Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 21.09.1956, Page 1

Verkamaðurinn - 21.09.1956, Page 1
MUNIÐ ÞJÓDVILJA HAPPDRÆTTIÐ! Miðar eru seldir í skrif- 5tofu Sósíalistafélags Ak- ureyrar og hjá ýmsum einstaklingum. XXXIX. árg. Akureyri, föstudaginn 21. september 1956 30. tbl. Orlofslögin eru víða brofin Verkafólk verður að gæta réttinda sinna 15. þing Æskulýðsfylkingarinnar var háð á Akureyri um síðusfu helgi *Gerðar voru margar mikilsverðar ályktanir um hagsmunamál æskunnar Jón Böðvarsson var kjörinn forseti ÆF Þrettán ár eru nú liðin siðan lög um orlof verkafólks voru sett hér á landi. Með þeirri lagasetn- ingu viðurkenndi löggjafinn þann sjálfsagða rétt tímavinnufólks til orlofs eða sumarleyfis, sem verka lýðsfélögin höfðu lengi barizt fyrir. Þarna var merkum áfanga náð í réttindabaráttu verkalýðs- ins. Flestar aðrar stéttir höfðu áður, og margar löngu áður, fengið viðurkenndan rétt sinn til sumarleyfis. Orlofslögin voru og eru enn mjög ófullkomin, enda þótt þau væru stórt spor í rétta átt. Með samningum við atvinnurekendur hefur verkalýðssamtökunum á þessum þrettán árum, sem llðin eru frá setningu laganna, tekizt að þoka nokkuð í áttina um lengra orlof, en upphaflega var ékveðið í lögunum. í lögunum var ákveðið, að Lágmark orlofs skyldi vera 4% af kaupi eða einn dagur fyrir hvem unninn mánuð. Samkvmt samningum verkalýðs- félaganna við atvinnurekendur hefur þetta iágmark nú verið hækkað í 6% af kaupi, eða einn og hálfan dag fyrir hvern unninn mánuð. Tilgangur verkalýðssamtakanna og Aiþingis var að sjálfsögðu sá, að með lögunum yrði verkafólk- inu tryggð nokkur hvíld á ári hverju frá hinu daglega striti. — Til þess að tryggja, að orlofs- greiðslan yrði ekki daglegur eyðslueyrir, er svo ákveðið í lög- unum, að orlof skuli ætíð greitt með sérstökum merkjum, sem límd eru inn í þar til gerðar bækur, en síðan greitt út i heiiu lagi af póstafgreiðslum landsins, þegar viðkomandí tekur orlof sitt. Er ekki vafamál, að mikið gagn hefur orðið af lögum þess- um. Margur verkamaður og verkakona hefur vegna þeirra notið verðskuldaðrar hvíldar og skemmtunar, sem þau eila hefðu algerlega farið á mis við. Mjög margir fara í einhver ferðalög um landið í orlofi sinu, kynnast því meira en annars hefði orðið, öðlast meiri víðsýni og njóta náttúrufegurðar og útiveru. En því miður hefur, einkum í seinni tíð, borið allmikið á því, að ýmsir atvinnurekendur greiddu ekki orlofsféð í merkj- inn eins og skyldugt er, heldur greitt það í peningum með hverri útborgun launa. Með því móti er tilgangur laganna algerlega eyði- lagður. Orlofsféð kemur þá að- eins fram, sem launahækkun á hverjum tírna, en notast ekki á þann hátt, sem til er ætlast. Er það mjög illa farið, því að ekki er efamál, að hverjum þeim, sem mest af árínu stundar erfiða vinnu, hvort sem er utan húss eða innan, er nauðsynlegt að taka sér frí frá þeim, einhvem tíma á ári hverju, og nota þann tíma annað hvort til algengrar hvíldar eða til að sinna sérstökum hugð- arefnum sínum. Mun enginn sjá eftir því, sem reynt hefur. En mörgum mun finnast hann ekki mega eyða tíma til slíks, ef ekki er fyrir hendi sérstakur sjóður til að nota í því skyni. En sá sjóður á að vera þar sem orlofsféð er. En sé tekið við því með útborgun vinnulauna vikulega, eru fæstir svo fyrirhyggjusamir