Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 21.09.1956, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 21.09.1956, Blaðsíða 2
VERKAMAÐURINN Föstudaginn 21. sept. 1956 uEKKBmflÐUKinn Ritstjári: ÞORSTEINN JÓNATANSSON. Útgefandi: Sósíalistaféiag Akureyrar. BlaOstjórn: Björn Jónsson, Einar Kristjánsson, Jakob Árnason. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. Sími 1516. Pósthólf 21. Askriftarverð -10 krónur árg. Lausasöluverð 1. kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f. HLJÓMLEIKAR Sovét-listamanna Samstillt alþýða er ósigrandi afl Tveir mánuðir eru nú liðnir frá því að vinstri flokkarnir tóku höndum saman um stjórn þjóð- arskútunnar. Tveir mánuðir er ekki langur tími, en greinilega hefur þó komið í ljós, að meiri vilji er nú hjá valdhofunum til að aðhafast eitthvað til raun- hæfra úrbóta í efnahagsmálun- um og þjóðinni til hagsbóta en áður var, og stjórnin hefur þegar gert það lýðum ljóst, að stefnu- skrá hennar er tekin alvarlega, en hefur ekki aðeins verið sett fram til að sýnast, svo sem oft hefur viljað brenna við. Samstarfið innan ríkisstjórnar- innar hefur einnig gengið vel og árekstralaust til þessa, en það sannar, að vilji er fyrir hendi til að vinna saman þjóðinni til gagns. Munu allir óska, að svo haldist áfram. Sundrung vinstri aflanna hefur æfinlega reynzt til ills eins, en vatn á myllu and- stæðinga alþýðunnar. Eitt af fyrstu verkum stjórn- arinnar var að setja hömlur við því, að íbúðarhúsnæði væri tekið til annarra nota, þar sem skortur er húsnæðis. Skömmu síðar voru sett verðfestingarlögin, til þess að stöðva dýrtíðarflóðið, svo að vinnufriður gæfist til að rann- saka og undirbúa varanlegar að- gerðir í efnahagsmálum þjóðar- innar. Þá héfur fyrir nokkru ver- ið sett á laggirnar nefnd, sem undirbúa skal áætlun um fram- kvæmdir í landinu á næstu ár- um með það fyrir augum, að næg vinna sé jafnan fyrir hendi fyrir alla, sem vinna vilja, og atvinnu- tæki séu sem haganlegast stað- sett með tilliti til afkomu fólks í öllum landshlutum. Ekkert af þessu hefði verið gert, ef fhaldsmennirnir hefðu setið áfram í ráðherrastólunum. Allar framannefndar aðgerðir eru fyrst og fremst miðaðar við afkomu og lífsmöguleika alþýðu manna, en allar tillögur og gerð- ir íhaldsins eru jafnan miðaðar við fámenna forréttindastétt. íhaldsmennirnir segja nú um verk ríkisstjórnarinnar, að hún hafi einmitt gert það, sem þeir hafi viljað gera, en ekki getað komið fram vegna andstöðu vinnustéttanna. Vitanlega er það alls ekki rétt, að íhaldið hafi vilj- að gera þær ráðstafanir, sem ríkisstjórnin nú hefur gert, og hefur margsinnis verið sýnt fram á hér í blaðinu, auk þess sem það sannast bezt með því, að jafn- hliða því, sem íhaldið segist hafa viljað gera nefndar ráðstafanir rægir það þær nú, svo sem það framast getur. En ástæðan fyrir því, að það segir, í öðru orðinu, að það hafi viljað gera þetta sjálft, þegar í vor, er sú, að íhaldið finnur, að gerðir núver- andi stjórnar finna hljómgrunn hjá alþýðu manna. Launastéttirnar hafa lengi fundið og vitað, að nauðsyn var róttækra ráðstafana í dýrtíðar- málunum, og þær fagna því að tilraunir skuli nú gerðar í þá átt. Vísitölukerfið hefur ekki leikið neina jafn grátt á undanförnum árum sem launþegana og þess vegna skilja þeir manna bezt, hver nauðsyn er að tekið sé fyrir verðbólguna, og þeir vita, að það verður þeim til hagsbóta áður en langir tímar líða, og það jafnvel þótt þeir þurfi að færa einhverj- ar etundarfórnir. En sú röksemd íhaldsins, að það hafi ekkert getað aðhafst í verðbólgumálunum vegna and- stöðu vinnustéttanna, er