Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 21.09.1956, Síða 4

Verkamaðurinn - 21.09.1956, Síða 4
4 VERKAMAÐURINN Föitudaginn 21. sept. 1956 Rósberg G. Snædal: Mærðartimbur í tímaritinu Birtingi, 2. hefti þ. á.t birtist grein eftir Hannes Sig- fússon, sem hann nefnir „Laun listarinnar". Þótt útbreiðsla þessa rits sé kannske ekki ýkjamikil enniþá, hefur grein þessi komið af stað miklum deilum og blaða- skrifum, svo að eg geri ráð fyrir að flestir séu nokkuð kunnugir því, hvað um ræðir í téðri grein Hannesar. Eg hafði ekki ætlað mér að leggja hér orð í belg, en af til- viljun fór eg nú nýverið að hnýs- ast aftur í grein Hannesar, og þá fór svo, að mér fannst eg mega til að stinga niður penna um örfá atriði hennar. Aðalinntak greinarinnar er satnanburður á ljóðum tíu ís- lenzkra skálda. Hann ber saman kvæði eftir Stefán Hörð Gríms- son og Þorgeir Sveinbjarnarson, Jón úr Vör og Heiðrek Guð- mundsson, Snorra Hjartarson og Guðmund Frímann, Stein Stein- arr og Jakob Thorarensen, og Tómas Guðmundsson og Davíð Stefánsson. Hannes ætlar með þessum sam anburði sínum, að sanna, að akáldin, sem fyrr eru talin, kveði snökktum betur en samanburð- armenn þeirra, þótt þeir séu bet- ur launaðir hjá úthlutunarnefnd listamannafjár. Slíkur samanburður, sem þessi, er mjög athugaverður, að ekki sé méira sagt, og auk þess dæmir Hannes aðeins frá sínum bæjar- dyrum. Hann gerir asklokið að himni fyrir þá, sem honum er ekki um, en sér hina undir blá- hvelfdum himni listarinnar. Auð- vitað verður Hannes að dæma eftir sínu viti og getu, og við því er ekkert að segja, ef dæmt er af hófsemi og sanngirni. Á það þyk- ir mér mikið skorta í marg- nefndri grein. Skal eg nú fara um þetta nokkrum orðum. Eg get þó ekki tekið fyrir öll saman- burðardæmi Hannesar, enda er það ekki nauðsynlegt. Stundum er eg samþykkur umsögn Hann- esar, að vissu marki, en oftar finnast mér fullyrðingar hans hæpnar. Eg vil fullyrða, að árás grein- arhhöf. á Guðmund Frímann og Heiðrek Guðmundsson, og sam- anburður hans á ljóðum þeirra og annarra skálda (Jóns úr Vör og Sn. Hjartarsonar) er sprottin af fordild einni saman, þ. e. að hann hefur persónulega ýmugust á skáldum þeim, sem ekki hafa aðhyllst hina nýju „línu“ hans og hans nóta. Þegar Hannes er að géra upp á milli ljóðlistar Heið- reks og Jóns úr Vör, eru rök hans fullyrðingar einar, um að þetta sé svart og hitt sé hvítt. Hann tilfærir ágætt kvæði eftir Heiðrek, „Sunnudag“. Að því loknu segir hann, að það sé ort á „tyrfnu máli“, sem minni á „vanskapaðan fót kínverskrar hefðarmeyjar.“ (Annars hef eg ekki heyrt, að fætur þeirra hafi verið vanskapaðir, heldur vafðir og kramdir fyrir tízkuna.) Hann- er segir kvæði Heiðreks „ómerki og tízkufætur lega vangaveltu um gamalt tema.“ Satt er það, að einhverjir munu áður hafa ort um horfna æskudaga, en það er ekki þar með sagt, að þeir hafi gert það eins og Heiðrekur, og mér finnst hann ekki þurfa að blygðast sín fyrir þessar lokalínur kvæðisins: „Finn eg nú bezt hve ávallt and- ar hlýju / æsku þeyr á minninganna blóm.