Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.01.1960, Síða 1

Verkamaðurinn - 15.01.1960, Síða 1
UERKflmflÐURinn Frá Alþýðubandalaginu: Lesið auglýsingu á fjórðu síðu blaðsins um félagsfund á mánudagskvöldið. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 15- janúar 1960 2. tbl. Afli togaranna og framleiðsla Ú. A. 1959 Heildaraflinn á sl. ári varð 15.214.460 kg, en var 19.505.387 kg á árinu 1958 Blaðinu hefur borizt skýrsla frá Ú tgerðarfélagi Akureyr- inga h.f. um aflamagn togaranna á sl. ári, ráðstöfun aflans og framleiðslu félagsins. Fer sú skýrsla hér á eftir: AFLI TOGARANNA. Kaldbakur: Veiðidagar 261% — Afli alls 3.559.059 kg. — Lýsi alls 84.429 kg. — Pr. veiðidag: Afli: 13.610. — Lýsi: 323. — Veiðif. alls 18. — Söluf. á erl. markað 1. Svalbakur: Veiðidagar 264. — Afli alls 4.201.084 kg. — Lýsi aUs 116.786 kg. — Pr. veiðidag: Afli: 15.913. — Lýsi: 442. — Veiðif. alls 22. — Söluf. á erl. mark. 1. Harðbakur: Veiðidagar 276%. — Afli alls 3.933.388 kg. — Lýsi alls 93.960 kg. — Pr. veiðidag: Afli: 14.226. — Lýsi: 340. — Veiðif. alls 20. — Söluf. á erl. mark. 2. Sléttbakur: Veiðidagar 280. — Afli alls 3.520.929 kg. — Lýsi: alls 79.535 kg. — Pr. veiðidag: Afli: 12.575. — Lýsi: 284. — Veiðif. alls 21. — Söluf. á erl. mark. 1. Ath. Þyngd afla er miðið við slægðan fisk með haus, annan en karfa, sem er óslægður. RAÐSTÖFUN AFLA. Selt erlendis (5 söluferðir) 807.617 kg. Selt innanlands (utan Akur- eyrar) 75.515 kg. Losað á Akureyri: Selt nýtt frá skipunum 20.455 kg. — Til vinnslu í Krossanesi 371.550 kg. — Til vinnslu hjá Ú. A. 13.939.323 kg. Alls 15.214.460 kg. FRAMLEfeSLA OG ÚTFLUTNIN GUR. Freðfiskur: Útfl. 103.560 ks. 2.667.602 kg. — Birgðir ca. 32.325 ks. 824.809 kg. — Alls ca. 135.885 ks. 3.492.411 kg. Skreið (fullverkuð): Útfl. 116.640 kg. — Birgðir ca. 200.270 kg. — Alls ca. 316.910 kg. Saltfiskur: Útfl. óverkað 8.950 kg. — Útfl. Jamaica-verkað 15.920 kg. — Alls ca. 24.870 kg. Lýsi: Selt erlendis 22.414 kg. — Selt fóðurlýsi 1.553 kg. — Birgðir á geymi í Krossanesi 350.743 kg. — Alls ca. 374.710 kg. Samkvæmt þessarri skýrslu Útgerðarfélagsins hefur heildar- aflinn á sl. ári orðið 15,2 millj. kg., en næsta ár á undan, eða ár- ið 1958, varð heildaraflinn 19,5 millj. kg. Hefur því aflamagnið á liðnu ári orðið 22% minna en 1958. Segir það eðlilega til sín í versnandi afkomu Útgerðarfélags ins, þegar svo stórfelldur sam- dráttur verður á aflamagni, enda munu allar horfur á, að útkeman á síðasta ári reynist ekki góð. Framhald, á 4. siöu, FJARH AGSAÆTLUN Akurey ra rkau pstaða r 1960 Gert er ráð fyrir, að útsvör hækki um 1 millj. 750 þúsund kr. eða 8.7% Frumvarp að fjárhagsáætlun fyrir Akureyrarkaupstað vegna yfirstandandi árs var til fyrri umræðu í bæjarstjórn nú í vik- unni. Samkvæmt frumvarpinu hækka niðurstöðutölur áætlunar- innar um tæpar 2 millj. kr. og verða rúmar 25 millj. Gert er ráð fyrir, að útsvör hækki um 1 millj. 