Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.10.1956, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 26.10.1956, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 26. október 1956 VERKRtlUIÐURlltn Ritstjóri: ÞORSTEINN JÓNATANSSON. Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Blaðstjórn: Björn Jónsson, Einar Kristjánsson, Jakob Árnason. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. Sími 1516. Pósthólf 21. Áskriftarverð 40 krónur árg. Lausasöluverð 1. kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f. Þjóðviljinn tvítugur Hinn 31. þessa mánaðar eru 20 ár liðin frá því að dagblað ís- lenzkrar alþýðu, Þjóðviljinn, hóf göngu sína. Tuttu ár eru ekki langur tími í sögu heillar þjóðar, en á þeim tuttugu árum, sem lið- in eru frá því að útgáfa Þjóðvilj- ans hófst, hefur mikil saga gerzt og merkileg. Hlutur Þjóðviljans í þeirri at- burðarás og sögumyndun mun seint verða rakinn eða skilgreind ur til fulls, en í tilefni þessa af- mælis blaðsins er þó rétt að gera sér nokkra grein fyrir því hlut- verki, sem hann hefur gegnt í ís- lenzku þjóðlífi og hvað unnizt hefur með baráttu hans fyrir velferðarmálum alþýðu þessa lands og landsmanna allra. En á liðnum tuttugu árum hefur ÞjóS- viljinn verið sverð og skjöldur alþýðustéttanna í allri þeirra baráttu fyrir betri hag og bjart- ari framtíð og jafnrétti allra landsins barna. Við vitum ekki, hvemig vera mundi umhorfs í landinu í dag, ef Þjóðviljans hefði ekki notið við, en við getum ímyndað okkur það. Við getum spurt nokkurra spurn inga, og athugað, hvaða svör við finnum við þeim. Hversu margir þingmehn myndu telja sig full- trúa verkalýðsins á Alþingi og standa þar trúan vörð um mál- efni hans? Hvernig skyldi trygg- ingalöggjöf þjóðarinnar líta út? Ætli það væru nokkrar atvinnu- leysistryggingar komnar til sög- unnar? Hver skyldi vera styrk- leiki verkalýðghreyfingarinnar? Hvert skyldi vera tímakaup verkamanna? Ætli það væru nokkur orlofslög til? Hvernig skyldi ríkisstjómin vera skipuð nú? Og hvemig skyldi herstöðva samningurinn líta út, ef ekki hefði notið baráttu Þjóðviljans? Skyldu vera nokkrir möguleikar á að losna við herinn úr landinu á næstunni? Ætli það hefði ekki verið gerður samningur um setu hersins til 99 ára? Það mætti hafa þessar spurn- ingar miklu fleiri, þó að hér verði látið staðar numið. Getur hver og einn leitast við að finna svör við þeim, en hætt er við að útkoman verði alltaf á þá leið, að ýmislegt mundi nú vera á annan og verri veg í landi okkar, ef hin róttæka verkalýðshreyfing hefði ekki átt öruggan málsvara og baráttu- tæki, þar sem Þjóðviljinn hefur verið, ef hinn róttæki verkalýður hefði ekkert dagblað átt. Þjóðviljinn hefur verið sú brjóstvörn alþýðustéttanna síð- ustu tuttugu ár, sem aldrei hefur brostið, og jafnframt verið áhrifa mesta vopn þeirra gegn auðvaldi og afturhaldi. Enda hefur blaðið verið hatað og ofsótt af íhaldsöfl- unum, og hvaðeina gert til að bregða fæti fyrir það. Fjárhags- legir erfiðleikar blaðsins hafa verið miklir, og það svo á stund- um, að ekki varð séð að morgni, hvort unnt reyndist að koma blaðinu út næsta dag. En fyrir fórnfýsi alþýðunnar og skilning á mikilvægi Þjóðviljans hefur allt- af tekizt að halda í horfinu og vel það. Alþýðunni