Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 31.08.1956, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 31.08.1956, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 31. ágúst 1956 Bráðabirgðalög ríkis stjórnarinnar Verðhækkanir bannaðar (Framhald af 1. síðu). „Bráðabirgðalög um festingu verðlags og kaupgjalds. Forseti Islands gjörir kunnugt: Félagsmálaráðherra hefur tjáð mér, að vegna atvinnuöryggis í landinu beri nauðsyn til að koma í veg fyrir áframhaldandi hækk- un verðlags og kaupgjalds, á meðan athugun fer fram á var- anlegri lausn efna'hagsvanda- málanna. Fyrir því eru hér með sett bráðabirgðalög, samkvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar á þessa leið: 1. gr. Á tímabilinu 1. sept. til 31. des. 1956 skal greiða verðlagsuppbót á kaupgjald og laun samkvæmt kaupgjaldsvísitölu 168 að við- bættum 10 stigum. Sömu verð- lagsuppbót skal á þessu tímabili greiða á allar aðrar greiðslur, er fylgja kaupgjaldvsísitölu. 2. gr. Við útreikning á verðgrund- velli landbúnaðarvara 1956, sam- -kvæmt II. kafla laga nr. 94/1947, um framleiðsluráð landbúnaðar- ins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o. fl., skal miða laim bónda og verkafólks hans í verðlagsgrund- vellinum við kaupgjaldsvísitölu 168 að viðbættum 10 stigum. Verðgnmdvöllur sá, sem um getur í 1. mgr. þessarar greinar, gildir fyrir tímabilið 1. sept. til 31. des. 1956. 3. gr. Framleiðsluráð landbúrtaðarins skal, er það á hausti 1956 reiknar nýtt heildsöluverð á landbúnað- arvörum og smásöluverð á vör- um, sem eigi er á heildsöluverð, miða við kaupgjaldsvísitölu 168 að viðbættum 10 stigum, að því er varðar launakostnað við vinnslu og dreifingu þeirra vara. Ákvarðanir framleiðsluráðs landbúnaðarins um smásölu- álagningu á heildsöluverð land- búnaðarvara haustið 1956 skulu háðar samþykki ríkisstjórnar- innar. 4. gr. Bannað er til 31. des. 1956 að hækka söluverð innanlands á öllum vörum í heildsölu og smá- sölu, svo og á hvers konar verð- mæti og þjónustu frá því sem var 15. ágúst 1956. Bann þetta tekur þó ekki til þeirrar verð- hækkunar vöru rrieð niður- greiðslu á verði annarrar vöru samkvæmt 6. gr. laganna. Verðgæzlustjóri hefur eftirlit með því, að ákvæði 1. mgr. þess- arar greinar séu haldin. 5. gr. Innflutningsskrifstofan getur veitt undanþágu frá banni því, er um ræðir í 1. mgr. 4. gr., ef hún telur verðhækkun algerlega óhjákvæmilega, enda sé hún samþykkt af ríkisstjórninni. 6. gr. Á tímabilinu til desemberloka 1956 greiðir ríkisstjórnin niður, með fjárframlagi úr ríkissjóði, hækkun þá á verði einstakra landbúnaðarvara, sem leiðir af nýjum verðgrundvelli haustið 1956, þannig, að smásöluverð þeirra haldist óbreytt frá því sem var 1. ágúst 1956. Ríkisstjórnin getur þó, eftir að hafa leitað álits stjómar Alþýðusambands ís- lands og Stéttarsamibands bænda, ákveðið minni niðurgreiðslur á einni vöru en svarar verðhækk- un hennar og þa samsvarandi meiri niðurgreiðslu á annarri vöru, þannig að vísitala fram- | færslukostnaðar haldist óbreytt frá því sem ella væri. Ákvæði 1. mgr. þessarar grein- ar taka aðeins til landbúnaðar- vara, sem verðskráðar eru af framleiðsluráði landbúnaðarins. 7. gr. Nú rís ágreiningur um það, hvort greiðsla fellur undir ákvæði 1. mgr. þessara laga, eða hvort verð á vöru eða verðmæti fellur undir ákvæði 4. gr. lag- anna, og skal þá málinu skotið til ríkisstjórnarinnar, sem fellir í því fullnaðarúrskurð. 8. gr. Fara skal með mál út af brot- um gegn lögum þessum að hætti opinberra mála og varða brot sektum 500—500.000 kr., nema þyngri refsing liggi við sam- kvæmt öðrum lögum. 9. