Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.09.1956, Page 1

Verkamaðurinn - 07.09.1956, Page 1
VERKMURinn AKUREYRINGAR! Með því að lesa Þjóðvilj- ann fylgist þið bezt með innlendum sem erlend- um málum. — Askrifta- sími 1516. XXXIX. árg. Akureyri, föstudaginn 7. september 1956 28. tbl. Til allra æskulýðsfélaga, til allra æskumanna, sem æfla að taka þátt í Heimsmóti æskunnar 1957 Kæru vinir! Senr þátt í undirbúningi sínum fyrir G. Heimmót æskunnar í Moskva árið 1957 skipuleggur æskulýður Leningrad hljómlistar- sveit áhugamanna. í hljómlistarsveitinni taka þátt rúmlega 100 ungir menn og ungar stúlkur: hljóðfæraleikarar, söngvar- ar, dansfólk, upplesarar ,töframenn, trúðar, brúðu-stjórnendur o. fl. — fulltrúar ýmiss konar listgreina, og einnig áhugatónskáld, ljóðskáld, leikritaskáld, listmálarar. Við, meðlimir hljómlistarsveitar- innar, æskumenn og æskukonur — verkafólk, opinberir starfsmenn, stúdentar, helgum listinni allan hug okkar, hæfileika og frístundir — án endurgjalds. Við erum að undirbúa fyrir Heimsmótið stóra Konsert-revíu, sem við vonum að ykkur falli í geð. Við leggjum til að við kynnumst ykkur fyrir Heimsmótið og að við hittumst í Moskva á árinu 1957, þá sem góðir kunningjar. Við leggjum til, að við byrjum í félagi og sem einstaklingar bréfa- viðskipti við ykkur, kæru, erlendu vinir. Við leggjum til að við skiptumst á söngvum, sem eru eftirlæti æsku- lýðs i sérhverju landi, tónverkum fyrir hljómsveitir, danslögum, ljós- myndum af áhugamönnum, lista mannahópum æskufólks, veggaug- lýsingum o. s. frv. Reynslan af fyrri Heimsmótum æskunnar sýndi að [rátttakendur reirra ráku sig á, að hin mismun- andi tungumál voru þröskúldur á vegi þeirra. Tugir þúsunda æsku- fólks frá tugum landa, sem sækja Heimsmótið, verða, vegna skorts á tungumálakunnáttu, að láta sér nægja einungis vingjarnlegt tillit og þétt handtök. En það er alls ekki nóg! Hversu æskilegt væri það ekki að ræðast við, fá fregnir af lífi æsku lýðs hinna ýmsu landa og segja sjálfur frá. A síðasta Heimsmóti voru rúm- lega 100 fulltrúar frá nokkrum tug- um landa, sem gátu auðveldlega ræðst við með hjálp alþjóðamálsins Esperanto. Við ákváðum að læra þetta auð- velda mál fyrir Heimsmótið, mál Iðnframleiðsla SlS og KEA í örugg- sem er auðlært á mjög skömmum tíma, til þess að við getum á auð- veldan hátt haft samband við ykk- ur öll, sem kunnið líka þetta mál. Við skorum á ykkur að fara að dæmi okkar. Setjurn í staðinn fyrir „tungumál" látbragða og brosa, raunverulegt, áhrifaríkt mál, brjót um niður múr hinna ýmsu tungu- mála, sem aðskilur okkur! Við bíðum, vinir, æskumenn og æskukonur, eltir svörum ykkar við ávarpi okkar! Lifi vinátta og bræðralag æsku- lýðs heimsins! Skrifið strax og sendið okkur jafnframt ölt blöð og tímarit, sem birta þetta ávarp. Heimilsfang okkar er Leningrado 22, Kiroskij prop. 42, Domo de Kulturo de industri-produktada Koopero, A1 la Junulara Ansamblo. Leningrada Junulara Ansamblo. Þing brezka alþýðusambandsins krefsf verðfestingar Almennar kröfur um hækkað kaup Þing brezka alþýðusambandsins hefur staðið undanfarna daga. Fyr- ir þinginu lá beiðni frá ríkisstjórn- inni, þess efnis að þingið beitti sér gegn því að settar væru fram kröf- ur um hækkað kaup. Samþykkti þingið einróma ályktun, þar sem hafnað er ósk ríkisstjórnarinnar og þess krafizt, að ríkisstjórnin breytti um stefnu f dýrtíðarmálunum og stöðvaði dýrtíðina með verðfestingu og áætlunarbúskap. Þetta er í fyrsta sinn um langt skeið, sein leiðtogar brezku verkalýðsamtakanna neita að taka til greina öskir ríkisstjórn arinnar um hófsemi í launakröfum, og munu þeir vera búnir að fá full- komna reynslu af því, að dýrtíðin verður ekki stöðvuð með því einu að halda kaupinu niðri, svo sem enskir íhaldsmenn hafa viljað vera (Framhald á 4. síðu.) um vexti Nýjar og betri vörur með hverju ári sem líður Þriðja iðnstefna samvinnumanna var haldin liér á Akur- cyri dagana 29. til 31. f. m., og sóttu hana fulltrúar frá flest- um kaupfélögum landsins. Við