Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 19.10.1956, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 19.10.1956, Blaðsíða 1
VERKMflÐM MUNIÐ ÞJÓÐVILJA HAPPDRÆTTIÐ! Miður eru seldir í skrif- itofu Sósíalistafélags Ak- ureyrar og hjá ýmsum einstaklingum. XXXIX árg. Akureyri, föstudaginn 19. október 1956 34. tbl. Kosningum fulltrúa á 25. þing Alþýðusambands íslands lokið Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna skipa 20 fulltrúar Fimmlán nýir logarar og sex fiskibálar Ríkisútgerð verði stofnsett Ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi frunivarp um að henni verði heimilað að láta smíða 15 nýja togara og að auki 6 minni fiskiskip, allt að 150 til 200 tonna. Frv. þetta er flutt í samræmi við ákvæði um þetta atriði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjómarinnar, sem birt var, þegar hún var mynduð, en atvinnutækjanefnd hefur undirbúið frumvarpið og samið. Kosningum fulltrúa til 25. þings Alþýðusambands íslands lauk sl. mánudag. Þau tvö félög hér í bæ, sem ekki höfðu kosið full- trúa sína, þegar síðasta blað kom út, gerðu það á sunnudaginn. Sjómannafélag Akureyrar. Þar gengu íhaldsmenn og hægri kratar berserksgang og hugðust ná fulltrúum félagsins. Var skrif- stofustjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa h.f., sem að sjálfsögðu er ekki í félaginu, þar framarlega í flokki og smalaði á fundinn í bíl sínum. Eftirtekjan varð þó ekki í samræmi við fyrirhöfn. Fulltrúar félagsins voru kosnir Tryggvi Helgason, formaður fé- lagsins, og Lórenz Halldórsson, varaformaður þess. Hlaut Tryggvi 32 atkv., en Lórenz 30. — Fulltrúaefni afturhaldsmanna voru Guðmundur Ólafsson frá hægri krötum og Bergþór Bald- vinsson frá íhaldinu. Hlaut Guð- mundur 20 atkvæði, en Berg- þór 19. Varafulltrúar félagsins voru kjömir með atkvæðum alls þorra fundarmanna þeir Sigurður Rós- mundsson og Tómas Kristjáns- son. Vélstjórafélag Akureyrar. Þar var Eggert Ólafsson kosinn aðalfulltrúi, en varamaður hans Jón Hinriksson. lega úrskurðað á komandi þingi Alþýðusambandsins. Þeir 20 fulltrúar, sem nú er vitað með vissu, að skipa Full- trúaráð verkalýðsfélaganna á Ak ureyri næstu tvö ár, eru: Frá Bílstjórafélagi Akureyrar: Jón B. Rögnvaldsson og Hösk- uldur Helgason. Frá Félagi verzlunar- og skrif- stofnufólks: Jón Samúelsson og Kolbeinn Helgason. Frá Iðju, félagi verksmiðju- fólks: Jón Ingimarsson, Hjörleif- ur Hafliðason, Friðþjófur Guð- laugsson og Ingibergur Jóhanns- son. Frá Sjómannafélagi Akureyr- ar :Tryggvi Helgason og Lórenz Halldórsson. Frá Sveinafélagi jámiðnaðar- manna: Stefán Snæbjörnsson. Frá Verkakvennafélaginu Ein- ingu: Elísabet Eiríksdóttir, Vil- borg Guðjónsdóttir og Guðrún Guðvarðardóttir. Frá Verkamannafélagi Akur- eyrarkaupstaðar: Björn Jónsson, Haraldur Þorvaldsson, Þorsteinn Jónatansson, Hallgrímur Stef- ánsson og Torfi Vilhjálmsson. Frá Vélstjórafélagi Akureyr- ar: Eggert Stefánsson. FRA ALÞINGI Forsetakjör og deilda- skipting Á miðvikudaginn fór fram kjör forseta sameinaðs þings og var Emil Jónsson kjörinn. Fyrsti varaforseti sameinaðs þings var kjörinn Gunnar Jóhannsson og annar varaforseti Karl Kristjáns- son. í gær var kosið til efrideildar og forsetar deilda. Sæti í efri deild hlutu: Frá Al- þýðubandalaginu: