Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 16.11.1956, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 16.11.1956, Blaðsíða 1
VEHKflllM XXXIX árg. Akureyri, föstudaginn 16. nóvember 1956 38. tbl. VERKAMAÐURINN Vegna fjarveru ritstjóra kemur blaðið ekki út í næstu viku. Næsta blað kemur út föstudaginn 30. nóvember. Ríkissfjórnin Iryggi, a5 byggingar frysli- húsa slöðvisl ekki Ríkið ábyrgist allt að 80% kostnaðarverðs Þingsályktunartillaga í sameinuðu þingi Framkvæmdir við Frystihúsbygginguna hér á Akureyri og við fleiri frystihús á landinu eru nú ýmist alveg stöðvaðar eða að stöðv- ast vegna lánsfjárskorts. Er það hið alvarlegasta mál fyrir þá kaup- staði, sem hlut eiga að máli og fyrir landið allt. 1 Af þessu tilefni hafa fimm þingmenn frá fjórum kaupstöð- um flutt í sameinuðu þingi svo- fellda tillögu til þingsályktunar: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hraða, svo sem frekast má verða, nauð- synlegri fyrirgreiðslu varðandi lántökur til þess að fullgera þau hraðfrystihús, sem nú eru í smíðum í landinu. Jafnframt heimilast ríkis- stjórninni að ábyrgjast allt að 80% af kostnaðarverði hrað- frystihúsa, enda komi þá einn- ig til ábyrgð bæjar- eða sveit- arfélaga fyrir þeim hluta lán- anna, sem er umfram 60%. Flutningsmenn tillögunnar eru: Björn Jónsson, Friðjón Skarp- héðinsson, Emil Jónsson, Björg- vin Jónsson og Kjartans J. Jó- hannsson. Tillaga þessi var til fyrstu um- ræðu í þinginu í gær, og hafði Björn Jónsson framsögu fyrir renni .Var það jafnframt jómfrú- ræða hans á Alþingi. Tillagan var samþykkt samhljóða til síðari umræðu óg fjárveitinganefndar. Nauðsynlegar framkvæmdir. í greinargerðinni segir svo: „Nokkur afkastamikil hrað- frystihús eru nú í byggingu hér- lendis, m. a. á Akureyri, í Hafn- arfirði, á ísafirði og Seyðisfirði. Til þessarra framkvæmda hefur verið stofnað til þess að stuðla að atvinnulegu öryggi verkafólks og tryggja aðstöðu og afkomu út- gerðarinnar og þá einkum tog- araútgerðarinnar á framan- greindum stöðum, en hún er þar ein allra veigamesta grein at- vinnulífsins. Bygging allra þessarra hrað- frystihúsa er borin uppi beint eða óbeint af viðkomandi bæjar- félögum, og hafa þau lagt fé til þeirra eftir fremstu fjárhagslegri getu. Þá hefur Alþingi viður- kennt þjóðfélagslega nauðsyn á bygginngu hraðfrystihúsanna með því að heimila ríkisstjóm- inni að ábyrgjast allt að 60% af kostnaðarverði þeirra. Framkvæmdir þessar hafa þó verið háðar miklum fjárhagsleg- um erfiðleikum, og eru ástæður til þess einkum þær, að í hlut eiga bæjarfélög og útgerðarfélög, sem mjög berjast fjárhagslega í bökkum, m. a. vegna þess, hve aðstaða og rekstrargrundvöllur togaranna hefur torveldazt vegna vöntunar á fullkomnum tækjum til að vinna afla þeirra og til að sjá þeim fyrir ís og öðrum nauð- þurftum. Þá hefur það og komið til, að fullnægjandi lán til fram- kvæmdanna hafa til þessa reynzt ófáanleg, og hafa framkvæmdir þegar tafizt af þeim sökum og orðið dýrari Byggingaframkvæmdir stöðvast. Af þessum sökum er svo komið, að byggingaframkvæmd ir og vinna við niðursetningu véla eru nú með öllu stöðvað- ar, bæði á Akureyri og í Hafnarfirði, og er ekki annað sýnt en að svo verði til