Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.01.1960, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 08.01.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 8. janúar 1960 VERKAMAÐURINN 3 Arfleifð „Þriðja ríkisins Meðan sáð er illgresi þarf ekki að búast við fagurri uppskeru r>i Margir munu að undanförnu hafa verið þeirrar skoðunar, að nazisminn væri úr sögunni, Hitl- ers-dýrkendur væru ekki lengur til. Svo harðan dóm hafa nazist- arnir hlotið í hugum flestra íbúa jarðar, að ýmsir hafa 'álitið, að þeir myndu aldrei íramar láta á sér kræla, a. m. k. ekki í óbreyttri mynd, þeir myndu þá fremur koma fram dulbúnir og undir öðrum nöfnum. Menn hafa einnig haldið, að meðal þeirra þjóða, sem mesta, almenna menntun hafa hlotið og yfirleitt eru taldar standa á hæstu menn- ingarstigi, væri þjóða- og þjóð- flokkahatur úr sögunni. Það hef- ur verið talið, að sífellt fleiri væru orðnir þeirrar skoðunar, að öllum þjóðum og þjóðbrotum bæri jafn réttur til að lifa í þess- um heimi og þeim bæri að lifa saman í sátt og samlyndi. Það hefur enn vakið vaxandi vonir í þessum efnum, að á síðustu árum og ekki sízt því síðasta hefur verulega dregið úr „kálda stríð- inu“ og deilur helztu stórveld- anna ekki verið jafn hatrammar og áberandi og stundum áður. Framundan eru viðræður mestu valdamanna jarðar um mikla eða jafnvel algera afvopnun og frið- samlega lausn erfiðustu deilu- málanna. Menn voru því síðustu mánuði liðins árs bjartsýnni en nokkru sinni áður um lagt árabil á það, að framundan væru frið- artímar og batnandi sambúð þjóðanna og allra manna. En síðustu daga ársins, sem leið, og fyrstu daga hins nýja árs, hefur dökkt ský lagzt á vonir manna. Ódulbúinn og ómengað- ur nazistaáróður hefur skotið upp kollinum með tilheyrandi hótunum og ógnunum, Gyðinga- hatri, hakakrossa- og Hitlers- dýrkun. Mest hefur borið á ófögnuði þessum í Vestur- Þýzkalandi, en einnig hefur hans orðið vart í mörgum öðrum lönd- um, jafnvel á Norðurlöndum, þar sem nazisminn átti þó aldrei miklum vinsældum að fagna og íbúarnir, í Noregi og Danmörku a. m. k., fengu áþreifanlega að kynnast eðli hans og innihaldi. Fyrst og fremst hafa nazistarnir nú sem fyrr beint skeytum sín- um að Gyðingum og virðast óð- fúsir að halda áfram að fram kvæma þá hugsjón Hitlers að útrýma þeim þjóðflokki með öllu, enda þótt venjulegir menn fái ekki séð, hvað þeir hafi unnið sér til óhelgi, og flestum muni finnast, að ekki sé ábætandi þær ógnir, sem þeir máttu líða á dög um „Þriðja ríkisins". Þá voru Gyðingar kvaldir og píndir til dauða milljónum saman, en enn- þá hrópa fyrrverandi böðlar Hitlers ásamt með hálfbrjáluðum nýnazistum: Drepum, drepum. Hér á landi munu þeir fáir, sem svo lágsigldir eru í hugsun- arhættf, að þeir reyni til að verja framkomu nazistanna eða mæla stefnu þeirra og baráttu bót á nokkurn hátt. Samt sem áður er það nauðsyn, að einnig við hér uppi á íslandi reynum að gera okkur ljóst, hvað er á seyði, hvernig á því stendur, að naz- isminn skuli skjóta upp kollinum aftur og það á meðan flestum eru enn í fersku minni ógnir þær og skelfingar, sem hann færði mannkyninu fyrir fáum árum síðan. Sú er vafalaust ein höfuð- ástæðan, að ennþá er æskulýð margra landa, og ekki sízt æsku- lýð Vestur-Þýzkalands, kennt að dá hermennsku og vopnagný. Það er ofið dýi'ðarljóma um styrjaldir, orrustur og hershöfð- ingja, en minni áherzla lögð á skelfingar styrjaldanna og tor- tímingarmátt. Og sú saga, sem kennd er í skólunum, greinir fyrst og fi'emst frá þeim afrek um, sem imnin hafa verið í stríði. Þetta á