Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.11.1956, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 30.11.1956, Blaðsíða 1
VEHfCHtlUIÐUHiriil XXXIX árg. Akureyri, föstudaginn 30. nóvember 1956 39. tbl. VERKAM AÐURIN N er í Reykjavík seldur í Söluturninum við Arn- arhól. Einhugur og samstaSa um málelni verkalýSsins einkenndu 25. þing Alþýíusambands Islands Hannibal Valdimarsson einróma endurkjörinn for- seti Alþýðusambandsins Eðvarð Sigurðsson varaforseti - Snorri Jónsson ritari 25. þing Alþýðusambands íslands var háð í Reykjavík dag- ana 20.—26. þ. m. Þingið sátu 328 fulltrúar, en tala félaga inn- an ASÍ var um sl. áramót 28.816. Þingið fjallaði um og afgreiddi mikinn fjölda mála og margar ályktanir og tillögur voru samþykktar. Mikill einhug- ur ríkti um öll höfuðmál þingsins og voru nær allar sam- þykktir gerðar einróma. kjörnir á kvöldfundi, og voru þeir allir kosnir í einu hljóði, svo og þingnefndir. Forseti þingsins var Sigurður Stefánsson, form. sjómannafélags ins Jötuns í Vestmannaeyjum. Þingsetning. Þingið var haldið í skála K. R. við Kaplaskjólsveg í Reykjavík, dg var það sett þar síðdegis hinn 20. nóvember. Flutti forseti ASÍ, Hannibal Valdimarsson, þá setningarræðu og lýsti því m. a., að þetta Alþýðusambandsþing starfaði að nokkru við aðrar aðstæður en áður hefði verið, þar sem verka- lýshreyfingin væri nú samherji ríkisstjórnar, sem heitið hefði að taka tillit til samtaka verkalýðs- og bænda í störfum sínum. í lok ræðu sinnar sagði hann m. a.: „Sýnum það með alvöru í starfi, bróðurhug og samstarfs- vilja allt frá byrjun þessa þings, að við höfum strengt þess heit að stuðla að farsælli lausn þess efnahagsmálaöngþveitis sem nú- verandi ríkisstjóm hefur tekið við og verður að leysa — eða falla að öðrum kosti. Samhent og starfsglatt Alþýðu- sambandsþing getur e. t. v. ráðið örlögum í þessum málum." Þá minntist forseti nokkurra forystumanna verkalýðshreyfing arinnar, sem látizt hafa frá því að þing ASÍ var síðast haldið Vottaði þingheimur þeim virð- ingu sína með því að rísa úr sæt- um. Einnig ávarpaði hann þá Ottó N. Þorláksson, fyrsta forseta ASÍ, sem var heiðursgestur þessa þings, og Ólaf Friðriksson, fyrsta ritara ASÍ, en hann var enn full- trúi á þessu þingi, og mun hafa setið flest þing Alþýðusambands- ins frá því að það var stofnað fyrir 40 árum. Starfsmenn þingsins voru fagnað af þingheimi, en þetta er í fyrsta skipti, sem fulltrúi bræðraþjóðar okkar í Færeyjum mætir hér á Alþýðusambands- þingi. Við þetta tækifæri afhenti einnig Magnús Ástmarsson, for- maður Hins íslenzka prentarafé- lags, afmælisgjöf til ASÍ frá félagi sínu, en það var fundahamar gerður úr hvaltönn, hinn bezti gripur, gerður af Friðrik Frið- leifssyni myndskera. Brennivínsmenn fengu sigur Vínverzlun verður opnuð hér að nýju HANNIBAL VALDIMABSSON, forseti Alþýðusambands Islands. Varaforsetar: Óskar Hallgríms- son, form. Félags íslenzkra raf- virkja, og Kristinn B. Gíslason, form. Verklýðsfélags Stykkis- hólms. Ritarar Guðgeir Jónsson, Reykjavík, Þorsteinn Jónatans- son, Akureyri, Sverrir Guð- mundsson, Isafirði, og Kolbeinn Guðmundsson, Flateyri. Avörp og gjafir. Á sunnudaginn var fór framj áður boðuð atkvæðagreiðsla um það, hvort opna skyldi hér að nýju útibú frá Áfengisverzlun ríkisins. Urðu úrslit þau, að 1744 greiddu atkvæði með opnun, en 1015 á móti. — Auðir voru 31 seðill og 9 ógildir. Á kjörskrá voru alls 4745. Þegar atkvæðagreiðsla um þetta mál fór fram sumarið 1953 og ákveðið var að loka verzluninni, greiddu 3369 atkvæði. Þá voru 1730 með lokun, en 1274 á móti. 332 seðlar voru auðir og 33 ógild- ir. Þá fór atkvæðagreiðslan fram samhliða Alþingiskosningum, svo að flestir fóru á kjörstað, hvort eð var. Er því þátttaka í kosning- unum nú nrjög mikil, miðað við það, að einungis var greitt at kvæði um þetta mál. Ekki mun enn ákveðið, hvenær opnað verður, en forráðamenn Áfengisverzlunarinnar munu hafa fullan hug á að draga það ekki lengi, og eru því allar líkur til að opnað verði fyrir áramót. Frú Gerda Stefánsson mun veita útibúi Áfengisverzlunarinn- ar forstöðu svo sem áður var. Hér skal ekki felldur neinn dómur um það, hvort rétt hafi nú verið ráðið og bæjarbúar ákveðið það, sem þeim var fyrir beztu eða ekki. En því er óhætt að slá föstu, að það versta, sem við getum gert í vínsölumálum er að opna og loka til skiptis. Slíkt mun hafa illar afleiðingar í för með sér, og höfum við