opnun sýningarinnar gat Harry Frederikssen, frainkvæmdastjóri Iðndeildar SÍS þess, að á sl. ári hefðu verksmiðjur KEA og SÍS aukið sölu sína um 25% frá árinu áður. Framleiðsluvörur Gefjunar hafa tekið stórstígum framförum á síðustu árum og eiga vaxandi vin- sældum að fagna. — Myndin er frá deild Gefjunar á Iðnstefnunni 1956. Að þessu sinni var iðnstefnan haldin í nýjum sal í verksmiðju- byggingu Gefjunar. Er salur þessi ætlaður til afnota fyrir starfsfólk verksmiðjanna sem kaffistofa og til samkomuhalds. Er hann hinn smekklegasti að öllum frágangi. Dagana, sem iðnstefnan stóð, var haldin sýning á fjölmörgum framleiðsluvörum verksmiðjanna og þá sérstkalega nýjungum í framleiðslunni, en segja má, að í iðnaðinum hér sé alltaf eitthvað nýtt að fæðast og koma á mark- aðinn. Eftirtaldar verksmiðjur sýndu framleiðsluvörur sínar: Ullarverksm. Gefjun, Sauma- stofa Gefjunar, Silkiiðnaður SlS, Skinnaverksmiðjan Iðunn, Skó- verksmiðjan Iðunn, Fataverk- smiðjan Hekla, Sápuverksmiðjan Sjöfn, Kaffibrennsla Akureyrar, Mjólkursamlag KEA, Smjörlíkis- gerð KEA, Efnagerðin Flóra, Pylsugerð KEA og Fataverk- smiðjan Fífa. Höfuðtilgangurinn með iðn- stefnum, sem þessarri, er að gefa starfsmönnum kaupfélaganna út um allt land tækifæri til að kynnast framleiðslunni og þeim nýjungum, sem verksmiðjurnar eru með á prjónunum hverju sinni. Verðui' þá auðveldara fyr- ir kaupfélögin að ákveða pantan- ir sínar á einstökum framleiðslu- vörum, er starfsmenn þeirra hafa skoðað, hvað á boðstólum er, og mjög mikil kaup eru ráðin ein- mitt í sambandi við iðnstefnurn- ar, geta þá verksmiðjurnar einn- ig hagað framleiðslu sinni eftir því hrvaða vörur eru pantaðar. — Hér er því um gagnkvæmt hag- ræði að ræða. Það eru ánægjuleg tíðindi, að verksmiðjurnar skuli hafa stór- aukið framleiðslu sína á undan- förnum árum, þrátt fyrir tak- markalausan innflutning er- lendra iðnaðarvara, og sannar það öllu betur, að iðnaðarfram leiðsla okkar er komin yfir byrj- unarörðugleikana og orðin fylli- lega sambærileg við það bezta, sem fáanlegt er. En það vekur okkur jafnframt til umhugsunar um, hvort ekki sé fásinna að eyða okkar takmarkaða gjaldeyri til að kaupa erlendis vörur, sem við getum framleitt jafngóðar í land inu sjálfu með heimafengnu vinnuafli. Verksmiðjurekstur SÍS og KEA hefur haft ómetanlega þýðingu fyrir atvinnulíf og afkomu Akur- eyringa um langt árabil, en enn gæti hér orðið mikill vöxtur, ef landsmenn almennt tækju upp þann sið að nota, að öðru jöfnu, fremur innlendar en erlendar iðnaðarvörur. í V erkalýðssendinef nd frá Sovétríkjunum Sendinefnd frá Sovétríkjunum hefur dvalizt hér á landi sl. hálf- an mánuð í boði Alþýðusam- bands íslands. Er hér um gagn- kvæm sendinefndaskipti að ræða, en á sl. voru fór sendinefnd frá ASl austur í boði Alþýðusam- bandsins þar. í sendinefnd þeirri, sem hér hefur dvalizt, eru tvær konur og tveir karlar. Formaður nefndar- innar er Nadjezjda Tur, formað- ur sambands starfsfólk í mat- vælaiðnaði, en hún er mjólkur- fræðingur að menntun. Aðrir nefndarmenn eru Alexander Andrééff, fulltrúi fiskiðnaðar- manna, Zoja Kortsjagina, skrif- stofustúlka hjá Alþýðusambandi Sovétríkjanna og Alexander Tsjúrenkoff, formaður bílstjóra- samtakanna í Moskvu, en þau eru eitt stærsta félagið þar með 110 þúsund félagsmenn. Nefndin dvaldi hér norðanlands tvo daga í fyrri viku, kynnti sér atvinnulíf og störf verkalýðsfé- laganna í bænum, skoðaði Mý- vatnssveit, Dettifoss o. fl. Áður én nefndarmenn kvöddu Akureyri héldu stjórnir verka- lýðsfélaganna í bænum þeim kveðjuhóf í Alþýðuhúsinu. Við það tækifæri færði formaður nefndarinnar Alþýðusambandi Norðurlands að gjöf vandaðan grip til notkunar á skrifstofu fé- laganna. Er það ritfangageymsla með blekbyttum, pappírshníf og reglustiku; allt útskorið af rúss- neskum listamönnum. Einnig var skipzt á fleiri gjöfum. Síðar gefst e. t. v. tækifæri til að skýra frá ýmsum upplýsingum nefndarmanna um verkalýðs- isamtök Sovétríkjanna.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.