Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 14.09.1956, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 14.09.1956, Blaðsíða 3
Föstudaginn 14. sept. 1956 VIÐ RÆTUR ARARAT. Aðfararnótt 8. ágúst vorum við mættar á flugvelli fyrir utan Moskvu. Er við gengum inn á flugstöðvarbygginguna heyrðum við talaða íslenzku og mættum þar íslenzkri sendinefnd, aðallega skáld og listamenn. Þeir biðu þarna eftir flugvél, sem flytja átti þá til Kaupmannahafnar. — Við röbbuðum við þá góða stund, en brátt var kallað á okkur og við héldum til flugvélarinnar, sem flytja átti okkur suður til Armen- íu. Þetta var lítil tveggja hreyfla flugvél og farþegar milli 10 og 20. L'ttið var um lúxus í flugvélinni, sem svo mjög er áberandi hjá vestrænum flugfélögum. Þó var þarna flugfreyja en eg kyldi aldrei hvert hlutverk hennar var, því að hún skipti sér ekkert af farþeg- unum. Flogið var út í koldimma nóttina og við lögðum okkur allar til svefns alveg öruggar, því að við höfðum heyrt það frægðarorð, sem fer af rússneskum flugmönn- um. Undir morgun rumskuðum við, er flugvélin settist á flugvöll- inn í Rostov við mynni fljótsins Don. Við stigum þarna úr vélinni og átum nesti okkar á flugstöð- inni. Síðan var enn flogið í suð- austur-átt og sífellt eriðara að fljúga, vélin hækkaði flugið jafnt og þétt er hún nálgaðist Kákasus- fjallgarðinn. I Tiflis var lent skömmu fyrir hádegi, og er við stigum þar út úr flugvélinni feng- um við fyrst að kenna á hitanum. Það var engu líkara en við kæm- um beint inn í bakaraofn, hitinn streymdi að okkur úr öllum áttum. Brátt vorum við leiddar inn á flug- stöðina, en þar var dregið fyrir alla glugga og vindrellur í fullum gangi. Þarna snæddum við afgang- inn af nestinu, en síðan var ferð- inni enn haldið áfram og var erf- iðasti kafli leiðarinnar eftir. Flogið var yfir Kákasusfjöll, sem eru sundurskorin af djúpum dölum, flugvélin sveiflaðist sitt á hvað, flestir urðu fölleitir og sumir ældu. Við vorum ekki sérlega glæsilegar er við stigum út úr flugvélinni í Erevan, en þar var saman kominn mikill mannfjöldi að taka á móti okkur. Brátt stóð- um við með fangið fullt af hinum dásamlegustu blómum, og fólk hló og faðmaði okkur að sér. Siðan var okkur ekið í loftinu að Hótel Armeníu, en þar gistum við dagana, sem við vorum í Erevan. Við vorum ekki lengi að tína af okkur spjarirnar og fara i galda sturtu. Hitinn var um 40° í skugganum og stillilogn. Er við höfðum hvílzt og etið miðdegismat var okkur sýndur staðurinn. Það veitti ekki af að kynna okkur staðinn, því að sann- ast sagna vorum við heldur illa að okkur í landafræði Armeníu. Arm- enía liggur að Tyrklandi og höfðu Armenar á undanförnum öldum verið píndir og kúgaðir af Tyrkj- um. Armenía gekk í Sovétsam- bandið 1926. Var landið þá í mik- illi niðurníðslu, aðalatvinnuvegur kvikfjárrækt, og byggingar aðeins smákofar eða hreysi úr steini. Hefur hér orðið mikil breyting á, jörðin er ágæt til ræktunar og gnótt vatns úr fjöllunum. Afar- mikið er ræktað af bómull, vínvið og margs kyns gómsætum aldin- VERKAMAÐURINN STEINUNN BJARMAN: Ævintýrí í Austurvegi um, að viðbættum korntegundum og grænmeti. Þá hafa margir málmar fundizt í jörðu og er t. d. 80% af öllum kopar í Sovét frá Armeníu. íbúar Armeníu eru 1,6 millj. Þeir tala armenska tungu, sem er gerólík rússneskri tungu og skrifa letur, sem helzt virðist líkj- ast hebresku. Þessi þjóð tók kristna trú þegar á fyrstu öld e. Kr., og er þetta afar gömul menningarþjóð, sem á margt af fornum menningarverð- mætum. Fólkið er hávaxið, bein- vaxið og hefur sérstaklega falleg- an limaburð, hár þess er hrafn- svart og augun mjög dökkbrún, það minnti mig mest á Gyðinga eða Araba. Við vorum staddar í Erevan, sem