Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.01.1960, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 15.01.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 15. janúar 1960 VERKAMAÐURINN r 3 Framsóknarflokksins hefur svo verið haldið verndarhendi yfir þessum Framsóknarstarfsmönn- um kaupfélaganna, jafnvel þó að ýmsum væri ljóst, að þeir væru ekki réttir menn á réttum stað og störfuðu ekki í þeim anda, sem starfsmönnum kaupfélaga bæri að starfa. Aíleiðingin hefur orðið sú, að í sumum tilfellum hafa menn, sem í raun og sannleika hafa verið andstæðingar sam- vinnuhreyfingarinnar komizt til æðstu valda innan hennar. Hefur þá ekki þurft að sökum að spyrja. Þegar þeim hefur fimdizt þeir vera orðnir nógu valdamikl- ir hafa þeir farið að starfa eftir eigin innræti og hugarfari og leitt gróðahyggjuna á þann bekk, sem henni var aldrei ætlað að sitja. OLÍUFÉLAGIÐ H.F. OG HIÐ ÍSLENZKA STEINOLÍU- HLUTAFÉLAG. Með þessum hætti varð Olíu- félagið h.f. til og Hið íslenzka steinohuhlutafélag að nokkru eign SÍS. Það voru gróðahyggju- menn, sem í skjóli Framsóknar- flokksins höfðu hafizt til mestu valda innan SÍS, sem réðu því að farið var inn á þessa braut, stofn- un hlutafélaga í stað samvinnu- reksturs og samvinnuhugsjónin látin rýma fyrir gróðahyggjunni. Það er Framsóknarflokkurinn, sem fyrst og fremst ber ábyrgð á því að þetta víxlspor var stigið, og forysta hans lagði frá upphafi blessun sína yfir það. Er þó ósennilegt annað en sannir sam- vinnumenn, sem vissulega eru margir innan Framsóknarflokks- ins, hafi ekki þegar séð, að hér var tekin skökk stefna. Eða hvers vegna var ekki hægt að reka verzlun með benzín og olí- ur á hreinum samvinnugrund- velh eins og verzlun með aðrar vörur? Það afsakar ekkert þó að hægt sé að benda á það, að með þeim hætti, sem hafður var á um stofnun Olíufélagsins h.f., væri hægt að ná meiri verzltm með þessar vörur þegar frá upphafi en ella hefði verið. Það var eins hægt að vinna upp á samvinnu- grundvelli verzlun með þesspr vörutegundir eins og hverjar aðr- ar. Það var óþarft að fara til and- stæðinganna og bjóða þeim fé- lagsskap og skipti á gróðanum. Hvað skyldu forystumenn Kaup- lags Þingeyinga hafa sagt, ef ein- hver hefði farið til þeirra um það leyti sem SÍS var stofnað og sagt við þá: Nú skuluð þið vera snjall- ir og bjóða einhverjum kaup- manninum á Húsavík upp á púkk. Þið sameinið ykkar verzl- un og hans verzlun, þá verður verzlunin í heild miklu meiri, og svo skiptið þið hagnaðinum þanng að hann fái helminginn en þið kaupfélagsmennimir hinn helminginn. Og af því að harm er svo reyndur í verzlunarstörfum skuluð þið láta hann ráða mestu um reksturinn. Skyldi ekki hafa farið mesti ljóminn af Kaupfélagi Þingeyinga og forystulði þess, ef farið hefði verið inn á þessa braut? En það er alveg hliðstætt, sem gerðist við stofnim Olíufélagsins h.f. Það var óviturlega að farið við stofnun þess félags, þegar gróðahyggjumönnunum var boð- ið að leggja í púkk með sam- vinnufélögunum. Hættunni var boðið heim, asninn leiddur inn í herbúðir samvinnumanna. Þetta er nú mörgum orðið ljóst, sem ekki skildu það eða vildu skilja í upphafi. Einn þeirra manna er Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins. í