Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 19.10.1956, Side 4

Verkamaðurinn - 19.10.1956, Side 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudagúm 19. október 1956 Brennivínskosningar í næsta mánuði Á fundi bæjarstjórnar s. 1. þriðjudag var samþykkt, að í næsta mánuði skyldi fara fram atkvæðagreiðsla meðal bæjarbúa um það, bvort opna skuli á ný útsölu Áfengisverzlunar ríkisins hér á Akur- eyri, en hún hefur, svo sem allir vita, verið lokuð síðan í ársbyrj- un 1954. UNDIRKJÓLAÍ úr prjónasilki Svartir, hvítir og bleikir. Stcerðir: 42, 44, 46 og 48. Verð kr. 98.00. * * ★ KVENBUXUK úr prjónasilki í sömu stcerðum. Verð kr. 31.80. MARKAÐURINN Akureyri. — Sími 1261. Aðalfundur Skákfélags Akureyrar verður n. k. þriðjudagskvöld kl. 8.30, í ÁSGARÐI. Dagskrá samkvæmt félagslögum. STJÓRNIN. DAMASK SÆNGURVERALÉREFT, rósótt LAKALÉREFT, hör LÉREFT, einlit, margir litir LÉREFT, hvítt, 90 cm og 140 cm. V efnaðarvörudeild Happdrætfi Þjóðviljans GLÆSILEGIR VINNINGAR: Pobeda-bifreið 15 ísskápar Dregið 2. nóvember. Látið ekki happ úr hendi sleppa. Atkvæðagreiðslan um lokun áfengisútsölunnar hér fór fram samhliða Alþingiskosningunum sumarið 1953. Féllu atkvæðatölur þá þannig, að lokunin var sam- þykkt með 1730 atkvæðum gegn 1274, en 332 skiluðu auðum seðl- um og 33 voru ógildir. í samræmi við úrslit þessarrar atkvæða- greiðslu var áfengisútsölunni hér lokað í ársbyrjun 1954. Um næstu áramót hefur hún því verið lok- uð í þrjú ár. Það er ekki nema eðlilegt, að bæjarstjórn láti fara fram at- kvæðagreiðslu aftur til að kanna, hver er dómur bæjarbúa um þá reynzlu, sem fengizt hefur af ! lokuninni. Mun mála sannast, að um þá reynzlu „mætti ýmislegt segja, bæði með og móti‘“, og munu ekki allir á einu máli frem- ur en fyrri daginn. Það mun álit margra, að þegar litið er á heildina, hafi minna verið drukkið í bænum en áður var, en hins vegar hafi ólögleg verzlun með áfengi farið mjög vaxandi og séu orðin það mikil brögð að henni, að litlu minni vandi sé orðinn að verða sér úti um áfengi, fyrir þá sem það vilja, en var á meðan áfengisútsalan var opin. Á þetta skal ekki lagð- ur dómur hér, en lögð áherzla á það, að brýn nauðsyn er, að lög- regluyfirvöld og allur almenn- ingur leggist á eitt um að kveða niður svartamarkaðsverzlunina með áfengi. Hún er ljótur blett- ur á bænum, og það mæla engin rök með því, að haldið sé hlífi- skyldi yfir þeim mönnum, sem slíkt leggja fyrir sig. Er vel að einhver hreifing virðist hafa kom ið á lögregluna í sambandi við þessi mál nú nýverið, og verður vonandi áframhald á aðgerðum hennar til að vinna gegn ósóma þessum. Hversvegna í haust? Eitt er það atriði í sambandi við ákvörðun bæjarstjórnar um umrædda atkvæðagreiðslu, sem kemur nokkuð einkennilega fyrir sjónir. Hvers vegna á einmitt að kjósa nú í haust? Það vita allir, að kosningar kosta mikið fé. Það þarf mikið starfslið á kjördag og verulegan undirbúning í sambandi við kjör- skrá og fleira. Hefði því virzt eðlilegra, að þessi atkvæða- greiðsla hefði farið fram samhliða einhverjum öðrum kosningum, t. d. Alþingiskosningunum í sumar. Þá var allt það starfslið, sem á þarf að halda, til staðar hvort eð var, og hægt að nota sömu kjör- skrá. Ef bæjarstjórn hefði óskað þess, hefði atkvæðagreiðslan þá getað farið fram bænum að kostnaðarlausu að kalla. Sá mögu leiki var ekki notaður og er nú úr sögunni, en hvers vegna þá ekki að bíða eftir næstu bæjar- stjórnarkosningum? Þær kosn- ingar þarf bærinn að kosta, en þær verða engu dýrari þótt kos- ið sé um héraðsbannið um leið. Og varla getur gert mikið til eða frá, hvort þessi kosning fer fram nokkrum mánuðum fyrr eða síð- ar. Guðrún Guðvarðardóttir bar fram á bæjarstjórnarfundinum á þriðjudaginn tillögu þess efnis, að atkvæðagreiðslan yrði látin bíða næstu bæjarstjórnarkosn- inga, en meirihluti bæjarstjórnar var fljótur að fella þá tillögu. Hér er um allundarlega starfshætti að ræða hjá meirihluta bæjarstjórn- ar. Ef bæjarfulltrúum þykir ekki mega geyma þessa atkvæða- greiðslu til bæjarstjórnarkosn- inganna ,hversvegna létu þeir þá ekki kjósa um bannið um leið og Alþingiskosningarnar fóru fram? Því verður varla trúað, að þeir hafi ekki verið farnir að hugsa málið þá, ef þeir hafa nú svo mik- inn áhuga fyrir því, að það þoli enga bið. Eða hafa þeir svo gam- an af að setja kosningar á svið, að þeim þyki nauðsyn til bera að eyða nokkrum þúsundum af fé bæjarins í því skyni? Einhverjir héldu nú, að ekki væri of mikið í kassanum eða annað þarfara, sem kallaði að. E.