Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.11.1956, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 09.11.1956, Blaðsíða 3
Föstudaginn 9. nóv. 1956 VERKAMAÐURINN S HEIMILISHJÁLP 16. júlí í sumar skrifaði Kvennasamband Akureyrar bæj- arstjóminni bréf og fór þess á leit, að Akureyrarbær hefði í þjónustu sinni hjálparstúlku til heimilisstarfa, á grundvelli laga um heimilishjálp, frá 25. janúar 1952, og bauðst til að hafa á hendi framkvæmd þessa máls, svo fram arlega að bærinn tæki á sig þá ábyrgð, sem lögin ákveða. Síðan hefur stjórn sambandsins ekkert svar fengið og málið ekki verið tekið fyrir í bæjarstjóm. Virðist þessi meðferð á erindi til bæjar- ins bera vott um óvanalegt tóm- læti og lítilsvirðingu á sendanda bréfsins eða á málefni því, sem um ræðir, nema hvort tveggja sé. En eitt er víst, að fjöldi bæjar- búa líta öðruvísi á málið. Fátt er það, sem jafnmörgum er sameig- inlegt að krefjast úrbóta á sem þörfinni fyrir hjálp á heimilum í veikindaforföllum og til hjálpar örþreyttum mæðrum á barn- mörgum heimilum. Sífelldar fyr- irspurnir berast stjórn verka- kvennafélagsins viðvíkjandi því, hvort mögulegt sé að fá heimilis- hjálp yfir lengri eða skemmri tíma, en því miður árangurslaust. Vitanlegt er, að erfitt muni reynast að útvega hæfar stúlkur til þessa starfs, þó að reynt verði. Þó hefur skapast nýtt viðhorf með því að kjör þessarra kvenna eru nú sambærileg við ör störf vinnandi kvenna. Það skal fram tekið, að fyrir stjórn Kvennasambandsins er að alatriðið, að það verði fram kvæmt að fá hjálparstúlku í bæ- inn, en ekki, hvort skrifstofum bæjarstjómar verði falin fram kvæmdin eða öðrum aðila. Hér er .blátt áfram menningar- mál um að ræða, og mun tíminn leiða í ljós ,hvort nokkuð verður gert af stjórnendum bæjarins til lausnar þessa vandamáls. Elísabet Eiríksdóttir. LOG um heimilishjálp í viðlögum. 1. gr. — Sveitarstjómum og sýslimefndum er heimilt að ákveða, að setja skuli á fót í um- dæmum þeirra heimilishjálp viðlögum samkvæmt lögum þess- um. Hlutverk hennar er að veita hjálp á heimilum, þegar sannað er með vottorði læknis eða ljós- móður eða á annan hátt, sem að- ilar taka gilt, að hjálparinnar sé þörf um stundarsakir vegna sjúk dóma, barnsburðar, slysa eða af öðrum ástæðum. 2. gr. — Nú gerir sveitarstjórn eða sýslunefnd samþykkt um, að í umdæmi hennar skuli komið á fót heimilishjálp í viðlögum, og skal þá með sérstakri reglugerð, er félagsmálaráðuneytið staðfest- ir, kveða nánar á um starfsemi Dessa. 3. gr. — Framkvæmd heimilis- hjálpar má fela sérstakri nefnd, sem sveitarstjórn eða sýslunefnd kýs, og skal að minnsta kosti ein kona, er hefur þekkingu á þeim- ilisstörfum, vera í nefndinni, Heimilt er ennfremur að fela framkvæmd heimilishjálpar sjúkrasamlögum, kvenfélögum eða sérstakri stofnun undir yfir- stjórn hlutaðeigandi sveitar- stjórnar eða sýslunefndar. 4. gr. — Heimilishjálp veitist gegn endurgjaldi samkvæmt gjaldskrá, er sveitarstjórn eða sýslunefnd setur og ráðherra staðfestir. Heimilt er sveitar- stjórn eða sýslunefnd að gefa eft- ir hluta af greiðslu fyrir veitta heimilishjálp eða fella greiðslu alveg niður, þegar efnalítið fólk á í hlut eða aðrar sérst. ástæður til slíkrar ívilnunar eru fyrir hendi. 5. gr. — Heimilt er sveitarfé- lögum að gera með sér samning um sameiginlega heimilishjálp umdæmum sínum. 