Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.10.1956, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 26.10.1956, Blaðsíða 1
VERKMflÐURiflll MUNIÐ ÞJÓBVILJA- HAPPDRÆTTH)! Miðar eru seldir í skrif- stofu Sósíalistafélags Ak- ureyrar og hjá ýmsum einstaklingum. XXXIX árg. Akureyri, föstudagiim 26. október 1956 35. tbl. FRYSTIHÚSIÐ ísframleiðsla hafin Nú um síðustu helgi hófst ís- framleiðsla í hraðfrystihúsinu og er fyrsti hluti hússins þar með tekinn í notkun. Vélarnar, sem notaðar eru til ísframleiðslu eru innlendar, smíðaðar og settar upp af vél- smiðjunni Héðni í Reykjavík. — Eiga þœr að geta framleitt um 40 tonn af ís á sólarhring. Einn togari Útgerðarfélagsins hefur þegar tekið ís af hinni nýju framleiðslu. Mikið er eftir. Enda þótt ísf ramleiðsla sé haf in í frystihúsinu, er enn langt í land, að lokið verði við bygging- una og hægt verði að hefja þar frystingu fiskjar. Eins og sakir standa liggur nærri að allar framkvæmdir stöðvist sakir fjár- skorts og stafar það m. a. af því að Framkvæmdabankinn hefur ekki staðið við loforð sín um lánsfé. Mundi þó enn vanta mikið fé til framkvæmdanna, þótt hann hefði uppfyllt sín loforð. Ríkisstjórnin mun nú hafa tek- ið mál þetta til athugunar og standa vonir til að hún muni leysa úr þessum vanda, svo að ekki þurfi að koma til þess að framkvæmdir við bygginguna stöðvist. Ætti þá að mega vænta þess, að húsið yrði fullbúið til nota á næsta vori. Verður seint fullreiknað það tjón, sem Útgerðarfélagið og Ak- ureyringar allir hafa beðið af því að byggingu hraðfrystihússins skuli ekki hafa verið hraðað meir en verið hefur og framkvæmdir hafnar fyrr. Því ber þó að fagna, að ísfram- leiðslan skuli nú komin í gang og mun það verða til mikils hagræð- is fyrir útgerð togaranna og spara þeim marga f erðina út um land í ísleit, auk þess, sem ísinn verður vafalaust ódýrari heimafenginn. Alþýðusambandsþingið hefst 20. nóvember 326 fulltrúar og margir erlendir gestir Tuttugasta og fimmta þing Al- þýðusambands íslands verður sett í Reykjavík 20. nóvember næstk. Þingið verður haldið í KR-skálanum við Kaplaskjóls- veg, en þar var það einnig hald- ið 1954. Rúmlega 150 félög hafa kosið samtals 326 fulltrúa á þingið. En auk þingfulltrúa munu sitja bað nokkrir erlendir gestir, eða fulltrúar frá Alþýðusam- böndum Danmerkur, Noregs, Finnlands og Svíþjóðar og einnig formaður Fiskimannafélags Fær- eyja, Erlendur Patursson. I sambandi við þingið verður Frá Barnarverndar- félagi Akureyrar Barnaverndardagurinn er n.k. laugardag og verða þá seld merki til ágóða fyrir starfsemi félags- ins. Einnig verður bókin Sól- hvörf seld næstu daga í sama skyni. Væntir félagið, að foreldr- ar og aðrir styðji starfsemi þess með því að kaupa merki dagsins og rit, þegar börnin koma og bjóða það til sölu. Þá mun félagið stofna til happ- drættis eftir mánaðamótin. MfR. Næsta kvikmyndasýning er á mánudagskvöldið kl. 9. Þá verður öskubuska sýnd. minnst 40 ára afmælis Alþýðu- sambands íslands. Happdrættið Nú er aðeins vika þar tíl dreg- ið verður í Happdrætti Þjóðvilj- ans. Veltur því mikið á, að tím- inn verði notaður vel, svo að glæsilegur árangur náist. Þjóð- viljinn á tvítugsafmæli hinn 31. þ. m. og í tilefni þess hljótum við að leggja áherzlu á að sala happ- drættismiðanna verði sem mest. Það verður eins konar afmælis- gjöf til blaðsins, og við hljótum öll að vilja hafa þá gjöf sem veg- legasta. AUir þeir, sem hafa miða til sðlu eru vinsamlegast beðnir að gera skil á afgreiðslu Verka- mannsins fyrir mánaðamót. Þeir, sem telja sig geta selt meira af miðum en þeir hafa þegar imdir höndum, geta einnig fengið þá þar. Afgreiðsla Verkamannsins, sem er í Hafnarstræti 88, verður opin til sölu miða og uppgjörs fyrir ,selda miða n.k. þriðjudag og mið- vikudag til kl. 7 e. h. og á mið- vikudagskvöldið einnig frá kl. 8—10. Herðum nú róðurinn og látum lokaátakið við sölu Afmælis- happdrættisius verða glæsilegt. Munið, að 20 ára afmæli Þjóð- viljans er n.k. miðvikudag. Myndin sýnir hina nýju gerð Moskovitch bifreiðanna —M 402 — sem mikla eftirtekt hefur vakið. — Bifreið þessi var til sýnis við bifreiðaverkstæði Jóhaiinesar Kristjánssonar h.f. sl. þriðjudag, og urðu margir til að leggja leið sína þangað. Gúmbjörgunarbálar í öll íslenzk skip Reynslan hefur sannað ótvírætt gildi þeirra sem hinna öruggustu