750 þús. kr. og verði 20,5 millj., er það sem næst 8,7% hækkun, og mun hafa í för með sér einhverja hækkun út- svarsstigans, þar sem ekki er Aðeins einn listi kom fram við sljórnar- kjör i Verkamannafél. Akureyrarkaups). Björn Jónsson kjörinn formaður í 11. skipti Á miðvikudagskvöldið var útrunninn frestur til að skiia framboðslistum til stjómarkjörs í Verkamannafélagi Akur- eyrarkaupstaðar. Aðeins einn listi barst, borinn fram af stjóm og trúnaðarmannaráði félagsins í samræmi við tillögur upp- stillingarnefndar. Varð sá listi því sjálfkjörinn, og verður stjórn félagsins og trúnaðarmannaráð þarmig skipað þetta ár: Aðalstjóm: Formaður: Bjöm Jónsson, Grænumýri 4. Varaform.: Þórir Daníelsson, Rauðumýri 3. Ritari: Aðalsteinn Halldórsson, TÓNATÖFRAR Guðrún Krisfinsdóftir hélt hljómleika í Nýja-Bíó síðast- liðið þriðjudagskvöld (12. jan.) á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. Ungfrú Guðrún er nýkomin heim frá framhaldsnámi í Vínar- borg í annað sinn. í heimleiðinni tafði hún nokkuð í Danmörku og hélt þar hljómleika. Hlaut hún þar lofsamlega dóma. Það leyndi sér ekki á þessum hljómleikum hér, að Guðrún hefir þroskazt mikið, frá því er hún lék hér síðast, því að slíkum afburða- tökum náði hún á þeim listaverk- um, er hún kynnti, að engir nema innblásnir snillingar geta nokkurn tíma framið aðra eins tónatöfra. Vald hennar, bæði yfir verkefnun- um og hljóðfærinu, er undursam- legt. Hvergi er ýktur tónn, öllu er haldið í óbrigðulu taumhaldi járn- vilja, sem stefnir að einu marki: að birta áheyrandanum ljóslifandi sál og anda þess listaverks, sem lista- konan túlkar. Á þetta við um öll þau verk, er hún flutti, en þó alveg sérstaklega tónverk Beethovens og Debussys, einmitt þeirra tónskálda, sem gera einna mestar kröfur til túlkandans. Ég hefi aldrei heyrt Eroica-tilbrigdi Beethovens flutt á jafn-áhrifamikinn hátt. Og flutn- ingur hennar á hinum skínandi listaperlum Debussys, sem eru við- kvæmari en rósablöð og búa þó jafnframt yfir voldugum krafti, var ekki síðrij líklega bezti hluti hljóm- leikanna, allt frá leik golunnar við blómið á sléttunni til hamslausrar úthafsbylgjunnar og brimsins við ströndina, sem vestanvindurinn þýtur yfir, eða hverfandi klukkna- hljómi frá kirkjunni sokknti. Önnur tónverk voru eftir Schu- bert og Bela Bartók, einnig afburða- vel leikin. Listakonunni var ákaflega vel fagnað, og blómum rigndi yfir hana. Lék hún tvö aukalög, eftir Debussy og Schubert. Á. S. Hamarsstíg 4. Gjaldkeri: Ólafur Aðalsteins- son, Eyrarveg 12. , Varagjaldkeri: Sigurður Bene- diktsson, Grænumýri 19. Meðstjórnendur: Bjöm Gunn- arsson, Sæbergi, og Ingólfur Árnason, Grundargötu 4. Varamenn í stjóm: Sigtryggur Ólafsson, Sólheim- um 1. Adolf Davíðsson, HlíðargötulO. Loftur Meldal, Hafnarstr. 49. Trúnaðarmannaráð: Jóhannes Jósefsson, Rauðu- mýri 4. Sigurjón Jóhannesson, Eyrar- vegi 3. Björgvin Einarsson, Hafnar- stræti 103. Loftur Meldal, Hafnarstr. 49. Haraldur Þorvaldsson, Munka- þverárstræti 30. Stöðugir róðrar frá Húsavik Husavik i gcer. Hér hefur verið róið að kalla dag hvern frá áramótum og afli verið sæmilegur. Af stærri bátunum rær Hagbarður einn héðan að heiman, en auk hans fjórir litlir þilfarsbátar og 6—8 trillur. Atvinnuástand er með betra móti miðað við þeð, sem Húsvíkingar eiga að venjast á þess- um tíma árs, en mjög margir eru farnir suður á vertíð. Adolf Davíðsson, Hlíðarg. 10. Helgi Haraldss., Rauðumýri 15. Geir Ivarsson, Steinholti. Stefán Hólm Kristjánsson, Að- alstræti 16. Gestur Jóhannesson, Reyni- völlum 2. Ólafur Þórðarson, Norðurg. 