Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.01.1960, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 22.01.1960, Blaðsíða 1
UERKflmflDURinn XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 22. janúar 1960 Óviðunandi ósamræmi í greiðslum bóta vegna dauðaslysa Atriði, sem taka verður til athugunar og lag- færingar á Alþingi í vetur í lögum um almannatryggingar er svo ákveðið, að launþegar, sem verða fyrir slysi við vinnu sína eða á leið milli vinnustaðar og heimilis eða matstaðar, skuli eiga rétt til slysabóta, ef þeir slasast, svo að þeir verða óvinnufærir um lengri eða skemmri tíma. Sömu- lelðis skulu aðstandendur þeirra, er farast af slysum, hljóta dánar- bætur, samkvæmt sérstökum reglum, ef menn farast af slysum við tryggingarskyld störf. Sömu réttinda og hér er getið njóta einnig fleiri menn eða starfshóp- ar í vissum tilfellum, enda greiða landi eða sjó, þ. e. a. s. ef skip það eða bátur, sem maðurinn ferst af er 12 tonn að stærð eða meira. Það má öllum ljóst vera, að af- komumóguleikar þeirra heimila, sem missa fyrirvinnu sína af völdum slyss verða jafn erfiðir, hvort sem slysið verður á sjó eða landi. Það skiptir alls engu máli hvað því viðvíkur, hvar eða hvernig slys verður. Heimili manns, sem ferst í bílslysi eða hrapar í fjalli verður alveg jafn illa sett eins og heimili þess, sem ferst í sjó. Þess vegna ættu dán- gerðar á dánarbótum í öðrum til- fellum. Því fer þó fjarri, að dánarbæt- ur þær, sem aðstandendum lög- skráðra sjómanna, sem farast, eru greiddar, séu nú of háar. En aðrar dánarbætur eru of lágar. i Og alveg sérstaklega vekur það eftirtekt, að ekki skuh öllum sjómönnum, eða réttara sagt að- standendum allra sjómanna, gert jafnhátt undir höfði. Framhald á 4. síðu. þeir sjálfir, eða aðrir vegna. ardætur að vera jafnháar, hver þeirra, þá áhættuiðgjöld vegna starfa þeirra. Hér verður ekki, að þessu sinnA, rætt um hinar almennu slysabætur, heldur einungis bæt- ur þær, sem greiðast vegna dauðaslysa, hinar svonefndu dán- arbætur, sem aðstandendum greiðast í eitt skipti fyrir öll. Enginn mun draga í efa rétt- mæti slíkra bótagreiðslna, þegar um það er að ræða, að fyrirvinna heimilis feljur fr^, enda nema dánarbætyr ekki teljandi upp- hæð í öðrum tilfellum. Öllum hlýtur að vera það ljóst, hversu mikil röskun verður t. d. á hög- um eiginkonu og barna, þegar maðurinn, sem verið hefur fyrir- vinna heimilis fellur skyndilega frá. Skal ekki frekar um það atriði rætt, svo augljóst má það vera hverjum manni. Tilgangur löggjafans með ákvörðun um dánarbætur hefur líka verið sá, að koma með því í veg fyrir, að heimilin yrðu bjargarlaus í slík- um kringumstæðum og létta eft- irlifendum erfiða lífsbaráttu. En við athugun laganna vekur það eftirtekt, hversu misjafnt fólki er gert, eftir því, hvort við- komandi ferst af völdum slyss á sem orsök slyssins er. Á árinu 1954 var sú breyting gerð á almannatryggingalögun- um, að dánarbætur lögskráðra sjómanna voru ákveðnar stórum mun hærri en bætur vegna ann- arra dauðaslysa. Þá skapaðist það mikla ósamræmi, sem ríkir í þessum efnum. Og það ósamræmi var ennþá aukið á sl. ári, þegar dánarbætur vegna lögskráðra sjómanna vqru hækkaðar um 100% "frá því, sem áður var, án þess að nokkrar breytingar væru 3. tbl. Aðalfundur Verkamannafélagsins vesður haldinn n.k. sunnudag kl. 1.30 