Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.12.1956, Qupperneq 1

Verkamaðurinn - 18.12.1956, Qupperneq 1
VERKflmneuRinn Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ábyrgðarm.: Þorst Jónatansson. Prentverk Odds Björnssonar h.f. XXXIX árg. Akureyri, þriðjudaginn 18. desember 1956 42. tbl. Moral Rearmament Siðferðileg vakningaralda Samkomulðg orðið milli lulltrúa verka- lýðshreylingarinnar og ríkissljórnarinn- ar um næsfu aðgerðir í elnahagsmálum * hjóðarinnar Tillögurnar lagðar fram á Alþingi í dag Á laugardagsmorguninn fékkst niðurstaða af samningum fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar um fyrirhugaðar ráðstafanir í efnahagsmálunum og hafði fundur þá staðið alla nóttina. Lýstu fulltrúar verkalýðssamtakanna yfir því, að þeir gætu sætt sig við hinar áformuðu ráðstafanir og teldu rétt, að ríkis- stjórnin fengi starfsfrið þar til úr því fengist skorið, hvemig framkvæmdin tækist. Síðustu árin hefur víða erlend- is borið nokkuð á nýrri hreyf- ingu, sem gengur undir nafninu Moral Rearmament. Á sunnudaginn var var þessi hreyfing kynnt nokkuð í fyrsta skipti hér á Akureyri. Tveir full- trúar hreyfingarinnar frá Norð- urlöndum, Dani og Svíi, komu hér ásamt Sveinbirni Jónssyni, forstjóra Ofnasmiðjunnar í Rvík, og boðuðu þeir til samkomu í Skjaldborg. Þar fluttu þeir stutt- ar ræður og sýndu kvikmydir frá starfi hreyfingarinnar erlendis. Moral Rearmament er eins konar siðferðisvakning og er höf- undur hennar dr. Frank Bucham. Leggur hreyfingin aðaláherzlu á, að til þess að bæta þann spillta heim, sem við hfum í, þurfi hver og einn að leggja á það megin- áherzlu að breyta sjálfum sér og bæta og lifa eftir því, sem hann „finnur sannast og réttast í hjarta sínu.“ Aðferðin til að leysa vanda málin sé ekki sú, að leitast við að breyta öðrum, heldur verði menn að byrja á að breyta sjálfum sér. Samkvæmt því, sem ræðumenn á samkomunni á sunnudaginn V erkamannaskýlið vantar útvarp Það vita allir, sem eitthvað hafa kynnzt Verkamannaskýlinu hérna við höfnina, að mörgu er þar ábótavant og fátt þæginda annað en baklausir bekkir og langborð til að sitja við. Húsakynnum skýlisins er þann- ig háttað, að mikil nauðsyn er að byggt verði nýtt og fullkomnara, þar sem verkamenn gætu m. a. átt þess kost að fá keypt kaffi eða aðra hressingu. En ekki þarf að gera ráð fyrir að nýtt skýli rísi af grunni næstu daga. Hins veg- ar mætti ýmislegt smávegis gera til þess að verkamönnum yrði dvölin í skýlinu notalegri en nú er. Til dæmis hafði verkam'aður ennn orð á því við blaðið nýlega, að ekki gæti það talizt kröfu- harka, þó að fari ðværi fram á það við bæjarstjóm, að hún keypti útvarpstæki og léti setja það í Verkamannaskýlið, en verkamönnum yrði það óefað til nokkurs ánægjuauka og til dægrastyttingar, þegar þeir sitja þar lengi og bíða vinnu. Þessarri tillögu er hér með komið á framfæri og vill blaðið benda á, að það væri vel til fallið og bæjarstjórn til sóma, að hún færði nú atvinnulitlum verka- mönnum þessa bæjar þá jóla- glaðningu að láta setja upp út- varpstæki í Verkamannaskýlinu. skýrðu frá, skulu meginreglur fylgismanna Moral Rearmament vera fjórar: Alger heiðarleiki, al- ger hreinskilni, alger óeigingirni og alger kærleikur. Að öðru leyti boðar hreyfingin enga sérstaka trúfræði