er höfuðborg Armeníu að og söngur virðist Armenum í blóð borinn og dansa þar allir, ungir og gamlir, sumir dansa á morgnana, aðrir á kvöldin. Af armenskum tónskáldum, sem við könnumst við, má nefna Aram Katsatúrían, og af söngvurum Lititsian. Þetta þjóðdansa- og söngvakvöld var ógleymanlegt, og er eg oft að hugsa um, hvort það hafi verið svefn eða vaka. Hljómlistin er allt önnur en við eigum að venjast, hrynjandin gerólík og tónarnir of- ur seiðandi. Hljóðfærin voru mjög annarleg: trumbur, flautur og strengjahljóðfæri. Söngkonur og karlar voru öll í þjóðbúningum og dansfólkið kom stöðugt fram í nýjum gerðum af þjóðbúningum, sem bæði voru mjög litfagrir og skrautlegir. inu fer þannig fram, að í byrjun hvers árs er gerð áætlun um hversu mikið verk eigi að telja einn vinnudag og er það kallað norma. Dagsverkin eru áætluð mjög lág og er því auðvelt að fara fram úr þeim, t. d. ef bóndi vökvar 1 ha. af bómullarökrum á dag hef- ur hann unnið eitt dagsverk, en ef hann vökvar 1% ha. á dag hefur hann unnið hálft annað dagsverk. Þegar vinnan er gerð upp við ára- mót er algengt að hver maður hafi 350—400 dagsverk. Við áramót eru tekjur búsins gerðar upp og eftir að lagt hefur verið fé til skóla, sjúkrmaála, bygginga og traktorstöðva, er arðinum deilt á milli samyrkjubænda eftir vinnu- dagafjölda. Árið 1955 fékk bóndi fyrir vinnudag, sem hér segir: Fjallið Ararat. Reyndar eru f jöllin tvo: Litla- og Stóra-Ararat. Borgin Erevan, sem hér segir frá, stendur upp við fjallsræturnar, en fjallið sjálft er þó innan tyrknesku landamæranna. — fornu og nýju. Þar bjuggu um 15 þús. manns 1920, en nú búa þar tæp 400 þús. Fólksfjölgunin er þar gífurleg og aðalvandamálið húsnæðisþörfin. Bærinn er alveg nýr, hefur verið endurbyggður, og er stöðugt unnið að nýbyggingum. Á stöku stað sjást þó æfagömul hverfi, þar sem gamlir steinkofar rísa hver upp af öðrum og maður hefur helzt á tilfinningunni, að ef neðsti kofinn hrynji, þá hljóti allt hitt að fara um leið. Byggingar- stíllinn í Erevan er mjög sérkenni- legur og alveg staðbundinn. Húsin eru gerð úr mjög fallegum steini, sem nóg er af í Armeníu, rauð- bleikum og glansandi, hann er skorinn í sérstökum vélum og síð- an eru húsin hlaðin. Ekki þarf að pússa þessi hús að utan, en Htar- brigðin á steininum eru mörg og gefur það húsunum sérstæðan svip. Víðast voru skuggsælar sval- ir og þar sat fólkið síðari hluta dags eða á kvöldin og spjallaði saman. Fyrsta kvöldið okkar í Erevan fórum við að horfa á stóran hóp armenskra listamanna, sem sýndi þjóðdansa og söng þjóðlög. Dans Túlkun þessa fólks var frábær, svo að maður gleymdi bæði stund og stað, og við þrifum hvor í aðra til að fullvissa okkur um, að þetta væri veruleiki. í Erevan var okk- ur sýnt afarmargt, þar var alltaf heill hópur af fólki með okkur, bæði til að skemmta sér og okkur. Þetta fólk var frámunalega elsku- lega í viðmóti og afar glaðvært. Þarna sáum við þjóðminjasafn, listasafn, handritasafn, barnaheim- ili, handavinnusýningu barna, geysistórt tómstundaheimili fyrir börn og ótal margt fleira. Einn daginn fórum við út í sveit og heimsóttum samyrkjubú í Ara- rathéraði. Þarna er aðallega rækt- að bómull, vínviður og grænmeti. Bú þetta var stofnað 1928. Upp- haflega tóku 28 fjölskyldur þátt í búinu, en nú búa í öllu þorpinu 3000 manns, þar af 2400 í sam- yrkjubúinu. Hitt fólkið eru lækn- ar, kennarar, skrifstofufólk o. þ. h. Þarna býr hver fjölskyldu út af fyrir sig í litlu húsi og hefur 1/4 hektara umhverfis húsið til eigin nota. Þar ræktuðu þeir bæði vín- ber og melónur, og sumir áttu kú eða hænsn. Vinnan á samyrkjubú- 17—18 rúblur, 4 kg. vínber, 2% kg. þurrkaðir ávextir, 300 gr. mjólkurafurðir, 1 kg. grænmeti, \Vz