í Alþýðuhúsinu. Þar verður, auk venjulegra aðalfundarstarfa, rætt um kjaramálin og þau við- horf, sem gera má ráð fyrir, að skapist við efnahagsaðgerðir þær, sem væntanlegar eru frá ríkis- stjórn og Alþingi. Formaður fé- lagsins, Björn Jónsson, flytur framsöguræðu um þessi mál. Er nauðsynlegt að félagar fjöl- menni á fundinn til að marka af- stöðu til nýrra kjarasamninga. Afli Húsavíkurbáta Húsavík í gær. Héðan róa nú 5 þilfarsbátar og 7 opnir vélbátar. Afli bátanna frá áramótum til 15. janúar var alls 187 lestir miðað við slægðan fisk með haus, eða 293 skippund. — Mestan afla hefur Hagbarður, en hann er líka stærsti báturinn. Afli einstakra báta var sem hér segir á þessu tímabili: Hagbarður 91 skpd. í 12 róðrum. Njörður 59 skpd. í 14 róðrum. Hrönn 44 skpd. í 12 róðrum. Grímur 34% skpd. í 12 róðrum. Sæborg 14% skpd. í 6 róðrum. Ver 10 skpd. í 7 róðrum. Gylfi 9 skpd. í 7 róðrum. Guðrún 8 skpd. i 7 róðrum. Kristján 6V2 skpd. í 6 róðrum. Fram 6 skpd. í 5 róðrum. Ásg. Kristj. 4% skpd. í 5 róðrum. Sægammur 4 skpd. í róðrum. Fimm þeir frysttöldu eru þil- farsbátar, en hitt trillur. Alls eru á þessum bátum 44 menn. Á síðasla ári luku Akureyringar bygg- ingu 50 íbúðarhúsa með 89 íbúðum Samkvæmt skýrslu byggingafulltrúans á Akureyri um byggingaframkvæmdir í bænum, var á árinu 1959 lokið byggingu 50 íbúðarhúsa með samtals 89 íbúðum. Þá voru í byggingu og komin undir þak 61 hús með samt. 106 íbúðum, og auk þess var á árinu byrjað á 30 húsum með 36 íbúðum. Fullgerð hús. Sem áður segir voru 50 íbúðar- hús fullgerð á árinu, og eru í þeim 89 íbúðir. Samanlagt grunn- mál er 6130 m- og rúmmál 35.986 m:!. Af þessum húsum eru 24 ein- býlishús og 22 tvíbýlishús, 1 rað- hús með 7 íbúðum og 1 með 4 íbúðum og tvö fimm íbúða hús, sem Byggingafélag verkamanna byggði. Að meðaltali eru 4,1 her- herbergi i hverri íbúð. Auk íbúðarhúsa var á árinu lokið við ýmsar aðrar byggingar, að rúmmáli samtals 9929 m;l, Þær byggingar eru í skýrslu byggingafulltrúans taldar þess- ar: Geymsla fyrir Skinnaverk- smiðjuna Iðunni, Leikskóli Barnaverndarfélagsins, Vél- smiðja Valmundar Guðmunds- sonar, Leikfangagerð Baldvins Ásgeirssonar, Geymsla Skelj- ungs h.f., Skipasmíðastöð KEA, Landsmenn keyptu áfengi fyrir 176 milljónir króna síðasta ár en salan á Akureyri síðasta ársf jórðung stórum minni en áður Heildarsala áfengis frá Áfeng- isverzlun ríkisins nam á síðasta ári rúmum 176 millj. króna, þannig að hvert mannsbarn á landinu hefur til jafnaðar keypt þar áfengi fyrir 1035 krónur. Til samanburðar er þess að Verkamannafélagið og Eining halda sameiginlega árshátíð Eins og oft áður hafa Verka- I skuggamynda, upplestur og mannafélag Akureyrarkaupstað- skemmtiþáttur, sem hinn vinsæli ar og Verkakvennafélagið Eining ákveðið að halda árshátíð félag- anna sameiginlega, og verður há- tíðin að þessu sinni haldin laug- ardagskvöldið 23. janúar, eða annað kvöld, í Alþýðuhúsinu. Mjög vel hefur verið vandað til skemmtiatriða, en þau verða m. a.: Gamanþáttur, sýning lit- leikari Karl Guðmunsdson ann- ast, en hann er einhver mesti eft- irhermusnillingur, sem nú er uppi í landinu. Sala aðgöngumiða að árshátíð- inni hefst kl. 3 í dag á skrifstofu verkalýðsfélaganna. Verði að- göngumiða er mjög í hóf stillt, og kosta þeir aðeins kr. 40.00. geta, að heildarsala Áfengisverzl- unar ríkisins 1958 var tæpar 148 millj. kr., 1957 rúmar 129 millj., 1956 98 millj og 1955 89 millj. kr. Stafar þessi hækkun að verulegu leyti af hækkuðu söluverði Sé áfengissölunni jafnað niður á hvert mannsbarn í landinu kemur í ljós að hún hefur hækk- að úr 886 kr. á árinu 1958 í 1035 kr. á sl. ári, sem fyrr segir. 