Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 14.09.1956, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 14.09.1956, Blaðsíða 4
VERKAMAÐURINN Föstudaginn 14. sept. 1956 Samvinnutryggingar 10 ára Samvinnutryggingar áttu tiu ára starfsafmæli um 8.1. mánaða- mót, tóku til starfa 1. september 1946 og var brunatryggingadeild fyrsta deild félagsins. Skömmu síðar tóku til starfa sjódeild, og um áramótin 1946—'47 bifreiða- deild, sem nú tryggir" rúmlega helming allra bifreiða í landinu. Hafa Samvinnutryggingar lagt mikla áherzlu á fræðslustarf um umferðar- og öryggismál. Iðgjaldatekjur Samvinnu- trygginga námu fyrsta árið 684.000.00 krónum, en voru í fyrra 31,3 milljónir, og er félagið nú stærsta tryggingarfélag lands ins. Það hefur á 10 ára starfsferli sínum haft samtals 120,5 milljón króna iðgjaldatekjur, en hefur af þeirri upphæð skilað aftur til þeirra tryggðu, sem samkvæmt lógum félagsins eru eigendur þess, 9.6 milljónum króna, eða um 8%. Framkvæmdastjórar Samvinnu- trygginga hafa verið tveir á þestum áratug, Erlendur Einars- son frá byrjun til ársloka 1955, og Jón Ólafsson síðar. Erlendur er nú formaðaur félagsstj., en auk hans í stjórn Jakob Frímanns- son, Karvel Ögmundsson, Kjart- an Ólafsson og ísleifur Högnason. Stjórnin hefur verið óbreytt frá byrjun, nema hvað Vilhjálmur Þór, sem var aðalhvatamaður að Umferðakennsla í skólum Nýlega heyrðist sagt frá því í útvarpi, að í Reykjavík hafi um- ferðalögreglunni borizt 1170 kær- ur um árekstra á ökutækjum á þessu ári og 5 menn hafi látið lífið af umferðaslysum. Hér er því þörf alvarlegra umbóta. Víðar en hér eru umferðamálin á dagskrá. I Osló hefur nýlega staðið yfir námskeið í umferða- kennslu, fyrir forgöngu Bindindis- félags ökumanna og Kennarafélags Noregs. Formaður Bindindisfélags ökumanna, Steinar Hauge, hefur verið aðalfrumkvöðull námskeiðs- ins. Þátttakendur voru 54 kennar- ar og lögregluþjónar, en þrisvar sinnum fleiri sóttu um námskeið- ið. Tilgangurinn með þessu nám- skeiði er að auka kennslu í um- ferðamálum í skólunum og gera kennarana hæfa til að leysa það verk af hendi. Sem kennslutæki voru notaðir litlir bílar. Oruggari umferð. Þegar umferðanámskeiðinu í Osló var iokið, gekkst Bindindis- félag ökumanna fyrir annarri nýj- ung þar. Var efnt til stórrar sýn- ingar, sem nefnd var „Tryggere trafik". Tilgangur sýningarinnar er að vekja áhuga allra bifreiðasjtóra og annarra stjórnenda ökutækja fyrir öruggri umferð. Þar er lögð áherzla á, að bifreiðastjórinn læri sem bezt að þekkja bílinn. Og á sýningunni var sýndur akstur og gestirnir gátu fengið að reyna hæfni sína. (Frá Afengisvarnanetnd Akureyrar.) stofnun félagsins, var formaður til ársloka 1955. í tilefni af afmælinu hafa Sam- vinnutryggingar gefið út mynd- arlegt hefti af riti sínu „Sam- vinnutrygging", og eru í því fjöldi greina, mynda og línurita varðandi starfsemi félagsins lið- inn áratug. Á afmælisdaginn voru afhent verðlaun í ritgerðasamkeppni Samvinnutrygginga um umferða mál, og hlaut Lárus Salómons- son, lögregluþjónn, fyrstu verð- laun, en Gunnar M. Magnúss, rithöfundur, önnur verðlaun. Einnig var fjöldi ökumanna sæmdur öryggismerkjum félags- ins fyrir að valda engu tjóní í 5 ár. Sósíalistafélag Ak. heldur hlutaveltu í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 23. þ. m. Félagar og aðrir, sem kynnu að vilja gefa muni á