“ Og svona látlausar og fagrar eru margar ljóðlínur kvæðisins. Þar er að vísu stuðlar og rím. Fætur „kín- versku hefðarmeyjanna" höfðu líka hæla og tær, áður en tízkan sneið þær af. Mér finnst einmitt, að Hannes sé málsvari samsvar- andi tízku í ljóðagerðinni. Það er eins og hann sjái rautt i hvert sinn sem hann rekst á stuðla og endarím og heimtar að slíkt sé höggvið af, eða a. m. k. að höf- undar, sem halda sér við rímið, verði sviptir skáldalaunum. Þó fellur hann frá þessu boðorði þegar hann kemur að Tómasi Guðmundssyni. Hann tilfærir kvæði eftir Tómas, stuðlað og rímað, og um gamalt efni, engu síður en kvæði Heiðreks, og und- ir svipuðum bragarhætti. En nú skilur Hannes ekkert í því, að Tómas skuli fá lægri laun en Davíð Stefánsson. Og þarna hafið þið Hannes allan. Af því að hann ákvað að gera Tómas að píslar- votti, þá er samanburðarkvæði hans gott, miklu betra en öll ljóð Davíðs, þó hann kalli sambæri- leg kvæði annarra „mærðartímib- ur“, og öllum illum nöfnum. Eg ætla hér ekki, af skiljan- legum ástæðum, að munnhöggv- ast við Hannes um ljóðagerð Da- víðs Stefánssonar. Hannes segir að ljóð Davíðs „orki á sig eins og samhengislaus romsa lágkúru- legustu spakmæla." Já, það spaugar ekki að, þegar fjöllin taka jóðsótt. Þá skulum við staldra við hjá Guðmundi Frímann og Snorra Hjartarsyni. Sá síðarnefndi er píslarvottur úthlutunarnefndar, að áliti Hannesar (og margra fleiri), og þess vegna verður að vega Guðmund Frímann og finna hann léttvægan. Og Hannes birt- ir kvæði eftir báða, en segir svo, að kvæði G. Fr. beri „öll ein- kenni úrkynjunar“, en kvæði Snorra sé „sterk mynd, fjöl- kunnuglega dregin, á máli, sem er ferskt og lifandi.“ Að mínu viti og „smekk“ eru bæði skáldin góð, og eg vil ekki meta þau í aurum og álnum, eins og Hannes ætlar að gera. Eg fæ ekki séð, að samanburður hans sanni neitt um ágæti Snorra fram yfir ágæti Guðmundar, nema síður væri, ef einblínt er á lín- umar, sem tilfærðar eru. Þessi tvö skáld eru ekki óáþekk, og þau velja sér yrkisefni, sem mjög eru skyld, þ. e. söguna, landið og minningamar. Hvort heldur svo auðvitað sínar götur og syngur með sínu nefi. Það má kannske segja, að bæði séu þau nokkuð einhliða í skáldskap sínum, en það er þeirra að velja sér yrkis- efnin. Báðir eru þessir menn dverghagir smekkmenn og fag- urkerar. Mér finnst — og eg get ekki að því gert, — að G. Fr. kveði öllum núlifandi skáldum betur um sitt efni, íslenzka nátt- úru, vorið, blómin og haustið, daganna unað og ævintýr. En þetta persónulega álit xnitt dreg- ur ekki þann dilk á eftir sér, að eg fordæmi önnur skáld og önn- ur yrkisefni. Eg get t. d. sagt það hér, að eg er „bezt lesinn" í ljóð- um Steins Steinarr, og eg er hrif- inn af mörgu, mjög mörgu, í Þorpinu hans Jóns úr Vör, og tel það gott verk, án þess þó mér detti í hug að þakka það rímleys- inu. Ennfremur skal eg fúslega gera þá játningu, að Dymbilvika Hannesar sjálfs Sigfússonar, er mér furðu hugstæð. Og mér finnst kvæði Stefáns Harðar Grímssonar, „Bifreið, sem heml- ar hjá rjóðrinu" og Hannes til- færir í grein sinni, gott kvæði og snökktum aðgengilegra listaverk, en vísur Steins Steinarr, sem Hannes tilfærir einnig. En þar með er ekki sagt að Stefán Hörð- ur sé meira skáld en Steinn, — langt í frá. Steinn er galdra- meistari, sem leyfir sér allt og leyfist allt, einnig það, að bjóða aðdáendum sínum óljós og hæp- in ljóðbrot, af því að á næsta leiti á hann til að mæta manni heill og óskiptur með „sigurbros á vör“, eins og þar stendur. Sem sagt, eg bæði vil og get lofað einn, án þess að lasta ann- an. Eftir þeirri reglu ættum við umfram allt að lifa