Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 14.09.1956, Qupperneq 2

Verkamaðurinn - 14.09.1956, Qupperneq 2
2 VERKAMAÐURINN Fðstudaginn 14. sept. 1956 VERKHmflÐURlItn Ritstjóri: ÞORSTEINN JÓNATANSSON. Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Blaðstjórn: Björn Jónsson, Einar Kristjánsson, Jakob Arnason. Algreiðsla: Hafnarstræti 88. Sími 1516. Pósthólf 21. Áskriftarverð 40 krónur árg. Lausasöluverð 1. kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f. Kaupgjaldið og Morgunblaðið a a.‘a* NÝ KENNSLUBÓK i XC x / \X 1 íSLENZKRI ' x MÁLFRÆÐI handa framhaldsskólum eftir Dr. Halldór Halldórsson iXx xÐffiHx | 1 fyrra kom út Kennslubók í setningafræði og greinar- merkjasetningu eftir Dr. Halldór Halldórsson. Bók 'iíj þessi hefur þegar náð inikl- um vinsældum bæði hjá kennurum og nemendum, og er því sú málfræðibók, sem nú kemur út, ætluð sömu nemenduin eða nemendum á svipuðu stigi. Bókin kostar kr. 55.00 í snotru bandi. BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR TILKYNNING Þeir, sem óska eftir lánurn úr Byggingalánasjóði Akureyrar- hæjar á þessu ári, sendi umsóknir sínar á skrifstofur bæjar- ins fyrir 26. september næstk., ef þeir hafa ekki þegar gert það. Akureyri, 8. september 1956. BÆJARSTJÚRINN. KJOTSALA Eins og að undanförnu seljum við úrvals dilkakjöt um næstu mánaðamót. Æskilegt er að þeir, sem hugsa sér að kaupa kjöt hjá okk- ur í haust, láti okkur vita það, sem allra fvrst. Söltum fyrir þá, sem þess óska. Verzlunin Eyjafjörður h. f. Stundum gerast undarlegir hlutir og óvæntir. Eitt slíkt fyrir- bæri hefur nú átt sér stað, hvað Moggann snertir. Hann hefur allt í einu fyllst þungum áhyggjum um hag verkamanna. Hann harmar nú dag hvern, að kaup þeirra skyldi ekki hækka upi síðustu mánaða- mót, og þau undur hafa gerzt, að hann er farinn að birta kauptaxta einstakra félaga, án þess að fá nokkurn eyri fyrir. Slíkt hefur ekki áður gerzt svo að menn muni. Hann birtir tvöfaldan kauptaxta, bæði þann, sem raunverulega er í gildi, og þann, sem orðið hefði, ef kaupgjald hefði hæi'kað sam- kvæmt vísitölubreytingu um mán- aðamótin. Hvað hefur gerzt? Er þetta ekki sama blaðið og alltaf hefur barizt gegn öllum kauphækkunum verka- fólks og talið þær verða til þess eins að setja atvinnurekendur á hausinn og eyðileggja atvinnuveg- ina? Og er þetta ekki blaðið, sem á sl. vori vildi binda allt kaup- gjald fast, sennilega um alla ei- lífð, án tillits til þess, hvort vöru- verð hækkaði í hverjum mánuði eða ekki? Eða álítur blaðið, að þegar kaupgjald stendur í stað, þá sé hagstæðara fyrir launþegana að verðlag fari hækkandi heldur en að það standi í stað? Mogginn er gefinn út af hluta- félagi, sem Árvakur heitir. Þetta hlutafélag er eitt af mörgum, sem auðmenn Reykjavíkur hafa sett á laggirnar til að efla sinn hag, safna auði í eigin vasa á annarra kostn- að. Hlutverk Moggans er að blekkja almenning til að trúa því, að braskarar og stórgróðamenn Sjálfstæðisflokksins séu að vinna fyrir fólkið fyrst og fremst, sjálfir séu þeir númer tvö. Mogginn á að tala fallega um fyrirtæki og allan rekstur þessarra manna og veg- sama gerðir þeirra, til þess að tryggja þeim atkvæði, þegar kosningar fara fram. En til hvers? Ekki til þess, að þessir menn Iáti gott af sér leiða fyrir land og þjóð almennt, heldur til þess, að þeir haldi aðstöðu sinni og geti helzt bætt hana, til þess að skara eld að sinni köku. Þetta er að vísu aldrei sagt í Mogganum og verður aldrei sagt þar, en þetta er sá sannleikur, sem kemur í ljós, þeg- ar menn brjóta málið til mergjar. Og enn er ótalið eitt hlutverk Moggans, hann á að flytja auglýs- ingar frá fyrirtækjum auðmann- anna. Ekki fólkinu til hagræðis, heldur til að auka gróðann, til að reyna að blekkja fólkið til að verzla fremur við kaupmennina en samvinnufélögin, sem eru eign fólksins sjálfs og skila aftur þeim arði, sem verður af verzluninni. Hlutverk Moggans er þvi marg- þætt, en allir þættirnir miða að einu og sama markmiði, að gera þá ríku ríkari. Og meðulin eru fyrst og síðast blekkingar, af því að sannleikurinn má ekki koma í ljós. Að þessu athuguðu getum við i tekið spurningamar hér að framan til nónari athugunar. Mogginn hef- ur alla