athygl- isverð út af fyrir sig. Ekki vegna þess, að sönn sé í þessu tilfelli, heldur vegna þess, að í henni felst mikilsverð viðurkenning á styrk alþýðusamtakanna. Með þessu er íhaldið raunverulega að viðurkenna það, sem allir aðrir vissu og viðurkenndu, að samtök alþýðunnar við sjó og í sveit eru orðin svo þroskuð og sterk, að ógerlegt er fyrir ríkisvaldið að ganga í berhögg við þau. Land- inu verður ekki stjórnað svo að vel fari í andstöðu við samtök hins vinnandi fólks. Þetta hefði íhaldið átt að vera búið að læra fyrir löngu og breyta eftir því. Og alþýðan sjálf ver.ður að muna eftir þessari viðurkenn- ingu voldugasta andstæðings hennar, og minnast þess jafnan hver styrkur hennar er. Ef hún minnist þess getur hún jafnan boðið andstaeðingunum byrginn, hverju nafni sem nefnast, og þá getur hún tryggt það, að aftur- haldspostularnir fái aldrei tæki- í'æri til að níðast á réttindum hennar. Samtök alþýðunnar eiga að vera leiðarljós núverandi rík- isstjórnar og það er á þeirra valdi, að vilji þeirra sé virtur. Aðeins verða samtökin að leggja á það áherzlu, að hleypa ekki andstæðingunum inn fyrir borg- armúra sína, enda þótt asnar þeirra séu kylfjaðir gulli og íögrum loforðum. íhaldið hefur oft reynt að ná i'ótfestu innan verkalýðssaamtak- anna og tilgangur þess hefur jafnan verið einn og hinn sami: Að freista þess að eyðileggja samtökin innan frá. Sem betur fer hefur þetta ekki heppnast, en hættan er enn til staðar, ef verka lýðurinn er sér ekki nægilega meðvitandí um hana eða stendur ekki nægjanlega á verði um samtök sín. Það verður því aldrei um of brýnt fyrir íslenzkri alþýðu, að Það ríkti mikil hrifning og fögnuður meðal áheyrenda í Nýja-Bíó á Akureyri í gærkvöld, og var það vissulega ekki að ástæðulausu. Fimm afbragðs tónlistamenn frá Sovétríkjunum, sem eru nú staddir á íslandi í boði MÍR — Menningartengsla íslands og Ráðstjórnarríkjanna — og fyrir milligöngu VOKS í Moskva, fluttu þar úrvalstónlist, fyrst og fremst rússneska, en einnig frá mörgum öðrum lönd- um. Fyrst lék Khalida Aktjamova fjögur tónverk á fiðlu með und- irleik Friedu Bauer. Voru tvö tónverkin löng: Chaconne eftir Vitali og Introduction og Ronda capriccioso eftir Saint-Saéns. Aktjamova er ung að árum, en er þegar komin í fremstu röð fiðlu- snillinga og hefir hlotið mikla viðurkenningu. Hún var í sjö ár nemandi Davids Ojstrakhs, sem er talinn fremstur allra núlifandi fiðlumeistara. Leikur hennar er svo fullkominn og fágaður, hreinn og tær, að það er töfrum líkast, hver tónn sem slípaður gimsteinn, og hún býr yfir log- andi heitum skapsmunum, sem birtast í hverri línu lagarma, sem hún leikur. Aðdáanlega flutti hún litla lagið eftir Glier (Rom- ansa), og það er örðugt að hugsa sér, að tónverk Saint-Saéns verði betur flutt en hún gerði. Næst söng Tatjana Lavrova fimm lög. Hún er fræg óperu- söngkona og starfar við Malyj- óperuna í Leningrad. Hún hefir mjög blæfagra og þrautþjálfaða sopranrödd með ósviknum strengjahreim, bæði kröftuga og hlýja. Flutningur hennar og túlkun öll er með miklum ágæt- um, og vil ég ekki sízt minna á fyrsta lagið, er hún söng, sem var Romansa Antonidu úr óperunni „fvan Súsanín" eftir Glinka. Dá- samlega söng hún Draum eftir Grieg, og hefi ég aldrei heyrt það lag svo vel flutt. En þar eins og í öllum hinum lögunum átti Frieda Bauer sinn þátt ósvikinn með hinum fullkomna undirleik sín- um. Hin lögin voru einnig hvert öðru betur flutt og hrifning áheyrenda eftir því mikil. Að loknu hlé kom fram pí- anó-einleikarinn Dimitrí Baskir- ov. Hann er ungur, en hefír hlotið margfalda viðurkenningu, meðal annars Thibaud-Long- verðlaunin