Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 05.10.1956, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 05.10.1956, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaglnn 5. október 1956 VERKMWRinn Ritstjóri: ÞORSTEINN JÓNATANSSON. Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Rlafístjórn: Björn Jónsson, Einar Kristjánsson, Jakob Árnason. AfgTeiðsla: Hafnarstræti 88. Sími 1516. Pósthólf 21. Askriftarverð 40 krónur árg. LausasöluverS 1. kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f. Vinstri menn í sókn Kosningar fulltrúa á þing Al- þýðusambandsins hafa nú farið fram í fjölmörgum félögum um land allt, en þau félög, sem ekki hafa þegar kosið fulltrúa sína, munu gera það í næstu viku, þar sem kosningunum á að vera lok- ið fyrir 15. þ. m. Þess hefur hvarvetna orðið vart, að vinstri menn innan verkalýðsfélaganna eru í öruggri sókn. íhaldið hefur haft í frammi mikinn bægslagang í sambandi við þessar kosningar, en allar vonir standa til, að uppskera þeirra verði með rýrasta móti. Ættí því að mega vænta þess, að á þessu þingi gæti minna, en að undanförnu hefur verið, spilling- aráhrifa verkalýðsandstæðinga, og að þingið verði af þeim ástæðum friðsamara og starfhæf- ara og um leið árangursríkara fyrir alþýðu landsins. í tveimur fjölmennum verka- lýðsfélögum í Reykjavík voru fulltrúar kosnir með allsherjar- atkvæðagreiðslu um síðustu helgi. í öðru þeirra, Félagi jám- iðnaðarmanna, lauk kosningu svo, að listi vinstri manna hlaut 175 atkvæði, en íhaldslistinn 117. Elr þetta mjög glæsilegur sigur miðað við það, sem áður hefur verið í þessu félagi. í hinu félag- ihú, Iðju, gengu erindrekar íháldsins hvað mestan berserks- gang og var kosningavél þess sett í fullan gang. Þar skyldu vinstri mennirnir fá hina eftimainnileg- ustu útreið. En þegar atkvæði voru talin, kom í ljós, að íhaldið hafði fengið þá útreið, sem vænt- anlega verður því eftirminnileg. LiSti vinstri manna hafði hlotið 384 atkvæði, en íhaldslistinn að- eins 242. Slíka útreið, sem í þessum tveimur félögum, þarf íhaldið að fá sem víðast. Verkafólkið þarf að sýna þeim mönnum, sem láta hafa sig .til að ganga erinda íhaldsins og atvinnurekenda í verkalýðsfélögunum, að það vilji ekkert með þá hafa. Áhugi þess- arra manna fyrir fulltrúakosn- ingum nú er ekki tilkominn af áhuga fyrir velgengni verkalýðs- samtakanna, heldur hinu gagn- stæða. Og þeir menn úr verka- lýðsstétt, sem láta hafa sig til að vinna að sundrung verkalýðs- samtakanna, eru engrar virðing- ar verðir. Þeir menn, sem nú gerast sendi menn íhaldsaflanna, eru ekki þekktir að miklum eða góðum störfum innan verkalýðsfélag- anna. Þeir hafa ekki lagt á sig miklar fórnir fyrir félög þau, sem þeir eru i. Þeir hafa ekki verið neinir kraftar við stofnun þeirra eða uppbyggingu. Þeir hafa ver- ið sjaldséðir á fundum félaganna, og þegar þess hefur verið óskað, að þeir ynnu einhver ákveðin störf fyrir félögin, hafa þeir alla jafna beðizt undan því. Þeir hafa ekki staðið á verkfallsverði fyrir félag sitt, þegar mest hefur reynt á félagsþroska og fórnfýsi með- limanna. Ymist hafa þeir þá neit- að störfum og horfið af sjónar- sviðinu, eða beinlínis unnið gegn hagsmunum samtakanna, eins og þeir nú eru að gera. Sumir þeirra eru þekktir verkfallsbrjótar. Það er aðeins, þegar þessir menn geta unnið verkalýðssamtökun- um eitthvert ógagn, sem þeir