Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 21.12.1956, Page 1

Verkamaðurinn - 21.12.1956, Page 1
VEHKnmnÐuninn XXXIX. árg. Akureyri, föstudaginn 21. desember 1956 43. tbl, Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ábyrgðarm.: Þorst Jónatausson. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Tillögur ríkissljórnarinnar í efnahags> og framleiðslumálum 240 milljóna álögur til styrktar atvinnuveg- unum og til verklegra framkvæmda Söluskattur í smásölu felldur niður, lækkuð álagning milliliða, stóreignaskattur, lækkaður tekjuskattur, fullkomin verðgæzla, ný húsa- leigulög og ný bankalög Skattheimtan. Niðurstaðan af rannsóknum ríkisstjórnarinnar á efnahags- málunum og afkomu atvinnuveg anna hefur orðið sú, að nauðsyn- legt væri að tryggja 240 millj. kr. nýjar tekjur til þess að unnt væri að tryggja atvinnuöryggi í landinu og framkvæmdir við nauðsynlegar, verklegar fram- kvæmdir í þágu atvinnuveganna. Þessa fjár er gert ráð fyrir að afla að nokkru leyti með almenn- um neyzlusköttum á innfluttar vörur, mismunandi háum eftir því, hversu nauðsynlegar vörurn ar telast, og er lægst álag á þær vörur, sem öllum eru óhjá- kvæmilegar, og á 36% innflutn- ingsins kemur ekkert álag. Að öðru leyti skiptist álagið þannig á innfluttar vörur, að 10% innfl. ber 8% gjald 34% innfl. ber 11% gjald 4% innfl. ber 35% gjald 11% innfl. ber 55% gjald 1% innfl. ber 70% gjald 4% innfl. ber 80% gjald Á innlendar framleiðsluvörur og þjónustu verður lagt sérstakt gjald og hækkaður tollur af inn- lendum tollvörutegundum. Er áætlað að fá inn á þennan hátt um 25 millj. kr. Á þær gjaldeyrisgreiðslur til útlanda, sem ekki fara til vöru- kaupa, verður lagt sérstakt gjald, sem áætlað er 31 millj. kr. Þessi gjaldeyrisnotkun, svonefndar duldar greiðslur, hefur á undan- förnum árum numið 3—400 millj kr., en það eru m. a. vextir og af borganir af lánum og kostnaður vegna skipa og flugvéla erlendis Þá á enn að hækka leyfisgjald af bifreiðum, og á það nú að nema 160% og álag á ferðagjald- eyri á að hækka úr 25% í 60% Er áætlað, að þessir tveir liðir skili 12 millj. kr. auknum tekjum, Þá verða bankamir skattlagðir um ca. 10 milljónir, og loks verð ur lagður á stóreignaskattur, sem gert er ráð fyrir að gefi um 80 milljónir, en ekki er þó áætlað, að af því fé komi inn á þessu ári nema 15 millj. kr. Hvemig verður tekjunum ráðstafað? inguna og okrið, sem að undan- förnu hefur viðgengizt. Jafnframt á að koma á fullkomnu verðlags- eftirliti, og er því heitið, að það verði byggt upp í samráði við verkalýðssamtökin og önnur samtök neytenda. Er ákveðið, að nú skuli breytt um álagningar- reglur, þaimig, að ekki verði lagt á skattaupphæðir þær, sem leggj- ast á vörurnar, og það verði ekki verzlununum til hagsbóta, að vöruverðið sé sem hæst. Verður þannig hin gamla og illræmda prósentuálagning numin burtu að meira eða minna leyti, og er það veL Þá verður og óheimilt að hækka nokkrar vörur eða þjónustu nema samþykki innflutningsskrif Hin auknu gjöld, sem lögð eru á þjóðina verða hagnýtt sem hér| stofunnar komi til hverju sinni. segir: Aukin útgjöld vegna bátaút- vegsins ca. 38 millj. Aukin útgjöld vegna togara- ] flotans ca. 38 millj. Aukin útgjöld vegna fiskverk- j unarstöðva 9,5 millj. Vegna skuldar framleiðslusjóðs] frá yfirstandandi ári 21 millj. Vegna verðhækkunar á olíu og| Lækkaður tekjuskattur. Jafnhliða hinum nýju álögum verður tekjuskattur lækkaður um þriðjung á lágtekjum og tek- ur lækkunin til hjóna, sem hafa allt að 45 þús. kr. hreinar tekjur, og einstaklinga, sem hafa allt að 35 þús. hreinar tekjur. Kemur