Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 31.08.1956, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 31.08.1956, Blaðsíða 3
Föstudaginn 31. ágúst 1956 VERKAMAÐURINN 3 STEINUNN BJARMAN: Ævintýri í Austurvegi Verkamaðurinn hefur farið fram á það við mig, að eg segði lítið eitt frá ferð minni um Ráð- stjórnarríkin núna á þessu sumri. Menniijgar- og friðarsamtök kvenna á Akuryeri buðu mér að taka þátt í þessari ferð fyrir hönd félagsins. í förinni tóku þátt, auk mín, fimm konur frá Reykjavík og eru þær: Halldóra B. Björnsson, skáldkona, Guð- rún Guðjónsdóttir, húsmóðir, báðar frá Mennningar- og friðar- samtökum kvenna í Reykjavík, Arnheiður Sigurðardóttir, stud. mag., frá Lestrarfélagi kvenna, Valgerður Guðmundsdóttir, barnakennari, frá kennarasam- tökunum, og Kristín L. Sigurð- ardóttir, fyrrv. alþingiskona, frá Kvenréttindafélagi íslands. Við lögðum af stað frá Reykja- vík 23. júlí með m.s. Dettifoss. Veður var hálf leiðinlegt yfir Atlansthafið og töluverður sjór, oftast 7—8 vindstig. Komið var til Hálsingborg í Svíþjóð og á ytri höfnina í Kaupmannahöfn. Síðan héldum við inn Eystrasalt, en urðum fyrir hálfgerðum von- brigðum með það. Veður var drungalegt og lítið að sjá annað en haf á allar hliðar, við höfðum allar gert ráð fyrir að sigling um Eystrasalt væri eitthvað stór- merkilegt. Morguninn 30. júlí komum við til Hálsingfors í Ijómandi góðu veðri. Hálsingfors er skínandi fögur borg. og hefð- um við gjarnan viljað standa þar við í nokkra daga, en tíminn leyfði það ekki. Nú var okkur ekki til setunnar boðið, það fyrsta, sem við þurftum að gera, var að tala við Erik Juuranto, ræðismann fslands í Hálsingfors og leita liðsinnis hans. Kristín varð veik á sjónum og treysti sér ekki lengra, hún ætlaði því að reyna að fá flugferð til Hafnar, en við hinar vildum helzt ganga af skipinu í Hálsingfors; orsök þess var sú, að skipaafgreiðslan í Reykjavík hafði gefið okkur þær upplýsingar, að skipið færi beint til Leningrad frá Hálsingfors, en er við vorum komnar af stað var okkur tjáð að frá Hálsingfors yrði farði til Ventspils og yrði það viku til 10 daga töf. Við höfðum allar nauman tíma og vildum því helzt komast með lest frá Hálsingfors til Lenin- grad. Juuranto reyndist hreinasti töframaður, og um hádegi 31. júlí var Kristín flogin áleiðis til Hafnar, en við hinar komnar á fleygiferð með rússneskri lest til Leningrad. Jámbrautarvagninn, sem við vorum með, var hinn þægilegasti, fjórir farþegar í hverjum klefa. í þessum vagni voru, fyrir utan okkur, eintómt fólk frá U.S.S.R. að koma úr sumarfríi í Finnlandi. Fólk þetta var allt mjög kátt og fjörugt, og leið ekki á löngu þar til það reyndi að tala við okkur. Var síðan haldið uppi látlausum sam- ræðum, talað á lélegri ensku, enn lakari þýzku og jafnvel reynt að babla á frönsku, að ekki sé talað um fingra- og augnamál. Fólk í Sovétríkjunum er sérlega spennt fyrir útlendingum og fljótt að kynnast, það vill alla hluti fyrir mann gera og spyr um allt milli himins og jarðar. Ýmislegt kom okkur kynlega fyrir sjónir hjá þsesu fólki fyrst í stað, sem við áttum eftir að venjast fljótlega. í Sovét eru allir skyldugir að láta gera við tennur sínar, og virðist aðallega gert við tennur með gulli eða stáli, og þótti okkur það broslegt