Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 16.11.1956, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 16.11.1956, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn xö. nóv. 1956 Sundmót M.A. og Ákureyringa' síðastliðinn sunnudag Sunnudaginn 11. nóv. fór fram liér á Akureyri fjölmennasta sund- mót, sem haldið hefur verið hér í bæ. Keppendur voru frá íþróttafé- lagi Menntaskólans og frá Akureyr- arfélögunum. Keppt var í einstak- lingssundum og tveimur boðsund- um, 10 x 40 m boðsundi kvenna og 50 x 40 m boðsundi karla, en sök- um forfalla á síðustu stundu urðu 50 m bringusund drengja: Þorvaldur G. Einarsson, MA 41.3 sek. Elfar Valdimarsson, Ak. 42-5 — Hreinn Pálsson, Ak. 43.0 — 10 x 40 m boðsund kvenna: Sveit Ak. 5.58.6 mín. Sveit MA 6.08.7 - 45 x 40 m boðsund karla: Sveit MA 22.25.5 mín. Sveit Ak. 23.04.5 - MIR Kvikmyndasýning í Ásgarði, sunnudaginn 18. nóv. kl. 4 e. h. Sýnd verður myndin: Hljómleikakvöid í Stóra-leikhúsinu Frábœr tónlistarmynd. Inngangseyrir kr. 5.00. Það verður að slökkva eldinn keppendur ekki nema 45 frá hvor- um aðila. Mótstjóri og kynnir var Hermann Stefánsson, íþróttakenn- ari, yfirtímavörður Haraldur Sig- urðsson sýsluskrifari, og ræsir móts- ins Ólafur Magnússon, sundkenn- ari. Mótið gekk mjög greiðlega og fór hið bezta fram. — Áhorfendur voru inargir, og virðist áhugi fyrir sundi vera mjög mikill nú í bæn- um. Agóðí af sundmótinu rennur tíl-.að reisa stökkbretti við Sundlaug Akureyrar. Helztú úrslit urðu þessi: 50 m skriðsund kvenna: Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, MA 36.6 sek. Guðný Þórisdóttir. MA 40.6 Sólveig S. Guðbjörnsd., Ak. 41.6 - 50 m skriffsund telpna: Rósa Pálsdóttir, Ak. 40.1 sek. Þórey Káradóttir, Ak. 40.3 Helga Haraldsdóttir, Ak. 40.6 - 50 m skriðsund drengja: Gissur Helgason, MA 34.9 sek. Hákon Eiríksson, Ak. 35.4 Elfar Valdimarsson, Ak. 37.0 — (Framhald af 2. síðu.) að öskum S. Þ. eins fljótt og auð- ið er. Hún ætti að taka það fram þegar, að herinn á Súezeiði verði hafður á takmörkuðu svæi, muni ekki berjast nema í sjálfsvöm, og muni afhenda umráð sín til S. Þ., eða taka við skipunum þaðan, undir eins og tímabært er. Fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna þarf að njóta allrar aðstoðar til að stofnsetja alþjóðahersveit, og ætti að vita fyrir víst, að Bret ar og Frakkar munu hverfa frá Súez undir eins og hann gefur merki. ÞETTA EB grundvallaratriði til þess að endurreisa vald og áhrif Sameinuðu þjóðanna. En meira þarf að gera, ef á að slökkva eld- inn .ísraelsstjórn hefur ekki vilj- að fallast á tilmæli S. Þ. um að hverfa frá Sínaískaga. Það verð- ur að beygja hana til að gera það, en þar verða að vera aðrir að verki en Bretar og Frakkar. Þar verður aðalhlutverkið að vera í höndum Bandaríkjamanna, sem hafa herstyrk í Miðjarðar- hafi, er gæti staðið á bak við kröfur S. Þ. Eins verður að beygja Egypta og önnur Araba- ríki til að samþykkja málamiðlun S. Þ. En þar geta hvorki Bretar 100 m skriðsund karla: Vernharður Jónsson, Ak. 1.12.1 mín Guðm. Gústavsson, MA 1.17.0 — J’orsteinn Askelsson, Ak. 1.20.0 — Sljóleiki Alþýðu- mannsins né Frakkar verið að verki. HÖRMULEGA LÍTIÐ er unnt 100 m bringusund karla: Áskell Egilsson, Ak. 1.26.8 