Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 12.10.1956, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 12.10.1956, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Töstudaginn 12. október 1956 Reglugerð um vinnumiðlun Við þökkum hér með öllum þeim, er sýndu móður okkar og tengdamóður, GUÐNÝJU BJÖRNSDÓTTUK, er andaðist 24. f. m., vinóttu og virðingu lífs og liðinni. Enn- fremur þökkum við hjólpfýsi og samúð í okkar garð meðan yfir stóð sjúkdómsþraut hennar, andlót og greftran. Lifið í varðveizlu drottins. María Skúiadóttir, Björn Halldórsson. MÍR ‘ FUNDUR í Akureyrardeild MÍR n. k. snnnudag í Ásgarði kl. 5.30 síðdegis. Fréttir af ráÖstefnu MÍR. V etrarstarfið. Kvik mynd: BALLETSTJÖ RNUR Fjölrnennið og takið með ykkitr gesti. -o----- KVIKMYNDASYMNC Hin bráðskemmtilega mynd MAXIMKA verður sýnd í Ásgarði n. k. mánudag kl. 9.30 síðdegis. Aðgangur Hér ó eftir fara helztu atriði reglugerðar þeirrar um vinnu- miðlun, sem félagsmálaróðuneyt- ið hefur sett á grundvelli lag- anna um vinnumiðlun, sem sett voru á Alþingi sl. vetur. Stjórn og skipulag. í fyrsta kafla reglugerðarinnar er tekið fram, að yfirumsjón vinnumiðlunarinnar í landinu skuli vera í höndum félagsmála- ráðuneytisins, en því til ráðu- neytis skulu vera trúnaðarmenn Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambánds íslands, einn fulltrúi tilnefndur af hvor- um aðiia. í hverju sveitaríélagi skal við- komandi sveitarstjórn annast vinnumiðlunina, en er heimilt að fela framkvæmd hennar bæjar- stjóra, sveitarstjóra, oddvita eða sérstökum manni. í kaupstöðum er heimilt að reka sérstakar vinnumiðlunarskrifstofur, og verður sá hóttur vafalaust hafður á í öllum hinum stærri kaup- stöðum, þar sem störí vinnu- miðlunar hljóta þar að verða mjög umfangsmikil, ekki sízt þar sem eða þegar atvinnuleysi herj- ar verulegan hluta úr árinu. — Samkvæmt lögunum skal vinnu- miðlun starfrækt í hverjum kaupstað eða kauptúni með 300 íbúa eða fleiri. Til aðstoðar og ráðuneytis for- stöðumanni vinnumiðlunarskrif- stofu, eða þeim aðila öðrum, sem framkvæmd vinnumiðlunar ann- ast, skulu vera fjórir menn á hverjum stað, og skulu þeir eiga aðgang að öllum gögnum, sem vinnumiðlunina varða. Tveir þessarra trúnaðarmanna skulu kosnir af hlutaðeigandi verka- lýðsfélögum eða fulltrúaráði þeirra, þar sem fulltrúaráð eru starfandi, einn tilnefndur af Vinnuveitendasambandi íslands eða af deild þess eða meðlim og einn af Vinnumálasambandi sam vinnufélaganna eða af deild þess eða meðlim. Félagsmálaráðu- neytið skal hafa eftirlit með því að lögboðin samvinna sveitar- stjórna, fulltrúa verkamanna og atvinnurekenda sé sem nánust og hagkvæmust. Hlutverk vinnumiðlunar. II. kafli reglugerðarinnar fjall- ar um það, hver störf vinnu- miðlunin skal hafa með höndum, og fer sá kafli orðréttur hér á eftir: — Hlutverk vinnumiðlunar er: a. Að veita verkamönnum og at- vinnurekendum endurgjalds- laust aðstoð um vinnusölu og vinnukaup, m. a. með því að afla nákvæmra upplýsinga hjá vinnuveitendum um lausar stöður og hverjar kröfur séu gerðar til starfsmanna þeirra, sem óskað er eftir, og með því að vísa atvinnuumsækjendum með viðeigandi hæfni og starfs þreki á fáanlega vinnu. Við ráðningu skal vinnu- miðlunin taka tillit til lög- heimilis, ómagaframfærslu, at- vinnuleysistíma og innritunar- raðar umsækjanda, sbr. 9. gr. reglugerðar þessarrar. b. Að miðla vinnu milli verka- manna um land allt, eftir því sem unnt er hverju sinni, m. a. með því að senda upplýsingar um vinnuumsóknir og lausar stöður til annarra vinnumiðl- ana og að greiða fyrir flutning- um milli staða, svo að auðveld- ara verði fyrir verkamenn að komast til staða, þar sem at- vinna við þeirra hæfi er fyrir hendi. c. Að veita öryrkjum og ungling- um aðstoð