Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.01.1960, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 08.01.1960, Blaðsíða 1
UERKnmflDURinn 07ó GLEDILEGT ÁR 1960 XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 8. janúar 1960 1. tbl. Verður TunnuverksmiSjan llull Irá Ak- ureyri til Dagverðareyrar? Að undanförnu hafa heyrzt lausafréttir um það, að Síldarút- vegsnefnd, sem hefur með höndum yfirstjórn Tunnuverk- smiðja ríkisins, hafi til athugunar að flytja Tunnuverksmiðj- una á Akureyri til Dagverðareyrar og koma henni fyrir í byggingum þeim, sem þar eru, og áður voru eign Síldar- bræðsiunnar þar. Snemma á síðasta ári sótti Síldarútvegsnefnd um lóð á Oddeyri fyrir Tunnuverksmiðj- una og skyldi þar byggja bæði nýtt verksmiðjuhús og tunnu- geymslu, en hún hefur engin verið við verksmiðjuna hér, svo sem kunnugt er. Lóð var látin fyrir væntanlegar byggingar skammt frá húsum Útgerðarfé- lagsins, enda þótt nokkur ágreiningur væri um staðarvalið. Af hálfu Síldarútvegsnefndar var látið í það skína, að bygg- ingaframkvæmdir myndu hefjast í sumar sem leið, en sumarið leið án þess að nokkuð væri aðhafzt. En eins og í upphafi sagði hafa þær fréttir nú borizt, að mjög hafi dvínað áhugi Síldarútvegs- nefndar fyrir nýbyggingu Tunnu verksmiðjunnar hér á Akureyri, en í þess stað hafi mjög verið um það rætt, að flytja verksmiðjuna til Dagverðareyrar, kaupa þau hús, sem þar eru frá dögum Síld- arbræðslunnar og koma verk- smiðjunni þar fyrir. Telur nefnd- in, að þetta mundi verða nokkr- um milljónum króna ódýrara en að byggja verksmiðjuna frá grunni hér á Akureyri. En á fleira þarf að líta í þessu sambandi en byggingarkostnað- inn einan. Það yrði á margan hátt dýrara að reka verksmiðj- una út á Dagverðareyri en hér í bænum. T. d. þyrfti að flytja verkamennina til og frá vinnu í vinnutíma og myndi þannig tap- ast mikið af vinnutímanum hvern dag og framleiðslan verða minni en ella, sem því næmi. Til þess- arra flutninga þyrfti einnig að kosta bifreið, og ekki einungis bifreið, heldur yrði einnig að hafa ýtu tiltæka til að ryðja snjó af veginum á vetrum, því að öðrum kosti gæti vinna fallið niður tímum saman, en óhugs- andi að verkamenn sættu sig við það, að sitja kauplausir heima, þegar vegurinn tepptist af snjó. Ennfremur þyrftu einhverjir að vera búsettir ytra til að líta eftir eignum verksmiðjunnar o. s. frv. Verksmiðjan yrði að sjálfsögðu að búa þeim mönnum skilyrði til að dvelja þar með fjöldskldum sínum. Þá yrði verksmiðjan að koma upp eigin vélaverkstæði ytra, þar sem ekki væri hægt hverju sinni að leita aðstoSar verkstæðanna í bænum, þegar smávegis bilanir yrðu eða eitt- hvað þyrfti að lagfæra. Allt myndi þetta hafa mikinn kostnað í för með sér, bæði stofnkostnað og árlegan reksturskostnað, og er því nauðsyn að vega vel og meta þessa liði og fleiri áður en til þess kæmi að ákvörðun yrði tek- in um flutning verksmiðjunnar úr bænum. Síldarútvegsnefnd ein mun tæpast hafa lagalegan rétt til að taka ákvörðun um flutning verk- smiðjunnar og alls ekki siðferði- legan rétt, því að verksmiðjan var á sínum tíma seld ríkinu af Akureyrarbæ með því skilyrði, að hún yrði áfram starfrækt í bænum. Liggur því beint við. að Síldarútvegsnefnd hlýtur að leita samþykkis bæjarstjórnar Akur- eyrar til flutninganna, ef nefnd- inni sjálfri er alvara með að vilja flytja verksmiðjuna. Jafnframt snertir þetta mál svo mikið verkamenn þá, sem