Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 05.10.1956, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 05.10.1956, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 28. sept. 1956 Frá 15. þingi Æ.F.: Dreifing giæpariia siöðvuð 15. þing Æ. F. beinir þeirri áskorun til bóksala og ann- arra hlutaðeigandi að stöðva nú þegar dreifingu á glæparitum þeim og sorpbókmenntum, sem nú flæða yfir landið, og hafa miður góð áhrif á íslenzkan æskulýð. Um leið vill þingið beina athygli íslenzkrar æsku að hinni dýrmætu bókmenntaarfleifð þjóðarinnar. Ályktun um húsnæðismál 15. þing Æ. F. átelur harðlega það sleifarlag sem ríkt hefur í húsnæðismálum landsmanna, einkum þó höíuðstaðarins, og telur brýna nauðsyn til bera, að þeim málum verði komið í viðunandi horf hið fyrsta fyrir frumkvæði hins opinbera. — Húsnæðisvandamálið er eitt alvarlegasta þjóðfélagsvandamál íslenzku þjóðarinnar og slík verkefni eru þar framundan, að þau verða ekki leyst nema með samstilltu átaki einstaklinga, samtakaheilda og hins opinbera. Þingið bendir á, að húsaleiguokur og geysilegur, en dulinn gróði í sambandi við íbúðarhúsabyggingar á síðustu árum, hefur verið einn snarasti þátturinn í vexti dýrtíðarinnar. Húsnæðisvandræðin bitna harðast á hinni uppvaxandi kyn- slóð og því er lausn þeirra eitt brýnasta hagsmunamál unga fólksins í landinu. 15. þing Æ. F. beinir því til ríkisstjórnarinnar, að hún hlut- ist nú þegar til um undirbúning og framkvæmd raunhæfrar framtíðarlausnar húsnæðismálanna, og bendir í því sambandi á eftirfarandi: Gera þarf heildaráætlun um íbúðahúsabyggingar í landinu, sem grundvölluð sé á réttilegri hagnýtingu vinnuafls og fjár- magns og við það miðuð að útrýma öllu óhæfu og heilsuspill- andi húsnæði á næstu 4 árum. Stefna skal að því að gera mönnum kleyft að fá sómasamlegar íbúðir til umráða fyrir 10% af mánaðarlaunum sínum. Tryggja þarf aukið fjármagn til þessarra hluta og lækka vexti af lánum til íbúðarhúsabygginga frá því sem nú er og lengja lánstímann. Einnig þarf að veita barnmörgum fjöl- skyldum sérstakan vaxtaafslátt. Tryggja þarf stóraukna bygg- ingu verkamannabústaða með eflingu Byggingasjóðs verka- manna og gera aðrar nuðsynlegar ráðstafanir til að beina bygg ingarstarfseminni inn á heilbrigðari brautir. Gera þarf bæj- ar- og sveitarfélögum kleyft að byggja leiguíbúðir fyrir þá, sem ekki geta byggt sjálfir. Um leið og 15. þingið lýsir ánægju sinni yfir bráðabirgða- lögum ríkisstjórnarinnar um bann við því að taka íbúðarhús- næði til annarrar notkunar, leggur þingið áherzlu á hlífðar- lausa framkvæmd laganna. Á síðustu ánnn hefur gersamlega verið vanrækt að byggja íbúðir af hæfilegri stærð fyrir nýgift fólk (2ja og 3ja her- bergja íbúðir) og beinir þingið því til ríkisstjórnarinnar að gera sérstakar ráðstafanir til þess að tryggja byggingu íbúða af þeix-ri stærð, svo að hagsmunum unga fólksins sé borgið í því efni. Sveinafélag járniðnaðarmanna kýs á Alþýðusambandsþing Fagnar vinstra samstarfi í stjórnmálum Sveinafélag járniðnaðarmanna á Akureyri hélt fund í gærkvöldi og kaus þar fulltrúa á Alþýðu- sambandsþing. Kosinn var Stefán Snæbjörnsson, en varamaður hans Lárus B. Haraldsson. Þá samþykkti fundurinn eftir- farandi ályktun: „Fundur haldinn í Sveinafélagi Miðstöðvarketill Lítill miðstöðvarketill, fyr- ir kolakyndingu, til sölu. Kristján Larsen, Árbakka járniðnaðarmanna fimmtudaginn 4. september 1956 fagnar, að vinstra samstarf hefur tekizt á stjórnmálasviðinu, lýsir fullum stuðningi við aðgerðir ríkis- stjórnarinnar í verðlags- og dýr- tíðarmálum og treystir því að tíminn fram til áramóta verði notaður til að undirbúa varan- lega lausn þessarra mála.