Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.12.1956, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 07.12.1956, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 7. des. 1956 UERKfliíLRÐUKlim Ritstjóri: ÞORSTEINN JÓNATANSSON. Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Blaðstjórn: Bjöm Jónsson, Einar Kristjánsson, Jakob Ámason. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. Sími 1516. Pósthólf 21. Áskriftarverð 40 krónur árg. Lausasöluverð 1. kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f. Samningarnir (Framhald af 1. síðu.) Alþýðubandalagsins þeirra. um afstöðu Hér fara á eftir orðsendingar þær, sem farið hafa milli ríkis- stjórna íslands og Bandaríkjanna og þær staðfest: meðan völ er á hæfum mönnum til þeirra starfa, svo og að tryggja að menn séu æfðir í þessu skyni. í 3. lagi að vinna að lausn mála, er varða stefnuna í almenn um meginatriðum í samskiptum fslendinga og vamarliðsins.“ Yfirlýsing ráðherra Alþýðubandalagsins Samningar ríkisstjórnanna 1. SAMNINGUR. (K'ormála er hér sleppt, en þar er því lýst, að ríkisstjómirnar hafi komið sér saman um eftir- farandi): „1. Að viðræðum um endur- skoðun vamarsamningsins, að því er varðar brottflutning varnar- liðsins, verði ekki haldið áfram þangað til tilkynning er gefin samkv. 2. tölulið hér á eftir. 2. Að 6 mánaða frestur sá, sem hér um ræðir í 7. gr. vamar- samningsins hef jist, þegar önnur ríkisstjórnin tilkynnir hinni þar um. 3. Að fastanefnd kynni sér vamarþarfir með hliðsjón af ástandi í alþjóðamálum og geri tillögur til ríkisstjómanna um, hverjar ráðstafanir gera skuli í þessum efnum.“ 2. SAMNINGUR. „Komið verði á fót fastanefnd í vamarmálum íslands, er skipuð sé ekki fleirum en þrem ábyrgum fulltrúum frá hvorri ríkisstjóm um sig og sé hlutverk nefndar innar: í 1. lagi að ráðgast við og við um vamir íslands og Atlants- hafssvæðisins, að athuga hverjar ráðstafanir gera þurfi þeirra vegna og gera tillögur til ríkis- stjómanna beggja í þeim efnum, með hliðsjón af hemaðarlegu og stjómmálalegu viðhorfi á hverj- um tíma. 1 2. lagi að undirbúa, að svo miklu leyti sem hemaðarlegur viðbúnaður leyfir, að Islendingar taki í ríkara mæli en áður að sér störf er varða vamir landsins á Er utanríkisráðherra hafði lagt fram samkomulag það, sem hér að framan er greint, kvaddi fé- lagsmálaráðherra, Hannibal Valdi marsson, sér hljóðs og flutti eftir- farandi yfirlýsingu af hálfu ráð- herra Alþýðubandalagsins: „Við eigiun engan þátt í orða- lagi eða framsetningu þeirra orð- sendinga, sem milli ríkisstjóm- anna hafa farið um frestun á endurskoðun hervemdarsamn- ingsins samkv. ályktun Alþingis 28. marz sl. Við erum einnig andvígir þeim forsendum frestunar, sem þar eru greindar, en töldum aðstæður ekki heppilegar nú til þess að tryggja samninga um brottför hersins. En við vorum samþykkir því að frestað yrði um nokkra mán- uði samningum þeim, sem ráð- gert var að hefjast skyldu 15. f. m. um þessi mál. Skipun fastanefndar þeirrar, er um getur í orðsendingunum, erum við hins vegar andvígir, og teljum hana óþarfa með öllu, þar sem hér er aðeins um bráða- birgðafrestun að ræða, enda telj- um við, að ekki komi til mála, að frestur þessi verði notaður til nýrra hemaðarframkvæmda. Munum við samkvæmt þessu vinna að því, að fljótlega verði hafin endurskoðun vamarsamn- ingsins samkvæmt ályktun Al- þingis frá 28. marz 1956 með það fyrir augiun að herinn fari af landi burt. Hitt er til bóta, að það er skýrt fram tekið í orðsendingum ríkis- stjórnanna, að það sé á valdi rík- isstjómar Islands að taka ákvörð- un um, hvort amerískur her skuli vera á íslandi og einnig að ákveða, hvenær samningar um brottför hans, samkvæmt ályktun Alþingis og stefnuyfirlýsingu rík- isstjórnarinnar, skuli teknir upp að nýju.“ Togí ^ararmr Kaldbakur seldi í Grimsby 4. þ. m. 2844 kit fyrir 10.859 pund sterling. — Svalbakur er í við- gerð í Þýzkalandi. — Aðrir tog- arar Ú. A. eru að veiðum. - Atvinnuleysi (Framhald af 1. síðu). rétt til bóta frá atvinnuleysis- tryggingimiun, að láta skrá sig eigi sjaldnar en vikulega, en bótagreiðslur byggjast á vottorði vinnumiðlunar um atvinnuleysis- tíma og vinnutekjur. Tryggingamar. Það er gott til þess að vita, að atvinnuleysistryggingar skuli nú loks vera komnar á hér á landi, enda þótt vonandi sé, að í fram- tíðinni verði sem minnst þörf fyr- ir þær. Næg vinna fyrir alla er að sjálfsögðu það, sem þarf að vera og atvinnuleysisbætur leysa aldr- ei böl atvinnuleysisins nema að litlu leyti. En fyrst að atvinnuleysi fyrir- finnst hér á landi, og það mjög tilfinnanlega, eru tryggingamar nauðsyn, og er sjálfsagt fyrir verkamenn að notfæra sér þær. Það gæti líka orðið til að ýta undir varanlegar úrbætur í at- vinnumálum bæjarins, þegar vikuleg og dagleg skráning leiðir í ljós, hve mikið atvinnuleysið raunverulega er. | VINNUMIÐLUN á bæjarvinnu hefst mánudaginn 10. þ. m. Vinnumiðl- unarnefnd sú, er starfaði undanfarið ár mun annast vinnumiðlun fyrst um sinn og heldur hún fyrsta fund föstudaginn 7. desember. Akureyri, 6. desember 1956. BÆJARSTJÓRINN. Heyrið þið, KRAKKAR! Jólasveinninn er lagður af stað. Á sunnudaginn, 9. des., kl. 4 síð- degis kemur hann til byggða. Ef veður leyfir, getið þið heyrt hann og séð á svölunum í nýja verzlunarhúsinu, Hafnarstræti 93. Þá verður hann kominn í jólaskap og raul- ar fyrir ykkur nokkrar vfsur. SENN KOMA JÓLIN. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.