áramótagrein, sem hann ritaði í Tímann 31. des. sl., ræðir hann nokkuð um þessi mál og yfirleitt skynsamlega. Hann segir m. a.: „Það er alveg rétt, sem aldrað- ur forvígis- og baráttumaður fyr- ir samvinnufélögunutn sagði ný- lega, að samvinnuhugsjón og gróðahyggja geta ekki blandað blóði, án þess að afleiðingar þess verði stórslys fyrir samvinnu- hreyfinguna. Eitt er víst, og það er, að sam- vinnumenn, hvar í flokki sem þeir standa, verða að læra af þessarri reynslu og breyta eftir þeim lærdómum.“ , Með þessum orðum á Hermann greinilega við það, að samvinnu- mönnum beri að snúa við á þeirri braut, sem farið var út á við stofnun Olíufélagsins h.f., braut gróðahyggjumanna og hlutafé- lagsreksturs. Er vonandi, að sam- vinnumenn innan Framsóknar- flokksins sjái það almennt og breyti eftir því, að hér hefur for- maður þeirra rétt fyrir sér, og að varnaðarorð sósíalista gegn hluta félagsbraski SÍS og kaupfélag- anna hafa frá upphafi haft við full rök að styðjast. Samband íslenzkra samvinnu- félaga ber að láta sér þá reynslu, sem nú hefur fengizt af félags- skap við gróðahyggjumenn að kenningu verða og snúa við á þessarri hættulegu braut, sem þegar hefur varpað nokkrum bletti á marga af forystumönnum Sambandsins. Það er ekki nóg, að dómur ganga nú í málum Ol- íufélagsins h.f. og síðan verði rekstri félagsins haldið áfram í óbreyttri mynd, heldur ber að leggja Olíufélagið sem slíkt niður og taka upp hreinan samvinnu- rekstur með olíuverzlunina á sama grundvelli og flestar aðrar vörur, sem Sambandið og kaup- félögin verzla með. Samvinnu- mönnum ber að læra það af því slysi, sem þama hefur hent, að reyna aldrei framar að blanda blóði við gróðahyggjuna; það getur aldrei endað nema á einn veg, sem stórslys. Sambandinu ber einnig að láta þá menn víkja úr áhrifastöðum, sem berjast fyrir því, að haldið sé uppi stefnu gróðahyggjunnar og þannig vinna gegn raunveru- legri samvinnustefnu. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA OG HLUTAFÉLÖG ÞESS. En það eru fleiri aðilar sam- vinnufélagsskaparins en Sam- bandið eitt, sem hafa gerzt sekir um að víkja af braut samvinnu- stefnunnar og taka upp félags- form gróðahyggjunnar. — Sum kaupfélögin hafa einnig gert sig sek um þessa yfirsjón, og þar er Kaupfélag Eyfirðinga fremst í flokki. I Félagstíðindum KEA, sem út komu í maí sl., eru talin upp „Eigin hlutafélög og hlutafé- lög, sem KEA á verulegan hlut í“. Sú upptalning er þannig: Grána h.f. Njörður h.f. Útgerðarfélag KEA h.f. Skipasmíðastöð KEA h.f. Vélsmiðjan Oddi h.f. Samein. verkstæðin Marz h.f. Bifreiðaverkstæðið Þórsham- ar h.f. Þarna eru tahn sjö hlutafélög, sem KEA „á verulegan hluta í“, en fleiri hlutafélög mætti telja, jar sem KEA á einnig nokkurn hlut. Með stofnun og aðild að þess- um hlutafélögum hefur KEA vik- ið mjög af braut samvinnunnar, og með þessarri þróun, stofnun hlutafélaga um einstakar greinar rekstursins, er óðfluga stefnt að því, að koma aliri stjórn félagsins á hendur örfárra manna eða jafn- vel framkvæmdastjórans eins. Félagsmenn KEA hafa ekki að- stöðu, ekki einu sinni heimild, til að fylgjast með rekstri þessarra hiutafélaga, gera tillögur um rekstrarháttu eða gagnrýna; þá aðstöðu