Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 19.10.1956, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 19.10.1956, Blaðsíða 2
VERKAMAÐURINN Föstudaginn 19. október 1956 VEHKRfllflÐllnlltn Ritstjóri: ÞORSTEINN JÓNATANSSON. Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Blaðstjórn: Björn Jónsson, Einar Kristjánsson, Jakob Árnason. Atgreiðsla: Hafnarstræti 88. Sími 1516. Pósthólt 21. Askriltarverð 40 krónur árg. Lausasöluverð 1. kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f. Kjörbréfadeilan Fyrsta vika Alþingis fór í deilur um kjörbríí uppbótarþingmanna Alþýðuflokksins, og héldu þing- menn Sjálfstæðisflokksins uppi mál- þófi miklu, enda þó að sýnt væri þegar í upphafi, hver verða mundi aígreiðsla málsins. I>óíi þessu er nu loks lokið, og yoru umrædd kjör- bréf samþykkt með 32 atkvæðum gegn 19 atkvæðum Sjálístæðisílokks- ins. Þingmenn Alþýðubandalagsins gerðu sérstaka grein fyrir afstöðu sinni í þessu máli, og er þar lögð áherzla á, að það hefði ekki verið nein raunveruleg lækning þeirrar meinsemdar, sem þarna er um að ræða, að senda heim þingmenn þá, sem nú hafa tekið sæti sem uppbót- armenn fyrir Alþýðuilokkinn. Slíkt hefð'i aðeins orðið til þess að skapa öngþveiti og flækju, sem illt hefði verið að ráða fram úr og e. t. v. ó- framkvæmanlegt nema með því, að láta fara fram nýjar kosningar, sem alveg eins hefðu getað orðið á sama grundvelli, ef afstaða landskjör- stjornarmanna hefur ekkert breytzt, og með því er ekki hægt að reikna, svo langan tíma, sem þeir höfðu haft til umhugsunar, áður en þeir felldu úrskurð sinn. Það eina, sem vit er í að gera í þessu máli, og það er nauðsynlegt að gert verði, er að ganga þannig frá kosningalögunum og stjórnar- skránni, að ákvæði þeirra verði ekki misnotuð, eins og átti sér stað með kosningabandalagi Alþýðuflokksins og Framsóknarliokksins í vor. 1 því samkomulagi, er núverandi stjórnarflokkar gerðu með sér, þeg- ar ríkisstjórnin var mynduð í sum- ar, er greinilega fram tekið, að rík- isstjórnin skuli vinna að því, að endurskoðun stjórnarskrárinnar og kosningalaganna verði lokið á starfs tíma hennar, og er vonandi að það verk verffi svo vel og samvizkusam- lega unnið, að engir flokkar, flokks- brot eða Ookkasamsteypur geti þar smogið í gegnum ákvæði laganna og matað sinn krók á kostnað ann- arra. — Greinargerð þingmanna Al- þýðubandalagsins fer hér á eftir í heilu lagi. Greinargerð Alþýðubandalagsins í 31. gr. stjórnarskrárinnar segir, að á Alþingi skuli eiga sæti allt að 11 þingmenn til jöfnunar milli þing flokka, svo að hver þeirra hafi þing- sæti í sem fyllstu samrami við at- kvæðatölu sína við almennar kosn- ingar. Akvæði þetta er byggt á því grundvallarsjónarmiði íslenzkra stjórnskipunariaga, að kjósendur skuli hafa jöfn áhrif á skipun Al- þingis, hvar sem þeir greiða at- kvæði og hverjum stjórnmálaflokki, sem þeir greiða atkvæði. Ákvæði kosningalaganna um kjör landskjörinna þingmanna og út- hlutun uppbótarþingsæta ber að skýra með hliðsjón af þessu ákvæði stjórnarskrárinnar. Alþýðubandalagið telur, að kosn- ingabandaiög flokka eða einstakra frambjóðenda og Ookka í þeim til- gangi að afla fleiri þingmanna en rök standa tii samkvæmt atkvæða- tölum þeirra, brjóti í bága við anda stjómarskrárinnar og kosningalag- "anna. — Hins vegar er það skylda landskjörstjórnar, að undirbúa al- mennar kosningar þannig, að þess-« um tilgangi stjórnarskrárinnar verði náð og að kjósendum sé ljóst, þegar kosið er, eftir hvaða reglum þing- sætum verði úthlutað milli stjórn- málaflokka. Alþýðubandalagið telur, að kosn- ingabandalag Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins í kosningun- um 1956 hafi verið þess eðlis, að rétt hefði verið að telja þá í kosn- ingunum og við úthlutun uppbót- arþingsæta sem einn þingflokk. Landskjörstjórn hafði hins vegar úrskurðað og birt fyrir kosningar, að Alþýðuflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn hefðu hvor sinn lands- lista í kosningunum og uppbótar- þingsætum skyldi úthlutað á þeim grundvelli, sem lagður var með úr- skurði landskjörstjórnar, og kjós- endur reiknuðu með því á kjördegi, aff þingsætum yrði úthlutað skv. úr- skurði landskjörstjórnar og greiddu atkvæffi skv. því. Landskjörstjórn hefur síðan gefið út kjörbréf til landskjörinna þingmanna á grund- velli úrskurðarins, sem hún birti fyrir kosningar. Að þessu athuguðu telur Alþýðu bandalagið ekki fært að ógilda kjör- bréf þeirra þingmanna Alþýðu- Ookksins, sem náð hafa kosningu á þeim grundvelli, er landskjörstjórn hafði lagt, en leggur þó ríka áherzlu á, að með endurskoðun stjórnar- skrárinnar og kosningalaganna vcrði koniið í veg fyrir kosninga- bandalög, sem raska eðlilegri út- hlutun uppbótarþingsæta milli þing Ookka. Með hliðsjon af framansögðu og meft til.liti til þess, að í stjórnar- samningi núverandi ríkisstjórnar er svo ákveðiff, að skipa skuli nefnd til aft endurskoða á starfstíma þessarar stjórnar kosningalög og stjórnar- skrá, tehir því Alþýðubandalagið eins og nú er komið, að staðfesta verði hin umdeildu kjörbréf lands- kjörinna þingmanna, sem lands- kjörstjórn hefur gefið út. Úthlutun listamanna- launa Menntamálaráðuneytið hefur nýlega falið eftirtöldum mönnum að gera tillögur til ráðuneytisins um, hvernig veiting listamanna- launa verði felld í fastara form en nú á sér stað og betur að skapi þeirra er launanna njóta: GuSmundi G. Hagalín, rithöf- undi, Gunnlaugi Scheving, Ust- málara, Helga Sæmundssyni, rit- stjóra, Jóni Leifs, formarmi Bandalags íslenzkra listamanna, dr. Páli ísólfssyni, tónskáldi, Snorra Hjartarsyni, skáldi, dr. Steingrími J. Þorsteinssyni, pró- fessor, Þorsteini Hannessyni, óperusöngvara og Ævari R. Kvar an, leikara. Helgi Sæmundsson er formaður nefndarinnar. Hljómleikar amerískra listamanna Fimmtudaginn 11. þ. m. efndi Tónlistarfélag Akureyrar til IV. tónleika á þessu ári. I þetta sinn hafði félagið fengið ameríska lista- menn: fiðlusnillinginn Jeanne Mit- cliell, píanósnillinginn James Wolfe og píanóundirleikarann Sylvia Suz- owski, sem einnig er snillingur í sinni röð. James Wolfe er mjög góður píanóleikari, skapmikill og gæddur miklum hæfileikum til að túlka sál þeirra tónverka, er hann flytur. Einkum náði hann sér vel niðri í síðari hluta hljómleikanna og því betur sem á leið. Fyrsta verkeíni hans á hljómleikunum var Sónata i D-dúr, op. 10, nr. 3 eftir Beetho- ven. í fvrstu virtist hann ekki vera Mænusóttarbólusetning Mænusóttarbólusetning á börnum á aldrinum 1—6 ára verður framkvæmd miðvikudaginn 24. og fimmtudag- inn 25. október n. k. í Hafnarstræti 67 uppi (Skjald- borg). Bólusetja þarf þrisvar og er gjaldið 30 krónur fyrir alla bólusetninguna (3 skipti), fyrir hvert barn. Nauðsynlegt er að panta bólusetninguna fyrir fram og eru foreldrar beðnir að koma með á pappírsmiða nöfn þeirra barna, sem þau ætla að láta bólusetja svo og heimilisfang og fæðingardag og fæðingarár. Tekið verður á móti pöntunum ásamt greiðslu (kr. 30.00 pr. barn) fyrir bólusetninguna í aðgöngumiðasölu Borgarbíós mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. októ- ber n. k. kl. 1—5 e. h. og verða þar gefnar nánari upp- lýsingar um á hvaða tíma barnið á að mæta til bólu- setningarinnar. — Sjá nánari upplýsingar annars staðar í