eru fúsir til starfa. Þegar þeim gefst tækifæri til að brjóta niður, það sem forystumenn verkalýðsins hafa byggt upp á löngum tíma með miklu og fórnfúsu starfi. íhaldið á íslandi vill verka- lýðssamtökin feig og hefur alla tíð viljað. Lengi framan af var ekkert farið leynt með þessa af- stöðu í íhaldsblöðunum. En á síðari árum hefur þetta breytzt, og íhaldið hefur tekið að predika, að það væri hinn eini sanni vin- ur og verndari verkalýðsins. En sú „verkalýðsvinátta" er aðeins herbragð þess, til að reyna að ná aðstöðu til að eyðileggja verka- lýðssamtökin innan frá. Verka- lýðshreyfingin er orðin svo sterkt afl, að íhaldið er vonlaust orðið um, að því takzt að sigra hana með ofbeldi, eins og það dreymdi ;lengi um. Þess vegna hefur það breytt um hernaðaraðferð og :reynir nú að etja verkalýðsand- stæðingum fram til áhrifa innan samtakanna í þeirri von, að fá þannig unnið bug á styrkleika þeirra. Sem betur fer er miklum meiri hluta fólks í verkalýðsfélögunum ljós þessi afstaða íhaldsins og lætur því ekki blekkjast af fag- urgala þess ,en full ástæða er þó fyrir hvert félag að vera vel á verði gegn flugumönnum, sem gerðir eru út af svörnustu and- stæðingum samtakanna, til að vinna þeim tjón. Núverandi samstarf um stjórn landsins byggist fyrst og fremst á styrk verkalýðssamtakanna. — Þetta er íhaldinu, ekki síður en vinstri mönnum ,ljós staðreynd. Þess vegna leggur það nú ofur- kapp á að veikja samtökin með því að lauma sendimönnum sín- um, ýmist opinberum eða dul- búnum, í áhrifastöður innan þeirra, til að veikja þannig þann grundvöll, sem stjórnarsamstarf- ið byggist á. Þetta verður hver og einn meðlimur verkalýðssamtak- anna, sem styðja vill og styrkja stjórnarsamstarfið, að gera sér ljóst. Hver, sem lætur það henda sig, að styðja að auknum áhrifum HERINN BURT! Undirbúningur er nú hafinn að samningum um nedurskoðun varnarsamningsins milli íslands og Bandaríkja Norður-Ameríku frá 1951, svo sem ákveðið var með samþykki Alþingis á sl. vori. Er Emil Jónsson utanríkisráð- herra nú í Bandaríkjunum til undirbúnings samningaviðræðim um, en sjálfir samningarnir munu þó fara fram hér á landi. Er vonandi, að stjórnarvöld landsins fallizt aldrei á neins konar framlengingu hins ill- ræmda herverndarsamnings, heldur verði þeir einir samning- ar gerðir, að herinn verði héðan á burt, þegar er núverandi samn- ingstími er úti, enda er ekkert annað í samræmi við vilja þjóð- arinnar. Réttur okkar til að krefjast skilyrðislausrar brottfarar hers- ins er einnig ótvíræður, og er í því sambandi vert að benda á ummæli Lester Pearsons, utan- ríkisráðherra Kanada og eins af forystumönnum Atlantshafsbanda lagsins, er hann lét falla í við- ræðum við blaðamenn í Reykja- vík, þegar hann var þar á ferð fyrir skemmstu. En hann mælti á þessa leið: — Það er íslendinga sjálfra og engra annarra að ákveða, hvort þeir telja að við- horf í heiminum hafi breytzt svo á síðustu árum, að ný stefna sé tímabær í varnarmálum þeirra. Enda þótt samningar séu nú að hefjast um þessi mál, ber ekki, því miður, að skilja það svo, að líkur séu til að herinn hverfi héðan næstu daga. Samkvæmt samningunum við Bandaríkin mun það taka a. m. k. 18 mánuði að koma honum burtu, en alþýða landsins treystir núverandi ríkis- stjórn til að halda þannig á þess- um málum, að við losnum við herinn af íslenzkri grund svo fljótt sem verða