mín. Þarsteinn Áskelsson, Ak. 1.29.2 — Kristinn Arnþórsson, MA 1.30.4 — 50 m bringusund kvenna: Kristín Halldórsdóttir, MA 46.1 sek. Ásthildur Kjartansdóttir, MA 47.2 — Sólveig Guðbjörnsdóttir, Ak. 48.0 — 50 m bringusund telpna: Jónína Pálsdóttir. Ak. 46.4 sek. Súsanna Möller, Ak. 49.8 — Margrét Guðmundsd., MA 50.0 — - Ríkisstjórnin tryggi . (Framhald af 1. síðu). ust, eru þau algerlega ófullnægj- andi. Fimmti hluti byggingar- kostnaðar verður eftir atvikum að teljast algert hámark þess, sem viðkomandi bæjarfélögum er mögulegt að rísa undir að leggja fram sem stofnkostnað auk þeirra byrða, sem þau verða árlega að taka á sig vegna sjálfrar útgerð- arinnar. Þetta mat á fjárhagslegri getu bæjarfélaga og einstaklinga úti á landsbyggðinni er og viður- kennt í alveg hliðstæðu máli, þar sem hæstv. ríkisstjórn leggur til í frumvarpi sínu um kaup á tog- urum, að ríkissjóður ábyrgist allt að 80% af andvirði þeirra. Við þau fyrirtæki, sem hér ræðir um, munu mörg hundr- uð manns hafa atvinnu, þegar þau taka til starfa. Mikið af vinnuafli þessa fólks mun að óbreyttum aðstæðum fara al- gerlega forgörðum, ef fram- kvæmdir stöðvast. Miklar upp- hæðir munu og tapast í er- lendum gjaldeyri, og stefnt er til neyðarástands í fjölmennum byggðarlögum, ef ekki fæSt að gert. Þjóðarnauðsyn býður því, að til komi skjót og fullnægj- andi aðstoð af hálfu hins opin- bera í framangreinda átt. Alþm. sl. þriðjudag undrast mjög, hversu það megi vera að dregið hafi verið Happdrætti Þjóðviljans, án þess að allir, sem tekið höfðu miða til sölu, hefðu gert full skil. Fyrst Alþm. hefur svo mikinn áhuga fyrir Happdrætti Þjóðvilj- ans, skal þetta lítillega skýrt fyr- ir honum: Þegar dregið var í happdrættinu áttu allir, sem höfðu miða undir höndum og höfðu ekki selt þá alla eðaætluðu að kaupa þá sjálfir, að hafa skil- að því, sem óselt var, og allir miðar, sem ekki hafði verið skil- að til umboðsmanna voru reikn- aðir þeim, sem höfðu þá undir höndum. Hins vegar áttu ýmsir eftir að skila inn andvirði seldra miða og lágu ýmsar ástæður til þess, svo sem þær, að menn höfðu ekki handbæra peninga til að leysa út þá miða, sem þeir vildu kaupa eða höfðu ekki að- stæður til að koma á afgreiðsluna áður en dregið var. Þess má geta, að flestir þessarra manna höfðu tilkynnt í síma eða á annan hátt, af hvaða ástæðum uppgjör frá þeim drægist. En umboðsmená happdrættisins draga ekki í efa, að þessar greiðslur muni allar koma inn og það mjög fljótlega. Raunar er meirihluti þeirra kom- inn, þegar þetta er skrifað. — Stuðningsmenn Þjóðviljans hafa aldrei svikið loforð sín við hann. Þess skal að lokum getið, að þegar dregið var í happdrættinu áttu 22 menn hér á kureyri eftir að skila samtals kr. 4.300.00. í dag (fimmtudag) eiga 10 menn eftir að skila samtals kr. 1.800.00. Væntum vér, að þessi skýring nægi ritstjóra Alþm. til að skilja svo einfaldan hlut, sem hér er um að ræða. að gera fyrir Ungverja og Aust- ur-Evrópuþjóðirnar. Það er hægt að bannfæra Rússa á þingi S. Þ., en eftir atburðina, er gerzt hafa, veltir það ekki þungu hlassi. Þá er eftir að sjá, hvort Rússar eru að hverfa algerlega að stalíniskri stefnu í utanríkismálum. Hvað sem því líður, hefur algert skip- brot hugsjónastefnu