Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.01.1960, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 22.01.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 22. janúar 1960 VERKAMAÐURINN 3 Fjárhagsáætlunin og Framkvæmda sjóíur bæjarins Oviss útgjöld raunverulega 2 millj. 685 þús. kr. Eins og frá var sagt í síðasta blaði var frumvarp að fjárhags- áætlun fyrir Akureyrarkaupstað til fyrri unxræðu í bæjarstjórn- inni í fyrri viku. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir, að lagðar verði kr. 3.000.000.00 í svokallaðan Framkvæmdasjóð bæjarins. Sjóður þessi var stofn- aður fyrir fáum árum síðan, og hefur hann allt frá því að hann varð til, verið notaður sem eins konar varasjóður fyrir Utgerðar- félag Akureyringa h.f., þ. e. a. s. úr þeim sjóði hefur bærinn tekið það fé, sem hann hefur lánað Ut- gerðarfélaginu. Nú má segja, að ekki hafi verið hægt að komast hjá því, að bærinn hlypi þar und- ir bagga, eins og þar var málum komið, og ennþá hefur orðið að hlaupa undir bagga á þessu ári vegna aflabrests og njikilla greiðsluvandræða hjá félaginu. Hins vegar verður það að teljast dálítið einkennilegt og eiginlega óviðkunnanlegt, að sjóður, sem ber nafnið Framkvæmdasjóður, sé notaður til lánastarfsemi og væri eðlilegra, að það fé, sem óhjákvæmilegt er að lána Útgerð- arfélaginu, væri fært sem sér- stakur liður á fjárhagsáætlun- inni, eða að öðrum kosti, að bær- inn skipti um nafn á Fram- kvæmdasjóðnum, sem kallaður hefur verið, og nefndi hann lána- sjóð. Sjóður, sem kallaður er Fram- kvæmdasjóður bæjarins, hlýtur samkvæmt heiti sínu að vera ætl- aður til þess að standa straum af ákveðnum framkvæmdum á veg- um bæjarins, og þá arðbærum framkvæmdum fyrir bæjarfélag- ið, en stundi bærinn lánastarf- semi til að halda uppi rekstri eða framkvæmdum, sem ekki eru beint á vegum bæjarfélagsins, þá á sá sjóður, sem lánin veitir, að heita lánasjóður. Hitt er blekk- ing, að nefna hann Framkvæmda- sjóð bæjarins. Einhverjir kunna að kalla þetta orðhengilshátt, en svo er alls ekki, því að nafnið Framkvæmdasjóður vekur mönn- lun vonir um, að bærinn hyggist ráðast í einhverjar arðberandi framkvæmdir, og svo verða það vonbrigði, þegar fé Fram- kvæmdasjóðs er varið á annan veg. Aðeins fjárveitingar úr sjóðn- um til byggingar dráttarbrautar hafa verið í fullu og eðlilegu sam- ræmi við nafn sjóðsins og þann tilgang, sem menn almennt hafa talið hann hafa. En það hefur líka sérstaklega verið ákveðið í fjárhagsáætluninni hverju sinni, hversu há upphæð skyldi lögð til hliðar í þessu skyni. O'g þannig er það auðvitað, ef bærinn hefur einhverjar sérstakar fram- kvæmdir með höndum eða í und- irbúningi, þá er ákveðið í fjár- hagsáætluninni, hversu miklu fé skuli varið til þerra hverju snni. Það er alveg undantekning, ef einhverjar framkvæmdir eru ákveðnar á miðju ári, og komi það fyrir á auðvitað að taka lán til þeirra. Fyrst að fjárhagsháætlun er samin um hver áramót, og það er lagaskylda að svo sé gert, þá á auðvitað þar að ákveða, hversu miklu fé verði varið til hverrar einstakrar framkvæmdar. Með því að leggja svo og svo mikinn hluta af tekjum bæjarfélagsins í sjóð, sem ekki er fyrirfram ákveðið, hvernig verði varið, er verið að fara í kringum lögin, og gott ef ekki er um lagabrot að ræða. Á frumvarpi því til fjár- hagsáætlunar, sem nú hggur fyr- ir, er liður, sem heitir óvænt og óviss útgjöld kr. 185 þús., en raunverulega má segja, að 2,5 millj. kr. af því fé, sem lagt er í Framkvæmdasjóðinn sé einnig ætlað til óvæntra og óvissra út- gjalda. Er þá samanlagt til óvissra útgjalda kr. 2 millj. 