Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.09.1956, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 07.09.1956, Blaðsíða 3
Föstudaginn 7- sept. 1956 VERKAMAÐURINN 8 STEINUNN BJARMAN: Ævintýri í Austurvegi Frá heimsókn sendinefndarinnar í bamaheimili Koopavna-ullar- verksmiðjunnar. Bömin bjóða gestina velkomna. Eg hætti þar seinast við siigu er við lögðum af stað til Moskvu með næturlest. Sváfum við vært um nóttina en vorum snemma á fótum og var þá strax farið að bera til okkar te. I hverjum járnbrautar- vagni er samovar, um þá annast ósköp vingjarnlegir gamlir menn, sem sííelt eru að gæða farþegum á te. Kl. 11 f. h. komum við á járn- brautarstöðina í Moskva, beið þar heill hópur af konum, sem tóku á móti okkur, voru þær með fangið fullt af blómum, sem okkur voru gefin, þetta voru ráðherrar, þing- menn, læknar o. m. 11., nöfnin á þeim fóru inn um annað eyrað á okkur og út utn hitt, því mikil þröng og hávaði var á járnbrautar- stöðinni. innan stundar vorum við komnar til Hótel National, en þar bjuggum við er við dvöldum í Moskvu. Hótel National er gamalt hótel, sem liggur í hjarta Moskvu. Hinu megin götunnar eru múrar Kreml og andspænis hótelinu hin helga dómkirkja Basiliusar og til hliðar Lenin-saln en á vinstri hönd gnæfði Hótel Moskva, sem er nýtt hótel, geysi stórt. Okkur leið mjög notalega á Hótel National, þjón- ustufólkið var mjög alúðlegt, þar voru fötin okkar þvegin og pressuð, einnig var hægt að fá þar hárlagn- ingu og klippingu. Þegar við höfð- um komið okkur fyrir á hótelinu fórum við í Puskinstræti no. 23, en þar hefir Soviet Womens Commitee aðalbækistöðvar sínar. Þar tók á móti okkur madama Petrova, hún bauð okkur velkomnar, en síðan rakti hún stuttlega sögu og tilgang S. W. C. Félag þetta var stofnað 1941 skömmu eftir að þjóðverjar réðust inn í landið. í byrjun var aðaltilgangur félagsins, að sameina allar Sovietkonur gegn óvinunum og styrkja siðferðisþrek þeirra. Eftir stríð hefir tilgangur fél. einkum verið að samaina konur í Ráðstjórn- arríkjunum og konur annara þjóða og skapa vináttu meðal þeirra. Tak- mark þeirra er að efla hag kon- unnar, bæta aðbúnað barna og sam- eina allar konur í baráttu fyrir friði. Félagsskapur þessi býður konum af mörgum þjóðernum til Sovietríkj- anna til kynningar. Einnig gefur það út blaðið Sovietkonan á átta tungumálum. Er Petrova hafði rak- ið sögu félagsins hélt hún ráðstefnu með okkur um það hvernig við vildum helzt verja tíma okkar í Ráðstjórnarríkjunum og vildi hún fá að vita hvað okkur fýsti helzt að sjá og heyra. Við bárum fram óskir okkar og var síðan samin dagskrá fyrir alla dagana, sem við áttum eftir og gætt hinnar mestu sam- vizkusemi um að okkur yrði öllum gert til hæfis. Seinni hluta þessa dags var farið með okkur í bifreið um borgina og okkur sýnt það markverðasta. Moskva er afar fögur og stórfengleg borg, þar blandast saman á heillandi hátt byggingar- stíll eldri og nýrri tíma, einnig er þar margt um dularfullar austur- lenzkar byggingar. Götur eru marg- ar glfurlega breiðar, allt upp í 100 metra, torg mörg og fögur svo og skemmtigarðar. Eólksmergðin á göt- um