Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 14.12.1956, Page 1

Verkamaðurinn - 14.12.1956, Page 1
VERKAMAÐURINN vERKflmflÐURi nn XXXIX árg. Akureyri, föstudaginn 14. desember 1956 41. tbl. kemur næst út þriðju- daginn 18. des. Tillögur ríkissljórnarinnar i efnahags- málunum væntanlegar næslu daga Nefnd verkalýðssamtakanna og stjórn Alþýðu- sambandsins hafa tillögurnar nú til athugunar Þess hefur lengi verið beðið með óþreyju, að í ljós kæmi, hverjar tillögur ríkisstjómin hefði fram að færa til úrbóta í efnahagsmálum þjóðarinnar og hverjar ráðstafanir hún liyggðist gera nú um áramótin, þegar verðfestingarlögin falla úr gildi. Nú mun þessi bið senn taka enda, þar sem ríkis- stjómin hefur að mestu gengið frá tillögum sínum, enda styttist nú óðum til áramóta. inn búið, að ýmsar þær ráðstaf- anir verður nú að gera, sem æskilegt hefði verið, að aldrei þyrfti að grípa til, og ekki verða neitt fagnaðarefni .En ástandið er illt, arfurinn frá íhaldsstjórninni ófagur. Ekki gengislækkun. Enda þótt tillögurnar séu ekki kunnar enn, er blaðinu þó óhætt að fullyrða, að orðrómur sá, sem gengið hefur um, að ákveðin hafi verið gengislækkxm, jafnvel allt að 60%, er úr lausu lofti gripinn. Það er þvert á móti ákveðið, að ekki verður gripið til almennrar gengislækkunar, en það var bjargráð íhaldsins, sem nú væri komið til framkvæmda, ef það hefði setið í stjóm. Fyrir áhrif verkalýðssamtakanna hefur tek- izt að firra þeirri hættu, og verka lýðssamtökin og fulltrúar Al- þýðubandalagsins hafa lagt á það megináherzlu við undirbúning umræddra tillagna, að nú verði gróðastéttir landsins látnar borga brúsann, en ekki almenningur. Enda er það eingöngu sök brask- aranna og stórgróðamannanna, hvernig nú er komið efnahags- málum þjóðarinnar. Það væri því ekki óeðlilegt að þeir verði látnir borga fyrir sig. Og vonandi verð- ur þannig frá hnútunum gengið, að eitthvað verði dregið úr mögu leikum slíkra manna til að mata krókinn á kostnað alþýðu. Væntanlega getur blaðið birt tillögur ríkisstjórnarinnar í næstu viku. Hamrafell komið með fyrsfa olíufarminn Tvö slík skip mundu nægja til að flytja allt benzín og brennsluolíur til landsins Hverjir rufu eininguna á þingi Alþýðusambands íslands? Rangfærslur „Alþýðumannsins“ Það hefur ekki verið gert op- inbert enn, hverjum aðgerðum ríkisstjórnin hyggst beita sérfyrir og verður að sjálfsögðu ekki gert fyrr en um leið og hún leggur til- lögur sínar fyrir Alþingi, en það mun að öllum líkindum verða nú um helgina eða strax eftir helgi. Hins vegar situr efnahagsmála- nefnd sú, sem Alþýðusambands- þingið kaus til að koma fram, ásamt stjóm ASÍ, sem fulltrúi verkalýðssamtakanna gagnvart ríkisstjórninni, nú á rökstólum og hefur tillögur ríkisstjórnar- innar til meðferðar, en nefnd þessi, sem ahnennt gengur nú undir nafninu „stóra nefndin“, er skipuð 18 mönnum, sem flestir eru formenn stærstu verkalýðs- félaga landsins. Nefnd þessi mun segja til um það, hvort hún telur úrræði rík- isstjórnarinnar þess eðlis, að verkalýðssamtökin mimi geta fellt sig við þau, eða hvort hún telur aðrar leiðir æskilegri og líklegri til farsællar lausnar hins mikla vanda. Mim ríkisstjómin þegar hafa tekið til greina ýmsar tillögur og bendingar nefndar- innar, þótt enn skorti nokkuð á, að fullt samkomulag hafi náðst. Gerðir ríkisstjómarinnar nú ráða úrslitum um framtíð hennar. Hér verður ekki komið með neinar ágizkanir um það, hver úrræði