Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 05.10.1956, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 05.10.1956, Blaðsíða 1
VERKMJMinn MUNIÐ ÞJÓÐVILJA- HAPPDRÆTTIÐ! Miðar eru seldir í skrií- ítofu Sósíalistafélags Ak- ureyrar og hjá ýmsum einstaklingum. XXXIX. árg. Akureyri, föstudaginn 5. október 1956 32. tbl. Sósíalistafélag Akureyrar heldur fund næstk. sunnudag Eins og nánar er auglýst ann- ars staðar í blaðinu heldur Sósíalistafélag Akureyrar félags- fund á sunnudaginn kemur. — Verður þar rætt um stjórnmálin almennt og þau viðhorf, sem skapast hafa eftir alþingiskosn- ingamar í vor og myndun vinstri stjórnar í landinu. Mun Björn Jónsson, alþingismaður, hafa Er veturinn kominn? Vetrarlegt hefur verið hér norðanlands síðustu dagana. — Norðanátt og snjókoma, svo að allt er hvítt yfir að líta. Fjall- vegir eru flestir illfærir og sam- göngur í lofti liggja niðri sakir dimmviðris. — Vonandi verður þetta þó aðeins stundarhret, en ekki að Vestur konungur geri al- vöru úr komu sinni á miðju hausti. framsögu um þessi mál. Einnig verða rædd ýms félagsmál og starfsemi félagsins á komandi Bjöm Jónsson, alþingism. vetri. Þá verður og sýnd stutt kvikmynd. Er þess vænst, að flokksfélagar fjölmenni á þennan fund. Nýr viðskiptasamningur við Sovétríkin Nýlega hefur verið undirritað- ur nýr viðskiptasamningur milli íslands og Sovétríkjanna. Gildir hann næstu þrjú ár, eða til 31. des 1959. Er það mjög mikilvægt fyrir okkur, að tekizt hefur að gera samninginn til svo langs tíma, því að þá er fremur hægt að haga framleiðslunni eftir því, hvað vitað er, að hægt er að selja, heldur en, ef samningar em aðeins gerðir til eins árs og síðan ekkert vitað, hvað við tek- ur. Þyrftu íslendingar að leggja meiri áherzlu á það framvegis en hingað til hefur verið, að ná samningum til langs tíma við sem flestar af viðskiptaþjóðum okkar. , í hinum nýja viðskiptasamn- ingi er gert ráð fyrir, að flutt verði út árlega til Sovétríkjanna 32.000 tonn af freðfiski, 15.000 tonn af saltsíld, 1.000 tonn af freðsíld og aðrar vörur fyrir 2 milljónir króna. Frá Sovétríkjunum er gert ráð fyrir að keypt verði árlega: Tonn: Brennsluolía (Fuelolia) 10.000 Hráolía (gasolía) 150.000 Bifreiðabenzín 45.000 Antrasit 2.000 Koks 2.000 Jámpípur 2.000 Steypustyrktarjárn og - aðrar járn og stálvörur 3.000 Hveiti 10.000 Rúgmjöl 2.800 Kartöflumjöl 350 Sement (þar til lokið er byggingu sementsverk smiðjunnar) 50.000 Timbur (rúmmetrar) 30.000 Bifreiðar (stykki) 300 Ýmsar vörur fyrir 10 millj. kr. Samkvæmt þessu verður veru- leg aukning á freðfisksölu til Sovétríkjanna, eða úr 20.000 tonnum upp í 32.000 tonn. Hins vegar verða afgreidd á þessu ári 8.000 tonn umfram upphaflegt samningsmagn, eða alls 28.000 tonn. Kaup frá Sovétríkjunum á hráolíu, benzíni og hveiti eru áætluð meiri en áður, en yfirleitt er um sömu innflutningsvörur að ræða og keyptar hafa verið það- an úndanfarin ár. Leikskóli Barnavernd- arfélagsins Leikskóli Barnaverndarfélags- ins hóf starf sitt í annað sinn í Leikvallarhúsinu á Oddeyri þann 2. október síðastliðinn. — Starfar hann frá 1. okt. til 15. maí, eða þann tíma, sem leikvellirnir eru lokaðir og barnaheimilið Pálm- holt starfar ekki. í vetur starfar skólinn frá kl. 1— 6e. h. og eru 33 böm í skólanum, eða eins mörg og framast er unnt að taka vegna húsrýmis. Forstöðukona er frú Margrét Sigurðardóttir. við agentum íhaldsins í verkalýðsfélögunum Lýsir stuðningi við verðfestingarlög ríkisstjórnarinnar Verkakvennafélagið Eining hélt fund sl. föstudagskvöld til þess m. a. að kjósa fulltrúa félagsins á Alþðusambandsþing. Voru þessar konur einróma kosnar til þingsetu: Elísabet Ei- ríksdóttir, Vilborg Guðjónsdóttiir og Guðrún Guðvarðardótt- ir. En til vara: Margrét Magnúsdóttir, Margrét Steindórídótt- ir og Guðlaug Stefánsdóttir. „Eining" varar ---------------------------• Happdrætti Þjóðviljans Verðlaunakrossgáta Nú er kominn októbermánuð- ur, og því kominn tími til að herða sölu happdrætismiðanna, en dregið verður 30. október, daginn fyrir tvítugsafmæli Þjóð- viljans. Mikil sala afmælishapp- drættisins er bezta