Alfreð Gísla- son, Björn Jónsson og Finnbogi R. Valdimarsson. Frá Alþýðuflokknum: Harald- ur Guðmundsson og Friðjón Skarphéðinsson. Frá Framsóknarflokknum: Bernharð Stefánsson, Björgvin Jónsson, Hermann Jónasson, Páll Kristjánsson, Páll Zóphoníasson og Sigurvin Einarsson. Frá Sjálfstæðisflokknum: Frið jón Þórðarson, Gunnar Thorodd- sen, Jóhann Þ. Jósefsson, Jón Kjartansson, Sigurður Bjarnason og Sigurður Óli Ólafsson. Forseti efri deildar var kosinn Bernharð Stefánsson, fyrsti vara- forseti Friðjón Skarphéðinsson og annar varaforseti Alfreð Gísla son. Forseti neðri deildar var kjör- inn Einar Olgeirsson, fyrsti vara- forseti Halldór Ásgrímsson og annar varaforseti Áki Jakobsson. Atvinnutækjanefnd var, sem kunnugt er, skipuð 5. sept. sl. og eiga sæti í henni: Gísli Guð- mundsson, alþingism., Tryggvi Helgason, forseti Alþýðusam- bands Norðurlands, og Birgir Finnsson, forstjóri. Hefur nefnd- in frá því að hún var skipuð unn- ið að rannsóknum á rekstri at- vinnuveganna, og hverra aðgerða helzt væri þörf til að auka fram- leiðslu landsmanna og tryggja jafna og næga atvinnu um allt land. Er frumvarp þetta, sem nú hefur verið lagt fram, það fyrsta, sem heyrzt hefur opinberlega frá nefndinni, en fleiri ráðstafanir mun hún hafa í huga. Frá MÍR Kvikmyndasýningar MÍR hafa undanfama vetur notið mjpg mikilla vinsælda. Sýningar þess- ar eru nú hafnar á ný og er sýnt í Ásgarði á hverju mánudags- kvöldi kl. 9. Næstk. mánudagskvöld verða sýndar tvær myndir. Nefnist önnur þeirra Nótt í maí og er hún í Agfa-litum, en hin heitir Eiturslöngur. Lántaka erlendis. í frumvarpinu er gert ráð fyrir, að tekið verði erlent lán til smíði skipanna, og verði ríkisstjórninni heimilt að endurlána kaupendum skipanna allt að 90% af andvirði hvers togara og allt að 80% af andvirði hvers báts gegn 1. veð- rétti í skipunum. Þá er gert ráð fyrir að smíði eins eða tveggja af togurunum verði boðin út innanlands, og þeir byggðir hér heima, ef tilboð teljast viðunandi. Ríkisútgerð. Gert er ráð fyrir, að atvinnu- tækjanefnd geri tillögur um, hvernig hinum nýju skipum verður ráðstafað. Er m. a. gert ráð fyrir heimild til að stofnsetja ríkisútgerð togara í því skyni, að þeir leggi afla sinn á land á Vestur-, Norður- og Austurlandi, sérstaklega á þeim stöðum, þar sem ekki eru fyrir hendi fjár- hagslegir möguleikar til þess að kaupa og reka togara, en skortur er atvinnu. Greinargerð. Ytarleg greinargerð frá at- vinnumálanefnd fylgir frumvarp- inu, og verður hún birt í næsta blaði. Mænusóttarbólusetning borsteinn M. Jónsson og frú Sigurjóna Jakobsdóttir kvödd Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna næstu tvö ár. Samkvæmt lögum Alþýðusam- bandsins skal starfa í hverjum kaupstað fulltrúaráð verkalýðs- félaganna á staðnum, og annast það hin sameiginlegu mál félag- anna og sameiginlegar eignir þeirra. f fulltrúaráðinu eiga sæti þeir fulltrúar, sem félögin kjósa á þing ASÍ hverju sinni. Að þessu sinni verður fulltrúa- ráð verkalýðsfélaganna hér skip- að 20 fulltrúum, og þó sennilega einum betur. Vörubílstjórafélagið Valur kaus nú ekki fulltrúa beint á þing ASÍ, heldur kaus Lands- samband bifreiðastjóra í einu lagi fyrir öll þau félög, sem í því sambandi eru .Er því nokkuð í óvissu með aðild Vals að