Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.01.1960, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 15.01.1960, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 15. janúar 1960 Fátt er meira umræðuefni manna á milli nú í byrjun þessa árs, en svikamál Olíufélagsins h.f. og Hins íslenzka steinolíuhlutafélags, sem eins og kunnugt er, snúast að mestu um viðskipti þessarra félaga við setuliðið á Keflavíkurflugvelli. Ennþá er langt frá því, að rann- sókn þessa máis sé að fullu lokið, enda er þarna um að ræða ein- liverja umfangsmestu málsrann- stikn, sem íram hefur farið hér á landi. Sökum þess, hve umfangs- mikil rannsókn þessi er og málið flókið, hefur þvi verið skipt niður í nokkra þætti. Niðurstöður af rann- sókn tveggja þátta málsins hafa þegar verið birtar, og er af þeim ljóst, að þarna er um stórkostleg afbrot að ræða. En ennþá er eftir að ljúka rannsókn sumra þátta málsins og rannsóknardómararnir hafa gefið í skyn, að ennþá eigi ýmisiegt óhreint eftir að koma í ljós. Er því litlum vafa undirorpið, að mál þetta muni vera stærsta fals- ana- og fjársvikamál, sem um getur f sögu okkar þjóðar. Það vekur því að vonum mikla eftirtekt, og ekki sízt vegna þess, að þar koma við sögu ýmsir þeir menn, sem mest hafa verið áberandi í fjármálalífi þjóðarinnar síðustu áratugina, og notið mikillar virðingar og met- orða. Og enn er ótalið eitt það atriði, sem eftirtekt vekur í sambandi við þetta svikamál. Olíufélögin, sem hér eiga hlut að máli, eru svonefnd dótturfélög SÍS, Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Þess vegna svíður mörgum það meira en ella, að þessi félög skuli hafa gerzt sek um svo stórfelld og svívirðileg afbrot, og af sömu ástæðu er ekki fjarri því að hlakki í vissum aðilum yfir lög- brotunum, þeir aðilar eru and- stæðingar samvinnustefnunnar, þ. e. Moggaliðið. Hér er ekki ætlunin að ræða sér- staklega um þau afbrot, sem olíu- lögin hafa verið sökuð um, og að sumu leyti hafa þegar sannast áþau. Hér skulu heldur ekki hafðar uppi neinar getgátur um það, hverjir einstaklingar þar beri mesta ábyrgð. Um þá hlið verða nasg tækifæri til að ræða, þegar öll gögn eru framkomin i málinu. Hins vegar þykir rétt að ræða hér nú nokkuð tengslin milli þessarra félaga og samvinnuhreyfingarinn- ar, m. a. með tilliti til þess, sem gerzt hefur hjá þessum dótturfé- lögum Sambandsins. Er þá um leið vert að gera sér þess nokkra grein, hver er munur samvinnuíélags og hlutafélags. SAMVINNUFÉLÖG - HLUTAFÉLÖG. Sú er frumregla í hverjum fé- lagsskap, að öllum þeim, sem í fé- laginu eru skal heimilt að fylgjast með því, sem gerist innan vébanda félagsins, en félagsmennirnir ráða því siðan sjálfir að hve miklu leyti þeir láta öðrum í té vitneskju um félagsstörfin, þ. e. a. s. þá starfsemi, sem ekki fer fram fyrir allra augum. Þegar um félög er að ræða, sem reka einhverja almenna starfsemi, eins og t. d. verzlun, fer það því að mestu eftir því, hver takmörk eru sett fyrir inngöngu í félagið, hversu almennt viðskiptavinir verzlunar- innar fylgjast með starfseminni og hafa aðstöðu til að hafa áhrif á reksturinn, benda á nýjar leiðir eða gagnrýna það, sem niiður fer. Þau samvinnufélög, sem flestum eru kunnust, eru kaupfélögin. Inn- ganga í þau er öllum heimil, sem búsetu eiga á félagssvæði hvers