afmælisgjöfin, sem velunnarar Þjóðviljans geta fært honum. Þar eru líka góðir vinningar í boði, ef heppnin er með. Hverri happdrættisblokk fylgir verðlaunakrossgáta, og verða veitt þrenn verðlaun fyrir rétta ráðningu hennar. Þeir, sem áhuga hafa fyrir krossgátum ættu nú þegar að tryggja sér blokk, svo að þeir geti farið að vinna að ráðningunni. Happdrættisblokkir eru seldar og afgreiddar til þeirra, sem vilja vinna að sölu miða, á skrif- stofu Verkamannsins í Hafnar- stræti 88. Er þess fastlega vænst, að sem allra flestir leggi nú hönd á plóginn, svo að árangurinn af happdrættinu verði betri en nokkru sinni áður. Þjóðviljanum er það nauðsyn, og það sem Þjóðviljanum er nauðsyn, er ís- lenzkri alþýðu einnig nauðsyn. — Verum því samtaka og vinnum vel. Mikill einhugur var ríkjandi meðal fundarkvenna og áhugi fyrir áframhaldandi einingu um stjórn Alþýðusambandsins. Jafn- framt varaði fundurinn við skemmdarstarfsemi íhaldsins inn an verkalýðsfélaganna og sam- þykkti samhljóða eftirfarandi ályktun um það efni: „Fundur í Verkakvennafélag- inu Einingu á Akureyri. hald- inn 28. sept. 1956, beinir því til allra verkalýðsfélaga ó iandinu að vera vel á verði gegn opin- berum og dulbúaum agentum íhaldsins og velja þá ekki í neinar trúnaðarstöður innan félaganna eða utan.“ Þá samþykkti fundurinn eftir- farandi um dýrtíðarráðstafanir r íkisstj ómarinnafr: „Fundur í Verkakvennafélag- inu Einingu, haldinn 28. sept. 1956, lýsir samþykkti sínu við þær ráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar, að banna allar verðhækkanir til óramóta og festa vísitöluna Elísabet Eiríksdóttir, formaður Einingar. sama tíma. Væntir fundurinn, að sá tími verði vel notaður til að finna varanlegar leiðir til úrbóta í efnahagsmálum þjóSarinnar. Fundurinn fagnar því, að sam- ráð skyldi haft við Alþýðusam- band íslands og forustulið verka- lýðsfélaganna áður en umrædd lagasetning var ákveðin og vænt- ir þess, að svo verði framvegis um öll þau mál, sem sérstaklega varða verkalýðsfélögin eða al- þýðu landsins.“ Þessi ályktun var einnig gerð með samhljóða atkvæðum. Viðskipta jöfnuðurinn óhagstæður í ágústmánuði sl. var verzlun- arjöfnuðurinn við útlönd óhag- stæður um 15.7 milljónir króna. í sama mánuði fyrra árs var verzlunarjöfnuðurinn óhagstæð- ur um 45.5 milljónir. Á tímabilinu jan.—ágúst á þessu ári var flutt inn fyrir 836.7 millj. króna, þar af voru skip fyrir nær 33 milljónir. Út var flutt fyrir 602.2 millj. kr. á sama tímabili, og var viðskiptajöfnuð- urinn því óhagstæður um kr. 234.5 milljónir. — Á sama tíma i fyrra var viðskiptajöfnuðurinn óhagstæður um 251.6 milljónir. Þá var flutt inn á sama tíma fyrir 750.5 millj. kr., en út fyrir 498.9 millj. kr. Fyrirheit stórra hluta Nýlega hélt ungfrú Guðrún Kristinsdóttir frá Akureyri, er að undanförnu hefur stundað nám í píanóleik í Vínarborg, tónleika í Guðrún Kristinsdóttir. Kaupmannahöfn og hafa gagn- rýnendur þar í borg lokið miklu lofsorði á leik hennar. T. d. segir Walter Zacharias, tónlistargagn- rýnandi dagblaðsins Land og Folk, svo m. a. í dómi sínum: „. . .. tónarnir streymdu fram undan fingrum hennar með bein- línis áfergum krafti og hljóm- dýrð. Þessi hljómfylling ber vltni stórbrotinni listgáfu, sem gefur sig gjörsamlega á vald hlutverki sínu: að skila áheyrendum því sem hún skynjar sjálf. Þannig varð túlkun hennar á Hándeltil- brigðum Bramhs stórfengleg op- inberun, einnig sökum þess, að það er líkamleg raun ungri stúlku að leika þau.... hin unga, íslenzka stúlka hefur stolta hljómlistargáfu, frábæra hæfi- leika til að leika á píanó og heitt skap; af þessum þrennum sökum hefur maður ástæðu til að vænta sér af henni mikilla hluta. Henni var klappað mikið lof í lófa.“ Þessi ummæli eru þeim mun athyglisverðari, sem Zacharias er kröfuharður tónlistardómari, og viðhefur flestum mönnum sjaldn ar sterk hrósyrði í dómum sín- um. Alþingi sett 10. þ. m. Forseti íslands hefur hvatt Al- þingi til fundar miðvikudaginn 10. október næstk. Fer þingsetning fram að lok- inni guðsþjónustu í dómkirkj- unni, er hefst kl. 13.30.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.