tíð barizt gegn launahækk- unum verkafólks, og hann mun alla tíð gera það. Astæðan er, að hann telur þær rýra gróða auð- mannanna, hverra þjónn hann er og húsbóndahollur þræll. Mogginn vildi binda kaupið á sl. vori, og hann er, þótt hann ekki segi það, ánægður yfir, að kauphækkunum var nú frestað. Hann viðurkennir ekki ánægju sína vegna þess, að hann er að reyna að blekkja al- menning til að styðja við bak braskaranna með atkv. sínum næst þegar þeir telja sig þurfa þess með. Það, sem Mogginn er ekki ónægður með núna, þótt hann sé fáorðari um það, er að verðlag skldi einnig verða bundið. Hann vildi hafa vcrðlagið frjálst, svo að húsbændur hans gætu tekið meira í sína vasa úr vösum almennings. En um þetta er ekki hollt fyrir Moggann að tala eins mikið. Það gæti orðið til þess, að fleiri en hingað til sæju úlfstrýnið undir sauðargærunni. Mogginn er einn- ig óánægður með húsnæðislögin nýju, þar sem bannað er að taka íbúðarhúsnæði til annarra ne-ta. Ekki er það af umhyggju fyrir fólkinu, sem vantar húsnæði. Það er vegna þess, að oft og tíðum geta húseigendur grætt meira á að leigja húsnæði til annarra nota en íbúðar. Vegna húsnæðiseklunnar í Reykjavík og víðar hafa fjárfest- ingarleyfi til bygginga íbúðarhúsa verið látin sitja fyrir öðrum slík- um leyfum. Mogginn, eða auð- mennirnir, sem eiga hann, hafa í byggingu mikið stórhýsi í Reykja- vík. Það hús á að verða eins kon- ar miðstöð þessarra gróðamanna, verzlanir, skrifstofur o. s. frv. — Þegar þeir fengu ekki leyfi til að halda áfram byggingu þessa skrif- stofubákns vegna þess, að bygging- ar íbúðarhúsa skyldu sitja fyrir, létu þeir teikna efri hæðir hússins sem íbúðir, enda þótt aldrei væri ætlunin að nota þær þannig. Hér var enn verið að blekkja. Og x þessu tilfelli á kostnað þeirra sem sízt skyldi, húsnæðisleysingjanna í Reykjavík. En gróðamennirnir hugsuðu aðeins um sig. Aðrir voru þeim óviðkomandi, neyð þeirra skyldi notuð til að koma gróða- mönnum áfram. Nú komast Mogga menn ekki ófram með þessa blekkingatilraun, a. m. k. ekki nú um sinn. Þess vegna eru þeir reið- ir. Moggamenn reiðast alltaf, ef einhver þúfa er lögð á leið gróða- mannanna, en þeir munu hér eftir sem hingað til berjast heiftarlega gegn hverri kjara- og réttarbót verkalýðsins. Mogginn hefur einn kost og aðeins einn: Hann er hús- bóndahollur. Frá Loftleiðum í sumar hefur verið mjög ann- ríkt hjá Loftleiðum Fyrstu sex mónuði ársins jókst farþegatalan um 41% miðað við sama tíma í fyrra, og er nú svo komið, að ekki hefst undan að anna þeim beiðnum, sem berast um flugför, og hefur félagið því haft auka- flugvél í förum frá því í byrjun ágxistmánaðar. Ný vetraráætlun Loftleiða hefst 15. október næstk. og gildir hún til 15. maí 1957. Á þessu tímabili verða farnar 8 ferðir í viku um Reykjavík milli Norð- ur-Evrópu og Bandaríkjanna. Sú breyting verður nú, að áætlun- arferðir hefjast til Bretlands. — Flogið verður héðan til Glasgow alla sunnudaga, en þaðan verður flogið til Reykjavíkur á laugar- dögum. Luxemborgarferðir verða lagðar niður í vetur, ®n áætlað er að þær hefjist að nýju að vori. í vetur verður farin ein ferð í viku milli Reykjavíkur, Glas- gow, Björgvinjar, Oslóar og Gautaborgar, tvær ferðir til Stafangurs og þrjár til Kaup- mannahafnar og Hamborgar. Til New York verður farið fjórum sinnum í viku. Engin breyting verður að þessu sinni á fargjöldum Loftleiða en mörg önnur flugfélög hafa nú ókveðið að hætta við hin lágu vetrarfargjöld. Vegna þessa verð ixr nú gífurlegur munur á vetr- arfargjöldum Loftleiða og ann- arra flugfélaga, en Loftleiðir bjóða sérstök fargjöld á tímabil- inu frá 1. nóv. til 1. apríl. Verða fargjöld Loftleiða 100 til 160 Bandaríkjadölum lægri en ann- arra félaga fyrir far milli New York og stöðva Loftleiða í Ev- rópu. Nýlega sömdu Loftleiðir við fyrirtæki eitt í París, sem eftir- leiðis mun verða miðstöð starf- semi Loftleiða í Frakklandi. — Heitir það Nordisk Transport & Spedition, og er til húsa við 11 rue des Petites Ecaries. Lítil, vel meÖ farin KOLAELDAVÉL Nokkrar stúlkur og UNGLINGAR óskast til að taka upp kartöflur. Jón Guðmann, sími 1291. óskast til kaups. Afgr. vísar á.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.