fyrst í stað, að sjá fólk með fullan munn af stál eða gull- tönnum. Þarna eru líka afar margir karlmenn, sem raka allt hár af höfði sér á sumrin, og rákum við auðvitað augun í það líka. Þá voru það náttfötin, við lögðum af stað frá Hálsingfors um hádegi, ekki var lestin farin að hreyfast, er allir Rússarnir voru háttaðir og farnír að ganga um á þeim skræpóttustu nátt- fötum, sem eg hef séð. Voru þeir svona klæddir allan daginn, og er það sjálfsagt þægilegasti klæðnaður í steikjandi hita járn- brautarinnar, en við, þessar ís- lenzku konur, horfðum á alveg undrandi. Um það leyti er við komum að finnsku landamærun- um fórum við í gegnum alla járnbrautarvagnana í leit að finnskum matarvagni, á leiðinni til baka heyrðum við allt í einu talaða íslenzku og ætluðum varla að trúa eyrum okkar, en þá voru þarna 6 íslenzkir menn, verka- mannasendinefnd á leið til Moskvu. Það urðu auðvitað miklir fagnaðarfundir er við hittumst, og engu líkar en við hefðum hitt nákomna ættingja, þótt við hefðum aldrei séð neinn þessara manna áður. Lestin kom til Leningrad skömmu eftir mið- nætti og kvöddum við þar ís- lendingana og samferðafólkið, sem allt ætlaði lengra. Kvaðst var með nokkrum trega og skipzt á gjöfum. Soviet Womens’ Committee, en svo heitir félagið sem bauð okk- ur til Sovét, átti ekki von á okk- ur til Leningrad fyrr en daginn eftir, svo að enginn var til að taka á móti okkur á járnbrautar- stöðinni. Fyrr en varði kom maður einn frá Inturist, kom okkur upp í leiguibíl og innan stundar vorum við staddar á ágætum gistiherbergj'um í Hótel Evrópa. Morguninn eftir kynntu sig fyrir okkur tvær ungar kon- ur, sem höfðu komið með lest frá Moskvu um nóttina, þetta voru Raya Smirnova, sem starfar hjá S. W. C., og Marianna Pode- bedova, túlkurinn okkar. Þessar ungu konur reyndust okkur af- burða vel; voru þær með okkur allan tímann, er við gistum Sovét og varð okkur vel til vina. Við vorum 3 daga í Leningrad. Fyrsta daginn vorum við kynnt- ar fyrir konu, er heitir Helen Hahalina, hún er læknir að menntun, en starfar núna sem þingmaður og er einnig forseti borgarráðsins. Frú Hahalina er sérstaklega geðug og heillandi kona og vorum við gestir hennar dagana, sem dvalið var í Lenin- grad. Leningrad er afar falleg borg, Pétur mikli stofnsetti borgina og skipulagði hana. Á miðhluta borgarinnar er gerla hægt að sjá hina stórkostlegu skipulagshæfi- leika hans. Breiðar götur, stórar hallir og skemmtigarða. Borgin er byggð við mynni árinnar Nevu og minnir hún, að sumra sögn, á Feneyjar, alls staðar eru brýr yfir ána og bátar siglandi fram og til baka, en á bökkunum standa smástrákar og gamlir menn og dorga. Flestar gamlar stórbyggingar eru eftir franska eða ítalska byggingameistara og líkist Leningrad gömlum stór- borgum VesturEvrópu meira en nokkur önnur borg í Rússlandi. Þjóðverjar sátu um borgina í síðustu styrjöld 2 ár og héldu þann tíma uppi látlausri skothríð og loftárásum; ótrúlega lítil merki sjást þó í borginni, allt hefur verið byggt upp aftur. — Margt, bæði merkilegt og skemmtilegt, sáum við í Lenin- grad. Einn daginn komum við í stórhýsi eitt mikið og nefna þeir slíka staði Culture House, sem mætti leggja út sem Menningar- hús eða Tómstundaheimili. Þessi stofnun er kennd við Gorky, og var þar