hjá verk- smiðjunni vinna og Verka- mannafélagið, að Síldarútvegs- nefnd hlýtur einnig að leita álits Verkamannafélagsins um hugs- anlegan flutning verksmiðjunnar, og ef til kemur, leita samninga um kjör verkamanna hjá verk- smiðjunni eftir flutninginn. Það er þess vegna nauðsyn, að bæði bæjarstjórn og verkamenn velti þessu máli fyrir sér og at- hugi \>'Jt frá öllum hliðum. Þess vegna vekur blaðið nú athygli á þessu máli, enda þó að ennþá sé það ekki komið á það stig, að óskað hafi verið svara frá nein- um aðilum hér. Blaðið leggur að svo stöddu engan dóm á það, hvort réttmætt kynni að geta talizt að flytja verksmiðjuna, heldur vekur athygli á því, að það er ýmsum annmörkum háð og taka verður tillit til fleiri atriða en byggingakostnaðar að- eins. En jafnskjótt og frekari upplýsingar liggja fyrir um þetta mál verður það nánar rætt. Iðja og Verkamannafé- lagið heyja skákkeppni Fyrir skömmu síðan skoraði Iðja, félag verksmiðjufólks, á Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaður til keppni í skák. — Ákveðið hefur verið, að keppni þessi fari fram í kvöld í Gilda- skála KEA og hefst hún kl. 8.30. Teflt verður á 12 borðum. Með- limum félaganna og öðrum er heimill aðgangur eftir því sem húsrúm leyfir. Mb. Rafnkell fórst í Miðnessjó i fyrsta roori a vertiomni Síðastl. mánudag varð sá sorg- legi atburður, að m.b. Rafnkell úr Garði fórst í Miðnessjó og með honum sex manna áhöfn. Ekki er vitað með hverjum hætti 'slys þetta hefur orðið, en veður var vont þennan dag, og hættu flestir bátar við að leggja lóðir sínar. Rafnkell var í fyrsta róðr- inum á vetrarvertíðinni. Þetta var 75 tonna stálbátur, eign hins kunna útgerðarmannsGuðmund- ar Jónssonar á Rafnkelsstöðum í Garði. Þeir, sem fórust með Rafnkeli voru: Garðar Guðmundsson, Björn Antoníusson, Vilhjálmur Ásmundsson, Magnús Berents- son, Jón Björgvin Sveinsson og Ólafur Guðmundsson. — Allir menn á bezta aldri. Laxá, flutningaskip Hafskipa h.f.r kom til landsins um áramótin Seint á árinu 1958 var stofnað nýtt skipafélag hér á landi til að annast rekstur millilandaskipa. Hlaut félagið nafnið Hafskip h.f., en félagsmenn eru þeir somu og standa að Verzlunarsambandinu h.f., en það er samband verzlun- arfyrirtækja og einstakra kaup- manna víða um land, eins konar samvinnufélag kaupmanna, þó að það beri hlutafélagsnafn en ekki samvinnufélags. Hinn 15. maí sl. var lagður kjölur að fyrsta flutningaskipi Hafskipa h.f. og 29. des. kom það til heimahafnar, sem er Vest- mannaeyjar. Skipið var byggt í Vestur-Þýzkalandi og er 724 lestir að stærð. Það heitir Laxá, og skipstjóri er Steinar Krist- GuSmundur Jörundsson er alfluttur til R.víkur með úlgerí sína Sósíalistar. — Munið eftir skemmtikvöldi Sósíalistafélags Akureyrar á sunnudagskvöldið. Sjá auglýs. í blaðinu. Nokkrir nýir togarar eru nú í smíðum erlendis fyrir íslendinga, og munu a. m. k. sumir þeirra koma til landsins á þessu ári, þar á meðal togari sá, sem Guð- mundur Jörundsson útgerðar- maður fær. Þegar það vitnaðist, að Guð- mundur hafði samið um smíði nýs togara á liðnu sumri, gerðu margir Akureyringar sér vonir um, að hann myndi halda áfram útgerð héðan og segja mætti, að hinn nýi togari kæmi til bæjarins í stað 'togarans Jörundar, sem Guðmundur átti og gerði út héð- an, en seldi svo til Stykkishólms. Þar sem Útgerðarfélag Akureyr- inga fær engan þeirra nýju tog- ara, sem í smíðum eru, þótti mönnum það nokkur sárabót, að