einnig við um þá mann- kynssögu, sem skólanemendum hér á íslandi er kennd. Það er saga styi-jalda og manndrápa, keisara og hershöfðingja, en ekki saga friðsamlegrar þróunar mann kynsins. Og þar er hvergi frá því greint, hversu miklu betur fólk- inu hafi liðið á friðartímum, það er ekki lögð nein áherzla á mik ilvægi og þýðingu friðsamlegrar sambúðar þjóðarma og einstakl- inganna. Það fer lítið fyrir því, að sagan geri þá stóra og eftir- breytniverða, sem fyrir friðinn hafa unnið. Sagan er yfirleitt þannig skrifuð, að þeir, sem að- dáun hljóta í hugum ungra og lítt mótaðra nemenda eru þeir, reyndu að leggja undir sig allan heiminn, Það er kannski drepið á það, að þeir hafi verið grimmir og ómannúðlegir, en það er sagt frá því sem aukaatriðum. f flestum löndum eru svo unglingarnir, a. m. k. karlkynið, fljótlega eftir að lögboðinni skólaskyldu lýkur, sendir í her- þjónustu, og þeim er kennt, að það sé fínt að vera í hernum, þeir eigi að vera stoltir hermenn og jafnan reiðubúnir að fórna lífi sínu við að reyna að drepa jafn- aldra sína frá öðrum þjóðum, það er kallað, að þeir eigi að vera reiðubúnir „til að fórna sér fyrir föðurlandið". Afleiðingin verður sú, að þessa unglinga, suma hverja, fer að langa í stríð og láta ófriðlega, hefja upp hróp og köll um að di'epa þennan eða hinn. í Vestur-Þýzkalandi er hættan á stríðsæsingum líka meiri en annars staðar vegna þess, að þar eru fyrrverandi háttsettir nazist ar í mörgum ábyrgðarstöðum, m. a. kennarar, lögreglustjórar og herforingjar. Meðan svo er, er ekki á góðu von. Því að jafnvel þó að margir þessarra manna hafi snúið frá villu síns vegar, þá eru aðrir, sem ólæknandi eru og bera með sér hvar sem þeir fara þann hugsunarsýkil, sem vekur mann- drápslöngun og æsir til hvers konar ofbeldisverka. Vestur- þýzk stjórnarvöld hafa ekki vilj- að hreinsa svo til í opinberum stöðum, sem nauðsynlegt hefði vex-ið, og þess vegna bera þau öðrum fremur ábyrgð á því, að eiturplöntur nazismans hafa nú aftur skotið rótum. En það er þó ekki við Þjóðverjana eina að sakast, fleiri hafa leyft illgres- inu að gróa, eins og sézt á því, að Gyðingaofsóknanna hefur nú oi'ðið vart í flestum löndum Vestur-Evrópu og einnig í öðrum heimsálfum, a. m. k. bæði Ástral- | íu og Ameríku. En þeir atburðir, sem nú hafa I gerzt, ættu að verða til þess að vekja þjóðirnar til meðvitundar um það, að aðeins með bi'eyttum uppeldisháttum verður komið í veg fyrir það, að ofbeldishug- sjónir spretti í hugum fólksins. I Það þai'f að kenna börnum og unglingum að dá friðinn og dreyma um frið, en hata her- mennsku og stríð. Það verður að hætta að láta kennslubækur í mannkynssögu varpa dýrðar- varpa ljóma á ofbeldisseggi og stríðs- menn. Þeim, sem kennslubæk- urnar rita þarf að verða það ljóst, að það eru ekki nöfn keis- ara og hershöfðingja, sem á að kenna. Þeir eiga það ekki skilið öðrum fremur, að nöfnum þeirra sé haldið á lofti. Það á að kenna í skólunum, hvernig friðsamir bændur, hand- verksmenn og sjósóknarar lifðu á hverju tímabili söguxmar og skýra frá því, hver bölvaldur styrjaldirnar hafa jafnan verið þessu fólki. Og það á að kenna tímabil sögunnar við þróunar- skeið atvinnulífsins, en ekki við konunga eða aðra þá, sem met settu í manndrápum. Á þennan veg þarf að breyta sögukennsl- unni um allan heim, einnig hér á landi, jafnframt því, sem semja xarf um algera afvopnun þjóð- anna. Umfram allt má ekki hefja hermenn til skýjanna. Sú stétt þarf að hljóta þann almennings- dóm, að hún sé öllum stéttum ómerkilegri og hermennska fyr- irlitleg atvinna. Þegar það