í París í fyrra. Við- fangsefni hans var Sónata í c- moll eftir Chopin, eitt hið stór- brotnasta og átakanlegasta tón- verk fyrir píanó, sem samið hef- ir verið. Tónskáldið lýsir þar frelsisstríði Pólverja, ósigri, sorg þjóðarinnar yfir hinum föllnu hetjum og að lokum áframhald- andi frelsisbaráttu. Og Dimitri Baskirov flutti þetta stórkostlega hún geri sér ljóst, hver styrkur er fólginn í samtökum hennar, ef þau eru samstillt og einhuga. Þá eru þau það afl, sem enginn fær sigrað, og þá ráða þau úrslitum um gang hinna þýðingarmestu mála. listaverk af þeim eldmóði og innra krafti, sem hinum mestu sniliingum einum er veitt. Áhrifin voru líka feiknamikil, og listamaðurinn margkallaður fram og lék að lokum aukalag: Vor- leysing eftir Rakhmaninov. Að síðustu kom fram söngvar- inn Viktor Morozov, sem er fremsti bassasöngvari við Malyj- óperuna í Leningrad. Morozov hefir afarmikla rödd, hlýja, mjúka, blæfagra og blæbrigða- ríka, og tækni hans virðast eng- in takmörk sett. Og hann er gæddur þeim hjartanlega „húmor", sem nær á svipstundu tökum á áheyrendum, enda hefir engum söngvara verið fagnað hér jafn ákaft sem honum. Hann er í senn afburða góður söngvari og leíkari. Lögín, sem hann söng voru líka sérlega vel fallin til að hrífa alla áheyrendur, en þau voru: Aría Súsaníns úr „ívan Súsanín", þrjú rússnesk þjóðlög og Flóin eftir Mússorgskíj. Síð- ast, en ekki sízt, söng hann aukalag: Aríu úr óperunni „ígor fursta" eftir Borodin. Hygg ég^ að fáir muni hafa sungið það lag betur. Svo vel túlkuðu þau lögin, Lavrova og Morozov, að áheyr- endur fundu lítið til þess, að þau sungu á tungumáli, sem fæstir skiidu nokkurt orð i. Þau náðu til hjartna allra þrátt fyrir það. Frieda Bauer er fræg listakona. Hún er fastur undiiieikari við Moskva tónlistarháskólann. Hún er í einu og öllu afburða góður píanóleikari, og í þeirri vanda- sömu list að leika undir einleik eða einsöng er hún frábær, og hefir enginn slíkur undirleikari heyrzt hér áður nema Sofía Vak- man, sem kom hér í fyrra ásamt fiðlusnillingnum Edvard Gratsj og söngvaranum Sjaposnikov. Snilld hennar kom ekki sízt í ljós, er hún lék undir söng Morozovs. Hennar þáttur í þess- um ógleymanlegu hljómleikum var ekki síztur. Óhætt er að fullyrða, að heim- sóknir slíkra afbragðs listamanna sem þessara opna augu margra, sem haldnir hafa verið margs konar fordómum gagnvart Sov- étríkjunum og öllu, sem þaðan kemur, og hafa ekki viljað skilja það, að þar búa þjóðir, furðu líkar okkur íslendingum, vin- samlegar og velviljaðar, eigandi þau áhugamál öllu öðru fremur að lifa í friði við alla menn og byggja upp land sitt og alla menningu og búa börnum sínum betri heim en áður hefir þekkzt. Akureyri, 19. sept. 1956. A.S. Skómmtunarseðlar fyrir IV tímabil 1956 verða afhentir á bæjar- skrifstofunum frá og með 1. október næstkom- andi til októberloka. Skömmtunarseðlar verða aðeins afhentir gegn árituðum stofni þriðja skömmtunarseðils. Fólk er beðið að athuga, að skömmtunar- seðlar verða einungis afhentir októbermánuð. Bæjarstjórinn á Akureyri, 18.sept. 1956. STEINN STEINSEN. SLÁTURSALAKEA Verð á sláturafurðum. Verð á kjöti í heilum skrokkum. I. flokkur krónur 21.49 II. flokkur krónur 18.64 III. flokkur krónur 17.78 IV. flokkur krónur 14.68 HEiL SLÁTUR með ósviðnum haus krónur 30.00 með sviðnum haus krónur 32.00 Hausar sviðnir krónur 15.90 pr. kg. Hausar ósviðnir krónur 10.00 pr. kg. Lifur krónur 19.00 pr. kg. Mör krónur 9.45 pr. kg. Ristlar krónur 0.50 pr. stk. Sendum allt heim. - Fljót og góð aígreiðsla. SLATURSALAKEA SÍMI 1556.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.