þessi 'liður til með að hafa veru bátagjaldeyriskerfinu I lega þýðingu fyrir láglaunafólk. yfirtöku á 37,5 millj. Samtals vegna sjávarútvegsins 144.3 millj. Aukin greiðsla vegna útflutn- ings á landbúnaðarafurðum ca. 20 millj. Samtals vegna framleiðslunnar 164.3 millj. Þá er gert ráð fyrir að afla rík issjóði aukinna tekna, m. a. vegna niðurgreiðslu á sex vísitölustig- um, sem ekki komu til fram- kvæmda í hækkuðu landbúnaðar verði sl. haust (samtals 24 millj.) og vegna ýmissa verklegra fram- kvæmda, atvinnujöfnunar o. fl. samtals ca. 75 millj. Alls 239,3 millj. Einfaldari aðferð. Þessi nýja skattheimta verður nokkuð einfaldari en verið hefur og þægilegri í vöfum, því að bátagjaldeyriskerfið verður lagt niður um leið og hinn nýji gjald eyrisskattur kemur til fram- kvæmda eða um áramótin. Ætti það að verða mikilsverð hagsbót fyrir bátaútveginn að fá nú upp- bætur sínar greiddar beint frá ríkissjóði jafnóðum, en þurfa ekki að bíða mánuðum saman og jafn- vel árum saman eftir því að báta- gjaldeyririnn seljist. Þá verður einnig felldur niður söluskattur í smásölu. Hámarksálagning. Verðlagseftirlit. Eitt mikilverðasta atriðið fyrir allan almenning er það, að ríkis- stjómin hefur heitið því að setja hámarksálagningu á vörur og lækka verulega milhliðaálagn Húsnæðismál. Þá hefur ríkisstjórnin heitið því að hefja margháttaðar að- gerðir í húsnæðismálum bæj- anna og verða sett ný húsaleigu- lög til að freista þess að draga eitthvað úr því takmarkalausa húsaleiguokri, sem nú viðgengst í Reykjavík og víðar. Einnig vinn ur stjórnin nú að því að afla stóraukins fjár til húsabygginga, og hefur m. a. lofað, að bygg- ingasjóði verkamanna verði tryggt mikið aukið fé. Mun fyrir- huguð stór lántaka í sambandi við þessi mál og einnig á að verja fé því, sem aflast með stóreigna- skattinum til úrbóta í húsnæðis- málum. Afurðasalan. Bankamir. Þá hefur stjórnin samið frum- varp um endurskipulagningu út- flutningsverzlunar, þar sem hún er tekin úr höndum einqkunar- hringanna, sem hafa haft hana að undanförnu. Ennfremur á að endurskipu- leggja bankamál þjóðarinnar, þannig að ríkið fái ráðið lána- stefnu bankanna, en eins og nú standa sakir eru bæði Lands- bankinn og Utvegsbankinn rekn- ir sem eins konar einkafyrirtæki íhaldsins, og þá alveg sérstaklega Thorsættarinnar og bankastarf- semin rekin þveröfugt við hags- muni almennings og í beinni and- stöðu við stefnu ríkisstjórnarinn- ar. Sjá allir í hendi sér, að slíkt getur ekki gengið og er aðkall- andi nauðsyn, að stefnu bank- anna verði breytt hið fyrsta. Kaupgreiðslur. Vísitalan. Kaupgreiðslur launþega eiga samkvæmt frumvarpi ríkisstjórn- arinnar að breytast eftir vísitölu, eins og gert er ráð fyrir í samn- ingum allra verkalýðsfélaga, að iví undanskildu, að niður falla iau sex stig, sem fallið var frá í haust, þegar ákveðið var, að landbúnaðarvörur skyldu ekki hækka. Jafnframt er því heitið, að reiknuð verði út ný vísitala, er gefi réttari hugmynd um nú- verandi neyzlu en hin gamla, sem löngu er orðin úrelt. Þá er launþegum og atvinnu- rekendum að sjálfsögðu heimilt að gera nýja kjarasamninga, svo sem verið hefur. Samkomulag við stéttasamtökin. Hér hefur að framan verði gerð grein fyrir aðalatriðunum í hin' um nýju tillögum ríkisstjómar- innar, sem hún hefur lagt fyrir Alþingi og það hefur nú til með- ferðar, en rúmsins vegna og þess, að blaðinu hafa enn ekki borizt þessar tillögur allar, eins og þær liggja fyrir, er ekki hægt að rekja þær nánar að þessu sinni. Svo sem getið var í síðasta blaði fjallaði efnahagsmálanefnd og stjórn Alþýðusambands ís lands um