hlutaveltuna, eru vinsam- legast beðnir að koma þeim á skrifstofuna í Hafnarstræti 88 ekki síðar en á miðvikudagskvöld. Hlutaveltunefnd. BROTABROT í fyrri viku hljóp af stokkun- um í skipasmíðastöð í Bremer- haven í Þýzkalandi nýr togari, sem þar er í smíðum fyrir Norð- firðinga. Togara þessum hefur verið valið nafnið Gerpir. Þetta er dieselskip og verður stærsti togari, sem íslendingar hafa eign- ast til þessa. Áætlað er að skipið verði tilbúið og afhent í lok nóv- embermánaðar. Á sunnudaginn kemur til Reykjavíkur, í boði Þjóðleik- hússins, ballettflokkur, rússnesk- ur, og mun sýna þar í næstu viku. í flokknum eru 12 manns. Tilkynnt hefur verið, að menntamálaráðuneyti Sovétríkj- anna hafi boðið fimm íslenzkum tónlistarmönnum til Sovétríkj- anna snemma á næsta ári. Eru það þau Stefán Islandi og Guð- rún Á. Símonar, sem ráðgert er að fari í janúar, og Páll ísólfsson, Þuríður Pálsdótitr og Rögnvald- ur Sigurjónsson, sem væntanlega fara í apríl. Kínverjar hafa nú í hyggju að leggja hið aldagamla myndletur sitt að mestu til hliðar á næstu árum, en taka almennt upp notk- un stafrófs í líkingu við það, sem hér er notað. Gert er ráo fyrir, að eftir tíu ár verði stafrófið al- mennt notað við prentun blaða og bóka, en þegar er farið að kynna það og kenna í einstökum skólum. Það er að sjálfsögðu mikið átak að breyta þannig rit- málinu á stuttum tíma, en kost- irnir eru líka miklir. Lestrar- og skriftarnám verður leikur hjá því sem áður hefur verið, bæði fyrir innfædda og aðra, sem vilja læra mál fjölmennustu þjóðar í heimi. Ný kennslubók í íslenzkri málfræði Komin er út ný kennslubók í íslenzkri málfræði handa fram- haldsskólum eftir dr. Halldór Halldórsson, dósent. Útgefandi er Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri, en bókin er gefin út í samráði við fræðslumálastjóra. í formála segir dr. Halldór að efni bókarinnar sé miðað við þær kröfur, sem nú eru gerðar í mið- skólum og gágnfræðaskólum um nám í íslenzkri málfræði. Efnis- val er því svipað og tíðkazt hefur í kennslubókum í málfræði fyrir þetta fræðslustig, einkum bók Björns Guðfinnssonar. Dr. Halldór Halldórsson. Um skýringar hugtaka og verk- efnaval er bókin hins vegar all- frábrugðin því, sem tíðkazt hef- ur, en þar byggir dr. Halldór á langri kennslureynslu. Þó er bókin alls ekki róttæk breyting frá því, sem kennarar eru vanir í þessum efnum, enda telur dr. Halldór mjög gagngerar breyt- ingar ekki æskilegar. „Mér er nær að halda," segir dr. Halldór í formála að bókinni, „að kenna megi verulegum hluta íslenzkrar æsku öll aðalatriði íslenzkrar málfræði, þau sem skýrð eru í þessari bók. Eg hef nokkra reynslu í því að kenna miður gefnum nemendum íslenzka mál- fræði, og varð niðurstaða mín sú, að furðumargt mætti kenna þeim." Þegar dr. Halldór hafði lokið við að semja Kennslubók í setn- ingarfræði og greinarmerkjasetn- ingu, sem út kom í fyrra, taldi hann nauðsynlegt að semja einn- ig málfræðibók í samræmi við hana, ætlaða sömu nemendum eða nemendum á svipuðu stigi. Bókin er 168 blaðsíður og skiptist í 9 aðalkafla. Bandið er snoturt og í sama stíl og bandið á Setn- ingarfræðinni. Bókin er prentuð í Prentverki Odds Bjömssonar h.f., Akureyri. Fjölþætt frjálsíþrótta- keppni A sunnudaginn, 16. þ. m., kl. 2 e. h. hefst frjálsíþróttakeppni á íþróttavellinum hér á Akureyri milli fjögurra héraðssambanda: íþrórtabandalags