við að finna vinnu við þeirra hæfi, m. a. með því: a. að láta athuga og meta lík- amlega og andlega hæfni ör- yrkja til starfa og aðstoða þá við að fá endurþjálfun. b. að veita unglingum aðstoð við starfsþjálfun og leiðbein- ingar um stöðuval. Leitað skal náins samstarfs við vinnuveitendur um það, að þeir láti öryrkjum og ungling- um í té vinnu, sem er þess eðl- is, að hún einkum hentaði fólki með takmarkaða starfsgetu. d. Að úthluta átvinnubótavinnu, svo og annarri vinnu, sem rílci, sveitarstjórn eða opinberar stofnanir óska að úthlutað sé. e. Að annast atvinnuleysisskrán- ingar 1. febrúar, 1. maí, 1. ágúst og 1. nóvember ár hvert og láta auk þess fara fram at- vinnuleysisskráningar eftir fyr irmælum sveitarstjórnar eða félagsmálaráðherra. Atvinnuleysiskráning skal auglýst með a. m. k. þriggja daga fyrirvara og þess getið í auglýsingu, hvar skráningin fari fram. Skráning skal fara fram á venjulegum skrifstofu- tíma og skal þeim, sem kunna að vilja skrásetja sig, veitt mót taka eigi skemur en þrjá daga. f. Að veita opinberum stofnun- um, svo og verkalýðsfélögum og félögum atvinnurekenda upplýsingar um ástandið í vinnumarkaðinum á hverjum tíma, eftir því sem unnt er, þ. á. m. upplýsingar um lausar stöður og tölu atvinnulausra og hagi þeirra. g. Að láta launþegum ,sem hafa óskað eftir aðstoð við vinnu- ráðningar og hyggjast sækja um atvinnuleysisbætur, í té vottorð um atvinnu þeirra eða atvinnuleysi það tímabil, sem þeir hafa verið skráðir sém umsækjendur um atvinnu. h. Að aðstoða, eftir því sem þörf krefur félagsmálaráðuneytið eða aðrar stofnanir hins opin- bera, sem vinna að áætlunum á sviði efnahags- og félagsmála, er ætlað sé að tryggja hag- kvæmt ástand í vinnumálum. i. Að inna af höndum önnur þau störf, er félagsmálaráðherra kann að fela henni eða ákveðin kunna að verða í lögum eða reglugerðum. Skráning umsækjenda um atvinnu. í þriðja kafla reglugerðarinnar segir, að „sérhver maður getur snúið sér til vinnumiðlunar og óskað aðstoðar hennar við útveg- un atvinnu sér til handa.“ Er síðan nákvæm upptalning þeirra atriða, sem umsækjandi skal gefa upplýsingar um, þegaar hann er skráður, og hversu vinnu miðlunin skal haga skráningu hans. Eru þetta fyrst og fremst reglur um starfið á sjálfri virrnu- miðlunarskrifstofunni og starfs- hætti hennar, og er of langt mál að rekja það hér. En í þessum kafla er svo ákveðið, að umsækjandi um vinnu skal hafa samband við vinnumiðlunina eigi sjaldnar en á viku fresti, og oftar, ef vinnu- miðlunin ákveður, og hann óskar að vera skráður áfram eða hefur ekki á þeim tíma fengið vinnu annað hvort fyrir milligöngu vinnumiðlunarinnar eða á annan hátt. Vottorð vegna atvinnuleysisbóta. Samkvæmt lögunum um at- vinnuleysistryggingar er það skilyrði þess að geta orðið bóta aðnjótandi, að hlutaðeigandi leggi fram vottorð vinnumiðlunar á staðnum um atvinnuleysistíma sinn o. fl. Samkvæmt reglugerð- inni um vinnumiðlun skal í vott- orði þessu m. a. tekið fram, hve marga daga umsækjandi hafi ver ið atvinnulaus á síðustu sex mánuðum áður en umsóknin er lögð fram og hve marga daga af síðustu 18 virkum dögum. Sömu- leiðis skal í vottorðinu skýrt frá tekjum umsækjanda síðustu sex mánuði, svo og hvort maki hans eða böm hafa haft einhverjar tekjur á sama tíma. Til þess að vinnumiðlun geti gefið umræddar upplýsingar verða þeir, sem hyggjast sækja um atvinnuleysisbætur að láta henni í té sem nákvæmastar upplýsingar um hag þeirra og atvinnu, og hafa samband við skrifstofu vinnumiðlunarinnar svo oft sem þurfa þykir, og aldrei sjaldnar en á viku fresti. Sömu- leiðis skulu umsækjendur til- kynna vinnumiðluninni, ef þeir fá atvinnu án atbeina hennar, fara brott úr umdæminu eða for- fallast vegna veikinda. Þá segir í lok þessa kafla, að við