má. BROTABROT Landsími íslands varð 50 ára 29. fyrra mánaðar, en skeytasam- bandið milli Reykjavíkur og út- landa var opnað 29. september 1906. Fyrsta skeytið til íslands var þó sent til Seyðisfjarðar 31. ágúst 1906. Símamenn í Reykja- vík og víðar um land minntust afmælisins með hátíðahöldum á afmælisdaginn. Framlengdur hefur verið loft- ferðasamningur við Svía, og hafa þeir fallist á, að veita Loftleiðum h.f. rétt til að fljúga áfram til og frá Svíþjóð til 20. maí 1957. Sem kunnugt er hafa Svíar verið tregir til að veita íslenzkum flugvélum lendingarréttindi þar í landji, en vonandi er sú leiða deila nú úr sögunni fyrir fullt og allt. fhaldsins eða hækjuliðs þess á þingi Alþýðusambands íslands, verður að gera sér það ljóst, að hann er um leið að grafa grund- völlinn undan því vinstra sam- starfi, sem nú hefur tekizt um stjórn landsins. Sósíalistafélag Ákureyrar FÉI.AGSFUNDUR verður í Ásgarði n. k. sunnudag, 7. þ. m., klukkan 4.30 síðdegis. D A G S K R Á : 1. Stjórnmálaviðhorfið (Framsögumaður Björn Jónsson, alþingismaður ). 2. Félagsmál. 3. Stutt kvikmyndasýning. Fjölmennið stundvislega. STJÓRNIN. Skákfélag Akureyrar heldur fund n. k. mánudagskvöld, kl. 8.30, í Ásgarði. JÚLÍUS BOGASON, skákmeistari Norðurlands, segir frá Olympiuskákmótinu i Moskvu. F.nn fremur verður rlett um vetrarstarfið. STJÓRNIN. ORÐSENDING til manna er búa í leiguhúsnæði Vegna athugunar á leigukjörum þeirra, er húsnæði hafa á leigu, eru það vinsamleg tilmæli nefndar Jreirrar, er hefur það mál til athugunar, að leigutakar húsnæðis sendi henni upplýsingar um leigukjör sín. Þess er vænzt, að þetta nái til alls leiguhúsnæðis, hvort sem það er íbúðar-, iðnaðar-, verzlunar- eða skrifstofu- húsnæði. Áríðandi er, að leigutakar taki fram hve marg- ir fermetrar húsnæðið er. Hvernig húsnæðið er staðsett (kjallari, hæð eða ris) svo og aldur þess ef hægt er. Bezt er að fá einnig upplýsingar um rúmmál húsnæðisins og herbergjafjölda svo og hversu það er búið þægindum. Tekið sé fram, hvort stærðin sé miðuð við utan- eða innanmál. Taka þarf fram raunverulega mánaðarleigu, hvað af henni er talið í húsaleigusamningi og hvað er borgað utan hans, svo og hversu mikil fyrirframgreiðsla hefur verið greidd. Þeir, sem senda slíkar upplýsingar, tilgreini nafn sitt og heimilisfang. Allar upplýsingar verður farið með sem trúnaðarmál og engin nöfn gefin upp í hugsanlegum umræðum um leigukjör. Sérstaklega er skorað á leigu- taka húsnæðis i Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavík, Akranesi, Akureyri og Vestmannaeyjum að senda slíkar upplýsingar, svo hægt sé að mynda sér skoð- un um húsaleigu á þessum stöðum. Þeir, sem gefa oss upplýsingar um framanskráð atriði, þurfa að senda svör sín fyrir 10. okt. n. k. og alls ekki síðar en 15. október. Allar upplýsingar sendist Hannesi Pálssyni, cjo Gimli, Reykjavik. Reykjavík, 30. sept. 1956. Hannes Pálsson, 0 Tómas Vigfusson, Sigurður Sigmúndsson. Framboðslistum til fulltrúakjörs Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar á 25. þing Alþýðusambands íslands skal skilað til for- manns kjörstjórnar félagsins, Jóhannesar Jósefssonar, Rauðumýri 4, fyrir kl. 18 sunnudaginn 7. okt. 1956. Á listunum skulu vera nöfn fimm aðalfulltrúa og fimm varafulltrúa, svo og meðmæli minnst 45 fullgildra félagsmanna. Kjörstjórn Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.