1957 nam áfengissalan á hvern íbúa landsins 778 kr., 1956 609 kr. og 1955 566 kr. Á fjórða fjórðungi sl. árs var heildarsala á landinu öllu 51.5 millj. kr., þar af var selt í Rvík fyrir 43.6 millj., á Akureyri fyrir 4.2 millj., ísafirði 1.5 millj., Siglu- firði 1.1, Seyðisfirði röska millj. kr. Sala í pósti til Vestmannaeyja frá aðalskrifstofu í Reykjavík nam 769 þús. kr. Sala áfengis til veitingahúsa nam á síðasta ársfjórðungi 1.3 millj. kr., en það er um hálfri millj. kr. minni sala en á sama tímabili ársins 1958. Sala áfengis í þessum ársf jórðungi á Akureyri varð einnig allmiklu minni nú en árið 1958, eða svo að munar 1.5 millj. kr., að magni til munar þó hlutfallslega meiru vegna verð- hækkunarinnar. Skákþing Norðlendinga Skákþing Norðlendinga hefst á Akureyri á sunnudaginn kemur kl. 1.30 að Hótel KEA. Samkvæmt upplýsingum Jóns Ingimarssonar, formanns Skák- félags Akureyrar, verður teflt í þrem flokkum: meistaraflokki, fyrsta fl. og öðrum f 1. Þátttaka er allgóð og utanbæj- armenn meðal þátttakenda í öll- um flokkum. Stjórn Skákfélags- ins hefur fengið Freystein Þor- bergsson, Rvík, til að keppa sem gest á móti þessu. Keppt verður um titilinn skákmeistari Norður- lands. Formaður Skákfélagsins gerir ráð fyrir að teflt verði á hverju kvöldi þar til þinginu lýkur og vonar að bæjarbúar líti inn og fylgist með keppninni. Frystihús KEA og Vélsmiðjan Oddi h.f. Margt af þessu eru, eins og bæjarbúar þekkja, viðbótar- byggingar fyrir viðkomandi fyr- irtæki. Hús í smíðum. íbúðarhús, komin undir þak á árinu, en ófullgerð, eru talin 61 meS 106 íbúðum. Samanlagt rúm- mál 43.260 m', og íbúðarhús, sem byrjað var á, en ekki voru komin undir þak, eru 30 með 36 íbúð- um. Samanlagt rúmm. 15.950 m8. Önnur hús en íbúðarhús, sem komin voru undir þak fyrir ára- mót, en ekki fullgerð, eru þessi: Sprautuverkstæði Þórshamars h.f., Verzlunarhus Tómasar Björnssonar við Glerárgötu, Timburskýli KEA, einnig við Glerárgötu, Verzlunarhús Bygg- ingavbruverzlunar Akureyrar við Glerárgötu, Skíðaskáh Ferða- málafélagsins, Hraðfrystihús Ú. A., Heimavist M. A., Félagsheim- ili Sjálfsbjargar, Hús Steinsteypu verkstæðis Akureyrar, Trésmíða- verkstæði Ágústs Jónssonar og Trésmíðaverkst. Stefáns Reykja- lín. Sum þessarra húsa hafa ár- um saman verið í byggingu, en á öðrum var byrjað á árinu. Ennfremur var á árinu hafin vinna við eftirtaldar byggingar: Fiskverkunarhús Leós Sigurðs- sonar, Flugstöðina við Flugvöll- inn, Slökkvistöðvarhús Akureyr- arbæjar, Steypuverkstæði Malar og Sands h.f., Blikksmiðjuna, Verzlunarhús Amaro h.f., Súkku- laðiverksmiðjuna Lindu h.f. og búningsklefa við íþróttavöllinn. Langstærst af þessum bygging- um verður verksmiðjuhús Lindu h.f., 975 ferm. og 9.650 rúmm. Næsta að stærð verður verzlunar- hús Amaro h.f., 7984 rúmm. og þriðja Slökkvistöðvarbyggingin 6745 rúmm. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju kl. 2 e. h. á sunnudaginn kemur. Sálmar nr.: 23 — 327 —• 112 — 318 — 203. — P. S.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.