fé- Iags, .og allir félagsmenn eiga jafn- an rétt til áhrifa í félaginu. Hver félagsmaður hefur aðeins eitt at- kvæði, hvort sem hann verzlar mik- ið eða lítið við félagið. í hlutafé- lögum aftur á móti eru yfirleitt að- eins fáir félagsmenn, oftast mjög fáir, og innganga í félögin alla jafna takmörkuð við þá, sem stofna þau í upphafi. Þar er atkvæðisréttur heldur ekki jafn, heldur er hann bundinn við það, hversu mikið fé, hver og einn hefur lagt félaginu til. í afmælisblaði tímaritsins Sam- vinnunnar, er ritið varð 50 ára 1957, er þessi munur samvinnufé- laga og hlutafélaga skilgreindur á einfaldan og auðskilinn hátt. Þar segir: ,Jnnganga i hlutafélagið er mjög takmörkuð. Verða menn að leggja fram meira eða minna hlutafé, og má með nokkrum sanni segja, að það séu pening- arnir en ekki mennirnir, sem fá inngöngu i ABC h.f., eða hvaða annað hlutafélag sem er. Fjár- magnið er sett ofar manninum. — Andstcett þessu er meginboðorð kaupfélaganna, að þau eru öllum opin. Þar er inntökugjald svo lágt, að í flestum félögum mundi skólabarna ekki muna um að greiða það. Kaupfélögin taka menn inn i raðir sinar, frjálsa og jafna einstaklinga. Þau setja manninn ofar fjármagninu.“ í framhaldi af þessu skýrir Sam- vinnan síðan frá því, hver munur er á atkvæðisréttinum eftir félags- formi, og bendir á, að í hlutafélög- unum hefur sá, sem á sex hluti, sex atkvæði, sá, sem á fjóra hluti, fjög- ur atkvæði o. s. frv. „Af þessu sézt, að það eru ekki mennirnir, sem stjórna hlutafélaginu; það eru pen- ingarnir," segir í Samvinnunni. Af framangreindum atriðum verður strax ljóst, að reginmunur er á rekstri hlutafélags og rekstri sam- vinnufélags. En margt er þó ótalið ennþá, m. a. sá munur á verzlun kaupfélags og hlutafélags, að hjá hlutafélaginu hirða hluthafarnir arðinn af verzluninni, enda þó að þeirra eigin viðskipti séu minnstur hluti hennar, en kaupfélagið skilar tekjuafgangi aftur til félagsfólksins í réttu hlutfalli við viðskipti hvers og eins. Þetta má eins orða þannig, að hjá kaupfélögunum hirðir hver félagsmaður arðinn af eigin við- skiptum, en hjá hlutafélögunum hirða fáir aðilar arðinn af viðskipt- um allra. Viðskiptamenn kaupfélaganna eru að miklum meirihluta sjálfir eigendur verzlunarinnar og hafa aðstöðu til að hafa áhrif á rekstur hennar. Viðskiptamenn hlutafélagsverzl- unar eiga yfirleitt ekkert í verzlun- inni og hafa ekkert tækifæri til að hafa áhrif á rekstur hennar. ÁHRIF SAMVINNUNNAR Á HAG ALMENNINGS. Eigendur hvers verzlunarfélags, hvort sem það er samvinnufélag, hlutgfélag eða í eins manns eigu, reyna auðvitað að láta verzlunina koma sem bezt út, láta hana skila sem mestum hagnaði. Hjá verzlunarfyrirtæki, sem er í eins manns eigu, rennur hagnaður- inn aðeins til þess eina manns, hjá hlutaíélagi rennur hagnaðurinn til hluthafanna, sem oftast eru mjög fáir, stundum aðeins meðlimir einnar fjölskyldu, en hjá samvinnu- félagi rennur hagnaðurinn aftur til viðskiptavinanna. Það getur orðið með tvennu móti: í fyrsta lagi þannig, að þeim tekjuafgangi, sem í ljós kemur eftir hvert ársuppgjör, er skilað aftur í hlutfalli við við- skipti hvers og eins. í öðru lagi með því, að lækka verð vörunnar áður en hún er seld. Það sézt jafnan greinilega, hversu mikil endur- greiðslan er samkvæmt fyrri leið- inni. En seinni