full- trúaráðinu, en öll sanngirni mæl- ir þó með því, að félagið eigi þar fulltrúa. Hitt er aftur óljóst, hvort sá fulltrúi, sem félagið á, á hinum sameiginlega lista Lands- sambandsins, á að taka sæti í Fulltrúaráðinu eða hvort félagið verður að kjósa sérstaklega í það sæti. Verður þetta mál væntan- í næstu viku fer hér fram mænusóttarbólusetning á börn- um á aldrinum 1—6 ára eins og auglýst er á öðrum stað hér í blaðinu. Bólusetningin er algerlega frjáls og eru foreldrar því alger- lega sjálfráðir, hvort þeir vilja láta bólusetja böm sín, enda verða þeir sjálfir að bera kostn- aðinn, sem er 30 krónur fyrir barnið. Þess skal þó getið, að bólusetningin er algerlega hættu laus og virðist mjög örugg vörn gegn hinni geigvænlegu mænu- sótt. Framkvæmd bólusetningarinn- ar verður þannig, að ætlast er til að komið sé með nöfn, heimilis- fang og fæðingardag og ár þeirra bama, sem á að bólusetja ásamt gjaldinu /fyrir bólusetninguna í aðgöngumiðasölu Borgarbíós mánudaginn 22. \eða þriðjudag inn 23. október kl. 1—5 e. h. — Viðkomanda verður þar afhent númer, sem á er skráð hvaða dag og klukkustund barnið á að mæta, og er ætlast til að með sessu móti verði hægt að komast hjá öllum troðningi, svo og allri teljandi bið. Af framangreindum ástæðum er alveg nauðsynlegt að gera pöntun sína áður en sjálf bólu- setningin hefst, enda verða að- eins afgreiddir þeir sem pantað hafa. NB. Munið að hafa börnin þannig klædd að auðvelt sé að bretta fötunum upp fyrir oln- boga. Frá Sjómannafélagi Akureyrar Á fundi Sjómannafélags Akur- eyrar sl. sunnudag var eftirfar- andi tillaga samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, „Fundur í Sjómannafélagi Ak- ureyrar, haldinn sunnudaginn 14. október 1956, lýsir samþykki sínu við byrjunaraðgerðir ríkisstjórn- arinnar til að stöðva dýrtíðina. — Jafnframt treystir fundurinn því, að staðið verði vel á verði gegn hvers konar verðhækkunum." Næstliðið sunnudagskvöld hélt bæjarstjórn Akureyrar þeim hjónum Þorsteini M. Jónssyni og frú Sigurjónu Jakobsdóttur veg- legt kveðjusamsæti að Hótel KEA. Var þar margt manna sam- an komið. En eins og kunnugt er eru þau hjón nú alflutt til Reykjavíkur. Ræðumenn í kveðjuhófi bæjar- stjórnar voru: Steinn Steinsen, bæjarstjóri, sem stjórnaði hófinu ög þakkaði Þorsteini gott sam- starf um málefni bæjarins; Guð- mundur Guðlaugsson, sem nú hefur tekið við störfum Þorsteins sem forseti bæjarstjórnar þakk- aði honum unnin störf í þágu bæjarfélagsins og almennings- heilla; Davíð Stefánsson, skáld, er flutti mjög snjalla ræðu fyrir minni Þorsteins; Jóhann Frí- mann, skólastjóri, er mælti fyrir minni frú Sigurjónu og Brynjólf- ur Sveinsson, menntaskólakenn- ari, er flutti Þorsteini þakkir Fræðsluráðs Akureyrar. Að lokum flutti Þorsteinn M. Jónsson kveðjuræðu og þakkaði fyrir hönd þeirra hjóna veizlu- gestum og öðrum Akureyringum góða viðkynningu á þeim 35 ár- um, sem þau hafa verið búsett á Akureyri. Áskell Snorrason, • tónskáld, stjórnaði almennum söng í sam- sætinu. 1 kveðjuhófi, sem Leikfélag Akureyrar hélt þeim hjónum, frú Sigurjónu og Þorsteini, voru þeim afhent heiðursfélagaskír- teini Leikfélags Akureyrar, en á síðasta aðalfundi félagsins voru þau kjörin heiðursfélagar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.