Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.11.1956, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 02.11.1956, Blaðsíða 1
VERKHlllMIfflllll XXXIX árg. Akureyri, föstudaginn 2. nóvember 1956 36. btl. MUNIÐ ÞJÓÐVILJA- HAPPDRÆTTIÐ! Miðar eru seldir í skrif- stofu Sósíalistafélags Ak- ureyrar og hjá ýmsum einstaklingum. STRÍÐ VIÐ MIÐJARÐARHAF ísraelsmenn, Bretar og Frakkar hafa ráðizt áEgypta A mánudaginn hófu ísraelsmenn innrás í Egyptaland og á mið- vikudaginn hófu Bretar og Frakkar einnig hernaðaraðgerðir gegn Egyptum. Hafa m. a. verið gerðar loftárásir á borgir og flugvelli í Egyptalandi. Almennri hervæðingu var lýst yfir í ísrael sl. sunnudag og á mánudaginn héldu hersveitir ísraelsmanna yfir landamæri Egyptalands og í átt til Súez- skurðarins. Munu hersveitir þeirra hafa komizt mjög langt áleiðis til skurðarins, en upp á síðkastið hafa þær mætt harðn- andi mótspyrnu hersveita Egypta. Bretar og Frakkar. Forsætis- og utanríkisráðherr- ar Frakka fóru á þriðjudags- morgun til Lundúna og ræddu við brezku stjórnina, og var sú ákvörðun tekin á þeim fundi að senda herlið til Súezsvæðisins. — Eden, forsætisráðherra Breta, tilkynnti þessa ákvörðun á fimdi brezka þingsins síðar um daginn, og skýrði jafnframt frá því, að stjórnir þessarra tveggja rikja hefðu sent stjórnum ísraels og Egyptalands áskorun um að Karl Guðjónsson for- maður f járveitinga- nefndar Karl Guðjónsson alþingismað- ur hefur verið kjörinn formaður fjárveitinganefndar Alþingis. hætta bardögum innan 12 stunda og að Egyptar leyfðu brezkum og frönskum hersveitum að setjast að við Súezskurðinn. Var að sjálfsögðu fyrirfram vitað, að Egyptar gengju ekki að þessum kröfum, ekki sízt þar sem krafizt var að þeir flyttu lið sitt í a. m. k. 16 km. fjarlægð frá Súezskurðinum, en engin krafa gerð um að ísraelsmenn héldu aftur til síns heimalands. 1 framhaldi af þessu hófu svo Bretar og Frakkar árásir á Egyptaland, og hyggjast nú taka Súezskurðinn með valdi. Arabaríkin styðja Egypta. Arabaríkin Persía, Jórdanía, Sýrland og Saudi-Arabía haf a öll tilkynnt, að þau muni þegar koma til liðs við Egypta sam- kvæmt varnarsáttmála þehn, sem nýlega var gerður milli þessarra ríkja, og hefur þegar verið gert ahnennt herútboð í þessum lönd- um. Er því ljóst, að hér verður ekki um nein stundarátök að ræða, heldur stórstyrjöld, sem ógerlegt er að segja um, hvað kann að breiðast út eða hver áhrif kann að hafa á gang mála almennt í heiminum. Ef þeir yrðu ekki við þeim til- mælum var skorað á allar þjóðir, að forðast að veita fsrael nokkra fjárhags- og efnahagsaðstoð. Þá var og í tillögunni skorað á öll aðildarríki SÞ að forðast alla valdbeitingu eða hótanir um valdbeitingu á því svseði, sem barizt er á. Atkvæðagreiðsla um þessa til- lögu fór á þá leið, að einungis Bretland og Frakkland greiddu atkvæði gegn henni, en Belgía og Ástralía sátu hjá. En þar með var tillagan fallin, vegna þess að stórveldin hafa neitunarvald í ráðinu. Er þetta í fyrsta sinn í sögu SÞ, sem fulltrúar Vestur- veldanna beita neitunarvaldi gegn tillögu frá Bandarfkjunum, en aldrei þessu vant stóðu