Um hreyfingar himinhnattanna. Fór afhendingarathöfnin fram við hátíðlega athöfn í Varsjá, að viðstöddum æðstu mönnum pólska ríkisins og fremstu mönn- um þess í vísindum og listum. — Forsætisráðherra Tékka lét svo ummælt, að hann vildi færa Pól- verjum þetta ómetanlega handrit að gjöf „til þess að tjá djúpa og einlæga vináttu tékkóslóvösku þjóöarinnar í garð pólsku þjóð- arinnar", en forsætisráðherra Pólverja þakkaði í nafni þjóðar sinnar. Umrætt handrit hafði verið í eigu Tékka frá 1614, er tékk- neski uppeldisfrömuðurinn Jan Amos Komensky náði því í Heid elberg og flutti það til Praha. Hefur það síðan verið geymt í háskólasafninu í Praha. Þessi atburður er augljós vott- ur um þá nýju sambúðarhætti sem giida í viðskiptum þeirra þjóða sem byggja heim alþýð- unnar og sósíalismans. Og hann mætti gjama verða ýmsum öðr- um þjóðum áminning um að breyta viðhorfum sínum þegar um er að ræða þjóðleg verðmæti og dýrgripi sem raunverulega tilheyra öðrum. Oss íslendinga hlýtur hann að minna á tregðu danskra valdamanna til að skila íslenzkum þjóðardýrgripum, sem lengi hafa verið geymdir í dönsk um söfnum og lentu þangað upp- haflega þegar fátækt og niður- læging lagðist fastast að íslend- ingum fyrir danskan tilverknað. Mættu Danir nú vel íhuga sinn gang að nýju í handritamálinu og taka sér höfðingsskap og velvild Tékka í garð Pólverja til fyrir- myndar. íslenzku handritin í Kaupmannahöfn eru og verða ís- lenzk þjóðareign, þau eru arfur íslenzkrar elju og hugsunar þótt þau hafi fyrir rás viðburðanna lent í höndum Dana. En um leið og vér íslendingar teljum rétt og skylt að minna dönsku þjóðina á vanrækta skyldu í handritamálinu og tak- markaðan skilning á rétti vorum í þessu efni, ber jafnframt að minnast þess, að allir Danir eiga hér ekki óskilið mál. Aksel Lar- sen, formaður danska Kommún- istaflikksins hefur gengið fram fyrir skjöldu danskra stjórn- málamanna og krafizt þess að réttur íslendinga í handritamál- inu yrði virtur. Slíka framgöngu þessa forvígismanns hinnar rót- tæku dönsku verkalýðshreyfing- ar ber að virða og þakka. Hún er enn ein sönnun þess að það eru hin framsæknu öfl verkalýðs- hreyfingarinnar og sósíalismans sem mestan og beztan skilning (Framhald á 3. síðu.) LÖGTAIÍ Eftir kröfu bæjarritarans á Akureyri f. h. bæjarsjóðs Akureyrarkaupstaðar og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram, á kostnað gjaldenda en ábyrgð bæjarsjóðs að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar fyrir ógreiddum, gjaldföllnum útsvörum og fasteignaskatti á Akureyri 1956 og ógreidd- um og gjaldföllnum gjöldum til Akureyrarhafnar eftir 1. september 1955. Bæjarfógetinn á Akureyri 24. ágúst 1956. Skrifstof ustúlka verður ráðin til Rafveitu Akureyrar frá 1. okt. næstk. Eiginhandarumsóknir um starfið skulu sendar skrifstofu Rafveitunnar fyrir 6. sept — Laun samkv. launasamþykkt Akureyrarbæjar. TILKYNNING í samræmi við samkomulag það, sem orðið hefur milli verkalýðssamtakanna og ríkisstjórnarinnar, þess efnis, að kauphækkun vegna vísitölu skuli ekki korna til fram- kvæmda um næstu mánaðamót, og bráðabirgðalög, sem m. a. fela það í sér, tilkynnist hér með, að til n. k. ára- móta gildir kauptaxti sá, sem verið hefur frá 1. júní, en taxtinn, sem auglýstur var í síðasta ttilublaði Verka- mannsins kemur ekki til framkvæmda. Akureyri, 29. ágúst 1956. Verkamannafélag A kureyrarkaupstaðar. VerkakvennaféIkgið Eining. TILKYNNING Nr. 16/1956. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið, að framvegis skuli akstur leigubifreiða til fólksflutninga og sendibif- reiða vera háður verðlagsákvæðum. Jafnframt hefir skrifstofan ákveðið, að gjaldskrá fyrir nefndar bifreiðir, sem gilt hefir frá í febrúar s. 1., gildi áfram óbreytt. Reykjavík, 28. ágúst 1956. VERÐGÆZLU ST J ÓRIN N. TILKYNNING r frá Happdrætti Háskóla Islands Frá 24. hvers mánaðar til 1. næsta mánaðar er skrif- stofu happdrættisins lokað kl. 5. Frá 1. livers mánaðar til 8. sama mánaðar er lokað kl. 6. — Alla laugardaga cr lokað kl. 12 á hádegi. Að öðru leyti óhreytt. ÖMBOÐSMAÐUR. HAPPDRÆTTI D A S Endurnýjun til 5. flokks stendur nú yfir. Dregið verður 3. september. Munið að enurnýfa. UMBOÐSMAÐUR.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.