Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 28.09.1956, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 28.09.1956, Blaðsíða 1
vERKBmneuRinn XXXIX. árg. Akureyri, föstudaginn 28. september 1956 31. tbl. MUNIÐ ÞJÓÐVILJA- HAPPDRÆTTIÐ! Miðar eru seldir í skrif- stofu Sósíalistafélags Ak- ureyrar og hjá ýmsum einstaklingum. Ægir Hjartarson, blaðsölumaður Blaðasólumenn eru nú orðnir fáir hér í bæ, og má segja, að Ægir haldi orðið einn uppi sóma stéttarinnar. Hér sézt hann með blaða- söluvagn, sem hann lét smíða í sumar og er þar um algera nýjung að rseða hér á landi. 1 Alyktanir 15. þings Æ.F. Iðníræðslulögin verði endurskoðuð 15. þing Æ. F. vítir harðlega hve illa er búið að iðnaðar- æsku landsins. Krefst þingið þess, að þegar verði orðið við réttmætum kröfum iðnnema um bætt kjör og menntunar- skilyrði. Þingið beinir þeirri áskorun til stjórnarvaldanna að láta fara fram gagngera endurskoðun á iðnfræðslulögunum. Telur þingið að með tilliti til sívaxandi þarfar iðnaðarins á vel menntuðum iðnðarmönnum, sé núverandi iðnnámsfyrirkomu- lag á margan hátt úrelt og því beri hið fyrsta að athuga mögu leika á stofnun fullkominna verknámsskóla, er í framtíðinni gegni því hlutverki, sem meisturum og fyrirtækjum er nú ætlað. 15. þing Æ. F. vítir Iðnfræðsluráð harðlega fyrir að van- rækja gersamlega eftirlit með framkvæmd verklegrar kennslu iðnnema. Vill þingið í þessu samibandi vekja aíhygli á náms- reglum þeim, er Iðnfræðsluráð hefur nýlega sett og tryggja eiga eftirlit með verklegu kennslunni. Væntir þingið þess, að þær reglur komi strax til framkvæmda og þar með tryggt raunhæft eftirlit með verkkennslunni. Meðan verklegt iðnnám fer enn fram hjá meisturum heitir Æ. F. iðnnemum fullum stuðningi fyrir áframhaldandi bar- áttu fyrir eftirtöldum kröfum: 1. Lágmarkskaup iðnnema verði ákveðinn hundraðshluti af grunnkaupi sveina, og skiptist þannig: 1. námsmár 40%. — 2. námsár 50%. — 3. námsár 60%. — 4. námsár 70%. 2. Iðnnemum verði ekki gert að greiða skatta og útsvör. 3. Að iðnskólanám fari undantekningarlaust fram að degin- um alls staðar á landinu. 4. Að öll ákvæði Iðnskólalaganna komi nú þegar til fram- kvæmda. Að endingu skorar þingið á stjórnarvöldin að veita nægi- legt fjármagn til framkvæmda á framangreindum atriðum. OKUR 1 VERSTÖÐVUM. 15. þing Æ. F. vill beina athygli ríkisvaldsins að því ósvífna milliliðaokri, sem sjómenn og verkamenn eiga við að búa í verstöðvum landsins. Vill þingið benda á félagsmötuneyti sem æskilega lausn og jafnframt byggingu nýtízku húsa með öllum þægindum til af- nota fyrir sjómenn og verkafólk í þeim verstöðvum, þar sem slíks er talin þörf, enda verði leitað álits hjá stéttarfélögum sjómanna og verkamanna á viðkomandi stöðum. Kosning fulllrúa á 25. þing Alþýðusam bands Islands hólsl síSasll. sunnudag KA Norðurlandsmeistari í knattspyrnu Urslitaleikur Norðurlandsmóts- ins fór fram sl. sunnudag. — Kepptu þá Akureyrarfélögin KA og Þór, en þau höfðu áður skilið jöfn. Nú fóru leikar svo, að KA vann með 2 mörkum gegn 1. Er þetta í 5. sinn, sem KA vinnur mótið, og vann félagið nú til eignar farandbikar, sem keppt hefur verið um. Þingið verður haldið í Reykjavík í nóvember- mánuði. Alls hafa 157 verkalýðsfélög rétt til að senda fulltrúa á þingið, og er gert ráð fyrir að fulltrúarnir veri 820-330 a ðtölu. Kosning full- trúa hófst 23. þ. m. og á að vera lokið 15. október Hvert á að kæra? Vegna fyrirspurna, sem blað- inu hafa borizt, um það fyrir hverjum eigi að kæra verðhækk- anir, sem nú eru ólöglegar eftir verðfestingarlögunum, skal þetta tekið fram: í hverjum kaupstað er starf- andi verðlagsdómur og er hér- aðsdómari á hverjum stað for- maður hans, og fyrir honum ber að kæra öll verðlagsbrot. Héraðsdómari hér á Akureyri er Friðjón Skarphéðinsson, bæj- arfógeti, en þar sem gera má ráð fyrir að hann verði allmikið fjarverandi úr bænum, tekur settur bæjarfógeti að sjálfsögðu einnig sæti hans í verðlagsdómi. Meðdómari í verðlagsdómi er Bjarni Halldórsson, gjaldkeri, og varamaður hans Marteinn ' Sig- urðsson, framfærslufulltrúi. Verðlagsdómur mun hafa fyr- irmæli um að taka öll verðlags- brot til afgreiðslu án tafa. FRA SKAUTAFÉLAGI AKUREYRAR. Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 7. október kl. 4 e. h. í Iþróttahúsinu. Þessar kosningar til Alþýðu- sambandsþings eru mjög þýðing- armiklar, og má raunar segja, að svo geti farið, að þær hafi ekki minni þýðingu fyrir alþýðu manna og þjóðina alla en Alþing- iskosningarnar. Núverandi sambandsstjórn hef- ur verið mjög athafnasöm og unnið alþýðu landsins meira gagn en nokkur sambandsstjórn hefur gert um langan tíma. Á síðasta Alþýðusambands- þingi tókst vinstri mönnum í verkalýðshreyfingunni að frelsa Alþýðusambandið undan áhrif- um flialdsins, og gera það þar með að virku baráttutæki alþýð- unnar, en það hafði það ekki verið um sex ára bil. Nú gengur íhaldið berserksgang til að freista þess að eyðileggja aftui- áhrif Alþýðusambandsins og hefur eins og fyrri daginn, fengið til liðs við sig í þeim ljóta leik hægri leiðtoga Alþýðuflokksins. Ef svo illa tækist til, að íhaldinu heppnaðist að ná aftur yfirhönd- inni á Alþýðusambandsþingi væri þar með búið að kippa grundvellinum undan samvinnu alþýðusamtakanna og ríkis- stjórnarinnar um lausn aðkall- andi vandamála. Er lítt skiljan- leg afstaða þeirra manna, sem telja sig stuðningsmenn núver- andi ríkisstjórnar, en láta íhaldið hafa sig til að styðja það til slíkra »#^^#»»»#*^###»»»##*####'#*'####,»'»##'##'»#'»##'»#>»d Skipadeild SÍS10 ára íslendingar eignast stórt olíuskip Síðastl. laugardag bættist skipaflota landsins langstærsta skipið, sem íslendingar hafa eignast til þessa, er fulltrúar Sambands íslenzkra samvinnu- félaga og Olíufélagsins h.f. tóku við 16.700 lesta olíuflutninga- skipi, sem þessir aðilar hafa keypt. Fór afhendingin fram í bænum Nynashamn, skammt frá Stokkhólmi. Við það tækifæri var skipinu gefið nafnið Hamra- fell. Hamrafell er sjöunda skip Sam bands íslenzkra samvinnufélaga, en Olíufélagið er helmings eig- andi að hinu nýja skipi og Litla- felli, sem notað er til olíuflutn- inga innanlands. Fyrsta skip Skipadeildar SÍS, Hvassafell, kom til landsins 27. sept. 1946 eða fyrir réttum tíu árum. Samtals er smálestatala samvinnuskipanna nú 27.000 DWT. Hið nýja skip, sem nú hefur verið gefið nafnið Hamrafell, var smíðað í Þýzkalandi 1952, og er seljandi þess Compania de Nave- gacion Lajas. Skipstjóri á því verður Sverrir Þór, en hann hefur verið með skipinu undan- (Framhald á 4 .síðu.) óheillaverka og grafa þannig grundvöllinn undan viðreisnar- baráttu ríkisstjórnarinnar og vinstri flokkanna. Mörg félög hafa þegar kosið. Mörg félög, einkum í Reykja- vík, kusu fulltrúa sína strax á sunudaginn, og nú er daglega kosið í einhverjum félögum og úrslita beðið af miklum áhuga um allt land. í Sjómannafélagi Reykjavíkur var kosið á fundi á sunnudaginn, en það er eitt þeirra félaga, þar sem íhaldið og hægri klíka Al- þýðuflokksins hafa brætt sig saman. I engu félagi hefði virrt eðlilegra að fram hefði farið alls- herjaratkvæðagreiðsla, því að sjálfsögðu geta sjóménnirnir, sem dreifðir eru um öll heimsins höf, ekki mætt á fundi, sem boð- aður er í Reykjavfk með litlum fyrirvara. En það var ekki hug- myndin að siómennirnir réðu sjálfir sínum fulltrúum, landlið íhaldsins og hækjulið þess þóttist einfært um það, enda fulltrúaval eftir því. A Akureyri. Frá Akureyri munu væntan- lega fara 20 fulltrúar á þetta þing, og skiptast þeir þannig milh félaga: Frá Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar 5, frá Iðju, félagi verksmiðjufólks, 4, frá Verkakvennafélaginu Einingu 3, frá Sjómannafélagi Akureyrar, Bílstjórafélagi Akureyrar og Fé- lagi verzlunar- og skrifstofufólks 2 frá hverju og frá Sveinafélagi járniðnaðarmanna og Vélstjóra- félagi Akureyrar 1 frá hvoru. í aðeins einu þessarra félaga hefur fulltrúakjör þegar farið fram, er það í Iðju, félagi verk- smiðjufólks, en þar kom aðeins einn listi til fulltrúakjörs fram, borinn fram af stjó.rn og trún- aðarráði félagsins, og var hann því sjálfkjörinn. Samkvæmt því verða fulltrúar Iðju: Jón Ingimarsson, Hjörleifur Hafliðason, Friðþjófur Guðlaugsson og Ingibergur Jóhannsson. Verkakvennafélagið Eining kýs sína fulltrúa á fundi í kvöld.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.