leiðin er ekki siður hagkvæm viðskipamönnunum. Og það vita allir, sem vita vilja, að al- mennt vöruverð í landinu myndi á undanfömum árum og áratugum hafa verið til muna hærra en verið hefur, ef kaupfélaganna hefði ekki notið við og þau lækkað verðið. Aðrar verzlanir hafa neyðzt til að gera hið sama til að halda viðskipt- unum. En þetta sézt mönnum oft yfir, þegar gerður er samanhurður á kaupféliigunum og öðrum verzl- unum. Kaupmiinnum og hlutafélögum er það að sjálfsögðu aldrei áhuga- mál að halda niðri vöruverði; slík- ar verzlanir eru reknar með gróða- sjónarmiðið eitt fyrir augum. Selji kaupfélögin hins vegar dýrará en sannvirði er, þurfa þau eftir árið að greiða mismuninn út, þess vegna hafa þau ekki áhuga fyrir að vöm- verð sé almennt hærra en nauðsyn krefur. Það eina gagn, sem þau geta haft af því, er að fá meira veltufé, og auðvitað getur það oft komið sér vel. Þess vegna leitast þau við að stilla vöruverði þannig, að frekar sé þó einhver afgangur en hitt, og end- urgreiða svo síðar það, sem um- fram er. Síðan kaupfélögin komu til sög- unnar, en hið fyrsta þeirra var stofnað 1882, hafa þau sparað þjóð- inni stórfé, bæði með lækkuðu vöruverði og arðsúthutun, sem numið hefur mörgum tugum millj. króna. Hefðu kaupmenn verið ein- ráðir um verzlunina allt til þessa dags, hefðu þeir tekið allan þennan verzlunarhagnað til sín, en almenn- ingur í landinu orðið þeim mun fá- tækari. Fyrir utan þennan bein'a hagnað, sem þjóðin hefur haft af því að mynda samvinnuverzlanir, hafa samvinnufélögin á ótal marg- an annan hátt orðið félagsmönnum sínum og alþjóð til hagsbóta. Og óhætt er að fullyrða, að samvinnu- félögin eiga mikinn og merkan þátt í þeim risavöxnu framförum, sem orðið hafa hér á landi á þessarri öld. ANDSTÆÐINGAR SAMVINNUNNAR. Einhverjir kunna nú að spyrja, hvað þessar hugleiðingar um al- mennt gildi og gagnsemi samvinnu- félaganna eigi að þýða, hvort það sé hugmyndin að fara að bera í bæti- fláka fyrir Olíufélagið h.f. eða þá, sem þar hafa stjórnað. Svo er alls ekki og fjarri því. En ástæða er til að vekja athygli á þessum almennu staðreyndum um samvinnufélögin einmitt nú, vegna þess, að ýmsir andstæðingar samvinnuhreyfingar- innar nota einmitt afbrot Oliufé- lagsins h.f. til að halda því fram, að samvinnufélögin séu, ef ekki hættulegur félagsskapur, þá a. m. k. óþarfur og sízt hagkvæmari fyrir verzlun landsmanna en kaupmanna verzlunin. Það er Moggaliðið, sem þessu heldur fram, sömu mennirn- ir og alltaf hafa viljað samvinnufé- lögin feig vegna þess, að æðstu prestar Moggaliðsins eru kaupmenn og kaupmannavinir. Allt foryztulið Sjálfstæðisflokksins er sjúkt af gróðahyggju, gróðahýggju „frjálsa, framtaksins", sem byggist á því, að hver og einn reyni að skara eld að eigin köku og græða sem mest á annarra kostnað. Þeir menn, sem þessa pest hafa tekið, eru eðlilega andstæðingar samvinnufélaganna og nota hvert tækifæri sem gefst til að berjast gegn þeim og lama þau, ef hægt er. Þess vegna reyna þeir nú, að nota afbrot Olíufélagsins h.f. til að sverta samvinnuhreyfinguna sem slíka og öll verzlunarsamtök, sem byggð eru á samvinnugrund- velli. Við þessarri baráttu Moggaliðs- ins er ástæða til að vara og benda á það, að samvinnuhreyfingin er jafn góð og gagnleg eftir sem áður og kaupfélögin jafnmikil