eða stjórn málastefnu og hún er ekki skipulögð sem sérstakur félags- sakpur. Megininntakið er aðeins þetta: Maður, bættu sjálfan þig og þá munu aðrir og annað batna. Þetta er fögur og góð stefna, enda þótt segja megi, að ekkert nýtt felist í henni. Grundvallar- atriðin eru þau sömu og hjá kristninni og ótal öðrum hreyf- ingum og stefnum, sem fram hafa komið á ýmsum tímum. En ástæðan fyrir þessarri hreyfingu nú og því, að hún breiðist út um heiminn, hver svo sem áhrif hennar kunna að verða, er vafalítið sívaxandi spilling hins svonefnda horgaralega lýð- ræðis. Kapítalisminn er á fall- anda fæti, svo að sundrung og spilling vex með hveru ári. Moral Reatrmament og aðrar slíkar hreyfingar eru tilraun til að bræða í brestina. Ef til vill geta þær bjargað sálarfriði og heiðarleika einhverra einstakl- inga, en þjóðskipulag, sem þegar hefur dæmt sjálft sig til dauða, fá þær aldrei betrumbætt svo, að það eigi sér framtíðarvon. En vera má, að þeim takizt að bjarga einhverjum hóp manna frá að glata trúnni á sjálfa sig og lífið á meðan þjóðskipulag kaptíalism- ans berst um í dauðateygjunum. Fari svo, er betur farið en heima setið, því að mikils virði er, að sem flestir bjargist óskemmdi/r frá rótleysi og spillingu líðandi stundar. Með vængjum undir vatns- borðinu má auka hraða og lækka reksturskostnað skipa að mun. Þetta er niðurstaða sovézkra skipaverkfræðinga, sem gert hafa tilraunir með vængjaða vélbáta. Lyfta skipinu. Vængirnir hafa svipuð áhrif og flugvélavængir, þegar bátar eða skip með neðansjávarvængi eru komin á skrið ýtir vatnið undir þá og lyftir skipinu upp úr vatn- inu, svo að stórum dregur úr núningsmótstöðu á skrokkinn. Tilraunir sýndu, að vélbátar með vængi náðu mun meiri hraða en sams konar bátar vængjalaus- ir og með sama vélarafli. Friðrik keppir í Hastings Friðrik Ólafsson skákmeistari fer utan n.k. föstudag til keppni á skákmótinu í Hastings í Eng- landi. Aðstoðarmaður hans á mótinu verður Freysteinn Þor- bergsson. Tíu skákmenn keppa í 1. flokki í Hastings og verða þeir, auk Friðriks: Englendingarnir Ale- xander, Penrose, Clark og Horse- man, Bent Larsen frá Danmörku, Sabo frá Ungverjalandi, Gligoric frá Júgóslavíu, O’Kelly frá Bel- gíu og Toran frá Spáni. Mótið hefst 27. desember og stendur í 10 daga. Fiskaflinn meiri en í fyrra Samkvæmt skýrslu Fiskifélags íslands nam heildarfiskafli lands- manna fyrstu 11 mánuði ársins 428.491 smálest, þar af síld 96.167 smál. Á sama tíma í fyrra var heildaraflinn 391.732 smál., þar af síld 32.294 smál. Fiskaflinn í heild er því nær 37 þús. smál. meiri nú en í fyrra, en það er síldin sem veldur. VERKAMAÐURINN kemur næst út föstudaginn 21. desember, og er það síð- asta tölublað á þessu ári. — Skip á döfinni. Þegar er farið að teikna far- þegaskip, sem á að vera með neð- ansjávarvængi. Ætlunin er að það komist á flot á næsta ári. — Vængir verða bæði aftan og framan á skipinu. Á hægri ferð mun það sigla eins og önnur skip, en þegar hraðinn eykst lyftist það í sjónum og hraðinn á þá að kom- ast upp í 32 sjómílur á klukku- stund. Vængjaskip verða ódýr í rekstri, vegna þess að aflvélarnar þurfa tiltölulega lítið eldsneytti til að knýja þau með miklum hraða. Samningar af hálfu verkalýðs- hreyfingarinnar hafa verið í höndum stjómar ASÍ og 19 