lang- frama til óbætanlegs tjóns fyr- ir alla aðila, ef ekki koma til gagngerðar ráðstafanir af hálfu ríkisvaldsins. Þessi stöðvun þjóðnauðsyn- legra framkvæmda er því al- varlegri sem þær eru komnar vel á veg, þegar hafa verið festar í þeim tugmilljónir króna og þær gætu, að leystum fjárþörfum, tekið að mæta brýnum atvinnuþörfum verka- fólks, skila arði og gjaldeyris- tekjum þegar í náinni framtíð, sum snemma á næsta ári, og mundu einnig renna traustum stoðum undir togaraútgerðina á viðkomandi stöðum. Verður ekki leyst nema með aðgerðum þings og ríkisstjórnar. Flutningsm. þessarar þings- ályktunartillögu er ljóst, að með öllu er útilokað, að fjárþörf til þess að fullgera hraðfrystihúsin verði leyst, nema til komi rögg- samleg fyrirgreiðsla ríkisstjórn- ar og Alþingis á þann veg, sem í tillögunni felst. Hlutaðeigandi fyrirtæki hafa þegar leitað allra hugsanlegra leiða til að afla inn- lendra lána til að ljúka fram- kvæmdum, en án árangurs. Þau hafa einnig safnað stórfelldum lausaskuldum í trausti þess, að úr rættist, svo að ekki verður lengra komizt að þeirri leið. Um afkomu mikils fjölda verkafólks að tefla. Það er einnig ljóst ,að enda þótt lán, sem svöruðu til þegar heimilaðrar ríkisábyrgðar fengj- (Framhald á 4. síðu.) Endurskoðun hernáms- samningsins hefst í Reykjavík á mánudag Endurskoðun þessi fer fram í samræmi við ákvörðun Alþingis frá 28. marz sl. Samninganefnd Bandaríkjamanna er væntanleg til Reykjavíkur næstk. sunnudag, en formaður hennar verður am- bassador Bandaríkjanna hér á landi, John D. Muccio. Ekki hefur enn verið tilkynnt, hverjir skipi íslenzku samninga- nefndina. Eezta síldarár í Noregi Aflaverðmæti V2 milljarður króna Ársreikningar norska síldar- samlagsins fyrír 1956 hafa nú verið birtir. Er talið þar, að þetta hafi ver- ið bezta síldarár í sögu þess. Alls veiddust 12.3 millj. hektólítrar fyrir 206 millj. norskra króna (um 442 millj. ísl. kr.). Reikning- arnir sýna reksturshagnað um 3.5 millj. n. kr. og verður 1.5 millj. n. kr. lögð í eftirlaunasjóð sjó- manna. Þá verður byggt sjó- mannahús í Bergen og varið til þess 4.3 millj. n. kr. Sjálfstæðisflokkurinn krefsf áframhaldandi hersefu Hermangararnir allsráðandi, en hagur og vel- ferð þjóðarinnar skiptir þá engu Tillögur á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ný- lega flutt tillögu til þingályktun- ar þess efnis, að við endurskoðun hernámssamningsins skuh við það miðað, að bandarískur her sitji áfram hér á landi og jafn- framt hefur sami flokkur óskað eftir að fá að hafa fulltrúa við samningagerðina, til að geta þannig spillt fyrir að gerður verði samningur í samræmi við vilja mikils meirihluta þjóðar- innar, um að herinn verði á burt héðan. Það er glöggt hverjir ráðin hafa á íhaldsheimilinu. Það eru hermangararnir, sem ekki mega til þess hugsa, að verða af þeim gróða, sem viðskiptin við her- „Loginn helgi" Leikfélag Akureyrar frumsýndi „Logann helga" í gærkvöldi. — Leikstjóri er Guðmundur Gunn- arsson. Var húsfyllir og leiknum vel fagnað. — Næstu sýningar leiksins verða næstk. laugardags- og sunnudagskvöld. Löndunarbannið afnumið Deilan við Breta um fiskveiðitak- mörkin þó óleyst Tilkynnt var í gær, að samn- ingar hefðu tekizt milh