Moskvu er alveg ótrúleg, það er engu líkara en fljót streymi stöðugt eftir gangstéttunum frá morgni til kvölds. Við vorum gagn- teknar af Moskvu þennan fyrsta dag og hálfringlaðar af öllum þessum mannfjölda, en urn kviildið jöfnuð- um við okkur og hvíldumst í leik- húsi einu þar sem við sáum og hlýildum á óperu eftir 'f'haikovsky. A sunnudagsmorguninn skoðuð- um við Kreml, fyrir utan aðalinn gangshliðið beið mikill inannfjöldi eftir að opnað væri, en við kom umst fljótlega inn því sendinefndir virðast ganga fyrir flestum í Soviet. Það er erlitt að gera sér Kreml í hugarlund án þess að hafa komið þangað. Kreml tekur yfir ti^luvert svæði í rniðri Moskvu og er girt gríðarmiklum múrveggjum eu á þeim eru víðsvegar reistir háir turnar sem í allt eru 20 talsins. Það tekur tæpa klukkustund að ganga umhverfis Kreml-múra, en fáir held ég að telji þá gönguför eftir sér því umhverfið er ógleymanlega fagurt. Um miðja 12. öld var fyrst farið að byggja veggina umhverfis Kreml, en í fyrstu voru þeir byggðir úr timbri og brunnu þá hvað eftir annað. í lok 15. aldar eru veggir og turnar Kreml endurnýjaðir og byggðir úr varanlegu efni, þ. e. a. s. grjóti. 1485 er fyrsti turninn byggður af ítölskum byggingameistara og á næstu árum rísa þeir upp hver af öðrum, flestir byggðir af ítölum, en eins og áður er sagt eru þeir 20 og á fjórum þeirra eru hlið. Innan þessara voldugu veggja eru margar fornar og stórkostlega fallegar bygg- ingar. Þar eru margar kirkjur allar með ótrúlegum fjölda af turnspír- um en ofan á þeim hvíla giltir lauk- ar, sem eru sérkenni rússneskra kirkna, þessar fornu kirkjur eru nú allar opinber söfn og í þeim margt merkilegt að sjá. Þing Soviet lýð- veldanna heldur til í stórri bygg- ingu, seni byggð var á síðari hluta 18. aldar. Þá er og þarna stóra Kreml-höllin en þar bjuggu keis- arar Rússaveldis en nú eru þar söfn, áfast við þá byggingu er vopnasafn, stofnsett af Pétri mikla 1720. í þessum sfifnum er svo margt um dýr gripi og dásemdir að ekki sé nefrrf taumlaust óhóf fyrri alda að við fengum glýu í augun og gengum um hálfgert annars hugar. Eftir hádegi þennan dag fórum við að nýjum íþróttaleikvangi, sem þá átti að opna. Leikvangur þessi, sem er einn af þeim stærstu í heimi, tekur rúml. 100 þús. manns f sæti, og var allur byggður á 15 mánuð- um. í marz á síðasta ári var þarna stórt samyrkjubú. Við trúðum vart þegar verið var að segja okkur frá þessu og inntum Pétur sendiherra eftir því, en hann kvað þetta alveg sannleikanum samkvæmt. í þessari opnunarhátíð tóku þátt íþrótta- menn frá öllum Sovietlýðveldunum og í sambandi við hana var haldin 1/2 mánaðar íþróttahátíð og boðið fulltrúum vfðsvegar að úr heimin- um. Opnunarhátíðin var eitt sti’i: kostlegt ævintýr lrá byrjun til enda. íþróttahóparnir Irá lýðveldunum gengu í fyrstu fylktu liði um leik- vanginn og bar hver þjóð sinn þjóð- búning en þeir voru afar margvís- legir. Búningar nyrstu þjóðanna voru í köldum litum og stílhreinir en eftir því sem sunnar og austar dró, varð litagleðin meiri og efnin margvíslegri. Eftir þessar skrúðgöng- ur hófust fjöldasýningar í leikfimi. Afar stórir hópar sýndu