þeirra orðið í Ungverjalandi. Ef ruddalegt vald á að verða starfsaðferð framtíðarinnar, verður að gera ráð fyrir vaxandi spennu í milli austurs og vesturs í Evrópu. Þessir síðustu dagar hafa verið svörtustu dagarnir í sögu Breta, síðan Miinchenfundur- inn var haldinn, og þó geta ver ið enn dimmari dagar fram- undan. Sú hætta er uppi, að ef ekki verður betur haldið á málum framvegis en gert hefur verið af núverandi ríkisstjóm, geti „skógareldurinn“ breiðst út og orðið að allsherjarbáli. Vissulega er sá endir það, sem sir Anthony og samstarfsmenn hans vildu helzt forðast. En þeir hafa sýnt, að það er ekki hægt að treysta þeim. Hér í þessu blaði var ríkisstjórnin aðvöruð gegn því að leggja út í heimskulegt hernaðarævintýri þegar í ágúst og september. Nú getum vér ekki annað gert, en kalla á samtök þjóðarinnar, innan ramma stjórn- arskrárinnar, til að fella Eden- stjórnina." Kvenfélagið Framtíðin hefur fjáröflunardag fyrir starfsemi sína næstkomandi sunnudag, 18. þ .m., að Hótel KEA. — Bazar hefst kl. 2.30, verða þar á boð- stólum margir eigulegir munir. Einnig verður þar selt kaffi frá kl. 3. — Um kvöldið verður fé- lagsvist með ágætum verðlaun- um og dansað á eftir til kl. 1. Hljómsveit leikur. — Akureyr- Búio að salta 85 þúsund tunnur af Suðurlandssíld Mest hefur verið Heildarafli reknetabátanna sunnan- og vestanlands nam um sl. helgi 85.614 tunnum. Mest hefur verið saltað í Kefla vík, því að þar hafði verið salt- að í 23.675 tunnur aðfaranótt sl. sunnudags, og á Akranesi í 13.030, í Grindavík í 11.876 og Hafnarfirði í 9.907 tunnur. Allar þessar tölur eru miðaðar við kl. 12 á miðnætti aðfaranótt sunnu- dags, og hefur því bætzt við á þessum stöðum síðan. saltað í Keflavík Söltunarstöð Haralds Böðvars- sonar á Akranesi hefur verið af- kastamest, því að þar er búið að salta í 6167 tunnur, en næst kemur söltunarstöð Jóns Gísla- sonar í Hafnarfirði, þar sem sölt- unin nemur 5694 tunnum. Hefur nú tekizt að veiða upp í mikinn hluta samninganna um Suðurlandssíld, en gera má ráð fyrir, að óhætt verði að salta í 115 þúsund tunnur. AÐVÖRUN Þessi greinarstúfur er skrifað- ur til þess að minna lesendur á það, að innan skamms hefjast þýðingarmiklar viðræður ís- lenzkra stjórnarvalda og fulltrúa Bandaríkjanna um brottför er- lends hers og full umráð íslend- inga yfir öllu sínu landi. Á þess- arri stundu ríður á, að þjóðin standi þétt að baki fulltrúum sín- um og láti ekki moldviðri stjórn- málabaráttunnar villa sér sýn eða hindra sig að fylgja fram óskor- uðum rétti sínum í þessum samn- ingum. Formælendur hersetu á íslandi þykjast nú hafa fengið hvalreka nokkurn á fjörur sínar. Válegir atburðir í útlöndum gefa þeim tækifæri að reyna að æsa íslend- inga til stríðsótta, svo að þeir missi sjónar á sinni eigin frelsis- baráttu, en láti fallast í fang stór- veldis, á sama tíma og aðrar smá- þjóðir sveitast blóðinu til að fá full umráð yfir löndum sínum. Eg vík nú stuttlega að þessum heims viðburðum. I Ungverjalandi hafa þau hörmulegu tíðindi gerzt, að er- lend þjóð, sem hefur lýst sig fylgjandi friðar- og mannúðar- stefnu sósíalismans, hefur beitt smáþjóð vopnavaldi til að beygja hana undir vilja sinn. Slíkur at- burður er auðvitað sorglegastur fyrir