Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 12.10.1956, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 12.10.1956, Blaðsíða 1
wERffflmnöURinn XXXIX árg. Akureyri, föstudaginn 12. október 1956 33. tbl. HAPPDRÆTTIÐ! Miðar eru seldir í skrif- vtoíu Sósíalistafélags Ak- ureyrar og hjá ýrnsum einstaklingum. BótagreiSslur atvinnuleysislrygginga Frá MIR halnar Á 3. síðu blaðsins í dag birtist síðasti hluti frásagnar Steinunnar lijarman af ferð kvennanefndarlnnar til Sovétríkjanna á sl. sumri. A myndinni sjést þátttakendur i ferðinni fyrir framan imiganginn að Landbúnaðarsýiiiiigunnl í Moskva. Akureyrardeild MÍR er nú að hefja vetrarstarfsemi sína. N.k. sunnudag verður félagsfundur í Ásgarði og verða þar sagðar fréttir af ráðstefnu MÍR í Reykja vík og á eftir sýnd hin ágætasta kvikmynd um rússneskan ballett. Á mánudagskvöld verður svo kvikmyndasýning og sýnd mynd- in Maximka ¦— bráðskemmtileg mynd. — Er ætlunin að hafa kvikmyndasýningar á hverju mánudagskvöldi fyrst um sinn. Kvikmyndasýningar Akureyr- ardeildar MÍR undanfarna vetur hafa notið vinsælda, enda hefur yfirleitt verið boðið upp á úr- valskvikmyndir. Blaðið vill vekja athygli á þessari starfsemi deildarinnar og hvetja fólk til þess að sækja vel myndasýningar og annað deildin býður upp á. Víðtækari vinnumiðlun en áður hefur þekkst hér A grundvelli samkomulags þess, er gert var við lok verkfallsins vorið 1955, setti Alþingi lög um atvinnuleysistryggingar á sl. vetri. Ákvæði laganna um greiðslu atvinnuleysisbóta eru nú komin til framkvæmda. Jafnhliða atvinnuleysistryggingalög- unum og í beinu sambandi við þau var einnig sett löggjöf um víðtækari og f jölþættari vinnumiðlun en áður hefur þekkst hér á landi. sem Ihaldið féll í Hreyfli A þriðjudag og miðvikudag fór fram allsherjaratkvæðagreiðsla í bifreiðastjórafélaginu Hreyfli í Reykjavík um kjör fulltnia á 23, þing ASt Úrslit urðu þau, að vinstri roenn unnu kosninguna, en Hreyfill hefur um langt skeið verið öflugasta vjgi íhaldsins í verkalýðshreyfnigunni. Er hér um mikinn sigur að ræða fyrir vinstri öflin og sýnir, að verka- lýður landsins er staðráðinn í að láta íhaldinu ekki verða að þeirri ósk sinni að eyðileggja verka- lýðshreyfinguna innan frá. Listi vinstri manna í Hreyfli hlaut 258 atkvæði, en fhaldslist þi 2^6. Fulltrúar Hreyfils eru sjp, Kosninpr tjS jjings AS Happdrætti Þjóðviljans Dregið verður 2. nóv. Er því aðeins rúmur hálfur mánuður til gtefnu, en takmarkið er að selja alla miða, Til að ná því marki verða allir velunnarar biaðsins að leggjast á eitt og nú er tími kominn að hefja lokasóknina. Þjóðviljinn á 20 ára afmæli þann 31. þ. m. Vinnum öll samah að því að færa honum góðar af- mælisgjafir með því að sefja hvern miða í happdrættinu og afla nýrra kaupenda- Happdrættisblokkir og miðar er afgreitt frá skrifstofu Verka- mannsins i Hafnarstræti 88 alla virka daga. Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar, í Verkamannafélaginu var framboðsfrestur útrunninn sl- sunnudag. Aðeins einn listi karo fraro og vav hann því sjálfkjör^ inn. Var sá Usti borinn fram af stjórn og trúnaðarmannaráði fé- lagsins, og þannig skipaður: Björn Jónsson, Haraldur Þorvaldsson, Þorsteinn Jónatansson, Hallgrímur Stefánsson og Torfi Vilhjálmsson. Varamenn: (Mafur Aðalsteinsson, Hjörgvin Einarsson, Ami Jónsson, Gunnar Aðalsteinsson og Árni Þorgrírosson, Bílstjórafélag Akureyrw, í Bílstjórafélaginu varð einnig sjálfkjörið. Kom aðeins fram einn Usti og var hann borinn fram af stjórn og trúnaðarráði félagsins, Samkvæmt því verða fulltrúar Bílstjórafélagsins þessir: Höskuldur Helgason og Jón B. Rögnvaldsson. Til vara: Garðar Svanlaugsson og Baldur Svanlaugsson. Félag verzlunar- pg skrifstofufólks. Einnig þar var sjálfkjörið, og eru fulltrúar félagsins þeir Jón Samúelsson og Kolbeinn Helgason. Til vara; ÓU U, Friðbjörnsson og Björn Þórðarson, Eiga nú aðeins tvö félög á Ak- ureyrí eftir að kjósa fulltrúa sína, en það eru Sjómannafélag Akur- eyrar og Vélstjórafélag Akureyr- ar. í báðum þessum félögum mun kosning væntanlega fara fram n.k. sunnudag. Eyjamenn kveða íhaldið 1 kútinn í verkalýðsfélögunuro i Vest- mannaeyjum, eins og víðar um land, hefur íhaldið mjög haft sig í frammi í kosningunum til