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Gjört ú Bessastöðum 28. ágúst 1956. Ásgeir Ásgeirsson. Hannibal Valdimarsson." - Notkun Esperanto (Framhald af 1. síðu). lifandi mál og hver önnur þjóð- tunga. — Vakti þingið mikla eftirtekt þar í Höfn? — Það er óhætt að segja, að svo hfai verið. Flest blöð borgar- innar fluttu daglega mynd- skreyttar greinar, þar sem sagt var frá störfum þingsins og esperanto-hreyfingunni. í Poli- tiken var sérstakur dálkur á esperanto, þar sem nýjustu heimsfréttir voru sagðar í stuttu máli. Politiken gaf einnig út all- stóran bækling um Danmörk. í sambandi við þingið voru sýnd- ar kvikmyndir með skýringum og tali á esperanto, m. a. fræðileg mynd um land og þjóðhætti Dana. Var sú mynd gerð að til- hlutan danska kennslumálaráðu- neytisins í tilefni þingsins. — Hvað geturðu sagt okkur um útbreiðslu esperanto? — Vinsældir og þekking á esperanto hafa farið sívaxandi hin síðustu ár. Sameinuðu þjóð- irnar hafa mælt með notkun þess, og það er sennilega aðeins tímaspursmál, hvenær málið verður tekið til notkunar á fundum þeirra og þingum. Meðan á þinginu stóð var hald- iu mikil bóka- og blaðasýning í Den Fries Udstilling í Höfn. Var þar komin sama sýningin og á sínum tíma var haldin í Monte- video og talið er að ráðið hafi úrslitum um afstöðu Sameinuðu þjóðanna til málsins. — Sóttu margir íslendingar þingið? — Þeir voru nálægt 30, og munum við þar, sem víðar, hafa verið framarlega í röðum, ef miðað er við höfðatölu íbúa. Að lokum vil eg taka það fram, að enda þótt mér hafi jlengi verið ljóst gildi esperantp vinnulífs, áframhaldandi fram- farir og varanlega velmegun, þarf stöðugt verðlag og fast pen- ingagildi. Það er staðreynd, sem okkur verður að lærast að skilja. Og henni er ekki mótmælt af neinum sem skyn ber á fjármál. Eg vil biðja þjóðina að taka fyllsta þátt í viðleitni ríkisstjórn- arinnar til þess að halda verð- lagi stöðugu og gera verðlagsyf- irvöldunum þegar aðvart, ef vart verður hækkana. Því skal lofað, að af verðlagsyfirvaldanna hálfu verður hiklaust gengið til verks um rannsókn slíkra kærumála. Slík samvinna milli þjóðarinnar og ríkisstjórnarinnar er ein af forsendum þess að vel takist og verður að hefjast nú þegar. —•' Eins og þjóðinni hefur verið skýrt frá opinberlega, verða næstu mánuðir notaðir til eins konar úttektargerðar, — til að rnansaka atvinnulífið og fjár- hagsástandið til grunna. Þessi rannsókn er framkvæmd af ýms- um stofnunum og sérfræðingum. En til þess að rannsóknin fari fram fyrir opnum tjöldum og á sem breiðustum grundvelli, hef- ur ríkisstjórnin skipað nefnd fimm manna til þess að fylgjast með rannsókninni og vera með í strafi. Er einn nefndarmanna til- BROTABROT Þess var getið í síðasta blaði, að óvíst væri hvort knattspyrnu- lið Akureyringa héldi sæti sínu i 1. deild eða hrapaði niður. Þetta hefur nú ráðizt þannig, að Vík- ingur fellur niður í 2. deild, en Akureyringarnir halda velli. í stað Víkings færist upp í 1. deild lið Hafnfirðinga. V—> Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrarkaupstaðar sl. þriðjudag var Guðmundur Guðlaugsson kjörinn forseti bæjarstjórnar í stað Þorsteins M. Jónssonar,'sem nú er fluttur úr bænum. v—> Um næstu helgi kemur hið fræga lið Akurnesinga til bæjar- ins, og fer þá fram bæjakeppni milli Akureyrar og Akraness. Málverkasýning Sveins Björnssonar hefur nú verið opin tæpa viku og lýkur á sunnudagskvöld. Er því ekki vert að draga mikið lengur að líta inn í Geislagötu 5, ef menn vilja sjá málverk Sveins, og þau eru fyllilega þess virði. Það eru engar litrofssýningar, þar sem hverjum lit er skipað í ákveðinn reit, heldur lifandi myndir af lífi og störfum fólks- ins, einkum við sjó og á sjó, enda hefur Sveinn stundað