Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.11.1956, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 09.11.1956, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 9. nóv. 1956 Filmia sýnir ,rHin vota gröf' næstkomandi laugardag Filmía mun sýna kvikmyndina „Hin vota gröf“ næstk. laugardag kl. 3 í Nýja-Bíó. „Hin vota gröf“ (In which we serve) er ensk, gerð árið 1942. Leikstjóri: Noel Coward. Coward er einhver kunnasti leikhúsmaður Breta og kunnur um víða veröld fyrir leikrit sín, m. a. má nefna „The Qeen was in the Parlour", „Des- ing for living", „Bitter sweet“, „Private Lives” og „Cavalcade“. Hann er á Bretlandi áhtinn séní STÓLAR Nokkur stykki af ágætum, nýjum stólum til sölu. Afgy. Verkamannsins. í; BORGARBÍÓ |i Sími 1500 i; •! Afgreiðsluttími kl. 7—9 fyrir ; I kvöldsýningar. ; i; Tattóveraða rósin i !; (The rose tattoo) ;; ;:Heimsfræg amerísk kvik-s !; mynd, gerð eftir sam- ;: !; nefndu leikriti !; !; Tennessee Williams. !; ;; Aðalhlutverk: '■', ii ANNA MAGNANI ji i; BURT LANCASTER !; !: Sýnd, föstudag, laugardag ; ; og sunnudag kl. 9. ; ii Litli söngvarinn ;; (It happened in New \ i; Orleans) ; i !; Falleg og skemmtileg !; ^söngvamynd. Aðalhlutverk;; J; leikur og syngur hinn \\ óviðjafnanlegi ; ii BOBBY BREEN. Ú i;(Myndin hefur verið sýnd;; w hér áður) (Sýnd nú kl. 5 á laugardag') ;; og kl. 3 og 5 á sunnudag. ( - Heimilishjálp (Framhald af 3. síðu.) 7. gr. — Ráðningarstofa Reykja víkurbæjar veitir heimilishjálp- inni nauðsynlega fyrirgreiðslu um húsnæði og afnot áhalda, svo og skrifstofustörf. 8. gr. — Reikningar heimilis- hjálparinnar skulu endurskoðað- ar árlega með sama hætti og reikningar Reykjavíkurkaup- staðar. 9. gr. — Sá halli, sem verða kann af heimilishjálp, sem veitt er samkvæmt lögum um heimil- ishjálp í viðlögum og reglugerð þessari, greiðist að 1/3 úr ríkis- sjóði, en 2/3 úr bæjarsjóði. — Um greiðslu kostnaðar, sem um ræðir í 3. mgr. reglugerðar þess- arar, fer þó sem rekstrarkostn- að húsmæðraskóla. — frumlegur og djúpskyggn í senn, sem túlki hið bezta og sér- kennilegasta í fari Bretans — á þann hátt, sem brezkum séntil- manni einum sæmi. Aðrir (og þeir eru furðu margir) álíta Co- ward ófrumlegan tildursvein — skoðanalausan og hugsjónasnauð an broddborgarahöfund. — En hvað um það Coward er einn af- kastamesti og vinsælasti leikrita- höfundur hins enskumælandi heims. Brezk kvikmyndalist var í molum er síðasta heimsstyrjöld skall á. Bretar áttu þá varla nokkra leikstjóra, engan kvik- myndastíl. Fljótt varð þeim ljóst, að kvikmyndin var bezta vöpnið til að stappa stálinu í hina að- þrengdu, brezku þjóð — sameina hana gegn óvininum. Með mynd- inni „Hin vota gröf“ er Coward talinn hafa skapað nýjan, al- brezkan kvikmyndastíl. — All- mörg leikrit Cowards hafa verið kvikmynduð, en sögima um „Hina votu gröf“ reit Coward eingöngu til kvikmyndunar. — Hann leikur einnig aðalhlutverk- ið, skipherrann á tundurspillin- um „Torrin" — og fjallar mynd- in um örlög skipsins, allt frá því að kjölurinn er lagður að því, þar til því er sökkt við strendur Krítar. Coward vefur einkalífi skipsmanna inn í sögu skipsins og sýnir það, sem þeim er kærast og minnisstæðast