“ Tillaga þessi var samþykkt með 17 atkv. gegn 4. Frá Simdlauginni Þar sem skólarnir eru nú tekn- ir til starfa, hefur orðið nokkur breyting á þeim tíma, sem sund- laugin er opin almenningi, en um miðbik dagsins er hún upptekin fyrir sundkennslu. Á þriðjudags- og fimmtudags- morgnum er opið fyrir almenn- ing frá kl. 8—10, á laugardags- morgnum frá kl. 8—12 og á sunnudagsmorgnum frá kl. 10— 12. Virðist einkar heppilegt fyrir rá, sem ekki hefja vinnu fyrr en kl. 9 á morgnana, að skjótast áð- ur í sund eða hressandi bað. Síðdegis er laugin opin al- menningi frá kl. 5.30 til 10. — Á miðvikudögum hafa þó íþrótta- félögin sérstaka tíma eftir kl. 8. Og á mánudags- og föstudags- kvöldum eru sértímar kvenna kl. 9 til 10. Sérstök athygli skal vakin á því, að lauginni er ekki lokað yf- ir matartímann á kvöldin, og er það mikill hægðarauki fyrir þá, sem hætta seint vinnu og vilja fá sér bað áður en þeir halda heim. Þá má benda á það, að enda þó að sundlaugin og búningsklefar séu fágað og vel frá gengið, svo að krefjast verður prúðmann- legrar og þrifalegrar umgengni, er engum meinaður aðgangur, þótt hann komi ekki „klipptur, kembdin- og þveginn" í sínum beztu fötum. Böðin eru einmitt tilvalin til að þvo af sér óhrein- indi vinnudagsins. Gufubaðið verður framvegis opið fyrir konur á miðvikudög- um og föstudögum kl. 4 til 10 síðdegis, og fyrir karla á þriðju- dögum og fimmtudögum kl. 4 til 10 síðdegis og á laugardögum kl. 8 til 12 fyrir hádegi og 1.30 til 7 síðdegis. Sundlaug Akureyrar er til fyr- irmyndar um allan aðbúnað og útlit og Akureryingar ættu einn- ig að verða öðrum til fyrirmynd- ar með því að gera sundiðkun að almennum og sjálfsögðum þætti í lífi sínu. NÝJA-BÍÓ 'i Aðgöngumiðasala opin ki i-9 ;; Simi 1285. 1; Um helgina: Draumadísin í Róm (La bella di Roma) ítölsk gamanmynd, sem nú fer sigurför um heiminn og er frumsýnd á íslandi fyrir Norðurlönd. Aðalhlutverk: SILVANA PAMPANINI ALBERT SORDI PAOLO STOPPA Ncesta mynd: ROB ROY (The Highland Rogue) Ensk-bandarísk litkvikmynd, gerð af WALT DISNEY. Aðalfundur Skautafélags Ak - ureyrar verður haldinn sunnud. 7. okt. næstk. kl. 4 e. h. í íþrótta- húsinu. — Stjómin. ;; Aðalhlutverk: !! RICHARD TODD Íi GLYNIS JOHNS Skólarnir hefja starf Akureyri hefur oft verið nefnd j skólabær, og nú síðustu daga hafa flestir skólanna verið settir. Menntaskólinn var settur á þriðjudaginn. Þar stunda yfir 300 nemendur nám í vetur, eða aðeins fleiri en í fyrra. í menntadeild eru 222, en 83 í miðskóladeild. Akureyringar eru að sjálfsögðu flestir í þeim hóp, en annars má segja að nemendur séu alls staðar að af landinu. Allir sömu kennarar verða við skólann, að undanteknum Stein- dóri Steindórssyni, sem nú dvelst í Bandaríkjunum, en í stað hans kenna Stefán Árnason og Jóhann Þorkelsson. Hákon Lofts- son og Steingrímur Sigurðsson hafa verið ráðnir stundakennar- ar og Vernharður Þorsteinsson kemur nú aftur að skólanum. Þá hefur Skarphéðinn Pálmason verið skipaðunr fastur kennari, en hann var áður stundakennari. Gagnfræðaskólinn var settur á mánudag. — Þar stunda í vetur hám 365 unglingar og hefur þeim einnig fjölgað lítið eitt frá