fleytitækja Skipaskoðun ríkisins hefur samið reglugerð um notkun gúmhátanna og kemur hún væntanlega til framkvæmda á næstunni Á tveim síðustu þingum hafa þeir Karl Guðjónsson og Lúðvík Jósefsson flutt frumvarp um notkun gúmbáta á íslenzkum skipum, og á síðasta þingi komst málið það langt ,að samþykkt var áskorun á ríkisstjórnina að setja reglugerð um þetta efni og hefur Skapiskoðun ríkisins nú gengið frá samningu slíkrar reglugerðar. Gúmbátar hafa bjargað mörgum mannslífum. Hér á landi voru gúmbátar fyrst notaðir á bátum frá Vest- mannaeyjum, og hafa þeir þegar bjargað lífi margra Eyjamanna. Þegar Veiga, VE 21, f órst 12. apr- íl'1952 björguðust 6 menn á gúm- bát, en 2 drukknuðu. Guðrún, VE 163, fórst 27. apríl 1953. Fimm menn drukknuðu, en 4 björguð- ust í gúmbát upp á Landeyja- sand. Glaður, VE 270, sökk við Vestmannaeyjar í apríl 1954. Öll skipshöfnin komst í gúmbát og var bjargað af brezkum togara daginn efti raustur við Hjörleifs- höfða. Halikon ,VE 27, sökk við Vestmannaeyjar 15 .okt. 1955. — Fóru allir skipverjar, sem voru 7 að tölu, í gúmbát og var bjargað af m.s. Vonarstjörnunni, VE 26. Af björgunum af erlendum skipum má nefna: Þegar danska eftirlitsskipið Ternen strandaði við suðurströnd íslands í júlí 1955, bjargaðist áhöfnin í land á gúmbát. Þegar brezki togarinn Osako sökk við Færeyjar 20.apríl sl., bjargaði brezki togarinn Thessalonian áhöfninni með sín- um gúmbátum. Og björgun allrar áhafnar brezka togarans, sem fórst í „Húllinu" nú fyrir skemmstu, mun öllum í fersku minni. Ýmsar gerðir báta. Gúmbátar til björgunar voru fyrst notaðir á stríðsárunum, og þá einkum gerðir fyrir flugvélar. Fyrstu gúmbátarnir, sem notaðir voru í Vestmannaeyjum, voru þannig ætlaðir flugvélum, en síð- an hafa ýmsar og betri gerðir komið á 'markaðinn. Skipaskoðun ríkisins viðurkennir nú þrjár gerðir gúmbáta, en það eru: RFD (brezk) fyrir 10 og 20 menn, Elliot (brezk) fyrir 10 til 20menn og DSL (þýzk) fyrir 6, 10 og 20 menn. Reglugerðin. Eftir alþjóðareglum, sem ísland er aðili að, er nú ekki leyfilegt að nota á skipum, 500 smálesta og stærri, fleytitæki sem fljóta vegna þess að þau eru blásin út með lofti. En nú hafa ísland og fleiri lönd farið þess á leit að samþykktinni verði bréytt, hvað þetta atriði snertir, en meðan sú breyting hefur ekki veriS sam- þykkt, er ekki hægt að. taka burtu fleka og önnur fleytitæki og setja gúmbáta í staðinn. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu, að gúmbátarnir séu notaðir sem aukabjörgunartæki á skipunum. Sú reglugerð, sem nú hefur verið samin, er miðuð við að breytingar þessar verði gerðar á alþjóðareglunum. Að öðrum kosti nær íslenzka reglugerðin aðeins til skipa allt að 500 rúmlestum að stærð og þeirra skipa, sem ein- göngu eru í innanlandssiglingum. Á fiskiskipum, 80 lesta og stærri, er ekki ætlunin að björgunarbát- arnir hverfi, heldur komi gúm- bátarnir aðeins í stað flekanna. Bátar 30 til 80 lesta verða skyld- aðir til að hafa gúmbjörgunar- báta og einnig bátar 15 til 30 lesta. Þá er það nýmæli í reglu- gerðinni, að allir þilfarsbátar 5 tíl 16 lestir að stærð skuli hafa gúmbáta, gúmfleka eða annað fleytitækL Ný símaskrá - Verður prentuð númeraröð? Ný símaskrá fyrir Akureyri mun nú í undirbúningi og kem- ur væntanlega út fyrir áramót. Er hennar vissulega full þörf, því að segja má, að núverandi síma- skrá Akureyrar sé í mörgum hlutum, og því oft seinlegt að finna það númer, sem leitað er eftir. En ein er sú endurbót, sem nauðsynlega þyrfti að gera á skránni við þessa útgáfu hennar, en það er að prenta aftan við hina venjulegu stafrófsröð síma- notenda númeraröð, eins og lengi hefur tíðkast um símaskrá Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Getur það oft verið til mikils hagræðis fyrir símanotendur, en ætti ekki að auka útgáfukostnað símaskrárinnar svo að verulegu nema eða það sé nein frágangs- sök hans vegna. Það er mikið talað um bætta þjónustu nú á dögum, og hér getur Landssíminn á einfaldan hátt bætt þjónustu sína við síma- notendur á Akureyri. Frá Máli og menningu. — Um- boðsmaður Máls og menningar hér, Elísabet Eiríksdóttir, biður þess getið, að hún hafi nú fengið allar bækurnar í nýja bókaflokkn um. Ættu félagsmenn því sem fyrst að láta hana vita, hverjar bókanna þeir óski að fá.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.