og byrjuðu börnin en síðan komu eldri liokkar, karlar og konur sýndu þarna alls- staðar saman og allar fóru æfingarn- ar fram eftir hljómlist. Þá fór fram 10 km. hlaup, lok á hjólreiðakeppni knattspvrnukappleikur milli Dyna- mó og hersins, svo eitthvað sé nefnt. Eg er að vona að Þorsteinn Einars- son íþróttafulltrúi segi eitthvað frá þessum íþróttasýningum í útvarpið, en hann var fulltrúi fslands á hátíð inni. Þennan eftirminnilega dag enduðum við með því, að fara í lítið og gamansamt brúðuleikhús. A mánudagsmorguninn fórum við um 35. km. út fyrir Moskvu og heimsóttum Kúbavana-ullarverk- smiðju. Verksmiðja þessi er um 200 ára gömul en hefir auðvitað verið stækkuð gífurlega mikið, á stríðsár- unum var lnin flutt til Úral en 1943 var hún flutt aftur til baka. í verk- smiðju þessari vinna um 3000 manns og eru konur þar í meiri hluta eða 75—80%, en ungt fólk karlar og konur nýlega útskrifað úr iðnskólum og æðri skólum vinna þarna um 60%. Verksmiðjuhverfi þetta er allstórt, þarna eru íbúðar- hús verksmiðjufólksins og klúbb- hús, skólar, bæði iðnskólar, barna- skólar, menntaskólar og sérstofnan- ir. Þá eru og mörg dagheimili fyrir börn á ýmsum aldri svo og sjúkra- hús. Við heimsóttum marga þessa staði, áttum tal við margt af fólki, sem þarna vann, og urðum um margt fróðari. Afar ánægjúlegt var að koma á barnaheimilin, þar sáum við hversu margt er gert fyrir böm. Víðast hvar fá þau að hafa fugla í búrum eða litla fiska í kerum, sem þau verða sjálf að annast og á ein- um stað höfðu þau meira að segja broddgölt í búri og voru mjög hrif- in af. Öll börn, nema ungbörn, eru í dans og leikfimistfmum og læra þá allt eftir hljómlist. Mæður sem eiga ungbörn fá frí frá vinnu ef þær hafa börnin á brjósti, en með- an þær ganga með börn fá þær tveggja mánaða frí áður en j>ær ala þau og tvo mánuði á eftir á fullu kaupi. Við gengum um verksmiðj- urnar, sáum fólkið vinna og fylgd- umst með ullinni alveg frá byrjun og þar til búið var að vefa úr henni hin fallegustu efni. Við hverja vél var mælir sem sýndi, hversu marga metra af dúk hver og einn hafði ofið, en þeir verkmenn, sem skara fram úr fá hærra kaup en aðrir og eru einnig fengnir til að kenna hin- um þær aðferðir, sem þeir nota til að hraða vinnunni og bæta hana. Ef verkafólkið er af einhverjum á- stæðum ekki ánægt með kjör sín leitar jrað til sérstakrar neíndar, sem reynir að leysa úr vandanum en ef það tekst ekki fer málið fyrir Iðnaðarmanna-sambandið. Fólk, sem ætlar að byggja sér íbúðarhús fær lán frá ríkinu til 10 ára, vaxta- laus, en verksiniðjan er skyldug að sjá þeim fyrir allri jieirri aðstoð sem hún getur í té látið svo sem flutning og útvegun á efni lán bif- reiða o. fl. Við heimsóttum stórt hús, sem í bjuggu eintómar ungar stúlkur, ógiftar. Þær bjuggu þar nokkarar saman á herbergi og við lögðum ýmsar spurningar fyrir þær. Þær hafa sameiginlega stóra dag- stofu og borga 25 rúblur fyrir hús- næðið á mán. en þar er innifalið, ljós, hiti, húsgögn og rúmfatnaður. Þarna geta þær keypt sér mat, einn- ig geta þær eldað sjálfar ef þær kjósa það heldur. Þessar stúlkur voru mjög brosmildar og fjörugar, jrær