Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.12.1956, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 07.12.1956, Blaðsíða 1
VERffflmflBiiRllíil XXXIX árg. Akureyri, föstudaginn 7. desember 1956 40. tbU VERKAMAÐURINN er í Reykjavík seldur í Söluturninum við Arn- arhól. Mikið atvinnuleysi Bæjarstjórn hefur nú loks ákveðið að opna vinnumiðlunarskrifstofu Vinnumiðlunarnefnd bæjarins annast vinnu- miðlunina fram yfir áramót Verulegt atvinnuleysi er nú ríkjandi meðal verkamanna hér í bænum, og hefur farið stöðugt vaxandi frá því um miðjan nóv- ember, en til þess tíma munu flestir hafa haft nokkurn veginn stöðuga vinnu, enda veðrátta mjög hagstæð til hvers konar útivinnu. Mjög lítil vinna er nú hjá Út- gerðarfélaginu, þar sem togar- arnir selja aflann ýmist á erlend- um markaði eða í frystihús út um land og vinna við frystihúss- bygginguna liggur niðri sakir fjárskorts. Þá hefur vinna við bygginga- framkvæmdir almennt mjög dregizt saman að undanförnu, svo sem jafnan á þessum árstíma og lítil vinna er hjá bænum. Slæmar horíur. Því miður lítur út fyrir, að at- vinnuhorfur mikils hluta verka- manna séu nú með versta móti. Raunar má gera ráð fyrir, að dá- lítil vinna, einkum skipavinna, verði núna fram að hátíðum, en eftir áramót eru ekki horfur á öðru, en að mikið atvinnuleysi verði ríkjandi. Allt mun í óvissu um, hverjar veiðar togararnir stunda eftir áramótin, en undanfarna vetur hefur verið mikil atvinnubót að löndunum þeirra hér, er þeir hafa stundað veiðar í salt eða til skreiðarverkunar, en nú liggur það í loftinu, að minna verði landað hér heima en verið hefur undanfarna vetur. Er illt til þess að vita, að enn skuli líða einn vetur, án þess að draumur verkamanna um vinnu í hraðfrystihúsinu rætist. Eins og nú standa sakir mun enn vanta um 3,5 millj. króna til að ljúka framkvæmdum við frystihúsiS. Hefur stjórn Útgerðarfélagsins nú sett alla sína von á, að ríkis- stjórnin leysi það mál, og er von- andi að sú lausn berist hið fyrsta, svo að hægt verði að Ijúka bygg- ingunni og tryggt verði, að þetta verði síðasti veturinn, sem landa þarf afla togaranna á öðrum stöð- um á sama tíma og verkamenn hér ganga atvinnulausir. Vinnumiðlun — atvinnuleysistryggingar. Á bæjarstjórnarfundi á þriðju- daginn var loks samþykkt, að sett skuli upp hér vinnumiðlun í sam- ræmi viS lög þar um frá sl. vori, og ráðinn sérstakur maður til að Stjórnmálaályktun flokksstjórnar Sósíalistaflokksins: Slöndum vörS um réllindi þjóðarinnar: brottflutning hersins og stækkun landhelginnar annast það starf. Var búið að vera mikið og undarlegt þóf um þetta í bæjarstjórn og börðust Framsóknarmenn sérstaklega gegn því og báru það m. a. fyrir sig, að hér væri ekkert atvinnu- leysi, og sennilega hafa þeir álit- ið, að það myndi aldrei verða! Betur að rétt væri, en staðreynd- irnar segja annað, svo sem verka mönnum er bezt kunnugt. Og fjöldi verkamanna var vinnulaus sl. þriðjudag, þrátt fyrir yfirlýs- ingar Stefáns Reykjalíns á bæj- arstjórnarfundinum um að allir hefðu vinnu. Vinnumiðlunarnefnd bæjarins annast vinnumiðlunina fyrst um sinn. Þar sem nokkur dráttur hlýtur enn að verða á því, að vinnu- miðlunarskrifstofan geti tekið til starfa, auglýsa þarf eftir starfs- manni o. s. frv., ákvað bæjar- stjómin, eftir tillögu frá Jóni Ingimarssyni, að fela vinnumiðl- unarnefnd bæjarins að annast vinnumiðlunina þar til vinnu- miðlunarskrifstofan verður opn- uð. Mun því skráning atvinnulausra manna fara fram á skrifstofu bæjarins, og ættu þeir, sem enga vinnu hafa og vilja verða vinnu- miðlunar aðnjótandi eða .