áreiðanlega lítið grætt á að hafa lokað síðustu 3 árin, fyrst að nú skal opnað aftur. Við setningu þingsins fluttu nokkrir gestir þess ávörp, og voru það þessir: Ottó N. Þorláks- son, Kai Nissen, fulltrúi danska Alþýðusambandsins, Erlendur Patursson, form. Fiskimannafé- lags Færeyinga, Sæmundur Frið- riksson, framkvæmdastjóri Stétt- arsambands bænda, Guðmundur Jensson frá Farmanna- og fiski- mannasambandi íslands, Ólafur Björnsson frá Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja og Gunnar Guttormsson, formaður Iðnnema- sambands íslands. Erlendu fulltrúarnir færðu ASÍ gjafir frá samböndum þeim sem þeir voru fulltrúar fyrir. Var gjöf Dana postulínsmynd af stúlku, sem er að gefa gæsum, en gjöf Færeyinga lágmynd af sjómönnum, sem eru að setja bát. Erlendur?Patursson mælti á ís- lenzku og var honum ákaflega Sambandsstjórn þakkað. Á óðrum degi þingsins flutti Hannibal Valdimarsson skýrslu sambandsstjórnar um starfið sl. tvö ár og lagði fram reikninga þess. Hér er "ekki rúm til að rekja skýrslu sambandsstjórnarinnar, en flestir voru á einu máli um, að stjórnin hefði unnið verk sín með árvekni i og dugnaði, og orðið mikið ágengt, svo að sjaldan mundi hafa verið betur gert. — Reikningar Sambandsins sýndu einnig, að fjárhagur þess hafði tekið miklum breytingum til hins betra. í lok umræðnanna um skýrslu sambandsstjórnar var svofelld ályktun samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn 3: „25. þing ASÍ færir stjórn sambandsins þakkir fyrir vel unnin störf á liðnu starfstímabili. Sérstaklega staðfestir þingið réttmæti þeirrar stefnu, sem fólst í frumkvæði sambandsstjórnar- innar að samstarfi vinstri aflanna í landinu, og sem að loknum al- þingiskosningum síðastliðið sum- ar, leiddi til myndunar þeirrar ríkisstjórnar, sem nú situr. Þingið telur, að með myndun þessarar ríkisstjórnar hafi alþýðu landsins verið forðað frá áfram- haldandi, stórfelldum árásum á lífskjör fólksins, semxríkisstjórn afturhaldsins tvímælalaust mundi hafa beitt til þess að velta afleið- ingum óstjórnar sinnar og upp- vöðslu yfir á bök hins vinnandi fólks. Jafnframt lýsir þingið fullum stuðningi sínum við þá ákvörðun sambandsstjórnar, sem strax hlaut ákveðinn stuðning margra stærstu verkalýðsfélaganna, að ríkisstjórnin festi til bráða- birgða vísitölu og verðlag, svo sem gert var um mánaðamótin ágúst og september sl., telur þingið að með þeirri ráðstöfun hafi ekki verið rýrður kaupmátt- ur vinnulauna. Hins vegar gerir þingið sér ljóst, að í þeirri aðgerð felst eng- in frambúðarlausn efnahagsmál- anna, og leggur áhcrzlu á, að þeg ar til slíkra ráðstafana kemur, verði þess vandlega gætt, að á engan hátt verði rýrð lífskjör al- þýðunnar, heldur leitast við að afla nauðsynlegs fjár á kostnað auðfélaga og yfirstétta og stefnt verði að þeirri uppbyggingu at- vinnulífsins, sem tryggi grund- völl að góðri lífsafkomu allrar þjóðarinnar." Samþykktir þingsins. Mjög mörg hagsmuna- og framfaramál verkalýðsins og ís- lenzkrar alþýðu almennt voru rædd á þessu þingi og margar tillögur og ályktanir samþykktar. Því miður er ekki unnt, rúmsins vegna, að birta nema lítið af því hér í blaðinu, en nokkrar sam- þykktir þingsins birtast þó í þessu og næsta blaði. En það var einkennandi fyrir störf þingsins, að svo til allar samþykktir voru gerðar einróma, og enginn ágreiningur ríkti um hin faglegu mál verkalýðssam- takanna. Umræður urðu þó all- (Framhald á 3. síðu.) íslendingur nær verðlaunum á Olppiuleikunum Þau gleðitíðindi gerðust nú í vikunni á Ólympíuleikunum, sem nú standa yfir í Ástralíu, að Vilhjálmur Einarsson varð annar í þrístökki og hlaut silfurverð- launin. Er þetta mesta íþróttaaf- rek, sem íslendingur hefur unnið til þessa, og í fyrsta skipti, sem íslendingur hlýtur verðlaun á Ólympíuleikum. Vilhjálmur Einarsson er 22 ára að aldri, ættaður af Austfjörðum. Hann er stúdent að menntun og stundar framhaldsnám í húsa- gerðarlist. Sá, sem hlaut gullverðlaunin fyrir þrístökkið, var Da Silva frá Brazilíu, sem stökk 16.35 metra. Hann er heimsmethafi í þessarri grein og er metið 16.56 m. Stökk Vilhjálms vár 16.26 m. Bandaríkjamenn eru það sem af er keppninni á Ólympíuleik- unum langefstir að stigatölu. Auk Vilhjálms Einarssonar fór einn íslendingur til keppni á leikunum, spretthlauparinn Hilm ar Þorbjörnsson, en ekki hafa borizt fregnir af, hverjum árangri hann hefur náð.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.