sjó- mennsku árum saman. sem alþjóðamáls, hafði eg ekki ímyndað mér það fyrr, að fólk af hinum ólíkustu þjóðflokkum gæti svo fyrirhafnarlaust skilið hvert annað til fullnustu, eins og eg nú hef sannreynt aS er. nefndur af Stéttarsambandi bænd og anrtar af Alþýðusam- bandi íslands, en auk þess er einn fulltrúi frá hverjum stjórn- arflokkanna. Er til þess ætlazt, að hver stjórnarflokkanna geti þannig haft sitt að segja um þaÖ, hvað rannsaka skuli og hvernig það er gert, og sama gildir um vinnustéttirnár. Með þessu móti á frá upphafi að vera þannig frá málunum gengið, að allt sé rann- sakað, sem máli skiptir, ög ekki geti að lokinni rannsókn og þeg- ar niðurstöður hennar liggja fyr- ir, ríkt nein tortryggni um það, að eitthvað hafi vérið undan dregiþ. Allt er þannig gert til þess að niðurstöðurnar verði áreiðanlegar og ástæðulaust að véfengja þær. Að rannsókn lokinni og að niðurstöðum fengnum munu svo sérfræðingar benda á, hvaða leiðir séu færar og líklegastar til úrbóta, og stjórnarflokkarnir, ríkisstjórnin og vinnustéttirnar, reyna að semja um það sín á milli hvaða leiðir skuli valdar. — Eg skal engu um það spá, hvern- ig þetta tekst. Reynslan verður að skera úr því. En eg hef haft og hef þá skoðun, að ef það tekst ekki að þessum leiðum, sem eg hef nú lauslega lýst, takist það naumast með öðrum hætti. Eg hygg, að þjóðin hafi þegar ger.t sér ljóst, að atvinnulíf og fjármálakerfi með sívaxandi dýr- tíð, er helsjúkt og að þessi sjúkdómur leiðir til fjárhagslegs ósjálfstæðis, ef ekki er að gert. En almenningur verður að fá að rannsaka og skilja fyrir atbeina eigin fulltrúa, hverjar eru orsak- ir sjúkdómsins. Þá er þess einnig að vænta að þjóðin vilji taka á sig í bráð þau óþægindi og þann sársauka, sem því fylgir að láta skera fyrir rætur sjúkdómsins til þess að fá bata. — En því aðeins mun þjóðin verða með í verki, að ráðstafanir þær, sem gerðar verða, séu réttlátar. Það er einmitt þetta, sem rann- sóknin á atvinnuvegunum og fjármálalífinu, gerð í samstarfi sérfræðinga, fimm manna nefnd- arinnar og ríkisstjórnarinnar, á að sjá um að tryggt sé til hlítar. Það, sem nú er gert, er byrjun. Það eru mikil tíðindi og góð, að vinnustéttlrnar skuli hafa tekið þá ákvörðun, sem eg nú hef skýrt frá. Nú þarf meginþorri þjóðarinn- ar að' vera sarmtaka um að búa sig undir þær ráðstafanir sem til frambúðar mega verða. Ef það tekst — og því aðeins, að það takist, mun þjóðin skapa sér heilbrigða atvinnuvegi og jafn- framt tryggja öruggar og jafnar framfarir, stöðuga atvinnu og velmegun í landinu. Þetta er takmarkið og hið eina sem sæm- andi er menntaðri og dugmikilli þjóð, sem býr í sínu eígin landi. Verkið er hafið. Vinnustétt- irnar hafa gefið fordæmið. Við skulum vera samtaka í því að ná þessu takmarki, sem að er stefnt. Ef við viljum það sjálf, þá mun enginn þurfa að sjá eftir því, sem hann hefur á sig lagt.“ rilkyiining Samkvæmt bréfi slökkviliðsstjóra dags. 24. ag. s. 1. og 93. gr. reglugerðar um brunavarnir er oss óheimilt að láta bifeiðar er flytja olíu og benzín, standa mannlausar a götum bæjarins, heldur skulu þær standa í olíuportunum eftir vinnutíma. Viljum vér því vekja athygli viðskipta- manna vorra á því, að hér eftir sjáum vér oss aðeins fært að afgreiða þær olíupantanir, er berast oss fyrir kl. 5 e. h. virka daga og á laugar dögum fyrir kl. 12. á hádegi. Þær pantanir, er berast eftir fyrnefndan tíma, munu verða af- greíddar strax að morgni næsta virks dags. Akureyri, 31. ág., 1956. pr. Olíufélagið Skeljungur h. f. — umbóðið á Akureyri — Jón Guðmundsson. Olíusöludeild KEA Umboð Olíuverzlunar Islands h. f.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.