margt til að minna á hann. Fyrsta Culture House var stofnað 1927, en nú eru þau í öll- um Sovétlýðveldunum og eru af- ar vinsæl. í húsinu, sem við skoðuðum í Leningrad, eru mjög magrar vistarverur og margs konar klúbbar starfræktir. Fast starfslið stofnunarinnar er um 200 manns. Um 2 millj. manna taka þátt í starfi þessarar stofn- unar og geta 5—600 manns verið að starfi í klúbb-herbergjum í einu. Þarna er einnig bíó og leik- hús, sem hefur 250.000 sæti, og er það stærsta leikhúsið í Lenin- grad. í þessum klúbbum taka þátt ungir og gamlir, skrifstofu- fólk, verkafólk, heilar fjölskyld- ur. Þarna eru stór bókasöfn bæði fyrir börn og fullorðna, svo og tæknibókasafn. Mikið er flutt þarna af fyrirlestrum um öll hugsanleg efni. Þarna eru sauma klúbbar, skákklúbbar, dans- klúbbar, íþróttaklúbbar, lista- klúbbar, svo að lítið eitt sé nefnt. Allt er þetta ókeypis fyrir með- limi stofnunarinnar, nema ef at- vinnu-listafólk sýnir. Þarna sá- um við mjög fjöruga og skemmti lega, nýja óperettu. Listafólkið sem sýndi var frá Moskvu og var þetta fyrsta sýning. Húsið var alveg troðfullt og fögnuði áheyr- enda virtust engin takmörk sett. Óperetta þessi var í þrem þáttum og voru allir leikendur kallaðir fram eftir hvern þátt. Skemmti- legt atvik bar við eftir annan þátt; leikendurnir, sem voru geysi margir, stóðu fremst á sviðinu, áhorfendur höfðu klapp að og kallað hrifningarorðum í langan tíma, þegar leikararnir skyndilega réttu fram hægri hendi og köstuðu heilu blóma- hafi yfir áhorfendur, ég ætla ekki að reyna að lýsa áhrifunum, en meiri stemningu í leikhúsi hef eg aldrei fundið. Einn daginn heimsóttum við afar skemmtilegt heimili, en það er heimili fyrir gamalt leiklistar- fólk alls staðar að úr Ráðstjórn- arríkjunum. Þarna bjuggu aldr- aðir söngvarar, leikarar og ball- ettdansarar. Fólk þetta var sér- lega ungt í anda og gestrisið. — Heimilið var upphaflega stofnað fyrir byltinguna af frægri leik- konu, en síðan hefur oft verið byggt við það, og eru þar nú margar stórar og fallegar bygg- ingar. Gamla fólkið leiddi okkur « um allar byggingarnar og sáum við þar marga fallega sali, sem það hafði til sameiginlegra nota. Voru þar konsertsalir, lessalir, útvarps- og sjónvarpssalir, svo og töluvert stórt leiksvið, og sal- ur fyrir marga áhorfendur. — Listafólk á ferð í Leningrad kemur oft í heimsókn og íl'um- sýnir þarna ýmis verk. Þá var okkur boðið að sjá einkaherbergi fólksins. Allir rifust um að fá að bjóða okkur inn og fórum við í mörg herbergi og lituðumst um, en hrædd er eg um að sumir, sem við gátum ekki heimsótt, háfi verið móðgaðir. Herbergin voru eins og yfirfull hreiður, rúmin hurfu í púðahrúgu og veggirnir voru þakktir ljós- myndum og útsaumuðum reflum, á kommóðum og borðum voru kynstur af postulínsmunum og blómum; þessar vistarverur voru þó með sérstökum „sjarma“, ef svo mætti segja, og mjög heim- ilislegar. — Er öllu þessu var lokið var okkur boðið í stóra borðstofu, þar var dúkað borð með hinum gómsætustu krásum, sem þessar gömlu listakonur höfðu sjálfar útbúið. Borðhaldið var hið fjörugasta, haldnar marg ar snjallar ræður og drukknar margar skálar. Dagur þessi varð einn af ánægjulegustu dögunum, sem við vorum í Sovétríkjunum, og viðmót þessa aldna listafólks ógleymanlegt. Allir, sem