öðlast (Framhald á 2. síðu). Avarp til bæjarbúa Góðir Akureyringar! Nú, eins og undanfarin ár, leit- ar Mæðrastyrksnefnd Akureyrar til bæjarbúa með jólasöfnun nefndarinnar og væntir góðra undirtekta. Síðastliðið ár nam söfnun nefndarinnar kr. 13.619.55. Úthlutun varð kr. 19.300.00, auk mikilla og góðra fata, sem gefin voru bæði, af verzlunum og öðr- um. — Nú eru fleiri, sem þurfa hjálpar við, sérstaklega einstæðar mæður, einnig barnmargar fjöl- skyldur og gamlar konur, sem aðeins hafa sín ellilaun, og ekki vilja leita til þess opinbera. — Næstu daga munu skátarnir ganga um bæinn og safna pen- ingum og fötum. Gömul föt eru vel þegin, ef þau eru hrein og heil. Um leið og nefndin þakkar fyr- ir það örlæti og velvild, sem margir hafa sýnt henni, treystir hún því, að nú muni verða ham- ingja með störfum hennar. Við viljum biðja þær konur, sem óska eftir aðstoð, að gefa sig fram við nefndarkonur. — Geta þær hringt í einhvern eftirtalinna síma: 2243, 2111, 1315, 1187, 2267, 1115, 1851, 1174. Mæðrastyrksnefnd. Skrifstofa Mæðrastyrksnefndar er í Verkalýðshúsinu, Strandgötu 7. Opin kl. 5—7 e. h. á mánudög- um og föstudögum. í síðustu viku var haldinn í Reykjavík flokksstjórnarfund- ur Sósíalistaflokksins, þar sem mættir voru fulltrúar víðs veg- ar af landinu. Var þar rætt um stjórnmálaviðhorfið, starfsemi flokksins og fleiri mál. Ymsar gróusögur hafa að undanförnu gengið um illdeilur og ósamkomulag á fundinum, en Verkamanninum er það ánægja að geta frætt lesendur sína á því, að allar slikar sögur eru uppsuni einn og úr lausu lofti gripnar, og því til sönnun- ar má benda á, að allar ályktanir flokksstjórnarfundarins voru samþykktar í einu hljóði. Slúðursögurnar eru aðeins tilbún- ingur óvandaðra manna, sem hafa vonast eftir ágreiningi, en verða nú að ganga vonsviknir til herbúða sirma. Stjórnmálaályktunin var sam- I þykkt í einu hljóði, eins og aðrar ályktanir flokksstjórnarfundar- ins, og fer hún hér á eftir: Fagnar miklum árangri. „Flokksstjórn Sameiningar- flokks alþýðu — Sósíalistaflokks- ins fagnar þeim mikla árangri, er náðst hefur í því að koma á ein- ingu alþýðustéttanna á íslandi með stofnun Alþýðubandalagsins og myndun vinstri ríkisstjórnar. Lýsir flokksstjórnin sig sam- þykka gerðum miðstjórnarinnar í báðum þessum þýðingarmiklu ráðstöfunum. Órjúfandi samheldni. „Flokksstjórnin heitir á allar vinnandi stéttir landsins að varð- veita og efla þá einingu vinnandi stéttanna, sem myndazt hefur um stefnuskrá ríkisstjórnarinnar, og skapa órjúfandi samheldni um að knýja fram þá stefnu, er stjórn- arsáttmálinn markar og meiri- Nýir samningar um dvöl ameríska setu- liSsins á Islandi Ráðherrar Alþýðubandalagsins voru ekki hafðir með í ráðum um orðalag eða innihald samninganna Þeir voru staðfestir og