Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 05.10.1956, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 05.10.1956, Blaðsíða 3
Föstudaginn 5. október 1956 VERKAMAÐURINN 3 Pyndingar í miðaldastíl ollu því, að fangarnir fótbrufu sjálfa sig Það vakti heimsathygli fyrir nokkrum mánuðum, þegar það frétt- ist, að 41 fangi í Rock Quarry fangelsi við Buford í Georgíuríki í Bandaríkjunum hefðu fótbrotið sig til að losna við að vinna í grjót- námi fangelsisins. Menn spurðu ósjálfrátt, hvers konar meðferð það hefði verið, sem kom fönguninn til að kjósa fremur eigin lemstrim. Sömu spumingar spurði eiiuiig ameríski blaðamaðurinn James Dolsen, en hér á eftir fer lýsing hans á nokkrum þeirra aðferða, sem beitt er í fangelsum Georgíuríkis. Er frásögn hans byggð á viðtölum við fyrrverandi fanga. 1V2 VIKA 1 „SVITAKISTUNNI“. Meðal þeirra aðferða, sem beitt var við fangana, var t. d. innilok- un í „svitakistunni“. Það er eins konar tréskápur, ca. 75 cm. á hvern veg og svo lágur, að full- orðinn maður getur ekki staðið uppréttur. Loft skápsins er gert úr blikki með smágötum og gólf- ið steypt, svo að mjög kvalafullt er fyrir berfætta fangana að standa á því. Venjuleg vatnsfata gegnir hlutverki salernis. Fyrsta hegningartímabil í ,svitakistunni‘ er 4 daga innilokun, í annað skipti varir það í eina viku og í þriðja skipti er það innilokun í eina og hálfa viku. Þann tíma er fanganum aldrei sleppt út, held- ur verður hann að haldast við hálfboginn í þeim feiknahita, sem brennheitt sólskin Georgíu skap- ar í svo litlum klefa. Allir fyrr- verandi fangar, sem sagt hafa frá þessarri pyndingaaðferð, sögðu, að saurfatan hefði aldrei verið tæmd þann tíma, sem þetta hegn ingartímabil stóð, og ekkert hefði verið um þá hugsað, nema hvað 'þeim var fært vatn og brauð. SÖMU AÐFERÐIR OG A MIÐÖLDUM. „Börumar“ nefnist annað refsi- tæki. Fanginn er lagður upp á borð. Fætur hans eru bundir við gildan málmkrók í öðrum enda borðsins. Handleggirnir eru teygðir upp fyrir höfuðið og fest- ir við vír, sem tengdur er við dráttarvindu. Með aðstoð vind- unnar taka fangaverðirnir nú svo fast í handleggi fangans, að honum finnst, sem verið sé að slíta hann sundur í parta, en á meðan reyna verðirnir að fá hann til að segja það, sem þeir vilja, að hann segi. Nákvæmlega sama aðferð var notuð í galdra- málunum í Evrópu á miðöldum. „V ATNSTUNN AN“. „Tréhesturinn“ er í þessúm fangelsum notaður alveg á sama hátt og danskir herragarðseig- endur notuðu hann við ánauðuga bændur á tímum átthagafjötr- anna. „Vatnstunnan“ mun aftur a móti vera amerísk uppfinning Fanginn er látinn í stóra vatns- tunnu, keðja er sett utan um mitti hans og fest við krók það neðarlega í tunnunni, að hann getur ekki reist sig upp. Því næst er vatnsslanga lögð í tunnuna og skrúfað frá vatninu, en fangan- um eru fengnar tvær blikkdósir. Vatnið rennur nú í tunnuna af þeim hraða, að aðeins með því að ausa stöðugt af fyllsta hraða með báðum höndum getur fanginn komið í veg fyrir að yfirborð vatnsins hækki í tunnunni. Að svo búnu fara fangaverðirnir — og eru venjulega burtu tvær stundir. Takist fanganum ekki að hafa undan vatnsrennslinu í tunnunni, drukknar hann áður en verðirnir koma aftur, Einn fyrrverandi fangi hefur einnig sagt frá því, að eitt sinn hafi honum verið refsað með því að hengja hann nakinn upp á úln liðunum — svo hátt, að hann að- eins snerti jörðina með tánum. Meðan hann hékk þannig var hann barinn og á eftir smurður utan með sýrópi til þess að laða flugur og önnur skordýr að. Að lokum létu verðirnir blóðhunda ráðast á hinn varnarlausa fanga. I VATNI UPP FYRIR HERÐAR UMKRINGDIR EITUR- SLÖNGUM. Vinna fanganna er m. a. fólgin í því, að grafa skurði í mýrlendi. Föngum þeim, sem Dolsen hefur frásögn sína eftir, var oft skipað að vinna að skurðgreftri þar sem vatnið náði þeim í mitti — og jafnvel upp í háls. Stundum var fullt af mokkasin-slöngum í skurðinum, en bit þeirra er ban- vænt, en jafnvel þá hlógu fanga- verðirnir aðeins að beiðni fang- anna um að mega skríða upp. Ekkert tækifæri fengu fangarnir til að þurrka hlaut og útötuð föt sín. Fangar voru ekki aðeins hlekkjaðir, heldur segir einn þeirra frá því, að um langt skeið