Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 14.09.1956, Síða 1

Verkamaðurinn - 14.09.1956, Síða 1
VERfaTOURinn XXXIX. árg. Akureyri, iöstudaginn 14. september 1956 29. tbl. MUNIÐ ÞJÓÖVILJA- HAPPDRÆTTIÐ! Miðar eru seldir í skrif- vtoiu Sósíalistafélags Ak- ureyrar og hjá ýmsum einstaklingum. Ríkisstjórnin skipar atvinnu- málanefnd Á að gera tillögur tim öflun uýrra atvinnutækja og dreifingu þeirra um landið. Eins og flestir munu minnast hét núverandi ríkisstjórn því, þegar hún tók við völdum, að beita sér fyrir alhliða uppbygg- ingu atvinnuveganna. í stefnuyf- irlýsingu hennar segir m. a.: „Ríkisstjómin mun beita sér fyrir að skipuleggja alhliða at- vinnuuppbyggingu í landinu, einkum í þeim þremur lands- fjórðungum, sem nú eru verst á vegi staddir í atvinnulegum efn- um. Ríkisstjórnin mun láta gera heildaráætlun um framkvæmdir á næstu árum og nýmæli í því sambandi og birta hana þjóð- inni.“ í samræmi við þetta og til undirbúnings þeirri heildaráætl- im, sem um er rætt, hefur ríkis- stjómin nú skipað nefnd þriggja manna, sem gera skal tillögur um öflun nýrra atvinnutækja, og hversu þeim skuli dreift um landið. 1 nefndinni eiga sæti þeir Gísli Guðmundsson, alþm., og er hann formaður nefndarinnar, Birgir Finnsson, forseti bæjarstjórnar fsafjarðarkaupstaðar og Tryggvi Helgason, forseti Alþýðusam- bands Norðurlands. Tryggvi er um þessar mundir á ferðalagi milli sjávarþorpanna og kaupstaðanna á Norðurlandi til að ræða við ráðamenn á hverjum stað og kynna sér atvinnuástand og hverjar eru helztu óskir manna um nýjar framkvæmdir. 1 ágústmánuði fluttu flugvélar Flugfélags fslands samtals 12.649 farþega, 10.299 á innanlandsleið- um og 2.350 milli landa. í þess- um eina mánuði hefur Flugfélag íslands því flutt fleiri farþega en asmanlagt 7 fyrstu árin, sem fé- lagið starfaði. Tryggvi Helgason. Skal nú hefia stríð? Listamannasendinefnd frá Sovétríkjunum er nýlega komin til Reykjavíkur og held- ur þar nokkrar skemmtanir. Var sú fyrsta í gærkvöld. Einnig mun nefndin sitja hina árlegu ráð- stefnnu MÍR, sem haldin verður n.k. föstudag, en nefndin er hingað komin í boði MÍR. Listafólkið mun heimsækja Norðurland eftir helgina og vænt- anlega skemmta hér í Nýja-Bíó á þriðjudagskvöld, svo sem auglýst er annars staðar í blaðinu. í nefndinni eru 5 listamenn, auk fararstjóra, en þeir eru: Viktor Morosoff aðalbassasöngv- ari við Malíóperuna í Leningrað, Tatjana Lavrova, sem einnig er einsöngvari við Malíóperuna, Kolida Aktjamova, fiðluleikari, Dmitri Baskíroff, píanóleikari, og Frieda Bauer, fiðluleikari. Eru þau öll úr fremstu röð sovézkra tónlistarmanna. °Vesturveldin, Bretland, Frakkland og Banda- ríkin, hafa í frammi hótanir uin valdbeitingu gegn Egyptum, láti þeir ekki að vilja vesturveld- anna í Súesmálinu - Sameinuðu þjóðirnar sitja auðum höndum Afmælishappdrætti Þjóðviljans Um nokkur undanfarin ár hef- ur Þjóðviljinn stofnað til happ- drættis á hverju hausti. Blaða- útgáfa á íslandi er dýr, og veru- legur halli hefur verið á rekstri blaðsins árlega, en ágóðanum af happdrættinu hefur verið varið til að greiða hann. Enn er sömu sögu að segja, blaðið á við fjár- hagserfiðleika að stríða. Hefur því eins og að undanförnu verið stofnað til happdrættis og leitað til velunnara blaðsins um fyrir- greiðslu og sölu miða. Happdrættið hefur á undan- förnum árum gefið góða raun, og ekki er að efa að svo mun enn verða. Alþýða landsins veit og fianijr, hvers virði Þjóðviljinn hefui' verið og er henni og mun rú Danmörk 1955, af kúm að vera Sú, sem vann þennan titil sl. ár og myndin hér að ofan sýnir er laglegur gripur af danska mjólkurkúakyninu Black and White (almennt þekkt sem Jótlands-kynið). Hún mjólkaði 12.954 kg., og fitumagnið var 4,68 prósent. Hún vann þessa nafnbót einnig árið 1951. veita honum liðsinni eins og jafnan áður. Ekkert baráttutæki er okkur jafn dýrmætt og Þjóð viljinn, án hans getum við ekki verið. Og til að tryggja fjárhag hans og efla veg hans og gengi mun íslenzkt alþýðufólk enn sem fyrr leggja margar hendur að einu verki, svo að sala þessa happdrættis verði örari og meiri en nokkru sinni fyrr. Þjóðviljinn verður 20 ára á þessu ári, nánar tiltekið 31. októ- ber, daginn eftir að dregið verð- ur í happdrættinu. Það nefnist því að þessu sinni Afmælishapp- drætti. Marga mun fýsa að gefa Þjóðviljanum afmælisgjöf, og það verður bezt gert með því að kaupa nokkra miða í Afmælis- happdrættinu. Vinningar