felast í þeim tillögum, sem væntanlegar eru frá ríkisstjóm- inni, en því ber að fagna, að sam- ráð skuli nú haft við verkalýðs- samtökin, eins og áður hafði verið heitið, og byggist raunar framtíð þessarrar ríkisstjórnar nú alveg á því, að henni takizt að finna þau ráð, sem vinnu- stéttir landsins geta fellt sig við. Ef henni tekst það ekki hefur hún fyrirgert trausti alþýðunnar og þá myndu dagar hennar þegar taldir. Vonandi kemur ekki til þess, heldur verði niðurstaðan sú, að samkomulag náist og rík- isstjómin starfi áfram í anda þeirrar stefnuyfirlýsingar, er hún gaf, þegar hún tók við völdum. Að því þarf þó ekki að ganga gruflandi, eins og allt er í pott- Olíuskipið Hamrafell, sem SÍS og Olíufélagið h.f. keyptu á þessu ári, kom til landsins í fyrsta skipti sl. sunnudag. Skipið flutti hingað til lands um 15.000 lestir olíu og benzíns, er það lestaði í Batum við Svartahafið, en eins og kunnugt er, kaupum við nú allar okkar brennsluolíur í Sovétríkjunum, og þurfum því ekki að óttast olíuskort af völdum siglinga- teppunnar um Súezskurð. Hamrafell er fyrsta stóra olíu- skipið, sem íslendingar eignast, og er ekki að efa, að rétt hefur verið ráðið að ákveða þau kaup. Er frekar ástæða til að harma, að ekki skyldi fyrr hafa verið ráðizt í kaup á slíku skipi, og við þyrft- um að eignast annað skip af svip- aðri stærð til þess að verða nokkurn veginn óháðir öðrum um olíuflutninga, en talið er að tvö skip af sömu stærð og Hamrafellið mundu sem næst anna öllum olíuflutningum til landsins. Eins og nú standa sakir er mjög erfitt að fá leigð olíuflutn- ingaskip og flutningsgjöld hafa margfaldast vegna þeirrar eftir- spurnar eftir skipakosti, sem skapaðist við lokun Súezskurðar- ins. Það var því sérstakt happ, að Hamrafellið skyldi nú vera kom- ið til sögunnar, því að jafnvel þó að forráðamenn þess vilji taka tillit til heimsmarkaðsverðs, hvað flutninga olíunnar snertir, ber þess að gæta, að það fé rennur til innlendra aðila og er því ekki þjóðinni tapaður peningur. Og svo er sannleikurinn sá, að nú hefur verið samið um, að Hamra- fell taki 160 shillinga fyrir flutn- ing hvers olíutonns í næstu ferð- um, en skip, sem B. P. og Skelj- ungur h.f. hafa tekið á leigu, tek- ur hins vegar 220 shillinga fyrir tonnið, og geta tnenn reiknað út hverju munar á einum farmi, en það eru ófáar krónur. Þannig verður útgerð Hamra- fells þjóðinni til hagsbóta, bæði beint og óbeint, og hefur þó ekki verið rætt um gjaldeyrissparn- aðinn. Áhöfn Hamrafells er 40 manns, allt íslendingar. Skipstjóri er Sverrir Þór. Harðbakur seldi afla sinn í Bretlandi 11. og 12. þ. m. 2883 kit, fyrir 7.955 sterlingspund. Síðasti „Alþm.“ birtir grein, þar sem fullyrt er, að fylgismenn Sósíalistaflokksins á þingi ASÍ, í fyrra mánuði, hafi enga sam- vinnu viljað hafa við fylgismenn Alþýðuflokksins um kjör sam- bandsstjórnar. Þar sem bæði er rangt og villandi sagt frá í grein „Alþm.