Leningrad gista, verða að heimsækja Litlu Péturs Höllina; það er sá staður, sem Lneingradbúar elska hvað mest og heimsækja á sumrin, þegar færi gefst. Eg gerði mér enga grein fyrir, hvert eg var að fara á leiðinni, hélt helzt, að við ætt- um að skoða gamla höll eða eitt- hvað þess háttar, en það var ekki nema hálfur sannleikur. Litla Péturs Höllin er skemmtigarður, sem Pétur mikli skipulagði, hann liggur töluvert fjarri Leningrad, um klukkustundar akstur, við flóann sunnanverðan niður við sjóinn. Skemmtigarður þessi er hinn fjölbreyttasti og yndislegasti staður; þarna er gosbrunnum, svo að hundruðum skiptir, komið fyrir á hinn margvíslegasta hátt, sumir eru faldir í tilbúnum trjám og gýs vatnið úr þeim á óvænt- ustu augnablikum. Ótrúlegum fjölda af gömlum styttum er og komið fyrir þama; þá er í garð- inum sumarhöll Péturs, lítil en yndisfögur. Nærri garðinum hafa verið reist mörg hvíldarheimili, og var margt manna í garðinum bennan dag. Garðurinn er allur með sömu ummerkjum og á dögum Péturs mikla, getur maður aldrei nóg- samlega undrast hæfileika þess manns. í Leningrad heimsóttum við marga fleiri staði, svo sem afar- stóran barnaspítala. Þar er mér minnisstæðastur yfirlæknir skurðlæknisdeildarinnar, hann fór með okkur um alla deildina, jafnvel inn í skurðstofu, þar sem kvenlæknir var að skera upp barn á fyrsta ári. Yfirlæknir þessi minnti okkur svo mikið á Guðmund Karl, að eg hef ekki séð annan mann líkjast honum meir. Þá skoðuðum við Vetrar- hallirnar, eða Hermitage, en þær eru stórkostleg listasöfn með Evrópulist frá fyrri tímum og okkar dögum. Safni þessu er jafnað við Louvre safnið í Frkaklandi og mætti skrifa margar bækur um allar þær dá- semdir, sem það hefur að geyma. Við heimsóttum einnig geysi- stórt bókasafn, sem inniheldur 11^2 rnillj- bóka, og er það einn- ig safn handrita í Sovétríkjunum, eða samtals 300.000 handrit. — Lestrarsalir eru þar 27 og sækja ý—5 þús. manns safnið daglega. Safn þetta var stofnað 1795 og vinna þar 980 manns. Þá fórum við í neðanjarðar- lestina og sáum nokkrar stöðvar; einnig fórum við í gamla kirkju og hlýddum á messu. — Margt fleira sáum við og heyrðum í Leningrad og er það ævintýri líkast, að svo margt var hægt að gera á 3 dögum, en dagarnir í Sovétríkjunum voru eins og æv- intýrin í 1001 nótt. Á miðnætti 3. ágúst lögðum við af stað með næturlest til Moskvu og hélt ævintýrið þar áfram. (Meira.) - Nýir sambúðarhættir (Framhald af 2. síðu.) hafa á nauðsyn þess að nýir sam- búðarhættir verði teknir upp milli þjóðanna, og að þær sýni hver annarri tilhlýðilega virð- ingu og tillitssemi í öllum skipt- um. Fyrir sambúð Dana og íslend- inga yrði það áreiðanlega affara- sælast að endir verði sem fyrst bundinn á deiluna um handritin. Samskipti þjóðanna komast ekki í eðlilegt hrof fyrr en íslendingar fá rétt sinn til handritanna við- urkenndan með afhendingu þeirra. Þetta ættu danskir valda- menn að skilja af langri reynslu í viðskiptum við íslendinga. Með aíhendingu handritanna væri bundinn endir á langan, og að ýmsu leyti leiðan, kafla í sam- skiptum Dana og íslendinga og skilyrði sköpuð til eðlilegrar sambúðar og aukinna vináttu- tengsla milli þessara tveggja frændþjóða. (Þjóðviljinn.)

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.