í bæinn samt sem áður nýtt skip, þó að það yrði í einkaeign og því ekki hægt að gera ráð fyrir að það leggði hér upp afla sinn að staðaldri og veitti jafnmikla at- vinnu og skip Útgerðarfélagsins. En hér í blaðinu var strax í sumar bent á það, að miklar lík- ur væru til, að þessi nýi togari Guðmundar kæmi Akureyring- um ekki að neinu gagni til at- vinnuaukningar, þar sem hann myndi alveg eins hafa í hyggju að gera hann út einhvers staðar á Suðurlandi. Þetta hefur nú sann ast. Á gamlársdag skýrði Morg- unblaðið frá því, að Guðmundur Jörundsson væri alfluttur til Reykjavíkur og þaðan ætlaði hann að gera hið nýja skip út. — Jafnframt var frá því sagt, að hann hefði tekið Kirkjusand, frystihús í eigu SÍS, á leigu í nokkur ár og þar yrði afli togar- ans unninn. Þannig hafa Akureyringar fengið enn eina sönnun þess, að valt er að treysta einkaframtak- inu til að efla og halda uppi at- vinnulífinu, það bregzt jafnskjótt og hillir undir meiri gróðavonir LÁNflSðuAÁSAFN 2299%' ÍSIANOS annars staðar. En sú staðreynd, að þessi nýi togari, sem Guðmundur Jörunds son fær, kemur ekki til Akur- eyrar, gerir þá nauðsyn enn brýnni, að hafizt verði handa um aukningu og endurnýjun togara- flota Útgerðarfélags Akureyr- inga h.f. Það hefur verið hljótt um það mál nú um tíma, en þar dugar ekki að sitja aðgerðalaust. Það verður of seint að fara að láta smíða ný skip, þegar þau, sem félagið á nú, eru orðin ónýt eða með öllu ófær til að standast samkeppni við þau nýju skip, sem nú eru að koma til landsins. Við verðum að gæta þess vel, að dragast ekki aftur úr öðrum með togaraútgerðina. Vilji ríkis- stjórnin ekki hafa milligöngu um að útvega hingað ný skip, verður Akureyrarbær sjálfur að leita fyrir sér um skipakaup. Að óreyndu verður því ekki trúað, að ríkisvaldið bregði fæti fyrir samninga, sem bærinn kynni að gera um endurnýjun eða aukn- ingu fiskiskipaflotans hér. jánsson, 1. vélstjóri Þórir Kon- ráðsson og 1. stýrimaður Páll Ragnarsson. Áhöfn er 11 manns. í fyrstu ferð sinni til landsins kom skipið með trjáviðarfarm frá Sovétríkjunum og reyndist skip- ið ágætlega. Framkvæmdastjóri Hafskipa h.f. er Sigurður Njálsson, en stjórnarform. er Helgi Bergsson. Friðsamt og tíðindalítið um liátíðar Það hefur stundum viljað brenna við í sambandi við há- tíðahöld ¦ á jólum og nýári, að ýmiss konar slys, eldsvoðar eða óeirðir unglinga og drukkinna manna, hafa spillt ánægju hátíð- anna. En um þær hátíðir, sem nú eru nýliðnar, hafa landsmenn sloppið óvenju vel við slíkt, eldsvoðar urðu litlir, óeirðir að kalla engar *g slys á mónnum naumast svo að í frásögur sé færandi. Gildir þetta jafnt um landsbyggðina alla sem höfuðstaðinn, en þaðan hef- ur oftast verið tíðinda að vænta á áramótum. Einn varð þó sá atburður í höfuðstaðnum, sem lítt er til sóma. Myndastytta, sem nýlega var komið fyrir í Tjörninni í Reykjavík, var sprengd í mola á nýársnótt. Leikur sterkur grun- ur á, að þar hafi ekki unglingar né neinir óvitar verið að verki, heldur fullorðnir menn, sem ekki hafi verið ánægðir með að hafa myndastyttu þessa í Tjörninni, en það var mjög umdeilt, að henni skyldi valinn þarna stað- ur. En hverjir svo sem þarna hafa verið að verki, er hér um einstakt óhæfuverk að ræða. Sem betur fer er svona óþokkaat- hæfi fáheyrt hér á landi, og illt, ef ekki tekzt að hafa hendur í hári þeirra, sem þarna hafa verið að verki.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.