hafa aðeins örfáir menn, starfsmenn kaupfélagsins, sem sitja í stjórnum félaga þessarra. Reikningai' þessarra félaga eru heldur ekki birtir félagsmönnum. Það er í hæsta lagi sagt frá því á aðalfundi, hvort reksturinn hafi komið vel eða illa út. Að vísu má með nokkrum sanni segja, að rekstur KEA sé orðinn svo um- fangsmikill, að félagsmönnum al- mennt sé það orðið ofviða að fylgjast til hhtar með honum, en þeim er það þó heimilt, að því er almennan rekstur þess snertir, og geta kynnt sér einstaka liði hins raunverulega samvinnureksturs, ef þeir hafa sérstakan áhuga fyr- ir því eða telja ástæðu til. En rekstur hlutafélaganna er þeim lögum samkvæmt lokuð bók. Þar eru það aðeins örfáir menn, sem vita og stjórna. Og rekstur hluta- félaganna á ekkert skylt við sam- vinnurekstur, annað en það, að tekið hefur verið fé út úr veltu samvinnuverzlunarinnar til að koma á fót þessum fyrirtækjum, sem flest hafa að vísu með hönd- um gagnlegan og æskilegan rekst ur, en eru rekin að hætti gróða- Lyggjunnar og bera því flesta/ galla og ókosti þess rekstrar- forms. Alvarlegasti gallinn er sá, að með því að taka upp þetta rekstr arform á vissum liðum í starf- semi kaupfélagsins og sífellt fleirum bætt við, er verið að skera á þau bönd, sem tengt hafa kaupfélögin og félagsmennina. Það er verið að gera félagsmenn- ina áhrifalausa um reksturinn. Á þann hátt verða kaupfélögin ekki lengiu- réttnefnd samvinnufélög, heldur sérstakar stofnanir, sem fáeinir menn eða jafnvel, í sum- um tilfellum, aðeins einn stjórna að eigin geðþótta í einu og öllu. En hugsjón samvinnustefnunnar var og er sú, að í félögunum ríki fullkomið lýðræði. Fleira mætti benda á en aðeins stjórnarháttu hlutafélaganna, sem gerir þau óæskileg frá sjón- armiði þeirra, sem aðhyllast sam- vinnuverzlun. Hlutafélögin greiða t. d. ekki arð af viðskiptum fé- lagsmanna, eins og aðrar deildir kaupfélagsins. Má í þessu sam- bandi t. d. spyrja: Hvers vegna hefui' KEA ekki sama hátt á sinni veiðarfæraverzlun og ann- arri verzlun, t. d. verzlun með landbúnaðarverkfæri eða vefn- aðarvöru? Hvers vegna fær sjó- maður, sem kaupir yfirhöfn í Vefnaðarvörudeildinni greiddan arð vegna viðskiptanna, en engan arð, ef hann kaupir yfirhöfn í Gránu. Á sama hátt má spyrja í sam- bandi við Bifreiðaverkstæðið Þórshamar h.f.: Hvers vegna rek- ur ekki kaupfélagið bifreiðaverk- stæði fyrir eigin bifreiðar og bif- reiðar félagsmanna á samvinnu- grundvelli og greiðir arð af við- skiptunum, ef rekstrarhagnaður verður hjá verkstæðnu? Hvers vegna endilega að blanda blóði við gróðahyggjumenn og taka upp þeirra rekstrarform? Er það ekki í rauninni fyrir neðan virð- ingu þessa ágæta félags, sem nefnt hefur verið forystufélag kaupf élaganna ? ÞAÐ BER A£> FORÐAST SLYSIN. Þegar samvinnufélögin blönd- uðu blóði við gróðahyggjumenn- ina með stofnun Olíufélagsins h.f. var farið út á hálan ís og ótraust- an. Sú hefur líka orðið raixnin, að slys hefur hent og það oftar en einu sinni. Til þess að bjarga heiðri sínum og velferð ber Sam- bandi íslenzkra samvinnufélaga að segja skihð við gróðahyggj- una og búa sinni olíuverzlun heiðarlegan og öruggan grund- völl á þurru landi en ekki brot- hættum ís. Þetta er flestum