og skrifa. Það er stórkostlega vítavert, þegar skáld, eins og Hannes Sigfússon, tekur upp þær bardagaaðferðir gagnvart stéttarbræðrum sínum, að ætla velgerðri vísu eins þeirra að varpa ljóðum hinna í yztu myrkur, og klifar svo endalaust á því, að þessum sé ofborgað, en hinum vangoldið. Með svona ein- földu mati, er gjörsamlega von- laust að Hannes komist nokkurn hlut nær réttlætinu en úthlutun- arnefndin, sem hann er að deila á. Skoðanir manna í þessum efn- um hljóta alltaf að verða eins margar og ólíkar og höfuðin, sem þjóðin telur. Réttlætinu yrði ekki betur þjónað með því, að Hannes leiddi rímleysingja og „Höggvinhælur“ atómskáldskap- ar upp að háborðinu, en útskúf- aði „mærðartimburs“-mönnum eins og Davíð, Guðm. Frímann, Heiðreki o. fl. Eg hygg að hinir síðamefndu eigi enn fleiri for- mælendur með alþýðu manna og nokkur kurr kæmi upp í liðinu, sem vonlegt væri, þegar „Höggv- inhælurnar" sætu einar í stafni! Og enn er eitt, sem mér líkar stórilla í málflutningi Hannesar, og það eru stóryrðin og skæting- urinn. Af þeim er varla hægt að draga aðra ályktun en þá, að þessir fimm-menningar, sem ekki eru í náðinni hjá honum, séu svarnir fjandmenn hans og þar með auðvitað vargar í véum listarinnar, sem beri að gjalda varhuga við. Þannig á ekki að tala, Hannes kollega. Ef við viljum berjast fyrir hagsmunum ljóðskálda almennt, þá megum við ekki tileinka okk- ur aðferðir ótíndra bissnesmanna og telja eftir krónuna til hins, heldur eigum við að stefna að þeirri skipan málanna, að allir þeir, sem af einlægni og áhuga ástunda listsköpun, sem skírskot- skotar til fólksins í landinu og er því einhvers virði, fái lífsað- stöðu, sem gerir þeim mögulegt að þroska sig í listgrein sinni — og syngja fullum hálsi. Þar að- hyllist eg einna helzt jöfn laun til allra „viðurkenndra“, en Verðlaun fyrir byrjendur. En umfram allt, hættum að segja: — eg er meira skáld en þú — og þú átt að hafa minna en eg. Rósberg G. Snædal. Mannfjöldi á Íslandi Samkvæmt upplýsingum í síð- asta hefti Hagtíðinda fjölgaði ís- lendingum um 3447 á síðasta ári. Lifandi fædd börn á sl. ári voru 4.479 eða 28,4 á hvert þús- und landsmanna, en samtals lét- ust á árinu 1.062 manns eða 6,7 af þúsundi, og er það lægsta manndauðahlutfall, sem um getur hér á landi ,en það hefur farið lækkandi ár frá ári um langt skeið. Hins vegar hefur fæðingahlutfallið farið haekk- andi. Mannfjöldi á öllu landinu var 1. desember sl. 159.480. Þar af voru búsettir í sveitum landsins og kauptúnum 55.822 og hafði fækkað um 136 frá árinu áður. í kaupstöðunum voru samtals 103.658 og hafði fjölgað um 3.583, þar af í Reykjavík einni um 1.821. En íbúatala Reykjavíkur er 1. des. talin 63.856. Á sama tíma er íbúatala Akureyrar 8.108 og hafði fjölgað um 690 á árinu, en einmitt á þeim tima var Glerár- þorp sameinað bænum. Bein fólksfjölgim mun svo sem engin hafa orðið hér. Bíll til sölu Til sölu er fjögra manna Austinbifreið, model 1946, í góðu lagi. Uppt. hjá Rósberg G. Snœdal, Rauðamýri 17 — Sími 2196. heldur í Alþýðuhúsinu n. k. sunnudag, 23. þ. m., kl. 2 eftir hádegi Margt ágætra muna verður á boðstólum, m. a.: Gullhringur (kr. 600.00) Bílfar til Reykjavíkur Slátur Lifandi lamb Vindlakassi úr Kartöflur avisanir Drátturinn kostar kr. 2.00 Sósíalistafélag Akureyrar,

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.