alla þá, sem hafa gert sér falslausan sósíalisma að leiðar- ljósi í baráttu sinni fyrir friði og bættum kjörum alþýðunnar í öllum löndum. Þessi afstaða ís- lenzkra sósíalista hefur skýrt komið fram í yfirlýsingum þeim, sem Alþýðubandalagið og Al- þýðflokkurinn hafa gert um þetta mál, og í hliðstæðri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem báðir þessir flokkar standa að ásamt Framsóknarflokknum. í Egyptalandi gerist um svipað leyti áþekkur viðburður. Að því er virðist fyrir samantekin ráð þriggja ríkja er hafin vopnuð árás á landið í trássi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Eru þetta mikil vonbrigði þeim, sem höfðu treyst friðartali og lýðræðisást þessarra ríkja, þó að ekki hafi þeirra vonbrigða gætt mikið í málgögnum Sjálfstæðisflokksins eða yfirlýsingum þeim, sem hann hefur haft forgöngu um undan- farið. Hvað koma þessir atburðir okkur við? Um það eru skiptar skoðanir. Stuðningsmenn hersetu á íslandi segja: Þetta sýnir, hve ófriðlegt er í heiminum og hvílík nauðsyn það er að treysta öryggi landsins með „vamarliði“. En þjóðhollir íslendingar segja: Þessir atburðir sýna okkur, hve alvarleg og brýn nauðsyn það er, að allar smáþjóðir reki réttar síns gegn íhlutun stórveldanna, standi saman sem einn maður um friðar stefnu sína, láti einskis ófreistað að knýja stórþjóðirnar til að yf- irgefa herstöðvar sínar erlendis. Það er síður en svo, að þetta sé vonlaus stefna ,því að smáþjóð- irnar eiga mikil ítök í Sameinuðu þjóðunum. Og þetta er hin eina stefna, sem er íslendingum sæm- andi, þjóð, sem vopnlaus hefur háð hetjubaráttu í margar aldir við erlenda áþján og haft sigur. Andstæðingar ríkisstjórnarinn- ar reyna nú að stofna til múgæs- inga og skrílæðis til þess að valda upplausn og geta betur lætt inn í fólkið eitri haturs og ótta, sljóvg- að frelsisást þess og heilbrigt þjóðarstolt gagnvart erlendu her- liði. Þetta mun þó ekki takast, ef menn virða fyrir sér alla mála- vexti með rólegri yfirvegun. Þá mun samninganefnd íslendinga um brottför hersins geta gengið að verki örugg um fulltingi þjóð- ar sinnar til góðra og heiðaregra málaloka. Látum því ekki sundra okkur eða villa með málæði og krókó- dílstárum þeirra, sem í rauninni eru að vinna að framhaldi á her- námi íslands. Við skulum sýna innilega samúð með frelsisbar- áttu annarra smáþjóða, en jafn- framt láta hana verða okkur hvöt til að vinna íslandi gagn og sóma. Geymum í minni hin brennandi eggjunarorð: „Hver mun keyma arfinn okkar, ef við gleymum sjálf?“ Páll Bergþórsson. Eisenhower sigraði í fyrri viku fóru fram kosn- ingar í Bandaríkjunum, bæði forsetakosningar og kosning full- trúa til beggja deilda þingsins. Var Eisenhower endurkjörinn forseti með verulegum atkvæða- mun, en í þingkosningunum beið samt flokkur hans, Repúblikana- flokkurinn, ósigur, og hefur Demókrataflokkurinn nú meiri- hluta í báðum deildum þingsins. UPPB0Ð Laugardaginn 17. þ. m. fer fram UPPBOÐ við Lögreglu- varðstofuna á Akureyri og hefst það kl. 1 e. h. Selt verður: Ýmsir munir, sem lengi hafa verið í óskilum hjá lögreglunni, svo sem: reið- hjól, sleðar o. fl. Enn fremur verður selt nokkuð af hús- munum. BÆJARFÓGETI.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.