sam- vinnumönnum ljóst að þarf að gera, og það ber að vona, að þeir taki óhikað saman höndum til að koma því í framkvæmd. Til þess eru vítin að varast þau. Kaupfélagi Eyfirðinga og öðr- um kaupfélögum, sem eins og Sambandið, hafa hætt sér út á hinn hála og brothætta ís gróða- hyggjunnar, ber einnig að læra af þeim slysum, sem hent hafa Sambandið og breyta í samræmi við þá lærdóma. Kaupfélögin verða að læra það og skilja, að samvinnufélög eiga ekki að reka hlutafélög. Verzlunar- og rekstr- arfyrirtæki samvinnmnanna eiga að vera rekin á samvinnugrund- velli og samvinnugrundvelli að- eins. Ekkert annað er samrýman- legt þeirri hugsjón og þeim meg- inreglum, sem íslenzk samvinnu- félög hafa byggt starfsemi sína á lengst af. Sú hlutafélagasýki, sem skotið hefur upp kollinum á síð- ustu árinn, er pest, sem verður að útrýma. Það er sjúkdómur, sem má ekki verða samvínnu- hreyiingunni til varanlegs meins. En svo lengi, sem samvinnumenn reyna til að blanda blóði við gróðahyggjuna, er hættan til staðar. Olíufélagið h.f. er það áþreifanlega dæmi, sem við höf- um nú fyrir augiun, en við vitum ekki, hvar eða hvenær næsta slys verður, ef ekki verður girt fyrir hættuna í tíma. Það skal viðurkennt, að engan veginn er loku fyrir það skotið, að lögbrot, alls konar fjármála- svik o. s. frv., geti hent hjá kaup- félögum. En það er þó staðreynd, að mjög lítið hefur borið á siíku á þeim þrem aldarfjórðungum, sem Mðnir eru síðan starfsemi kaupfélaganna hófst hér á landi, og það eitt út af fyrir sig sannar kosti þessa rekstrarfyrirkomu- lags. Misindismenn og glæfra- menn geta alls staðar skotið upp kollinum, en kaupfélögin bjóða slíkri hættu þó alls ekki heim, eins og þau félög gera, þar sem fyrsta og síðasta boðorðið er að safna sem mestum gróða. Þegar starfa skal eftir því boðorði, er oft skammt yfir til óheiðarlegra starfsaðferða, eins og dæmin sanna. Það hefur sönnum sam- vinnumönnum verið ljóst frá upphafi, og þess vegna ber þeim að leiða ekki sjálfa sig eða aðra í þá freistni. Þeir, sem vita, hvað rétt er, eiga ekki að gera það, sem þeir vita að er rangt. ÆFA ÆFA F élagsf uiidur ^erður í kvöld kl. 8.30 í Ás- garði (Hafnarstræti 88). Rætt verður um félagsmál. Nýir félagsmenn velkonrnir á fundinn. Æskulýðsfylkingin. Námskeið til meiraprófs bif- reiðastjóra verður haldið á Ak- ureyri, ef næg þátttaka verður, og á það að hefjast um næstk. mánaðamót. Umsóknir þurfa að berast til Bifreiðaeftirlitsins á Akureyri fyrir 20. janúar næstk. TILKYNNING um ráðningu erlendra sjómanna 1960 I samráði við viðskiptamálaráðuneytið og með sam- þykki Landssambands íslenzkra úttegsmanna, tilkynn- ist hér með eftirfarandi: Leyfi til yfirfærslu á vinnulaunum erlendra sjómanna á næsta ári, verða því aðeins veitt að L. í. Ú. hafi fyrir- fram samþykkt ráðningu mannanna. Allir sem óska að ráða hingað erlenda sjómenn gegn yfirfærslutryggingu verða því að hafa í höndum skrif- legt leyfi frá L. í. Ú. áður en ráðning á sér stað. Samtímis og umrædd ráðningarleyfi eru veitt, mun L. I. Ú. standa í sambandi við Innflutningsskrifstofuna um tölu þeirra manna, sem fá yfirfærsluloforð. 28. desember 1959. INNFLUTNINGSSKRIFSTOFAN.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.