hefur verið það Ijóst, að án Þjóðviljans mátti hún ekki vera, og að þeim fjármun- um, sem fóru til að styrkja og tryggja útgáfu hans, var ekki verst varið, enda þótt oft hafi verið af litlu að taka. Engir fjár- munir hafa borið jafn ríkulegan ávöxt og þeir, sem varið hefur verið til útgáfu Þjóðviljans. Eftir 20 ára æfiferil, er Þjóð- viljinn enn eigi fyllilega fær um að standa á eigin fótum fjárhags- lega, þó að mikið hafi miðað í þá átt, og það svo að segja má, að nú vanti aðeins herzlumuninn til að beinar tekjur blaðsins standi undir útgjöldum. En hagnaði af happdrætti, sem blaðið hefur haft með höndum undanfarin ár, hefur verið varið til að greiða þann mismun, sem enn er milli tekna og gjalda. Vinir Þjóðviljans hafa sýnt mikinn dugnað við sölu happdrættisins og væntalega verður útkoman ekki lökust nú í sambandi við 20 ára afmælið. Áskrifendum Þjóðviljans hefur stöðugt farið fjölgandi og er það þegar fyrir nokkru orðið annað útbreiddasta dagblað landsins. — Raunin hefur orðið sú, að þeir, sem einu sinni hafa farið að fá blaðið, telja sig ekki geta án þess verið, og betri meðmæli getur það ekki kosið sér. Þjóðviljinn hefur líka frá upphafi, auk þess að hafa góðan málstað að verja og sækja, átt því láni að fagna að hafa úrvals starfsliði á að skipa, svo að segja má, að ritstjórar hans og blaðamenn hafi verið hver öðrum fremri. Hefur þetta hvort tveggja hjálpast að því að skapa blaðinu þær vinsældir, að það þykir ómissandi á hverju því heimili, þar sem það hefur komið um lengri eða skemmri tíma. Auglýsingar hafa lengi verið drýgsta tekjulind dagblaða á ís- landi og víðar um heim. Aftur- haldiðþefur því alla tíð beitt sér gegn því, að verzlanir og önnur fyrirtæki auglýstu í Þjóðviljan- um. Lengi vel tókst þeim að koma í veg fyrir þetta að miklu leyti, en nú er svo komið, að sá bannmúr er óðum að hrynja vegna þess, að auglýsendur hafa komist að raun um, að útbreiðsla Þjóðviljans er svo mikil og vin- sældir, að auglýsing þar hefur Haustþing Umdæmis- stúkunnar nr. 5 var haldið á Akureyri þann 20. okt. sl. Brynleifur Tobiasson, stórtemplar, mætti á þinginu. — Þar var rætt um vetrarstarf stúknanna í umdæminu, og í sambandi við væntanlega at- kvæðagreiðslu um vínverzlun á Akureyri var samþykkt eftirfar- andi tillaga: „Haustþing Umdæmisstúkunn- ar nr. 5 átelur harðlega, að bæj- arstjórn Akureyrar skuli hefja áróður fyrir opnun áfengisútsölu á Akureyri, samanber samþykkt bæjarstjórnar, hvernig verja skuli væntanlegum ágóða af tekjum áfengisverzlunar, í stað þess að leggja málið hlutlaust fyrir kjósendur bæjarins. Þingið mótmælir því eindregið, að opn- un áfengisverzlunar hér, og ef til vill vínsala í veitingahúsum, geti á nokkurn hátt dregið úr áfeng- isnautn, heldur hljóti, ef til kem- ur, að verka alveg öfugt. Fyrir liggja skýrslur um ölvun við akstur og handtökur vegna ölv- unar, og benda þær til þess, að ástand í bænum hafi batnað í þessu efni síðan héraðsbannið kom. í sömu átt benda og tölur, er fyrir liggja um áfengiskaup. Þá liggja fyrir ummæli frá lög- reglunni, að bæjarbragur hafi batnað til muna við lokun áfeng- isverzlunarinnar, og að bæta þurfi við minnst 4 lögregluþjón- um, verði hún opnuð aftur. Að öllu þessu athuguðu telur þingið sjálfsagt, að