að leggja það til hliðar og eiga handbært, þegar tími er til kominn að taka fríið, og þá verður oftast ekkert úr því, að neitt frí verði tekið. Það er því full ástæða til að brýna það fyrir verkamönnum, að ganga ríkt eftir því, að at- vinnurekendur brjóti ekki lög á þeim með því að greiða orlofsféð í peningum, heldur haldi sig við það, sem fyrirskipað er í lögun- um. Eir einnig vert að benda á það í því sambandi, að sektir liggja við að brjóta lögin þannig og jafnvel fangelsi, ef um ítrekað brot er að ræða. Það ætti því að vera bœði verkafólki og atvinnu rekendum kappsmál að brjóta ekki þessi ákvæði, og alveg út í hött sú viðbára atvinnurekenda, að svo mikil fyrirhöfn sé að greiða þessar krónur með merkj- um, að þeir freistist þess vegna til að greiða þær í peningum. Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar auglýsir hér í blaðinu í dag, að þeir verkamenn, sem telja brotin lög á sér í þessu efni, skuli tilkynna það skrifstofu fé- lagsnis, en hún mun síðan reyna að fá því kippt í lag. Er hér um sjálfsagt mál að ræða, og er mik- il nauðsyn, að þetta verði lag- fært, svo að tilgangur og gildi laganna verði ekki eyðilagt, og enginn verkamaður eða verka- kona ætti að taka við orlofs- greiðslu öðruvísi en í merkjum. Með því að láta slíkt eftir at- vinnurekendum er verkafólkið aðeins að eyðileggja dýrmæt réttindi sín, sem erfiðara getur reynst að heimta aftur en að glata. Þess ber að geta, áður en skil- izt er við þetta mál, að margir atvinnurekendur í bænum láta sér aldrei til hugar koma annað en fylgja lögum og reglum um þetta efni, en þeir eru samt ailtof margir, sem ekki gera það, og þá verður að venja af þeim óvanda. HJÚSKAPUR. 13. þ. m. voru gefin saman í hjónaband hjá bjarfógeta ungfrú Margrét Pét- ursdóttir og Kristinn Agnarsson, til heimilis að Þingvaliastræti 39, Akureyri. Eyfirðingar sigruðu í frjálsum íþróttum Um síðustu helgi fór fram hér á íþróttavellinum keppni í frjáls- um íþróttum milli fjögurra byggðarlaga: Akureyringa, Ey- firðinga, Kjalnesinga og Kefl- víkinga. Var keppt í tíu íþróttagreinum og voru tveir keppendur frá hverju byggðarlagi í hverri grein. Úrslit urðu þau, að Eyfirðingar gengu með sigur af hólmi, hlutu flest stig. Næstir urðu Keflvík- ingar, en Akureyringar þriðju og Kjalnesingar fjórðu í röðinni. Fimmtánda þing Æskulýðs- fyikingarinnar var sett í Verka- lýðshúsinu s.l. laugardag kl. 2 síðd. Fráfarandi forseti, Böðvar Pétursson, setti þingið með stuttri en ágætri ræðu, og Eggert Þorbjarnarson flutti ávarp frá miðstjórn Sósíalistaflokksins. Milli 40 og 50 fulltrúar sátu þingið. Þingforseti var kjörinn Jón Norðdahl frá Reykjavík, en varaforsetar Einar Albertsson, Siglufirði, og Anton Jónsson, Akureyri. Mörg mál voru tekin til um- ræðu og afgreiðslu á þinginu, auk almennra félagsmála ÆF má nefna, málefni iðnnema, húsnæð- ismál, hernámsmál, alþjóðasam- starf æskulýðsins og stjórnmála- viðhorfið almennt. Stjórnmála- ályktun þingsins er birt hér í blaðinu í dag, en hún er mótuð af trú á land og þjóð auk þess, sem undirstrikuð er nauðsyn alls herjar einingar verkalýðsins. Mikil bjartsýni ríkti á þinginu um vaxandi þrótt samtakanna og vinstri hreyfingarinnar í land- inu. Þingstörfum lauk skömmu eft- ir miðnætti á sunnudagskvöld, og var þá kosin sambandsstjórn fyrir næsta