tillögurnar áður en þær voru lagðar fram, og er birt hér á eftir yfirlýsing, sem fulltrúar verkalýðssamtakanna þar gerðu um afstöðu sína til tillagnanna. Einnig varð samkomulag um til- lögurnar milli Stéttarsambands bænda og ríkisstjórnarinnar og samkomulag milli fulltrúa Lands sambands íslenzkra útvegsmanna og ríkisstjórnarinnar um rekstr- argrundvöll útgerðarinnar, svo að tryggt er, að ekki verður nein framleiðslustöðvun nú um ára- mótin, svo sem tíðkaðist á tímum íhaldsstjórnarinnar. Yfirlýsing miðstjómar ASÍ og efnahagsmálanefndar Aiþýðusambandsins. „Miðstjórn Alþýðusambands íslands og efnahagsnefnd sú, er síðasta þing ASÍ kaus, hafa átt þess kost að kynna sér og hafa áhrif á ráðstafanir þær er ríkis- stjórnin nú hyggst gera í efna- hagsmálunum til þess að tryggja áframhaldandi rekstur fram- leiðsluatvinnuveganna og nauð- synlegar, verklegar framkvæmd- ir. Jafnframt hefur miðstjórnin og efnahagsmálanefndin gengið úr skugga um þá staðreynd, að efnahagsmál þjóðarinnar voru komin í slíkt öngþveiti þegar nú- verandi ríkisstjórn tók við völd- um, að fyrirsjáanleg var stöðvun framleiðsluatvinnuveganna um næstkomandi áramót, ef ekki yrði gengið til róttækra ráðstafana. Með hliðsjón af þessu er mið- stjórn og efnahagsmálanefnd ljóst, að óhjákvæmilegt er að gera ráðstafanir til þess að tryggja atvinnuöryggi og leggja grundvöll að varanlegum kjara- bótum vinnandi fólks í framtíð- inni. Jafnframt leggur miðstjórn- in og efnahagsmálanefnd ASÍ áherzlu á nauðsyn þess, að ráð- stöfunum þeim, sem ríkisstjórnin hefur heitið að gera til þess að koma í veg fyrir ónauðsynlegar verðhækkanir, draga úr milliliða gróða og stuðla að auðjöfnun meðal þegnaxma, verði fylgt eftir af fullri röggsemi. í trausti þess að vel takist með framkvæmd þessarra ráðstafana og með tilliti til þess höfuðmark- miðs, að tryggja næga atvinnu, telur miðstjórnin og efnahags- málanefndin að veita beri núver- andi ríkisstjóm starfsfrið þar til úr því fæst skorið hvernig fram- kvæmdin tekst.“ Gjildskrá hafnarinnar Fyrir bæjarstjórn liggja nú til- hafnargjaldanna geta ekki haft lögur til breytinga á hafnarreglu- ; það í för með sér, að vöruflutn- gerð bæjarins, sem einkum genga út á það að hækka hafnargjöldin, og það allverulega í flestum til- fellum. Tillögur þessar eru komnar frá hafnarnefnd. Blaðið hefur ekki haft tækifæri til að bera gjaldskrána saman við það, sem tíðkast annars staðar á landinu, en er þó nær að halda, að hafnargjöld hér séu nú ekki lægri en almennt gerist, og virð- ist þá mjög varhugavert að spenna bogann hærra. Það skal ekki dregið í efa, að höfnin hefði full not fyrir meiri tekjur, en ekki má einblína á það. Bæjarstjórn verður að gera sér ljóst, að hafnargjöldin koma fram á vöruverðinu, og hún verður einnig að taka þá hlið málsins til greina. Og einnig er vert að at- huga, hvort miklar hækkanir ingar með bifreiðum aukizt enn frá því sem nú er, og engar tekj- ur hefur höfnin af þeim vörum, sem þannig eru fluttar .Þannig gætu hækkuð vörugjöld orðið til skaða fyrir höfnina, beint og óbeint. Þess ber því að vænta, að bæj- arstjórn hugsi þessi mál öll gaumgæfilega, áður en hún tek- ur ákvörðun um hækkun gjald- anna. Engu skal hér um það spáð, hvort hækkanir þær, sem hér eru fyrirhugaðar, hlytu staðfestingu ráðherra ef til kæmi. En var- hugavert hlyti það að teljast og miður heppilegt fordæmi, ef bær og ríki gengju á undan um hækk un almennrar þjónustu að nauð- synjalausu, á sama tíma og verið er að gera ráðstafanir til að halda verðlaginu í landinu í skefjum.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.