halda héraðsbanninu áfram, en bætt verði úr augljós- um göllum við framkvæmd þess. MÍR Kvikmyndasýning í Ásgarði mánudaginn 29. okt. kl. 9 eftir hádegi. Sýnd verður rússnesk úrvalsmynd: ÖSKUBUSKA Inngangseyrir kr. 5.00. meira gildi en í flestum öðrum blöðum. Þannig hefur Þjóðviljinn verið að vinna á á öllum sviðum og mun halda áfram á þeirri braut. Þjóðviljinn á íslenzkri alþýðu mikið að þakka, því að hún hefur tryggt tilveru hans og lyft honum yfir alla byrjunar- erfiðleika. En íslenzk alþýða á Þjóðviljanum ekki síður mikið að þakka. Hann hefur óþreyt- andi barizt fyrir hagsmuna- málum hennar og eflingu sam- taka hennar á faglegum og pólitískum vettvangi. Hann hefur átt stóran hlut að öllum sigrum hennar síðustu tuttugu árin og ótal sinnum komið í veg fyrir að á rétti hennar væri traðkað. Þess vegna mun alþýðan hér eftir sem hingað til efla og styðja sitt blað og lyfta því til stöðugt meiri vegs og áhrifa. V erkamaðurinn, elzta blað hins róttæka verkalýðs á Is- landi, sendir Þjóðviljanum bróðurkveðju á tvítugsafmæl- inu í fullri vissu þess, að Þjóð- viljinn muni æfinlega túlka hinn sanna vilja íslenzku þjóð- arinnar og af festu og djörfung sækja og verja rétt hvers al- þýðumanns. Atkvæðagreiðsla UM OPNUN ÁFENGISÚTSÖLU Á AKUREYRI Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Akureyrar 16. þ. m. skal fara fram atkvæðagreiðsla kosningabærra manna u.n opnun áfengisútsölu á Akureyri, og hefir verið ákveðið að hún fari fram sunnudaginn 25. nóv. n. k. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu bæjarstjóra Akur- eyrar til sýnis mánudaginn 29. þ. m. til fimmtudagsins 8. nóv. n. k. að báðum dögum meðtöldum. Kæfum út af kjörskrá skal skila ti! skrifstofu bæjar- stjóra eigi síðar en að kvöldi 8. nóvember n. k. Akureyri, 22. október 1956. í yfirkjörstjórn: Sig. M. Helgason. Þorst. Stefánsson. Páll Einarsson. Lö I.ögtaksúrskurður hefur verið kveðinn upp um eftir- talin opinber gjöld 1956: Þinggjöld á Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu, Söluskatt gjald af innlendum tollvörum, lögskráningargjöld, aðflutnings- og útflutningsgjöld, skemmtanaskattur, skipulagsgjöld, vitagjöld og lestagjöld, bifreiðagjöld. Ofangreind gjöld má taka lögtaki á ábyrgð ríkissjóðs en á kostnað gjaldanda að 8 dögum liðnum frá birtingu þessa úrskurðar. Sýslumaður Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógetinn á Akureyri. SIGURÐITR M. HELGASON - settur. Bréfaskóli SÍS Námsgreinar Bréfaskólans eru: Skipulag og starfshættir samvinnufélaga. — Fundar- stjórn og fundarreglur. — Bókfærsla I. — Bókfærsla II. -- Búreikningar. — íslenzk réttritun. — Islenzk brag- fræði. — Enska fyrir byrjendur — Enska, framhalds- l lokkur. — Danska fyrir byrjendur. — Danska, framhalds- flokkur. — Þýzka, fyrir byrjendur. — Franska. — Esperantó. — Reikningur. — Algebra. — Eðlisfræði. — Mótorfræði, I. — Mótorfræði, II. — Siglingafræði.- — l.andbúnaðarvélar og verkfæri. — Sálarfræði. — Skák, fyrir byrjendur. — Skák, framhaldsflokkur. . .Hvar sem pér búið á landinu, getið þér stundað nám við bréfaskólann og þannig notið tilsagnar hinna fcer- ustu kennara. Athygli skal vakin á því, að Bréfaskólinn starfar allt árið. Bréfaskóli SÍS

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.