íslenzkra og brezkra togaraeigenda um af- nám lóndunarbannsins, sem tog- araeigendur í Bretlandi settu á íslenzka togara 1952, og hafa Bretar leyft, að landanir hefjist þar í næstu viku. íslenzka ríkisstjórnin hefur þó enn ekki gefið leyfi til að togarar hefji landanir þar, enda hæpið að hagstætt sé að landa þar, nema öruggt sé að hraðfrystihúsin hafi samt næg verkefni. í ávarpi, sem utanríkisráðherra, Guðmundur í. Guðmundsson, flutti um mál þetta í útvarpið í gærkvöld, tók hann greinilega fram, að fslendingar hefðu í engu slegið af kröfum sínum um úf- færzlu; fiskveiðitakmarkanna, og væri deilan við Breta um það mál enn óleyst. Útgerðarmennirnir, sem undir- rituðu samkomulagið við Breta um að landanir skyldu leyfðar á ný, voru: Jón Axel Pétursson, Kjartan Thors og Loftur Bjarna- son. Mál þetta verður nánar rakið í næsta blaði Verkam. námsliðið hafa fært þeim. Hugs- un þeirra er bundin við eigin pyngju, en þeir taka ekkert tillit til þeirra illu áhrifa, sem af her- setunni leiða fyrir þjóðfélagið, þeirrar spillingar, sem af dvöl herliðsins leiðir, né þeirrar hættu, sem hverri þjóð er búin, af setu erlends hers í landi henn- ar. Það er þjóðhættuleg gróða- klíkt, sem ræður gerðum og af- stöðu Sjálfstæðisflokksins og er vissulega meiri nauðsyn að draga úr en auka áhrif hennar. Lærdómar síðustu tíma. Forsenda hernámssamningsins er Atlantshafssamningurinn ill- ræmdi. Nú hefur hann verið þverbrotinn af tveimur stærstu ríkjunum innan þess bandalags, Bretum og Frökkum, og er raun- ar Atlantshafsbandalagið eftir þá atburði orðið lítið annað en nafn- ið tómt, og hafa ýmsir mákmet- andi menn látið þau orð falla, að það hafi senn runnið sitt skeið á enda. Sú staðreynd ætti að ýta undir íslendinga að krefjast þess ákveðið, að allur erlendur her verði héðan á brott hið fyrsta. í öðru lagi hafa þeir atburðir, sem orðið hafa í Ungverjalandi, fært okkur enn eina sönnun þess, hver ógæfa erlendur her getur verið og hvert böl hann getur leitt yfir þær þjóðir, sem verða að þola hann í landi sínu. Enginn hugsandi og heiðarleg- ur íslendingur getur því kosið landi sínu og þjóð bölvun er- lendrar hersetu. Það geta ein- ungis þeir, sem selt hafa Mamm- oni sál sína og láta pyngjuna hugsa fyrir sig en ekki heilann. B.v. Fylkir sökk 30 mílur norður af Horni Tundurdufl grandaði skipinu Síðastl. miðvikudagsmorguh forst botnvörpungurinn Fylkir, þar sem hann var að veiðum um 30 sjómílur norður af Horni. Voru skipverjar að draga inn vörpuna, þegar skyndiega kvað við mikil sprenging og er talið fullvíst að hún hafi orsakast af tundurdufli, sem komið hafi í vörpuna og sprungið þar. En það hefur alloft komið fyrir áður, að tundurdufl hafi komið í vörpur togaranna, þó að slys hafi ekki orðið af fyrr, og tókst að vísu betur til nú en á horfðist, því að öll áhöfnin bjargaðist, að kalla ómeidd. Skipið laskaðist mjög mikið við sprenginguna og sökk á 15 mínútum, en skipverjum tókst að koma öðrum björgunarbátnum á flot og komust allir í hann. B.v. Hafliði frá Siglufirði kom á vettvang stuttu eftir að slysið varð og tók hann áhöfn Fylkis og flutti til ísafjarðar. Skipstjóri á Fylki var Auðun Auðunsson.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.