Keflavíkur, Qng- mennasambands Kjalarnesþings, Ungmennasambands Eyjafjarðar íþróttabandalgs Akureyrar. Keppt verður í 100 m. hlaupi, 400 m., 1500 m. og 4x100 m. boðhlaupi, hástökki, langstökki og þrístökki, kúluvarpi, spjótkasti og kringlu- kasti. MIR Tónleikar sovétlistamanna í Nýja Bíó, þriðjudaginn 18. þ. ni. kl. 9 eftir hádegi. Einleikur á pitmo: D. BASKlROFF Einsöngur: T. LAVROVA Einleikur á fiðlu: K. AKTJAMOVA Einsöngur: V. MOROZOV Undirleikari: FRIEDA BAUER Aðgöngumiðar seldir á Gullsmíðavinnustofu Sigtryggs og Eyjólfs og við innganginn, ef þá verður óselr. Þing Æskulýðsfylk- ingarinnar hið 15. í röðinni, hefst hér á Ak- ureyri á morgun og verður sett í Verkalýðshúsinu kl. 2 e. h. Allar líkur eru til að þing þetta verði eitt hið fjölmennasta í sögu Fylkingarinnar og munu fulltrúar koma víða af landinu. Á þinginu verða tekin til með- ferðar ýmis áhuga- og vandamál æskulýðsins auk stjórnmála- ástandsins almennt. Annað kvöld hafa þingfulltrúar kvöldvöku að Hótel KEA og er öllum Fylkingarfélögum og flokks- félögum heimill aðgangur. Þinginu lýkur væntanlega á sunnudagskvöld. Ólympíuskákmótið: Islendingar í 2. flokki Skákmönnum okkar heppnaðist ekki að komast i 1. flokk á mót- inu í Moskvu, þrátt fyrir ágæta frammistöðu í sínum riðli. Efstir í þeim rðili voru Argentínumenn með 24 vinninga, næstir Vestur- Þjóðverjar með 23, þá Bretar með 22 og íslendingar með 20 % vinn- ing. Friðrik tapaði aðeins einni skák í fyrri umferð, vann 5 skákir og gerði tvö jafntefli. Söltun Faxasíldar Um síðustu helgi var söltun Suðurlandssíldar komin upp í 93.265 tunnur, en á sama tíma í fyrra var söltunin orðin 21.043 tunnur. Afli var mjög lélegur sl. viku, en fjöldi báta stundaði þó veið- arnar og varð söltunin alls í vik- unni tæpar 6 þús. tunnur, eða 5944. NÝJA-BÍÓ Aðgöngurmðasala opin Kl 7-9.'I Sími 1285. I kvöld kl. 9: Erfðaskrá og afturgöngur Spcnnandi, ný, amerísk gamanmynd í litum. Louella Parson sagði þessa mynd vera beztu gaman- mynd ársins 1954. Aðalhlutverk: DAVID NIVEN |i YVONNE DE CARLO ií BARRY FITZGERALD L ****#*>**>»'*^#s#**^«>s#>**sr*#>#«s#>#i##ij Messað í Aknreyrarkirkju á sunnudaginn kemur kl. 2 e. h. — Sálmar, Nr. 326, 219, 113, 456 og 584. Syngið sálmana. — P. S. Aðalfundur Kennarafél. Eyja- fjarðar verður haldinn í Barna- skólanum á Akureyri laugardag- inn 22. sept. og hefst kl. 10 ár- degis. Á þessum fundi verður minnst 25 ára afmælis félagsins. Meðal fyrirlesara verða þeir Þór- arinn Björnsson, skólameistari, og dr. Matthías Jónasson. Endurbætur í Nýja-Bíó. Ný- lega er lokið við að mála and- dyri og veggi sýningarsalarins í Nýja-Bíó hér í bæ. Litirnir eru ljósir og gefa húsinu við- felldan svip og bjartari en áð- ur var. Hjúskapur. Sl. laugardag voru gefin saman í hjónaband af séra Kristjáni Róbertssyni ungfrú Olga Egilsdóttir, saumakona.Víði völlum 16, Akureyri, og Stefán Hallgrímsson, bóndi, Arnalds- ítöðum á Fljótsdal. Iðnnemar! Munið aðalfund- inn í Ásgaröi (Ilafnarstr. 88) á föstudagskvöldið kl. 8.30 e. h. Frá Heilsuverndarslóð Ak.: Fitirlit með barnshafandi konum fer fram í Heilsuverndar- stöð Akureyrar (Berklav.stöðinni) vikulega á fimmtudög- um kl. 4—5 eftir hádegi. Þá verður einnig framkvæmd þar bólusetning gegn bólu- sótt og barnaveiki frá 17. sept. til 17. okt. á mánudögum kl. 2—3 eftir hidegi.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.