fyrra ári, eða milli 20 og 30 fleiri. Horfir nú mjög til vandræða með húsnæði skólans, sem er orðið alltof lítið. Kennar- ar við Gagnfræðaskólann verða hinir sömu og á síðasta vetri. — Skólinn starfar í 4 bekkjum og 14 bekkjardeildum, eru 8 bók- námsdeildir en 6 verknámsdeild- ir. Matreiðslukennsla fer fram í húsakynnum Húsmæðrasksólans. Barnaskólinn var settur á þriðjudag. Þar nálg- ast nemendatalan nú þúsundið, munu vera sem næst 990 eða 70 fleiri en sl. vetur. Þar er ástandið í húsnæðismálimum ekki betra en hjá Gagnfræðaskólanum, og verða 5 bekkjadeildir til húsa í Húsmæðraskólanum. Er mikil nauðsyn að hraðað verði bygg- ingu nýs bamaskóla, sem nú er hafin vinna við, á Oddeyri. — Alls skiptist Barnaskólinn í 37 bekkjadeildir. Fastir kennarar við Barnaskól- ann eru nú 28 og hafa orðið all- miklar breytingar á kennaralið- inu. Nýir kennarar, sem nú koma að skólanum eru: Áslaug Axels- dóttir, Gísli Bjarnason, Guðvin Gunnlaugsson, Indriði Úlfsson, Jón Hilmar Magnússon og Jó- hann Sigvaldason. Tónlistarskólinn var settur á miðvikudag. — Þar stunda 31 nemandi nám í píanó- og orgelleik, og eru sömu kenn- arar og áður í þeim greinum. — Fiðlukennarinn, Ivan Knudsen, er nú farinn héðan, en reynt verður að fá annan kennara í hans stað. r Rekstur Áburðarverk- smiðjunnar gengur vel Samkvæmt upplýsingum, sem stjórn Áburðarverksmiðjunnar gaf nýlega, gengur rekstui- verksmiðjunnar mjög að óskum, og hefur framleiðsla hennar orð- ið um 20% meiri en í upphafi var áætlað. Eru allar líkur til, að framleiðslan á yfirstandandi ári verði um 22 þúsund smálestir. Ennfremur hefur að mestu tekizt að lagfæra þá byrjunargalla, sem komu fram í lélegu geymsluþoli áburðarins. Árlegur gjaldeyrissparnaður verksmiðjunnar er um 30 millj. króna, og mun hún þannig um næstu áramót hafa sparað í er- lendum gjaldeyri sem svarar öll- um gjaldeyrisútgjöldum við byggingu hennar, en þau voru 75 millj. króna. Stjóm Áburðarverksmiðjunnar hefur nú í undirbúningi að reisa einnig verksmiðju, er framleiði fosfatsýruáburð, og hefur sótt um leyfi til að hefja byggingu henn- ar. Er áætlað, að stofnkostnaður yrði um 35 millj. kr., þar af 15 millj. í erl. gjaldeyri, en gjald- eyrissparnaður af slíkri verk- smiðju áætlaður um 4,7 millj. kr. árlega, svo að hún ætti að geta skilað aftur á rúmum þremur ár- um gjaldeyri, sem til stofnunar hennar þyrfti. Þriggja manna nefnd rannsaki ástandið I húsnæðismálunum Félagsmálaráðherra hefur skip- að þriggja manna nefnd til þess að rannsaka og gefa ríkisstjóm- inni skýrslu um eftirtalin atriði: 1. Hvaða aðgerðir séu tiltækar til þess að koma í veg fyrir óeðlilega háa húsaleigu. Hinn 28. september skipaði for- seti íslands dr. Kristin Guð- mundsson sendiherra íslands í Bretlandi. Sama dag var Hans G. Andersen skipaður ambassador íslands hjá Atlantshafsbandalag- inu og Efnahagssamvinnustofnun Evrópu, og skal hann sitja í Par- 2. * Hvaða ráðstafanir myndu hagkvæmastar til þess að koma í veg fyrir óeðlilega hátt söluverð íbúðarhúsnæðis. 3. Hvaða ráðstafanir af hálfu hins opinbera séu hentugastar til þess að unnt verði að byggja og selja íbúðarhúsnæði við sanngjömu verði. 4. Hversu mikill skortur sé á íbúðarhúsnæði í Reykjavík. í nefndinni eiga sæti Hannes Pálsson, fulltrúi, Sigurður Sig- mundsson, fulltrúi, og Tómas Vigfússon, byggingameistari. Auglýsið í Verkamanninum

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.