heima, milh þess, sem hann lætur þá berjast fyrir lífi sínu á sökkvandi skipi. Filmía nýtur nú vaxandi vin- sælda hér á landi, sem öðrum löndum, er Filmíu-klúbbar starfa í. Nú eru t. d. starfandi þrír klúbbar hér á landi, í Reykjavík, Akureyri og Vestmannaeyjum. — Enn er hægt að bæta við nýjum félögum og gefst þeim kostur á að fá skírteini n.k. laugardag í Nýja-Bíó frá kl. 2—3. Með*tvo heila, og tólf fingur og tær í Madrid á Spáni fæddist ný- lega stúlkubam með tvo heila. Auk þess, sem bamið hefur óvenjulega stórt höfuð og mikið enni, hefur það tólf fingur og tólf tær. Barnið er við góða heilsu og mjög fjörmikið. Læknar telja, að það muni verða með af- brigðum vel viti borið. „Lánið eltir ]ón ...“ Stúdentafélagið á Akureyri gekkst fyrir fundi í Nýja-Bíó í gærkvöldi. Skyldi þar rætt um atburðina í Ungverjalandi. Framsögumenn voru Þórarinn Bjömsson, skólameistari, Jóhann Frímann, skólastjóri, og séra Sig- urður Einarsson. Gengu ræður þeirra nær eingöngu út á það, að kommúnistar væru vondir menn. Lauk fundi með innbyrðis rifr- ildi framsögumanna og varð all- mikil háreysti í salnum og framí- köll. Greip þá fundarstjóri til þess ráðs, að slíta fundi í skyndi til að firra frekari vandræðum. Ritgerðasamkeppni Happdrætti Þjóð- vilj ans - Bíllinn kom á nr. 60114 Dregið var í Afmælishapp- drætti Þjóðviljans 2. þ. m. og < kom stærsti vinningurinn, sem J var Pobedabifreið, á miða nr.! 60114. Hmir vinningarnir, ís- ; skápar, komu á nr. 3455 —; 7953 — 8520 — 26023 — 59502 ; — 71877 — 80219 — 90501 — J 110 819 — 128586 — 138891 — J 129005 — 156453 — 157997 og 160888. Vinningarnir verða afhentir !á skrifstofu Þjóðviljans. ! Lausniun á happdrættis- ! krossgátunni má skila til 10. i þ. m. í Þeir einstaklingar hér á Ak- > ureyri, sem höfðu miða til ! sölu, en hafa ekki enn gert ; full skil, eru vinsamlegast ; beðnir að gera það sem fyrst á ; skrifstofu Verkamannsins. Þjóðviljinn og Verkamaður- ; inn færa öllum þeim, sem J stuðlað hafa að góðu gengi ! happdrættisins með því að : selja miða og kaupa miða, 1 beztu þakkir fyrir stuðning- NÝJA-BÍÓ Aðgöngumiðasala opin kl. 7 -9. Sími 1285. ;; / kvöld kl. 9: !; Metro Goldwyn Mayer ;j 1; kvikmyndir: !; i; Júlíus Cæsar !; Gerð af leikriti Williams !; !; Shakespeare undir stjórn 1; ;; Johns Hausman. ;| !; Aðalhlutverk: !; ii MARLO BRANDO ji JAMES MASON i; i; JOHN GIELGUD i; i; og LOUIS CALHERM i; !; Bönnuð innan 14 ára. !; Næsta mynd: ij ij Músikprófessorinn ii !; (A song is born) !; !; Bráðskemmtileg og fyndinij !; amerísk músikmynd með j! ii DANNY KAYE og ij VIRGINIA MAYO. ij !;Auk þeirra leika í mynd-j: inni ,,Jazzkóngarnir“: j: ÍBenny Goodman, Tommy\j Dorsey, Louis Armstrong,\' Lionel Hampton, Charlie'', Barnet, Mel Poivell o. fl. j! HROSSAKJÖT Seljum HROSSAKJÖT næstu daga í hálfum og heilum kroppum. REYKHÚSIÐ, Norðurgötu 2. Akureyri. Eftir áramótin síðustu efndi stjórn Bindindisfélags íslenzkra kennara til ritgerðarsamkeppni meðal allra 12 ára bama á land- inu, og var ritgerðaefnið þetta: Er það hyggilegt að vera bind- indismaður og hvers vegna? Stjórn félagsins fór fram á það við námsstjórana, að þeir önnuð- ust þessa samkeppni hver í sínu umdæmi, og er það