eru að þessu sinni 16 að tölu, og samanlagt verð- mæti þeirra nálægt 200 þúsund krónur. Fyrsti vinningurinn er Pobedabifreið, að verðmæti 82.000.00 krónur, en hinir 15 vinningarnir eru ísskápar, hver um sig að verðmæti kr. 7.450.00. Eins og fyrr segir verður dregið í happdrættinu þann 30. októbei'. Fegurðardrottning íslands 1956 var kjörin í Tivoli sl. miðvikudag. Fyrir valinu varð ungfrú Ágústa Guðmundsdóttir frá Reykjavík. — Mun nú tilætlunin að hún fari á alþjóðasýningu í Lundúnum. Slitnað hefur nú upp úr viðræð- um milli nefndar, sem kosin var á Súezskurðarráðstefnunni í London dögunum, og Egypta. Bretar og fylgifiskar þeirra neita með öllu að fallast á, að Egyptar fari með stjórn skurðarins og hóta þeim af- arkostum. Eden, forsætisráðherra Breta, tilkynnti í brezka þinginu á mið- vikudag, að Bretland, Frakkland og Bandaríkin hefðu orðið ásátt um að setja á laggimar nýja stofn- un, sem skyldi annast allan rekst- ur Súezskurðarins. Skyldi öllum þjóðum frjálst að gerast aðilar að stofnun þessarri, sem starfaði til bráðabirgða, þar til endanleg skip- un þessarra mála verður ráðin. — Fartollar skyldu greiddir til þess- arrar stofnunar, en ekki til egypskra stjórnarvalda. Færi svo, að Egyptar reyndu að leggja höml ur á starfsemi stofnunarinnar eða neituðu lágmarkssamvinnu, myndu Vesturveldin líta á það sem brot á alþjóðasamþykktinni frá 1888. Ef svo færi, hefðu þjóðir þær, sem að henni stæðu, frjálsar hendur til að grípa til þeirra ráða, sem þær teldu nauðsynlegar, annað hvort með milligöngu Sameinuðu þjóð- anna eða með öðru móti. STRÍÐSHÓTUN. Ekki er hægt að skilja þetta á annan hátt en þann, að hér sé um stríðshótun að ræða. Vaknar þá sú spuraing, hvort ekki hljóti að vera rétt og sjálfsagt, að Samein- uðu þjóðimar fjalli um mál þetta. Öllum hefur skilizt, að þeirra til vera byggðist fyrst og fremst á því, að þeim væri ætlað að koma í veg fyrir styrjaldir, en nú er búið að þvæla þetta mál aftur og fram vikum saman án þess að nokkurt hljóð heyrist frá Sameinuðu þjóð- unum. Verður því vart trúað, að þær taki málið ekki nú þegar til meðferðar, fyrst það er komið svo alvarlegt stig, sem raun ber vitni. Ef Sameinuðu þjóðirnar haf- ast ekkert að í þessu máli og stríð brýzt út við sunnanvert Miðjarð- arhafið, er allt álit þeirra farið veg allra vega á stundinni, og ekki er ósennilegt að stríð sem stofnað yrði til út af þessu máli yrði ný heimsstyrjöld, og um afleiðingar slíks er óþarfi að ræða mikið. Þar yrði sennilega um algera tortim- ingu að ræða. Lokastríð og loka- punktur mannkynssögu. SKIPTAR SKOÐANIR. Sem betur fer komu fleiri skoð- anir en sú, sem Eden kynnti, fram í brezka þinginu, og m. a. varaði leiðtogi Verkamannaflokksins ein- dregið við fyrirætlunum Vestur- veldanna. Bæði vegna þess, hversu mikil hætta væri á, að þær leiddu til heimsstyrjaldar, og eins vegna þess, að Bretar myndu glata ýms- um nýlendum sínum og samveld- islöndum. Virðist því svo, sem einhverjir af forystumönnum Breta séu farnir að læra það, að ekki er lengur hægt að vaða uppi með hvaða kúgunarráðstafanir sem vera skal. Nýlenduþjóðiraar láta ekki lengur bjóða sér mið- aldakúgun. Vonandi skilja margir þetta nú orðið og láta mannúð og réttlæt- iskennd ráða en ekki ofbeldis- hneigð og valdagræðgi. Heima er bezt Heima er bezt, júlf- og ógúst- heftið, er fyrir nokkru komið út. Flytur það að þessu sinni, sem endranær, ýmsar fróðlegar og skemmtilegar greinar og fró- sagnir. Eru höfundar meðal ann- arra: Ritstjórinn, Steindór Stein- dórsson, Gísli Jónsson á Hofi í Svarfaðardal, Stefán Jónsson, Hákon Guðmundsson, Sigurður Egilsson, M. H. Áraason, Jóhannes Ásgeirsson, Sveinbjöm Bein- teinsson og Guðlaugur Sigurðs- son. Einnig er ritið prýtt mörgum myndum og birt úrslit í ljós- myndasamkeppni, er það efndi til. Fyrstu verðlaun hlaut Þor- valdur Ágústsson, Reykjavík, Tryggvi Haraldsson 2. verðlaun og Vignir Guðmundsson 3. verð- laun. Allt er innihald þessa tímarits ólíkt heilbrigðara og ánægju- legra aflestrar en það, sem líta má í hinu óþjóðlega glæparita- flóði, sem nú flæðir yfir landið. Utgefandi er Bókaforlag Odds Björnssonar. Slátrun sauðfjár hófst í sláturhúsi KEA á miðviku- daginn og verður slátrað hér um 27.000 fjár á þessu hausti, en alls verður slátrað á félagssvæði KEA á þessu hausti 38—40 þús. fjár, sem er um það bil fjórðungi fleira en á sl. hausti.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.