kg. hveiti, 250 gr. vodka. Samyrkjubú þetta átti stórt samkomuhús, þar voru og barna- heimili, margs konar skólar og heilsuverndarstöð. Er við höfðum skoðað búið tölu- vert, bauð forstjóri þess okkur heim í miðdagsmat. Við átum úti á veggsvölum og tók margt manna þátt i veizlu þessari. Réttir voru margir og sérkennilegir, veigar voru og margvíslegar og afar góm- sætar. Fólkið var mjög kátt og gamansamt, sífellt verið að flytja ræður og drekka skálar. Talað var á armensku, rússnesku, ensku og íslenzku. Við borðendann sátu þrír hljóðfæraleikarar, og í hvert skipti, sem drukkin var skál, hófu þeir hljóðfæraslátt, leiknir voru armenskir þjóðdansar og þaut fólkið úr sætunum og tók að dansa, og við vorum miskunnar- laust drifnar með. Þarna dansa ekki tveir og tveir saman, heldur hver út af fyrir sig, og er dansinn aðallega túlkaður með handa- hreyfingum. Þar sem dansað var eftir hverja skál tók borðhaldið mjög langan tíma, en seinasti rétt- urinn var armenskur þjóðarréttur, e. kjötbitar steiktir á teinum yfir eldi, sem gerður var á jörð- inni við hlið svalanna. Að lokum urðum við að kveðja þetta glaða og gestrisna sveitafólk, því að langt var liðið á kvöld. Einn daginn ókum við út á land og skoðuðum uppgröft. Þar sáum við rústir af fornu hofi. Þá heim- sóttum við elztu kirkju, sem til er í Sovét, byggð árið 303. Þarna er yfirmaður allra armenskra kirkna í heiminum. Hann sýndi okkur kirkjuna og skýrði frá sögu henn- ar. Kvað hann kirkjuna eiga margt fornra dýrgripa, svo sem flís úr örkinni hans Nóa og flís úr spjóti því, sem rekið var í síðu Krists. I sambandi við þessa kirkju var stórt munkaklaustur, og sáum við þarna margt ungra munka. Við heimsóttum og stóra silkiverk- smiðju, aðeins 4 ára gamla. Þar er framleitt bæði heilsilki og gerfi- silki og eru unnir 20.000 m. á dag. Síðasta daginn í Erevan fórum við í ferð upp í f jöllin. Fyrst skoð- uðum við heilsuhæli, sem reist hefur verið við ölkeldur og eru þar bæði maga- og hjartakvillar læknaðir. Síðan ókum við upp í 2000 m. hæð að Sewan-vatni, sem allir Armenar elska og syngja um. Þarna uppi í fjöllunum er afar fall- egt og minna litirnir á fjöllin í Mývatnssveit. Hér er loftið afar heilnæmt og nær fólk, sem hér á heima, mjög háum aldri. Við átum á hóteli, sem heitir Mínúta. Er það rétt við þjóðveg- inn, en hann liggur yfir fjöllin til Persíu. Þarna fengum við ný- veiddan silung úr Sewan-vatni. Þykir hann hið mesta lostæti og eta þeir hann með höndunum, en á borðum voru votar þurrkur til að þvo sér með á eftir. Með þess- um silungi var borið fram afar ljúffengt koníak, svo að ekki voru veitingar slóðalegar. Þessu næst gengum við niður að Sewan og böðuðum fætur okkar úr þessu sögufræga vatni og tínd- um kufunga til minja. Þá fengum við að skoða rafmagnsstöð, sem er öll neðanjarðar, vatnið er látið falla 100 m. niður í jörðina og þar er stöðin. Við fórum niður í lyftu, en til allrar óhamingju vorum við allar heldur illa að okkur í raf- magnsmálum, svo að við skildum heldur Lítið af því sem okkur var sagt um þessa stöð. Hún er mjög merkileg, og var okkur tjáð, að einungis ein stöð önnur væri byggð á sama hátt ,en sú stöð er í Bandaríkjunum. Síðasta kvöldið í Erevan var okkur haldið mikið hóf og vorum við allar leystar út með margvís- legum gjöfum. Við mættum á flugvellinum í Erevan kl. 5.30 á sunnudagsmorg- uninn þann 12. ágúst, og viti menn, var þá ekki heill hópur af fólki mættur til þess að kveðja okkur. Við kvöddum þetta ánægju lega fólk með trega og söknuði og hefðum sannarlega viljað gista land þess miklu lengur. Var síðan enn á ný stefnt til Moskvu, en þar áttum við eftir að sjá og reyna ýmsa hluti.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.