hafi hann, auk þess sem fætur hans voru hlekkjaðir saman með mjög stuttri keðju, orðið að bera 15 punda járnkúlu, sem fest var við hægri fót hans, og við vinstri fótinn var fest 11 punda uxa- höfði, en hvassar brúnir þess særðu hann mjög, ef hann reyndi að hlaupa. FJÖLDALEMSTRANIR HAFA AÐUR ÁTT SÉR STAÐ. Ef fangi reyndi að kæra með- ferðina fyrir hærra settum yfir- mönnum, átti hann vísar nýjar misþynningar, var barinn með gúmmíkylfum, járnteinum eða hverju því, sem fangaverðirnir höfðu tiltækt. Og raunar er vafa- samt, hver áhrif kæra hefði haft, jafnvel þótt hún hefði komizt til æðri valdhafa ríkisins. í sama fangelsinu og 41 fangi hefur nú brotið fætur sína gerðu 30 fangar álíka örvilnunartilraun til að losna þaðan árið 1951. Þeir skáru á hásinarnar á öðrum fæti sínum með rakhníf, sem hafði verið smyglað inn í fangelsið. — Þetta gaf þá tilefni til rannsókn- ar, og ástandið í fangelsum Ge- orgíu hefur raunar oftar verið afhjúpað fyrir ýmsum — t. d. við vitnaleiðslur fyrir opinberum rétti. En samt virðist stöðugt vera beitt þar aðferðum, sem minna átakanlega á meðferð nazista á föngum í gereyðingar- búðum þeirra. Frásögn sú, sem hér hefur ver- ið rakin, mun hljóma ótrúlega í eyrum flestra Islendinga, þó að hún muni, því miður, vera sönn. Þó að nú sé rætt um nauðsyn endurbóta á fangahúsum okkar, og það eflaust með réttu, mun óhætt að slá því föstu, að með- ferð fanga sé óvíða, ef nokkurs staðar, heilbrigðari og mannúð- legri en hjá okkur íslendingum, og er það vel. Það vex enginn af því að níðast á varnarlausum af- brotamönnum, og tilgangur fang- elsanna ætti alltaf að vera sá, að beina lífi afbrotamannanna á brautir nýs og betra lífs, svo að þeir geti þegar fangelsisvistinni lýkur orðið þjóðfélaginu nýtir starfskraftar. Ofbeldi og mis- þyrmingar hafa áreiðanlega það eitt í för með sér, að fangarnir bíða varanlegt tjón á sál sinni og fyllast hefndarþorsta og mann- fyrirlitningu, sem veldur því, að þeir glata allri sjálfsvirðingu og löngun til að verða nýtir borg- arar. En því miður virðist svo, sem víða um heim sé enn í dag farið með fanga sem þeir séu aðeins tilraunadýr tilfinningalausra kvalara. Svo virðist eftir ýmsum fréttum, sem berast frá nýlend- unum í Afríku og víðar. Og hvað skal segja um hengingar ung- menna á Kýpur, sem sjálf menn- ingarþjóðin Bretar tilkynnir um allan heim, að hún láti fara þar fram? Og hvað um svertinga brennur Ku-Klux-Klan? Sannleikurinn er sá, að í þess um málum munu æði margar þjóðir bera svartan blett, sem þeim er nauðsyn að þvo af menningu 20. aldarinnar. Sam einuðu þjóðirnar munu eitthvað hafa aðhafst í þessum málum, en betur má, ef duga skal. Ritstj. Sundlaug Akureyrar er opin almenningi: Þriðjudags- og fimmtudagsmorgna kl. 8—10, laugardags- morgna kl. 8—12 og sunnudagsmorgna kl. 10—12. INNILAUGIN er opin daglega frá kl. 5.30—10 síðdegis (ekki lokað í matartíma). SERTÍMAR fyrir konur á mánudags- og föstudags- kvöldum kl. 9— 10. « SÉRTÍMAR íþróttafélaganna á miðvikudagskvöldum kl. 8-10. GUFUBAÐ: KONUR: Miðvikudaga og föstudaga kl. 4—10 síðdegis. KARLAR: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 4- kk 8-12 og 1.30-7. 10 síðdegis. Laugardaga Njótið þrifa- og gufubaðs. Iðkið sund. AÐALFUNDUR Flugfélags íslands h.f. verður haldinn í Kaupþingssalnum í Reykjavík, föstudag- inn 9. nóvember 1956 og hefst kl. 14.00. DAGSKRÁ SAMK\rÆiMT FÉLAGSLÖGUM. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða af- hentir í skrifstofu félagsins, Lækjargötu 4, dagana 7. og 8. nóvember. STJÖRNIN. AKUREYRARBÆR KROSSANESVERKSMIÐJAN TILKYNNING Hinn 28. september 1956 framkvæmdi notarius publicus í Akureyrarkaupstað áttunda útdrátt á skuldabréfum bæjar- sjóðs Akureyrar vegna Síldarverksmiðjunnar í Krossanesi. Þessi bréf voru dregin út: Litra A nr. 5 - 29 - 33 - 35 - 41 - 44 - 48 - 62 - 78. - Litra B nr. 1 - 10 - 11 - 14 - 15 - 76 - 82 -85 - 88 - 92 178 - 181 - 187 - 188 16 - 17 - 42 - 68 - - 107 - 144 - 176 - - 200. Skuldabréf þessi verða greidd í skrifstofu bæjargjaldkerans á Akureyri hinn 2. janúar 1957. Bæjarstjórinn á Akureyri, 28. september 1956. ÞORSTEINN STEFÁNSSON — settur —

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.