Al- þýðusarobandsþings. En verka- menn og sjómenn í Eyjum hafa veitt því viðeigandi útreið. í öll- um, þremur, félögum verka- manna og sjómanna í Eyjum fór fram allsherjaratkvæðagreiðsla, og urðu úrslit sem hér segir: í Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja fengu vinstri menn 90 atkvæði en íhaldið 50.1 Vélstjórafélagi Vest- mannaeyja fengu vinstri roenn 81 atkvæði en íhaldfð 61 og í Sjó- roannafélaginu Jötni fengu vinstri menn 81 atkvæði en íhaldið aðeins 21. Er mjög til fyrirmyndar, hve rækilega Eyjamenn hafa rekið íhaldið af höndum sér. Bótagreiðslur. Stjórn atvinnuleysistrygginga- sjóðs hefur ákveðið, að ákvæði laganna um bótagreiðslur komi til framkvæmda frá og með 1. október sl. Sérstök úthlutunar- nefnd annast úthlutun bóta fyrir hvert verkalýðsfélag eða félaga- samband, þar sem fleiri félög eru á sama stað og þau verða ásátt um skipun sameiginlegrar nefnd- ar. í hverri útflutunarnefnd eiga sæti fimm menn, þar af eru þrír tilnefndir af verkalýðsfélagi eða félögum og tveir tilnefndir af fé- löguro atvinnurekenda. Hér í bæ hafa verkalýðsfélögin samþykkt að hafa eina úthlutun- arnefnd fyrir öll félögin, og hafa þau fyrir nokkru kosið fulltrúa sína í nefndina, en þeir eru: Jón Ingimarsson, starfsmaður verka- lýðsfélaganna, Gunnar Aðal- steinsson frá Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar og Sigurð- ur Rósmundsson frá Sjómanna- félagi Akiureyrar. Varamenn eru: Jón B. Rögnvaldsson frá Bíl- stjórafélagi Akureyrar, Elísabet Eiríksdóttir frá Verkakvennafél. Einingu og Arnfinnur Arnfinns- son frá Iðjvu Fulltrúar atvinnurekenda í nefndina munu enn eigi hafa verið skipaðir, en verða það væntanlega mjög fljótlega, svo að nefndin geti tekið til starfa. — Fyrsta verk nefndarinnar verður að setja sér reglugerð til að fara eftir við úthlutun bótanna, en stjórn atvinnuleysistrygginga- sjóðs hefur þegar samið uppkast að slíkri reglugerð fyrir nefnd- irnar ,sem þær svo þurfa að end- urskoða og ganga frá eftir því sem við á á hverjum stað. Vinnumiðlun, Til þess að geta orðið aðnjót- andi atvinnuleysisbóta, þarf hver umsækjandi um þær að leggja fyrir úthlutunarnefnd vottorð frá vinnumiðlun á staðnum um at- vinnuleysistíma og fleira. Um leið og atvinnuleysistrygg- ingalögin voru sett, voru því einnig sett lög um vinnumiðlun, sem mæla svo fyrir, að sveitar- stjórnir í hverju kauptúni eða kaupstað, sem telur 300 íbúa eða fleiri, skuli starfrækja vinnu- miðlun. Fyrri lög um vinnumiðl' un voru aðeins heimildarlög. Auk þess er starfssvið þeirrar vinnu- miðlunar, sem nú er ákveðin all- miklu víðtækara en áður hefur verið, einkum vegna þess, að á starfi hennar og skrásetningu manna þar byggist úthlutun at- vinnuleysisbóta. Framkvænid at- vinnuleysistryggingalaganna velt ur því fyrst og fremst á því, að störf vinnumiðlunarinnar séu í góðu lagi. Aðalatriði reglugeroarinnar um vinnumiðlun eru rakin annars staðar hér í blaðinu, og verður því ekki farið frekar út í það hér. Fulfvíst má telja, að hér verði sett upp sérstök vinnumiðlunar- skrifstofa, þvi að öðrum kosti er útilokað, að þau störf, sem vinnu miðluninni eru ætluð, verði rækt svo sem vera á og vera þarf. Einmitt á slíkum stöðum sem hér, þar sem verulegt atvinnu- leysi er landlægt langan tíma úr árinu, er brýn þörf, að starfsemi vinnumiðlunar sé í góðu lagi, bæði til að tryggja réttláta fram- kvæmd atvinnuleysistrygginga- laganna og til þess, að vinnu- miðlunin verði raunhæfur milh- liður milli verkamanna og at- vinnurekenda. Þess eru mýmörg dæmi hér, að á sama tíma og verkamenn hafa gengið atvinnulausir hefur at- vinnurekendur skort vinnuafl. Ástæðan er einfaldlega sú, að hvorugur aðili hefur vitað af hinum. Verkamennirnir hafa alls ekki vitað, hvar vantaði menn til vinnu, og atvinnurekendurnir ekki, hverjir voru vinnulausir. Sé virk vinnumiðlun fyrir hendi á slíkt ekki að geta komið fyrir. Þeir verkamenn, sem atvinnu- lausir eru, láta þá skrá sig hjá vinnumiðluninni og atvinnurek- endur leita þangað, þegar þá vant ar menn til vinnu. Er ekki ósenni legt, að áður en langir tímar líða fari verulegur hluti af vinnu- ráðningu lausráðinna verka- manna fram fyrir milligöngu vinnumiðlunarinnar. (Framhald á 4. síðu.)

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.