kjörtímabil. Forseti var kosinn Jón Böðvarsson, stud. mag., og með honum í fram- kvæmdajstórn: Matthías Krist- jánsson, rafvirki, varaforseti, Sigurjón Einarsson, cand. theol., ritari, Jóhannes Jónsson, iðn- nemi, gjaldkeri, og Hrafn Sæ- mundsson, iðnnemi, meðstjórn- andi. Varamenn: Ólafur Daníels- son og Ólafur Eiríksson. Auk framkvæmdanefndar voru kosin í sambandsstjórn: Guð- mundur J. Guðmundsson, verka- maður, Hrafn Hallgrímsson, menntaskólanemi, Jóna Þor- steinsdóttir, gjaldkeri, Böðvar Pétursson, verzlunarmðaur, Guð mundur Magnússon, verkfræð- ingur, Gísli Björnsson, nemandi, Bogi Guðmundsson, viðskipta- fræðingur, Gunnar Guttormsson, iðnnemi og Ingi R. Helgason, lögfræðingur. Varamenn: Þór- ólfur Daníelsson, Brynjólfur Vil- hjálmsson og Adda Bára Sigfús- dóttir. Alþýðusambandsþing Boðað hefur verið, að 25. þing Alþýðusambands íslands verði haldið í Reykjavík í nóvember næstkomandi. Stjórn ASÍ hefur tilkynnt, að kosningar þingfulltrúa megi hefj- ast næstk. sunnudag, og skal þeim lokið eigi síðar en 15. októ- ber. Alþýðusambandsþing er sem kunnugt er, haidið annað hvort ár. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: Nr. 226 — 573 — 117 — 317 — 58. — K. R. Stjórnmálaályktun 15. þings ÆF.: Fagnar myndun AIÞýðubanda- lagsins og hvetur til nýrrar sókn- ar fyrir einingu alls verkalýðs Síðan 14. þing Æskulýðsfylkingarinnar var háð, hafa gagngerar breytingar orðið í stjórnmálaþróun íslenzku þjóð- arinnar inn á við sem út á við. Þingið fagnar þeirri nýju einingaröldu, sem risið hefur meðal íslenzku verkalýðsstéttarinnar 6g sem fann farveg í stofnun Alþýðubandalagsins og hinum mikla kosningasigri þess, er gerði myndun núverandi ríkisstjórnar möguiega. Samtímis fagnar þingið þeii-ri ákvörðun Alþingis íslendinga að seegja upp samningnum við Bandaríkin um dvöl erlends herliðs í landinu. Þingið sér í þessum stóru áföngum árangurinn af langri og þrotlausri baráttu íslenzkra sósíalista fyrir einingu verka- lýðsins og sjálfstæði íslands og minnir jafnframt á þátt ungra sósíalista í þessarri baráttu. Þingið vill beina athygli íslenzkrar æsku að því, að sigur- sæl barátta fyrir framkvæmd á stefnumálum ríkisstjórnar- innar og stefnuskrá Alþýðubandalagsins felur, í sér áður óþekkta möguleika fyrir lausn á vandamálum unga fóiksins á sviði menntunar, atvinnuöryggis, húsnæðismála og félags- legrar aðstöðu. Þingið viil ennfremur minna íslenzkan æskulýð á það, að ísland býr yfir svo miklum auðæfum til lands og sjávar, að það getur veitt hverjum landsmanni hagsæld og efnahagslegt öryggi, ef auðlindir þess eru nýttar fyrir þjóðina, en ekki lít- inn hóp auðkýfinga og braskara. Þingið hvetur því alla unga íslendinga til að vísa á bug þeim kenningum, að íslenzka þjóðin geti ekki umflúið atvinnuleysi og skort án þess að vera öðrum þjóðum háð, og að Islendingar séu ekki sjálfir færir um að nýta auðlindir landsins. Þess vegna telur þingið, að trú á landið og traust á þjóð- inni verði að móta alla afstöðu íslenzkrar æsku til þeirra viðhorfa, sem nú eru fyrir hendi og heitir á æskulýð landsins að taka höndum saman í baráttunni fyrir framkvæmd á stefnu ríkisstjórnarinnar, stefnuskrá Alþýðubandalagsins, brottför hersins af íslenzkri grund og fyrir algerum einingar- sigri verkalýðsins,

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.