6. gr. — Á þeim tímum, sem húsmæðraskólarnir starfa, skulu þeir halda uppi kennslu, ef hús rúm og aðrar aðstæður leyfa, til leiðbeiningar konum, sem taka vilja að sér að stimda heimilis- hjálp samkvæmt lögum þessum Fer um kostnað við kennslu þeim greinum á sama hátt og annan rekstrarkostnað húsmæðra skólanna. 7. gr. — Ríkissjóður endur- greiðir 1/3 hluta af halla þeim, sem sveitarsjóðir og sýslusjóðir kunna að verða fyrir af starfsemi heimilishjálpar. Reikningar skulu árlega sendir félagsmálaráðuneytinu, er þeir hafa verið endurskoðaðir. Ráðu- neytið ákveður endurgreiðslu Adssjóðs á hluta af rekstrarhalla sveitarfélaganna vegna heimilis- hjálpar. 8. gr. — Lög þessi öðlast þegar gildi. Gjört í Reykjavík, 25. jan. 1956. HEIMILISHJÁLPIN í RREYKJAVIK. (Til nánari skýringar lögunum og hlutverki og framkvæmd heimilishjálparinnar fara hér á eftir þær reglur, sem settar hafa verið um þetta efni í Reykjavík.) Leiðbeiningar til heimila, sem fá hjálparstúlku. 1. gr. — Hjálparstúlkur eru undir eftirliti og umsjá forstöðu- konu, sem borgarstjóri skipar, og fá þær laun sín greidd úr bæjar- sjóði. — Hjálparstúlkan á að fá frítt fæði á heimili því, sem hún vinnur á. Ennfremur strætis- vagnagjöld. — Ekki má hjálpar- stúlka taka við greiðslu á heimil- unum fyrir vinnu, sem unnin er á venjulegum vinnutíma, en heimili, sem aðstoð fær, skal end- urgreiða hana skv. gjaldskrá til Ráðningarstofu Reykjavíkur bæjar (Heimilishjálp innan mánaðar frá því að aðstoð var veitt). — Bæjarráð getur veitt eftirgjöf á greiðslu fyrir heimilis hjálp að nokkru eða öllu leyti, að fengnum tillögum forstöðukonu heimilishj álparinnar. 2. gr. — Hjálparstúlka tekur að sér þau störf, sem venjulega hvíla á húsmóðurinni, en er eigi skyld' ug til að annast stórhreingern- ingar og ekki meira en einn stór- þvott, hálfsmánaðarlega, þann tíma, sem hún dvelur á heimil- inu. 3. gr. — Vinnutími hjálpar stúlku er 48 klst. á viku að með- altali. Sunnudaga og helgidaga eiga hjálparstúlkur frí. — Heim- ilin skulu reyna að skipta verk- um þannig, að hjálparstúlka geti lokið vinnu sinni á venjulegum vinnutíma. — Eftirvinnu, sunnu- daga- og helgidagavinnu verða heimilin að annast sjálf. Þó getur forstöðukona veitt undanþágu frá þessu ákvæði, þar sem það er tal- ið óhjákvæmilegt. 4. gr. — Hjálp er venjulega ekki veitt lengri tíma en 10 til 14 daga, nema alveg sérstakar aðstæður séu fyrir hendi. Reglur fyrir stúlkur, sem taka að sér heimilishjálp í Reykjavík. 1. gr. — Hjálparstúlkur eiga í störfum að fylgja þeim reglum og samþykktum, sem stjórn heimil- ishjálparinnar setur. — Sé um vafaatriði að ræða, skulu þær snúa sér til forstöðukonu heimil- ishjálparinnar. 2. gr. — Hjálparstúlku ber: a) Að rækja störf, sem venju- lega hvíla á húsmóðurinni, s. s. umsjón og eftirlit með börnum, innkaup matvæla og matreiðslu, nauðsynlegar viðgerðir á fatnaði, daglega hreingerningu og þvotta, en ekki stórþvott oftar en einu sinni hálfsmánaðarlega. b) Annast sjúklinga á heimil- inu eftir fyrirmælum læknis eða ljósmóður. c) Gera það sem í hennar valdi stendur til þess að þrifnaðar og reglusemi sé gætt á heimilinu. d) Vera umhyggjusöm og at- hugul um það, að dagleg útgjöld íþyngi ekki heimilinu fram yfir það, sem venjulegt er, og gera daglega eða vikulega grein fyrir útgjöldum vegna heimilisins. e) Hjálparstúlku er skylt að skila vinnuskýrslu til forstöðu- konu, áritaðri af þeim, sem að- stoð hefur fengið, eig isjaldnar en tvisvar í mánuði. 