birtir á Alþingi í gær Það hefur verið á almennings vitorði að undanförnu, að ríkis- stjórnin gekk í fyrra mánuði frá nýjum samningum við stjórn Bandaríkjanna um dvöl setuliðs þeirra hér á landi. Þessir samn- ingar voru birtir á Alþingi í gær, og það sorglega kemur í ljós, að þeir eru gruggugir mjög, og lítt gerðir í anda samþykktar Al- þingis frá 28. marz sl. Einnig kom það í ljós, að ríkis- stjórnin hefur ekki öll fjallað um samningana, heldur hafa einstak- ir ráðherrar algerlega um þá fjallað og sniðgengið alveg ráð- herra Alþýðubandalagsins a. m. k. an ríkisstjórnarinnar eða milli stjói*narflokkanna almennt. Er það greinilegt, að ef slík vinnu- brögð verða tekin upp almennt, getur núverandi ríkisstjórn ekki orðið langra lífdaga auðið, en al- menningur um allt land hefur bundið miklar vonir við hana og myndi verða mjög vonsvikinn, ef hún yrði að fara frá á næstunni. Þar sem blaSinu bárust ekki hinir nýju samningar, sem eru í tvennu lagi og voru í gær stað- festir með skeytasendingum milli ríkisstjórnanna, er ekki hægt að ræða þá ýtarlega nú, en það er fljótsagt, að þetta eru ekki gæfu- leg plögg, þó er í þeim sá ljósi punktur, að ríkisstjórn íslands getur, hvenær sem er, með 18 mánaða fyrirvara, sagt hernum hluti þjóðarinnar samþykkti í kosningunum í sumar. Varar við sundrungaröflum. „Flokksstjórnin hvetur alla al- þýðu til þess að standa einhuga gegn öllum tilraunum auðmanna- stétta innanlands og utan til þess að eyðileggja stjórnarstefnu vinn andi stéttanna og sundra einingu þeirra. Sérstaklega hvetur flokks stjórnin alþýðuna til þess að vera vel á verði gagnvart þeim af hægri mönnum Alþýðuflokksins, sem nú hafa hafizt handa í sama skyni innan frá úr herbúðum stjórnarflokkanna sjálfra. Brottför hersins og stækkun landhelginnar. „Flokksstjórnin skorar á alla hernámsandstæðinga að fylgja fast eftir baráttu sinni fyrir brott för hersins og tryggja að staðið verði við fyrirheit Alþingis og ríkisstjórnar um það efni. Heitir flokksstjórmn á öll þau samtök með þjóðinni, sem vilja, að vér íslendingar sjálfir, og vér einir, ráðum landi voru og landgrunni, að sameinast um að standa vörð um rétt þjóðarinnar í þessufh sjálfstæðismálum: um fram- kvæmd kröfunnar um brottflutn- ing hersins og stækkun landhelg- innar. Eru þetta hin undarlegustu að fara. vinnubrögð og virðist svo, sem » Samningarnir fara hér á eftir, þeim, er þau viðhafa, sé lítt um- hugað að treysta samstarfið inn- ásamt yfirlýsingu frá ráðherrum (Framhald á 2. síðu.) Lán til stórframkvæmda. „Flokksstjórnin lýsir sérstak- lega fylgi sínu við stórhuga fyrir- ætlanir ríkisstjórnarinnar um kaup 15 togara og nýrra báta og hvetur til þess, að undinn sé bráður bugur að því, að taka er- lend lán með hagkvæmum kjör- um til þessara framkvæmda, sem framtíðaratvinnulíf þriggja lands fjórðunga byggist á. Framkvæmd stjórnarsáttmálans. „Flokksstjórnin felur mið- stjórninni og öllum flokksfélög- um að gera allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að fylkja vinnandi stéttum landsins og öll.- um þjóðhollum fslendingum sam- an um framkvæmd stjórnarsátt- málans frá 2L júli"

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.