nauðsyn og þau hafa verið. Og afbrot Olíufé- lagsins verða á engan hátt rakin til samvinnuhugsjónarinnar eða henni kennd. ALVARLEGT VÍXLSPOR. En erfitt verður nú að hvítþvo samvinnuhreyfinguna á íslandi af lögbrotum dótturfélaga SÍS, olíufé- laganna, mun nú verða sagt. Og það er rétt að vissu marki: Sam- vinnuhreyfingin hefur gerzt sek um þá alvarlegu yfirsjón að vikja með <ymsa starfsemi út af braut sam- vinnunnar og taka upp siði og að- ferðir gróðahyggjumannanna. Sam- band islenzkra samvinnufélaga og einstök kaupfélög hafa á siðustu tveimur áratugum staðið að mynd- un fjölmargra hlutafélaga, sem, eins og önnur hlutafélög, eru og hafa verið rekin með gróðasjónar- miðið fyrst og fremst fyrir augum. Þarna hefur verið stigið stórhattu- legt vixlspor: Fjármagnið hefur verið sett ofar manninum, og pen- ingarnir hafa tekið við stjóminni. Þessi alvarlegu mistök hjá sam- vinnuhreyfingunni hafa orðið vegna þess, að samvinnuménn hafa ekki verið nógu aðgætnir og gróðahyggjumönnum hefur tek- izt að koma ár sinni fyrir borð innan sumra kaupfélaganna og Sambands íslenzkra samvinnufé- laga. Þessir menn hafa leitast við að afvegaleiða samvinnuhreyfing- una og beina viðskiptalífinu sem mest inn á þær brautir, sem and- stæðar eru samvinnustefnunni, en í fullu samræmi við boðorð mannanna með „frjálsa framtak- ið“ og ómengaðan kapítalisma, þar sem aðeins er um það spurt, hvemig mest sé haegt að græða án tillits til þess, hvort aðferðirn- ar eru heiðarlegar eða ekki. Óbreyttir samvinnumenn, fé- lagar í kaupfélögunum um land allt, hafa ekki verið nógu vel á verði gegn þessum fulltrúum gróðahyggjunnar og gætt þess að fella þá frá völdum innan félag- anna jafnskjótt og ljóst var, hvert þeir stefndu. En það var kaupfélagsmönnum auðvitað auð- velt að losna við þessa menn, ef þeir aðeins voru samtaka um það. En andvaraleysið hefur valdið því, að það hefur ekki verið gert. Hefði þó áreiðanlega ekki staðið á því, ef andi frum- herjanna, sem byggðu upp fyrstu kaupfélögin, hefði ráðið. En annað hefur einnig komið til en andvaraleysi eitt. Einn stjórnmálaflokkur í landinu hef- ur um áratugi leitastviðaðeinoka samvinnuhreyfinguna, haldið því fram, að hann væri hinn eini flokkur, sem styddi samvinnu- hugsjónina, og að allir samvinnu- menn ættu að vera i þessum eina stjórnmálaflokki. Barátta þessa flokks, Framsóknarfl., fyrir einokun samvinnufélaganna und- ir sín yfirráð hefur borið mikinn árangur. Framsóknarmenn hafa lengi ýmist verið einráðir eða haft meirihluta í stjórnum flestra kaupfélaga í landinu og notað þá aðstöðu til þess að ráða einlita hjörð Framsóknarmanna í flest störf hjá kaupfélögunum, a. m. k. þau, sem nokkur völd hafa fylgt. Og í mörgum tilfellum hefur ver- ið gengið svo langt í þessu efni, að engir aðrir en fylgismenn Framsóknarflokksins hafa verið ráðnir til nokkurra starfa fyrir kaupfélögin. Á síðustu árum hef- ur sums staðar orðið að taka eitt- hvað af mönnum úr öðrum flokk- um vegna þess einfaldlega, að ekki var fyrir hendi nægilegt magn Framsóknarmanna til að gegna öllum störfum fyrir við- komandi kaupfélag. f framhaldi af þessarri einokun TIL ÞESS ERU VITIN AÐ VARAST ÞAU: m Samvinnumenn verða aS hætta hlulafélagabraski og lélagsskap viS gróSahyggjumenn

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.