11. Þórður Valdimarsson, Eiðs- vallagötu 20. Aðalfundur félagsins verður sennilega haldinn um aðra helgi. hægt að gera ráð fyrir, að tekjur bæjarbúa hafi aukizt sem neinu nemur á sl. ári frá því, sem var á árinu 1958, en það var óvenjugott tekjuár hér í bæ. Hins vegar má gera ráð fyrir, að gjaldendum hafi eitthvað fjölgað, og hækkun útsvarsstigans verði því ekki al- veg eins mikil og heildarhækkun útsvarsupphæðarnnar. Annars er sennilegt, að fjár- hagsáætlunin eigi eftir að taka miklum breytingum áður en hún verður endanlega samþykkt, því að það verður að líkindum ekki gert fyrr en gengið hefur verið frá þeim efnahagsmálaráðstöfun- um, sem boðað hefur verið, að Alþingi geri í næsta mánuði, Verði þá um verulega gengis- lækkun eða stórfelldar breyting- ar aðrar að ræða, leiðir af sjálfu sér, að semja verður fjárhags- áætlun bæjarins upp á nýtt með tilliti til þeirra breytinga. Mestar líkur eru til, að þær breytingar verði á þann veg, að enn þurfi að stórhækka útsvörin frá því, sem nú er gert ráð fyrir, nema því aðeins, að stjórnar- flokkarnir hrindi í framkvæmd því stefnuskrármáli sínu frá kosningunum í haust, að lækka Framhald. á 4. siðu. Frá Æskulýðsheimili templara 1 vetur hetur Æskulýðsheimili templara að Varðborg verið opið á þriðjudögum og föstudögum kl. 5—7 fyrir böm úr 4., 5. og 6. bekkjum bamaskólanna og sömu daga kl. 8—10 fyrir unglinga. — Nærri því öll miðhæð hússins er notuð fyrir þessa starfsemi, og er þar komið fyrir góðu bókasafni, lesstofu og leiktækjum. Aðsókn unglinganna hefur aldrei verið eins mikil og í vetur. Aðgangur er ókeypis fyrir alla. Fyrir áramótin fóru fram tvö námskeið í pappírsvinnu, sem að- allega voru ætluð börnum innan 12 ára aldurs. Þá fóru einnig fram tvö námskeið í flugmódel- smíði, auk þess hefur Módel- klúbbur Akureyrar ókeypis hús- næði fyrir starfsemi sína í Æsku- lýðsheimilinu. Meðlimir klúbbs ins vinna þar oftast tvö kvöld í viku. Á næstunni hefjast nmskeið í eftirfarandi greinum: 1. Námskeið í bast- og tága- vinnu hefst 18. jan. Þar verða gerðir lampaskermar, skálar, föt, bakkar o. fl. Einnig verður unnið úr kaðli, perlum og fleiru. Þetta er einstakt tækifæri til þess að læra gagnleg og skemmtileg tóm- stundastörf. Námskeiðið hentar bæði ungum og gömlum. Kennari verður frú Sigrún Gissurardóttlr frá Rvík, en hún hefur mörg undanfarin ár leiðbeint þar á slíkum námskeiðum. 2. Námskeið í ljósmyndagerð hefst svo fljótt sem hægt er. 3. Námskeið í pappírsföndri fyrir yngri börn (8—11 ára). 4. Námskeið í skák mun fara fram, ef næg þátttaka fæst. 5. Frímerkjaklúbbur verður stofnaður miðvikudaginn 20. jan. kl. 8 e. h. Aðallega er hann hugs- aður fyrir 12—16 ára unglinga.Er líklegt að margir ungir frímerkja safnarar vilji notfæra sér þetta tækifæri til þess að ná sambandi við aðra, sem hafa sama áhuga- mál og þeir. Þetta verður fyrsti frímerkja- klúbburinn, sem starfar hér. Alla rupplýsingar um námskeið- in og aðra starfsemi Æskulýðs- heimilisins má fá hjá Tryggva Þorsteinssyni í Varðborg á þriðjudögum og föstudögum kl. 5—7 og 8—10. — Sími 1481.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.