al- menningsálit hefur skapazt þarf ekki lengur að óttast stríðsæs- ingamenn. Þá myndu þeir ekki hljóta meiri hljómgrunn en sá, sem nú tæki sér fyi-ir hendur að telja íslenzkum húsmæðrum trú um, að þeim væri fyrir beztu að fara aftur að elda mat á hlóðum og hafa sellýsi fyrir ljósgjafa. Og jafnframt því, sem her- mennskan þokaði xnn set og þætti ekki lengur góðum drengj- um bjóðandi, myndi eyðast hatur þjóða í milli. Þegar stríðsglorían væri horfin myndu menn ekki lengur meta manngildi einstakl- inga eftir þjóðerni eða uppruna. Það er að sönnu of seint að kenna þeim, sem nú standa fyrir nazistaái'óðri og Gyðingaofsókn- um, mannlegt hugarfar. Þeir hafa þegar glatað því góða úr sjálfum sér. En einmitt sú stað- Framhald d 4. síöu. STULKA óskast nú þegar til skrifstofustarfa. r Utgerðarfélag Akureyringa h.f. Frá Húsmæðraskóla Akureyrar Námskeiðin í fatasaum, handavinnu, vefnaði og mat- reiðslu hefjast aftur um miðjan janúar. — Skrásetning þeirra, er námskeiðin ætla að sækja, fer daglega fram í skólanum kl. 7—8 síðdegis. — SÍMI 1199. TILKYNNING frá félagsmálaráðuneytinu um skyldusparnað Samkvæmt ákvæðum gildandi laga og reglugerðar um skyldusparnað skal skyldusparifé, sem nemur 6% af at- vinnutekjum einstaklinga á aldrinum 16 til 25 ára, lagt fyrir á þann hátt, að kaupgreiðandi afhendi launþega sparimerki hvert skipti, sem útborgun vinnulauna fer fram. Sparifé vegna sambærilegra atvinnutekna við laun skal hlutaðeigandi sjálfur leggja til hliðar með því að kaupa sparimerki mánaðarlega, þó eigi síðar en siðasta dag febrúar n. k., vegna slíkra tekna á árinu 1959. Sarna gildir ef kaup er greitt með fæði, húsnæði eða öðrum hlunnindum þó skattfrjáls séu. Verðgildi slíkra hlunn- inda skal miðað við mat skattanefndar til tekna við síð- ustu ákvörðun tekjuskatts. Ef í ljós kemur að sparimerkjakaup liafa verið van- rækt, skal skattayfirvald úrskurða gjald á hendur þeim, sem vanrækir sparimerkjakaup, er nema má allt að þre- faldri þeirri upphæð, sem vanrækt hefur verið að kaupa, sparimerki fyrir. Athygli er vakin á því, að samkv. 2, mgr. 7. gr. reglugerðar um skyldusparnað nr. 116/1959, skal jafnan tæma sparimerkjabækur um hver áramót, og þó eigi síðar en 10. janúar ár livert. 12. desember 1959. FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ. TILKYNNING frá Skattstofu Akureyrar Veitt verður framtalsaðstoð á skattstofunni í Strand- götu 1, alla virka daga til loka janúarmánaðar. Verður Skattstofan opin frá kl. 9—12 og 1—7, nema laugardaga til kl. 5 e. h. Síðustu viku mánaðarins verður opið til kl. 9 á kvöldin. Þeir, sem njóta vilja framtalsaðstoðar á Skattstofunni eru beðnir að taka með sér öll þau gögn, sem með þarf, til þess að framtölin megi verða rétt og nákvæmlega gerð, s. s. fasteignagjaldakvittanir, reikninga yfir við- haldskostnað húseigna, vaxtanótur o. s. frv. Enn fremur ættu þeir sem hafa hús í smíðum, eða einhvern rekstur með höndum að taka með sér alla reikninga því við- komandi. Skattskýrslurnar verða bornar út í næstu viku, en þeir sem eru á förum úr bænum, eða af öðrum ástæðum vilja ljúka framtölum þegar, geta fengið eyðublöð og aðstoð á Skattstofunni. Atvinnurekendur og aðrir, sem laun hafa greitt á ár inu 1959, eru áminntir um að skila launaskýrslum í þyí formi, sem eyðublöðin segja til um, og eigi síðar en 10. þ. m. Framtalsfresti lýkur 31. janúar. Þeim, sem ekki skila framtölum fyrir þann tíma verður áætlaður skattur. Akureyri, 6. janúar 1960. SKATTSTJÓRINN Á AKUREYRI, Hallur $igurbjör?isson.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.