í ' Kvikmyndafélagið Filmía hef- ur þriðja starfsár sitt hér á Ak- ureyri n.k. laugardag, 20. þ. m., með því að sýna frönsku mynd- ina Paradísarbörn (Les Enfants du Paradis). Myndin er frá árinu 1945 og er því 11 ára gömul. — Leikstjóri er Marchel Carné. — Handritið gerði hinn góðkunni Jaques Prévert og tónlistina samdi Joseph Kosma. Aðalleik- endur eru: Arletty, Jean-Jouis Barrault, Pierre Brassour og Maria Caesares .Myndin fjallar um leikhúslíf í Parísarborg á síðustu öld, en er um leið bitur ádeila á hina ríku og þá „sem hafa komizt áfram í þjóðfélag- inu“. Það er fyrri hluti myndar- innar, sem sýndur verður á morgun, en síðari hlutinn verður sýndur eftir viku, laugardaginn 27. þ. m. „Hin vota gröf“. Næsta mynd þar á eftir verður brezka myndin „Hin vota gröf“ (In Which We Serve) eftir Noel Coward. Sú mynd var gerð 1942 og leikur Coward aðalhlutverkið. Hann samdi einnig handritið og tónlistina. Myndin fjallar um brezka skipbrotsmenn í síðustu TAKIÐ EFTIRl BÓKAVIKUNNI lýkur í kvöld. Margar bækur eru að vísu uppseldar, ep enn þá eru þó til ýmsar góðar bæk- ur á hinu lága verði. Vinsam- legast lítið inn í verzlunina. Opið til kl. 10 í kvöld. Bókaverzlunin EDDA h.f. \ Hafnarstr. 94 (Hamborg) Sími 1334. MÍR Kvikmyndasýning í Ásgarði mánudaginn 22. okt. kl. 9 eftir hádegi. Sýndar verða tvær myndir: NÓTT í MAÍ (í Agfa-litum) og EITURSLONGUR Inngangseyrir kr. 5.00. Leiðrétting. Nokkrar prentvill- ur hafa slæðzt í grein Steinunnar Bjarman „Ævintýri í Austur- vegi“ í síðasta blaði. í öðrum cfálki, er talað er um Háskólann í Moskvu, eru allar byggingamar sagðar 92.168.300 rúmmetrar, á að vera rúmfet. í sömu málsgrein hefur fallið úr síðustu setning- unni. Rétt er setningin svona: — „Bygging þessi (háskóhnn) er öll svo risafengin og stórkostleg, að við lá, að okkur létti, þegar kom- ið var út, tilhugsunin um að vill- ast var ekki sérlega eftirsóknar- verð, því að alla ævina og meira til tekur að ganga um alla bygg- inguna, ef sofið er eina nótt í hverju herbergi.“ — Blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. heimsstyrjöld, baráttu þeirra og vonir. Þá verður sýnd franska myndin „Ofsókn“ (Panique) eft- ir Duvivier, en aðallleikendur hennar eru Michel Simon og Viviane Romance. Eins og Para- dísarbörnin er ofsókn bölsýnis- mynd, rannsókn á ofsóknaræði múgsins .Þá verður sýnd brezka myndin „Að hika er sama og tapa“ (Thunder Rock) eftir John Boalting, sem var að athuga kvikmyndaaðstæður hér á landi fyrir tveimur sumrum. Aðalleik- andi myndarinnar er Michael Redgrave. Síðasta myndin, sem sýnd verður fyrir jól er (Merry go round“, þögul mynd eftir meistara Eric von Stroheim. Félagsskírteini. Gamlir og nýjir félagar eru vinsamlegast beðnir að skrifa sig nú þegar á lísta, er liggur frammi í Bóka- og blaðasölunni, Ráð- hústorgi 3. Árskortið kostar kr. 75.00 og gildir sem aðgöngumiði að 15 sýningum. Félagsskírteinin verða afhent í Nýja-Bíó í dag kl. 5— 7e. h., og laugardag kl. 1—3. Eins og áður verður sýnt í Nýja-Bíó og verða sýningar á laugardögum kl. 3 og er sú fyrsta á morgun, eins og áður er sagt. Útvarpsumræður í dag er gert ráð fyrir, að kosið verði í fastar nefndir þingsins, og á mánudag verður væntanlega 1. umræða um fjárlagafrumvarpið. Verður henni útvarpað að vejnu. Til sölu: Barnavagn, Rafmagns- þvortaporrur og krakkarúm með dýnu. Upplýsingar í Eiðsvallag. 20 (suðurdyr). Sími 2051. Vetrarstarf Filmiu

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.