manna efnahagsnefndar, sem kjörin var á síðasta ASÍ-þingi og skipuð er fulltrúum ýmissa stærstu verkalýðsfélaganna um allt land. Á fundunum hafa jafnan mætt einhverjir ráðherranna og á fundinum aðfaranótt laugardags- ins var ríkisstjórnin öll mætt og tók þátt í samningunum, en fundir höfðu verið haldnir flest kvöld alla vikuna og einnig hafði starfað sex manna undimefnd, sem kannaði ýmis vandamál milli fimda. Hvað verðiu- gert? Hinar nýju ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar munu verða lagðar fyrir Alþingi í dag, en síðan á laugardagsmorgun hefur verið unnið við að ganga frá einstökum atriðum og tillögunum í heild í frumvarpsformi. Þar sem tillögurnar höfðu ekki verið birtar opinberlega, þegar blaðið fór í prentun, er ekki unnt að skýra nákvæmlega frá þeim að þessu sinní, en meginundir- staðan mun þó vera sú, að óhjá- kvæmilegt hafi verið talið að afla aukinna tekna til sjávarútvegsins og til fjárlaga, og nema þær upp- hæðir samtals 220 milljónum kr. Samkvæmt hinum fyrirhuguðu ráðstöfunum er þessa fjár aflað með sköttum, sem ýmist leggjast á efnamenn og auðfyrirtæki eða almenna neyzlu. Til mótvægis við skatta þá, sem leggjast á almenna neyzlu, koma fyrirheit um nokkrar ráðstafanir, sem verkalýðssamtökin hafa lagt áherzlu á, svo sem í verðlagsmál- um, húsnæðismálum og skatta- málum. Sú hækkun, sem verður á gild- andi vísitölu vegna þessara ráð- stafana verður bætt í kaupi, en talið er, að hún nemi ekki meiru en 1 til 2 stigum. Tillögumar ræddar innan verkalýðshreyfingarinnar. Eins og bent var á hér í síðasta blaði er um allt aðra málsmeð- ferð að ræða hjá núverandi ríkis- stjórn, þegar taka skal ákvarðan- ir um þau mál, sem mesta þýð- ingu hafa fyrir afkomu og lífs- kjör alls almennings en áður hef- ur verið um slík mál. Nú er haft fullt samráð við verkalýðshreyf- inguna og samþykkis hennar leit- að áður en nokkrar ráðstafanir eru ákveðnar í þeim málum, en fyrri ríkisstjómir hafa haft þann sið að sniðganga verkalýðsfélögin með öllu. Útkoman verður líka sú, að nú er ekki öllum álögunum skellt á almenning, heldur fyrst og fremst hugsað um að láta þá bera byrð- arríar, sem breiðust hafa bökin til þess. Má segja að hér hafi skap- ast alveg ný viðhorf valdhafanna gagnvart alþýðu manna. Samt sem áður er ekki því að leyna, að æskilegt hefði verið, að unnt hefði verið að gera meira til hagsbóta hinu vinnandi fólki, en það verður að hafa í huga, þegar væntanlegar tillögur verða vegn- ar og metnar, að íhaldsstórnin var búin að steypa atvinnuveg- unum og efnahagslífinu í slíkt öngþveiti, að mikið átak þarf til að kippa þeim málum í lag. Sósíalistar hefðu að vísu kosið, að nú hefðu verið gerðar róttæk- ari og víðtækari ráðstafanir en gerðar verða, en þeir eru ekki einir um hituna og tíminn naum- ur til að undirbúa öll þau mál, eins og helzt hefði þurft. Ymis verkalýðsfélög og stofn- anir verkalýðssamtakanna í Reykjavík hafa tekið tillögumar til meðferðar í gær og fyrradag og hafa lýst fylgi sínu við þær, en lagt þó mikla áherzlu á, að mikið verði undir framkvæmdinni komið og verði verkalýðssamtök- in og öll alþýða að vera þar vel á verði og knýja á um góðar og (Framhald á 6. síðu.) Skip með vængi hraðskreið og spameytin

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.