full- trúar Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna saman. Fulltrúi Sovétríkjanna sakaði Breta og Frakka um að ætla að nota ástandið við Miðjarðarhaf í eigin þágu og ætluðu að gera sínar ráðstafanir án þess að bíða eftir ákvörðun Oryggisráðsins og sagði aS ekkert ríki hefSi rétt til slíks. Allsherjarþing SÞ hefur nú verið kallað saman til að ræða þá atburði, sem nú hafa orðið og settist það á rökstóla í gærkvöldi. Er vonandi að því takizt að gera einhverjar þær ráðstafanir sem duga, ella er orðstý þeirra hætt og samstarfi þjóðanna mikil hætta búin. 14. þing Iðnnemasamb. íslands Endurskoðun iðnf ræðslulaganna aðkallandi Ekkert eftirlit enn með verklegu iðnnámi 14. þing Iðnnemasambands ís- lands var háð í Reykjavík 20.— 21. okt. Sátu það um 30 fulltrúar frá iðnnemafélögum víðs vegar á landinu. Rætt var um hin ýmsu hagsmunamál iðnnema, og þá einkum fyrirkomulag iðnfræSsl- unnar. M. a. taldi þingið brýna nauðsyn, að komið yrði é fót skól um, þar sem hið verklega iðnnám færi fram, þar sem iðnfræðslunni væri mjög ábótavant, eins og fyr- irkomulag hennar er nú, og eft- irlit með verknáminu nánast ekkert. Þingið gerði nokkrar ályktanir vun málefni iðnnema og fara tvær þeirra hér á eftir: Framkvæmd iðnfræðslulaganna. „14. þing INSf lýsir yfir óá- nægju sinni yfir framkvæmd iðn- fræðslulöggjafarinnar, og telur litlar líkur á framkvæmd hennar í því formi sem nú er. Vill þingið benda á, að eftir 6 ár frá gildistöku iðnfræðslulag- anna, er ekkert eftirUt með verk- legu iðnnámi og engar leiSbein- ingar um stöðuval, né hæfnispróf fyrir iSnnema. Af því leiðir, að iðnnemar fá oft ekki að kynnast þeún verkum, eða meðferð þeirra Síðan frétt þessi barst út hafa Moggamenn veinað sáran og þykir nú sem þeir hafi fengið kjaftshögg eigi gott. Voru og eigi þögnuð vein þeirra yfir kosningu Einars Olgeirssonar til forsætis í Neðri deild. Er nú líðan ill á íhaldsheimihnu. Auk Karls eiga sæti í fjárveit- einganefnd: Halldór Ásgrímsson, Karl Kristjánsson, Halldór E. Sigurðsson, Sveinbjörn Högna- son, Aki Jakobsson, Pétur Otte- sen, Magnús Jónsson og Jón Kjartansson. Árásin mælist illa fyrir. Svo virðist, sem árásin á Egyptaland, og sú ákvörðun Breta og Frakka að hernema Súezeiði, mælist hvarvetna illa fyrir. Heima í Englandi er heldur engin eining um málið og hefur Verkamannaflokkurinn ekki sam þykkt aðgsrðir stjórnarinnar. — Formaður flokksins sagði á þing- fundi, að að sjálfsögðu vildu allir sem fyrst binda endi á vopnavið- skipti ísralesmanna og Egypta, en spurði með hvaða rétti Bretar og Frakkar teldu sig geta sett her á land í Súez án þess að til kæmi samþykki Sameinuðu þjóð anna. Einsenhower sendi einnig boðskap til beggja þessarra ríkja og kvað það álit sitt, að aðrar leiðir og betri myndu finnast til aS binda endi á vopnaviðskiptin og leysa Súezdeiluna um leið. Sameinuðu þjóðirnar. OryggisráðiS kom saman á fund á þriðjudaginn til að ræða innrás ísraelsmanna. Þar lagði fulltrúi Bandaríkjanna fram til- lögu, þar sem innrás ísraels- manna var harðlega fordæmd og þess krafizt að þeir drægju her- sveitir sínar þegar í stað til baka. Að