því þeim að þakka, að þetta tókst. — Þakkar stjórnin þeim ágæta aðstoð. Þrennum verðlaunum var heit- ið á hveru námsstjórasvsæði. I. verðlaun 200 kr., II. verðlaun 125 kr. og III. verðlaun 75 kr. Þátttaka varð allgóð af öllum svæðum, þó bárust ritgerðir að- eins frá einum skóla í Reykjavík. Það hefur vakið athygli við lestur þessara ritgerða, hve böm- in vita mikið um þessi mál, og öll hafa þau ákveðna skoðun, sem þau rökstyðja mörg mjög vel. Þessi börn hlutu verðlaun: 1. verðlaun: Unnur Bergland Pétursdóttir, Bamaskóla Kefla- víkur, Elfa Björk Gunnarsdóttir, Laugarnesskólanum, Reykjavík, Jón H. Jóhannsson, Víðiholti, Reykjahverfi, S.-Þing., Kristleif J. S. Björnsdóttir, Bamaskóla Borgarness, Þórunn Stefánsdótt- ir, Berunesi, Reyðarfirði. 2. verðlaun: Björgvin Halldórs- son, Hvolsskóla, Rangárvöllum, Guðlaug V. Kristjánsdóttir, Selja landi, Hörðudal, Dalas., Guðbjörg Baldursdóttir, Barnaskóla Siglu- fjarðar, Helgi H. Jónsson, Laug- arnesskóla, Reykjavík, Jóhanna I. Sigmarsson, Skeggjastöðum, Bakkafirði. 3. verðlaun: Fanney Ingvars- dóttir, Barnaskóla Stykkishólms, Guðríður Eiríksdóttir, Kristnesi, Eyjafirði, Helgi Þór Guðmunds- son, Búlandi, Austur-Landeyjum, Jakobína Úlfsdóttir, Vopncifirði, Þorgerður Ingólfsdóttir, Laugar- nesskóla, Reykjavík. Þetta er í fyrsta skipti, sem slík ritgerðasamkeppni fer fram hér á landi, en hún er mjög algeng víða erlendis, einkum á Norðurlönd- um. Verður ekki annað sagt, en að hún hafi tekizt vel. Við send- um öllum börnum, sem tóku þátt í þessari keppni, bezta þakklæti og kærar kveðjur. Merkilegt rit Sjálfstæðisbarátta íslendinga Annars staðar hér í blaðinu er sagt nokkuð frá hinni nýút- komnu bókaskrá Gunnars Hall, en hann hefur einnig sent frá sér annað rit um þessar mundir, og nefnist það: Sjálfstæðisbarátta íslendinga. Er þetta allmikið rit, sem Gunnar hefur tekið saman, en uppistaðan í því eru blaðaúr- klippur úr dönskum blöðum, en hann náði m. a. hinu mikla úr- klippusafni Knuds Berlin um ís- land og íslenzk málefni. í þessarri bók eru fyrst og fremst greinar frá árunum 1939— 1944, auk nokkurra frá eldri tím- um, og er þessu skemmtilega raðað niður með skýringum frá Gunnari sjálfum. Eru þarna samankomnar ýms- ar heimildir um sjálfstæðisbar- áttuna, sem áður hefur ekki ver- ið aðgangur að á einum stað og mjög margt ókunnugt öllum þorra manna til þessa tíma. Mun þetta rit því verða kærkomið öll- um er um sögu landsins hugsa eða vilja kynna sér sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar. HLUTAYELTA Verkakvennafélagsins Einingar verður í ALÞÝÐUHÚSINU n. k. sunnudag, 11. nóv., og hefst kl. 4 eftir hádegi. Þar verður margt eigulegra muna á boðstólum. HLUTAVELTUNEFNDIN. Frá Húsmæðraskóla Akureyrar Nokkrar stúlkur geta komizt að næsta námskeiði skólans í barnafatasaum, sem hefst 22. þessa mánaðar. Upplýsingar i sima 1199 eftir kl. 4 siðdegis. TILKYNNING Eins og auglýst hefur verið, þá hefur Litla-Bílastöðin verið lögð niður, en ég undirritaður annast áfram sölu á benzíni, svo sem verið hefur, auk þess sem ég verzla með tóbak og sælgæti. Opið til kl. 11.30 á kvöldin. VILHELM HINRIKSSON.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.