höfðu áhuga á sömu hlutum og stúlkur um allan heim, þ. e. piltum, handavinnu, lestri, bíó, sjónvarpi, leikhúsum, dansi og íþróttum. Þær voru þátttakendur í ýmsum klúbb- um, þar sem þær lærðu margt bæði nytsamt og skemmtilegt. Eftir j>ví sem við komumst næst virtist sið ferðið afar strangt í Sovietríkjun- um. Hart er tekið á því er ógift fólk býr saman og mjög sjaldgæft að ógift fólk eigi saman börn. Þá heimsóttum við heimili ungra hjóna sem bæði vinna í verksmiðjunni. íbúðin var í sambýlishúsi, og var tvö herbergi og eldhús, bað, þvotta- hús og geymsla. Hjón jiessi áttu 3 börn, tvö þeirra, sem komin voru á barnaskólaaldur voru uti í sveit á Pioneer-heimili en yngsta barnið var heima. Konan var ein af frarnúr- skarandi verkakonum og hafði eitt hvað hærra kaup en maður hennar en þau höfðu um 1200 rúblur hvort á mánuði. Húsaleigan sein þau greiddu fyrir íbúðina var 40—50 rúblur á mánuði og var rafmagn þar innifalið. í verksmiðjuhverfi þessu skoðuðum við stórt bókasafn, sem opið er hvern dag frá 2-8 e. h. og hefir inni að halda um 19 þús bindi. Þar sáum við þessar íslenzkar bækur 1 rússneskri þýðingu: Atóm- stöðina, Sjálfstætt fólk, Gunnlaugs- sögu-ormstungu, Egilssiigu. Þá var þar deild með tekniskum bókum samtals 20 þúsund bindi. Að sið- ustu ókum við lengra út í sveit og heimsóttum Pioneer-heimili, þar sem börn verkamanna dveljast á sumrin, þar var okkur afar vel tek- ið, börnin vildu allt fyrir okkur gera, hópuðust að okkur og sýndu okkur staðinn. Þau voru qilveg ófeimin, sungu fyrir okkur og döns- uðu en að síðustu var okkur boðið að borða í matsal heimilisjn$. Við vorum all-dasaðar, þegar við kom- um til Moskvu um kvöldið og hugð- umst hvíla okkur, en viti menn þar biðu okkar þá miðar í leikhús og prógrammið var ballett. Hver slær hendinni á móti sliku 1 Rússlandi? Á þriðjudaginn 7. ágúst sáum við margt og fórum víða svo sem á geysistóra fæðingarstolnun, neðan- jarðarbrautina, Landbúnaðarsýn- inguna o. fl. og mun ég ekki segja frekar frá því í bili, en aðfaranótt 8. ágúst fórum við með flugvél áleiðis til Armeníu og þar beið okkar alveg nýtt ævintýri. Útvegsbankinn í nýju húsnæði Útvegsbankinn hefur nú flutt í nýtt og rúmgott húsnæði í stór- jhýsi sínu við Hafnarstræti. Eru það hin skemmtilegustu húsa- kynni og aðstaða öll hin bezta bæði fyrir starfsfólk og við- skiptamenn. í tilefni þess, að bankinn tók til starfa í hinu nýja húsnæði var gestum utan bæjar og innan boð- ið til opnunarhófs í bankanum sl. laugardag. Fluttu þar ræður Stefán Jóhann Stefánsson, form. bankastjórnar Útvegsb., Valtýr Blöndal, Steinn Steinsen, Ólafur Thorarensen, Bernharð Stefáns- son, Finnur Kristjánsson, Karl Arngrímsson og Svavar Guð- mundsson, sem verið hefur úti- bússtjóri hér í 21 ár. Teikningar hins nýja húss eru gerðar af Jóni Karlssyni, en byggingameistari hefur verið Stefán Reykjalín. í sl. mánuði flutti Flugfélag ís- lands yfir 10.000 farþega á imi- anlandsleiðum, og er það nýtt met í sögu félagsins. Þann 3. ágúst náðu flutningarnir há- marki, en þann dag voru fluttir 866 farþegar hér innanlands.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.