blaðinu. Munið að hafa börnin þannig klædd, að auðvelt sé að bretta fötunum upp fyrir olnboga. HÉRAÐSLÆKNIRINN. Frá Húsmæðraskóla Akureyrar Kennsla í barnafatasaum, handprjóni og útsaum hefst í Húsmæðraskólanum föstudaginn 19. þ. m. kl. 3.30 e. h. Nánari upplýsingar gefur Gerður Sigurðardóttir, kenn- ari í síma 1199 frá kl. 4—7 e. h. næstu daga. SKÓLANEFNDIN. Frá Brunabótafélagi íslands Samkvæmt lögum um Brunabótafélag íslands og samn- ingi við Akureyrarbæ, er skylt að vátryggja hjá félag- inu allar húseignir í lögsagnarumdæmi Akureyrar, þar með talin hús i smíðum. Eru því allir þeir, sem eiga óvátryggð hús, skúra eða verbúðir, í smíðum eða full- gerð, áminntir um að brunatryggja þau nú þegar. Gjalddagi iðgjaldanna var 15. október. Vinsamlegast gerið fljót og góð skil. — Þorsteinn Hörgdal, Sjónarhóli, annast fyrir mig innheimtu iðgjalda af húsum í Glerár- þorpi og býlum utan Glerár. Munið að tilkynna um flutning á innbúi og sölu fasteigna. Umboðsmaður Brunabótafélags íslands VIGGÓ ÓLAFSSON Brekkugötu 6, simi 1812. í essinu sínu, hvað sem valdið hefir (hljóðfærift er örðugt), en hann sótti mjög í sig veðrið í 2. þætti sónötunnar, svo aö hún varð að lokum áhrifamikil. Annar þáttur hljómleikanna Var Sónaia í d-rnoll fyrir 1 iðlu og píanó, op. 94 eftir Prokofcv, sem Jeanne Mitchell lék meft aðstoð Sylvíu Suz- owski. Þetta er afarerfitt verk, en mjög tilkomumikið, þegar vel tekst. Og ekki verður annað sagt, en að þaft væri mjög áheyrilegt í þetta sinn, þótt meðferff þess jafnaðist ekki á við það, sem heyra má hjá hinum mestu snillingum, svo sem David Ojstrakh. Eftir nokkurt hlé lék Mr. Wolfe nokkur lög. Fyrst lék hann Passa- cagliu eftir Walter Piston, mjög há- tíðlegt lag og fagurt. Og nú náði hann slíkum tökum á hljóðfærinu, að sönn unun var að heyra. Næsta lag var Paþillions, op. 2 eftir Schu- mann, yndisfagurt lag, leikið af miklu íjöri og listagleði, en helzt til sterkt ,á kötlum, því það krefst um- fram allt léttleika. Þá komu tvær af Etudum Chopins (c-moll og C-dur), Outtar aí sannri snilld, og komu þar fram allir kostir mikils píaniisnill- ings. Að lokum lék hann aukalag: Scherzo úr S<>nötu í c-moll eftir Chopin, og llutti það með mikium ágætum. Síðasti þáttur hljómleikanna var samleikur þeirra Jeanne Mitchell og Sylvíu Suzowski. Fluttu þær nú nokkur lög, sem ekki voru eins erfið fyrir áfieyrendur eins og sónata Pro- kofévs. Og í flutningi þessara laga náðu þær miklum áhrifum. Fyrst var Noctume eftir Aaron Copeland, mjög fagurt lag og skemmtilegt, þá Chants d'Espagne eftir Nin-Koch- anski og síðast La Vida Breve eftir De Falla-Kreisler, og að slöustu aukalag. Húsfyllir var áheyrenda, óg var listafólkinu ákaft fagnað. , Á.S. Skemmtiklúbburinn „ALLIR EITT" hefur starfsemi sína með DANSLEIK í Alþýðuhúsinu 1. vetrardag, laugardaginn 27. þ. m., kl. 9 e. h. — Félagsskír- teini verða afhent á sama stað á miðvikud. 24. þ. m. kl. 8- 10 e. h. og verður þá borðum ráðstafað. - Félagar frá fyrra ári sitja fyrir. — Fimmtudag- inn 25. þ. m. verða nýjum fé- lögum seldir miðar frá kl. 8— 10 eftir hádegi. STJÓRNIN. Æfingatímar í íþrótta- 'rv^JI húsinu. Þriðjudaga kl. 7—8: Fimleikar og knatt spyrna ,eldri flokkar. — Þriðjudaga kl. 8—9: Handknattleiktir kvenna. — Föstudaga kl. 7—8: Fimleikar og knattspyrna, yngri flokkar. — Föstudaga kl. 8—9: Handknatt- leikur kvenna. — Félagar 12—16 ára eru beðnir að mæta í íþrótta- húsinu næstk. föstudag kl. 7 e. h. Þar verður skráð í íþróttaæfing- ar í fþróttahúsinu í vetur, rætt um fyrirhugaðar skíðaæfingar og félagsstarfið. — Stjóra KA.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.