undirlagi Breta? Sú skoðun er mjög útbreidd, og það m. a. í stöSvum SÞ, að Bretar og Frakkar hafi lagt á ráðin tun innrás ísraelsmanna, til þess að þeir fengju langþráð tækifæri til að hefjast handa gegn Egyptum. Virðist enda ósennilegt, að ísraelsmenn hefðu lagt í það ævintýri á eigin spýt- ur og vonlausir um stuðning, að hefja styrjöld við öll Arabaríkin, en það var fyrirfram vitað, að þau myndu standa saman. tækja, sem nauðsynleg eru iðn þeirra. Er það mikið þjóðhagslegt tjón, að ekki sé búið betur að menntun iðnaðaræskunnar í landinu. Þingið beinir þeim tilmælum til Alþingis, að það taki núgild- andi iðnfræðslulöggjöf til gagn- gerðrar endurskoðunar, svo að iðnnemum veitist fullkomin, verk leg kennsla. Heitir þingið á alla iðnaðar- menn að veita málinu fyllsta stuðning." Hærra lágmarkskaup. „14. þing INSÍ ítrekar enn einu sinni þá kröfu sína, að meðan verklegt iðnnám er í höndum meistara verði lágmarkskaup iðnnema sem hér segir: Á 1. námsári 40% af grunnk. sveina. Á 2. námsári 50% af grunnk. sveina. A 3. námsári 60% af grunnk. sveina. A 4. námsári 70% af grunnk. sveina. Þingið skorar ennfremur á rík- isvaldið að afnema skatta- og út- svarsgreiðslur iðnnema." Æskulýðssendinefnd frá Sovét- ríkjunum heimsækir Akureyri Æskulýðssendinefnd frá Sovét- ríkjunum hefur dvalizt hér á landi að undanförnu. Kom til Reykjavíkur 18. október, en hélt heimleiðis á þriðjudaginn. í nefndinni voru tvær stúlkur og fjórir piltar. Fjögur af nefndarmönnurn komu til Akureyrar og dvöldu Iðja styður verðfestingu ríkis- stjórnarinnar Mótmælir innflutningi iðnaðarvara, sem hægt er að framleiða innanlands Fundur var haldinn í Iðju, fé- lagi verksmrðjufólks á Akureyri sl. sunnudag. 80 nýir félagar gengu inn á fundinum. Á fundinum var m. a. gerð eft- irfarandi samþykkt með öllum greiddum atkvæðum: „Fundur í Iðju, félagi verk- smiðjufólks, Akureyri, haldinn 28. okt. 1956, lýsir yfir stuðningi sínum við þær aðgerðir ríkis- stjórnarinnar að stöðva verð- hækkanir og hefja baráttu gegn dýrtíðinni í landinu, einnig legg- ur fundurinn ríka áherzlu á, að brýn nauðsyn ber til, að lækkað verði með tilskipun ríkisvaldsins (Framhald á 4. síðu.) hér á sunnudag sl. og fram eftir mánudegi, en flugu þá aftur til Reykjavíkur. Hér á Akureyri skoðuðu þau ýmis fyrirtæki og verksmiðjur og keyrðu hringferð um Eyjafjörð og skoðuðu þar kirkjur og peningshús. Á sunnu- dagskvöldið voru þau gestir Æskulýðsfylkingarinnar hér og mættu þá allmargir Fylkingarfé- lagar til fundar við þau. Þau, sem hingað komu, voru Boris Netsjaéff, sem var formað- ur sendinefndarinnar. Hann er frá Arkangelsk og er einn af for- ustumönnum æskulýðssamtak- anna þar, en er dýralæknir að menntun. Antonina Ratsjkova starfsmaður æskulýðssamtakanna í Moskvu. Hún er útskrifuð frá Moskvuháskóla, þar sem hún lagði stund á skandinavisk mál. Valentina Javkina fiskifræðingur frá Murmansk og Igor Kontan- tinoff, kennari frá StaUngrad. — Létu þau öll hið bezta yfir ferð- inni hingað. Tveir nefndarmanna komu ekki norður: Boris Ponomaréff og (Framhald á 4. síðu.)

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.