“ skal mál þetta rakið hér nokkuð. Er þess fyrst að geta, að sam- komulag var ágætt á þinginu um nær öll mál, sem þar voru rædd, og kom greinilega fram, að frá- farandi sambandsstjóm hefði reynzt dugandi og starfssöm í bezta lagi, enda var samþykkt ályktun, þar sem henni voru færðar sérstakar þakkir fyrir vel unnin störf, og greiddu aðeins þrír fulltrúar atkvæði í móti því. Það lá því fyrir, þegar að því kom í þinglok að kjósa sam- bandsstjóm, yfirlýsing þing heims um, að fráfarandi stjórn hefði reynzt mjög vel. Það lá fyr- ir traustsyfirlýsing til hennar. Hvaða ástæða gat þá réttlætt það, að þeir meðlimir fráfarandi stjórnar, sem gáfu kost á sér til endurkjörs og máttu vegna heimilisfesti sitja þar, væru ekki endurkosnir? Er það ekki föst og sjálfsögð regla £ ölluim félags- skap að endurkjósa þá stjórnend- ur ,sem svo vel reynast, að fé- lagarnir eru almennt ánægðir með störf þeirra og sjá ástæðu til að þakka sérstaklega fyrir þau, svo sem í þessu tilfelli. Það skiptir alla alþýðu þessa lands miklu, að í stjóm ASÍ sitji dugmiklir og ötulir fulltrúar hennar. Þess vegna þótti sósíal- istum á Alþýðusambandsþinginu ekki koma til mála að ýta til hliðar þeim fulltrúum, sem svo vel höfðu reynzt í sambands- stjórn, og setja inn í staðinn aðra, sem ekki var hægt að fullyrða um fyrirfram, hvernig reynast myndu. Að vísu var engin ástæða til að ætla, að ekki gætu aðrir reynzt vel, en það var heldur engin vissa fyrir því. Og það var ekki sjáanlegur neinn tilgangur með því að skipta um, annar en sá, að skipta Alþýðusambands- stjórninni upp á milli stjórn- málaflokkanna. En er slík aðferð æskileg? Er ekki eðlilegra að meta memj eftir störfum þeirra og verðleikum en pólitík? En Alþýðuflokksmennirnir í uppstillingarnefnd þingsins vildu ekki annað heyra, en að sam- bandsstjórn yrði kosin eftir póli- tískum litarhætti. Má þó til gam- ans benda á, að þeir hafa ekki alltaf verið hrifnir af, að Al- þýðuflokksmenn sætu í sam- bandsstjórn með öðrum, því að vitað er, að meirihluti þeirrar sambandsstjórnar, sem kosin var 1954, var skipaður Alþýðuflokks- mönnum, sem síðan hafa verið reknir úr flokknum fyrir þær sakir að taka sæti og starfa í sambandsst j órninni. Alþýðuflokknuln boðnir 3 fulltrúar. Þegar það var ljóst, að Alþýðu- flokksmennimir vildu ekki standa að kosningu sambands- stjórnar, nema í hana yrði kosið eitthvað af „flokksbundnum“ Al- þýðuflokksmönnum, ákváðu sós- íalistarnir að bjóða þeim að til- nefna mann í stjórnina í stað Magnúsar Bjarnasonar, sem nú hlaut að hverfa úr stjóminni vegna brottflutnings frá Reykja- vík, og þá buðu sósíalistamir einnig, að fjölgað yrði um tvo í stjórninni og skyldu Alþýðu- flokksmennimir fá að ráða þeim báðum. Stóð Alþýðuflokksmönn- unum þannig til boða að ráða þremur mönnum í sambands- stjórn, en ekki aðeins einum, eins og „Alþm.“ vill vera láta. Hins vegar héldu sósíalistamir fast við það, að ekki yrði bolað burtu (Framhald á 2. afOu). Sýning gúmbjörgunar- báta Sunnudag síðastliðinn fór fram sýning gúmbjörgunarbáta hér við sundlaugina. Sýndi Magnús Bjarnason, skipaeftirlitsmaður, þar tvær tegundir slikra báta. — Var annar af þeirri stærð, sem ætluð er sex mönnum, en hinn ætlaður tíu mönnum. Skýrði Magnús meðferð og notkun bátanna og nokkrir sund- menn reyndu hæfni þeirra í lauginni og virtist burðarmagn þeirra mjög mikið og útbúnaður allur hinn vandaðisti. Fyrir skömmu síðan var nokkuð rætt um gúmbjörgunar- bátana hér í blaðinu ,og skal það ekki endurtekið nú, en tækifær- ið notað til að undirstrika það, að bátar þessir hafa þegar sannað gildi sitt með því að bjarga lífum margra íslenzkra sjómanna, og ástæða er til að ætla, að þeir séu eitthvert öruggasta björgunar- tækið, sem fram hefur komið til þessa. Er þess því að vænta, að þeir verði framvegis til um borð í hverjum bát og hverju skipi og eftirlit haft með því, aS þeir séu jafnan í lagL

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.