hver áramót skuli vinnu- miðlun í samráði við fulltrúa verkamanna og atvinnurekenda ákveða, hvað skuli teljast meðal- árstekjur verkamanna og verka- kvenna á starfssvæði viðkomandi vinnumiðlunar næstliðið ár. Þetta ákvæði er sett í samræmi við það ákvæði atvinnuleysis- tryggingarlaganna, að bætur greiðist ekki þeim, sem á síðustu sex mánuðum hafa haft tekjur, sem fara fram úr 75% af meðal- árstekjum verkamanna eða verka kvenna á staðnum næsta ár á undan. Skráning vinnuveitenda. í V. kafla reglugerðarinnar eru ákvæði um skráningu vinnuveit- enda og samband þeirra við vinnumiðlunina. Er þar m. a. ákveðið, að allir, sem hafa með höndum fastan atvinnurekstur skuli eigi sjaldnar en mánaðar- lega senda vinnumiðlun afrit af kaupgjaldsskrám sínum, enda séu þær þannig úr garði gerðar, Bankamálanefnd F orsætisráð uneytið tilkynnti nú í vikunni, að ríkisstjórnin hefði skipað þriggja manna nefnd til að endurskoða bankamál landsins og gera tillögur um framtíðarskipan þeirra með sér- stöku tilliti til þess, að Seðla- bankinn verði settur undir sér- staka stjóm. í nefndinni eiga sæti alþingis- mennimir Friðjón Skarphéðins- son, sem er formaður hennar, Einar Olgeirsson og Skúli Guð- mundsson. Að tilhlutun viðskiptamála- ráðuneytisins hafa verið gefin út bráðabirgðalög, sem kveða svo, að framvegis skuli stjórn Inn- flutningsskrifstofunnar skipuð fjórum mönnum í stað tveggja áður, Er þar með búið að afnema helmíngaskiptaregluna þar í sveít. Lúðrasveit Akureyrar leikur á Ráðhústorgi næstk. sunnudag, 14. okt., kl. 4 e. h., ef veður •leyfir. að auðvelt sé að sjá, hve mikil upphæð hefur verið greidd hverj um einstökum manni á þeim tíma, sem skráin nær yfir. Ýmis ákvæði. í lokakafla reglugeiðarinnar er svo ákveðið, að þeir, sem vinnu- miðlunina annast, skuli ársfjórð- ungslega senda félagsmálaráðu- neytinu skýrslu um starfsemina og atvlnnuástandið á viðkomandi stað. Það er einnig tekið fram, að þeir, sem annast hina lögboðnu vinnumiðlun, megi ekki veita óviðkomandi aðilum neinar þær upplýsingar, sem vinnukaupend- ur eða vinnuseljendur, er til þeirra leita, hafa veitt þeim. kr. 5.00. | STJÓRN MÍR. Frá íþróttabandalagi Akureyr- ar. — Næstkomandi sunnudag, klukkan 5 síðd. hefur ÍBA kvik- myndasýningar í sýningarsal ís- lenzk-Ameríska félagsins. Verða sýndar þar bæði innlendar og amerískar íþróttamyndir og koma flestar greinar íþrótta þar yið sögu. Kirkjan, Messað í Akureyrar- kirkju kl. 2 e, h. á sunnudaginn kemur. — Sálmar: Nr. 23 — 219 — 137 — 318 — 424. — Ræðu flytur formaður sóknarnefndar, Jón Júl. Þorsteinsson kennari. — Báðir sóknarprestarnír annast altarisþjónustu. - Bótagreiðslur hafnar (Framhald af 1. síðu.) Til þess að vera stjórnanda vinnumiðlunarinnar til aðstoðar og ráðuneytis skulu á hverjum stað vera tveir fulltrúar verka- lýðsfélaganna og tveir fulltrúar atvinnurekenda. Verkalýðsfélög- in hér hafa þegar tilnefnt sína fulltrúa og eru það þeir Guð- mundur Snorrason frá Vörubíl- stjórafélaginu Val og Þorsteinn Jónatansson frá Verkamannafél. Akureyrarkaupstað, Varamenn; Lárus B. Halldórsson frá Sveina- félagi járniðnaðarmanna og Mar- grét Magnúsdóttir frá Einingu, Þar sem þegar er komið fram yfir þann tíma, sem bótagreiðsl- ur til atvinnulausra manna skulu hefjast, er brýn nauðsyn, að bæjarstjórn ákveði nú þegar fyr- irkomulag þessarra mála hér og vinnumiðlunarskrifstofa verði opnuð hið fyrsta.. Hauststörfum fer nú senn að ljúka, og ef að venju lætur mun þá fljótlega verða skortur á vinnu í bænum og verður vinnumiðlunin þá að yera komin til framkvæmda, ef ekki á að eyðileggja fyrir verka- mönnum þá réttarbót, sem unnist hefur með setningu atvinnuleys- ístryggingalaganna og fullkomn- ari vinnumiðlunarlögum.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.