3. gr. — Vinnutími hjálpar- stúlkna er 48 klst. á viku að með altali. Matar- og hvíldartími er ekki innifalinn í þessum tíma. Vinna hefst kl. 9 f. h. og má standa til kl. 7 að kvöldi. 4. gr. — Hjálparstúlka á að fá frítt fæði á heimili því, sem hún vinnur á. Ennfremur strætis- vagnagjöld. — Ekki má hjálpar- stúlka taka við greiðslu á heimili fyrir vinnu, sem unnin er á venju legum vinnutíma. 5. gr. — Það, sem hjálparstúlka verður áskynja um starfi,, skal hún fara með sem al- gert trúnaðarmál, og getur það varðað fyrirvaralausri uppsögn á starfi, ef út af er brugðið. Samþykkt um heimilishjálp í Reykjavík. 1. gr. — Stjóm Ráðningarstofu Reykjavíkurbæjar fer með stjórn heimilishjálpar í Reykjavík. — Dagleg umsjón með framkvæmd- um heimilishjálparinnar í Reykja vík er í höndum konu með þekk ingu á heimilisstörfum, er borg- arstjóri skipar. — Hún á rétt á að sitja fundi í stjórn ráðningarstof unnar, þegar rædd eru mál, sem varða heimilishjálpina, og hefur þar málfrelsi og tillögurétt. 2. gr. — Hlutverk heimilis- hjálparinnar er að veita hjálp á heimilum, þegar sannað er með vottorði læknis, ljósmóður eða á annan hátt, sem forstöðukona heimilishjálparinnar metur gild- an, að hjálpar sé þörf um stund- arsakir, vegna sjúkdóma, barns- burðar, slysa, dauðsfalla eða af öðrum ástæðum. — Hjálpin skal að jafnaði ekki veitt um lengri tíma en í senn en 14 daga. 3. gr. — Heimilishjálpin skal jafnan leitast við að hafa til taks nægilega margar konur til heim- ilishjálpar. — Forstöðukonunni ber að ganga örugglega úr skugga um, að konur þær, sem heimilishjálp stunda á vegum stofnunarinnar, séu hæfar til starfsins, hafi t. d. lokið tilskildu námskeiði eða sýnt hæfni í verki og séu ekki haldnar smitandi sjúkdómum. Skulu þær leggja fram vottorð heilsuverndarstöðv- eða trúnaðarlæknis þar að lútandi. — Ef stjórn heimilis- hjálparinnar æskir þess, skal Húsmæðraskóli Reykjavíkur halda uppi kennslu til leiðbein- ingar konum, sem taka vilja að sér að stunda heimilishjálp sam- kvæmt reglugerð þessari, ef hús- rúm skólans og aðrar aðstæður leyfa. — Um launakjör og hlunn- indi starfsfólks heimilishjálpar- innar fer eftir ákvörðun bæjar- ráðs. 4. gr. — Bæjarsjóður Reykja- víkur ber ekki fjárhagslega ábyrgð á tjóni, sem þær, er vinna á vegum heimilishjálparinnar, kunna að valda við störf sín. 5. gr. — Stjóm heimilishjálp- arinnar ákveður, hvert form skuli vera á umsóknum um heimilis- hjálp. — Bæjarráð getur veitt eftirgjöf á greiðslu fyrir heimilis- hjálp að nokkru eða öllu leyti, að fengnum tillögum forstöðukonu heimilishj álparinnar. * 6. gr. — Fyrir heimilishjálp skal greitt eftir gjaldskrá, er bæj arstjórn setur að fengnum tillög- um stjórnar heimilishjálparinnar og ráðherra staðfestir. — Stjórn heimilishjálparinnar setur nánari reglur um greiðslur, innheimtu eða annað, er hún telur máli skipta í þessu efni. (Framhald á 4. síðu.) Lestrarlélög! Bókamenn! Hin margumtalaða bókaskrá GUNNARS HALL er komin út. - Ómissandi öllum lestrarfélögum, bókamönn- um og öðrum er um bækur vilja fræðast. - Alls er bókaskráin 520 blaðsíður, tvídálka í mjög stóru broti. Verð: heft kr. 500, i góðu bandi kr. 600. - Seld með mánaðarlegum afborgunum. T Aðalumboð: BÓKAVERZLUNIN EDDA H.F. Árni Bjarnarson

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.