685 þús. kr., og er það nokkuð hár hundraðshluti af útgjöldum bæj- arins í heild eða nærri 11%. Og fyrst farið hefur verið út á þessa braut, gæti bæjarstjóm haldið áfram á sömu leið og komið óvæntum og óvissum útgjöldum upp í 20%, 30% eða meira. Færi þá að verða lítið gagn að fjár- hagsáætlun, og með því að fara út á þessa braut missir hún það gildi, sem hún á að. hafa til að- halds og eftirbreytni fyrir starfs- menn bæjarins og bæjarstjórnina sjálfa. Skál nefnt dæmi um þetta: Á sl. ári var hafin bygging bún- ingsklefa og áhorfendasæta við íþróttasvæði bæjarins. Litið fé var fyrir hendi til þessarra fram- kvæmda og á fjárhagsáætlun að- eins veittar kr. 100 þús. í þessu skyni. En hvað gerist, það eru teknar 500 þús. kr. úr Fram- kvæmdasjóðnum til þessa mann- virkis. Ekki skal hér gert lítið úr nauðsyn þessa mannvirkis fyrir íþróttamenn bæjarins, en fjár- veiting til þessa úr Framkvæmda sjóði stríðir algerlega gegn þeim hugmyndum, sem menn hafa gert sér um notkun sjóðsins. Sé hægt að verja fé úr sjóðnum til íþróttamannvirkja, er alveg eins hægt að verja því til gatnagerð- ar, skólabygginga eða hvers sem vera skal, með öðrum orðum óvissra útgjalda. Fjárhagsáætlun bæjarins á að gera þannig úr garði, að tekjum bæjarins sé skipt niður til út- gjalda, éins og bæjarstjórn telur réttast hverju sinni, en það á ekki að láta svo og svo mikinn hluta teknanna vera óráðstafaðan fram eftir ári. Með því verður öll fjármálastjórn bæjarins lausari í reipum en ella og heldur en æskilegt er. Þess vegna á að fella niður þennan lið, sem nú ber heitið Framlag til Framkvæmdasjóðs, og skipta því fé, sem honum er ætlað strax í byrjun ársins til einstakra framkvæmda. Væri t. d. eðlilegt að fara þannig að nú með þessar 3 millj. kr., að 500 þús. færu til dráttarbrautar, eins og ætlað er, 500 þús. til íbúða- bygginga á vegum bæjarins og 1 millj, yrði ætluð til að lána Út- gerðarfélaginu, ef nauðsynlegt reyndist, en ella yrði það fé geymt til ráðstöfunar á næsta ári. Þá er enn eftir 1 millj. kr. Ef sú milljón væri strikuð út og út- svörin lækkuð að sama skapi, myndi hægt að komast hjá hækk- un útsvarsstigans nú, og því yrði vel fagnað af bæjarbúum, enda illt í efni, ef hækka á á álagning- arstigann, þegar stöðugt verður erfiðara að láta launin hrökkva fyrir brýnustu nauðsynjum og ennþá eru boðaðar kjaraskerð- ingar. Slysavamarkonur, Akureyri! Hinn árlegi fjársöfnunardagur verður 7. febrúar og eru konur beðnar að koma fyrir 5. febrúar mimum og kaffipeningum, þær sem það eiga eftir, til eftirtaldra kvenna: Gróu Hertervig, Hamar- stíg 39, Fríðu Sæmundar, Mark- aðnum, Margréti Sigurðardóttur, Fjólugötu 2, Valgerðar Frahklín, Aðalstræti 5, og Sesselju Eldjám, Þingvallastræti 10. Starfsemi Filmíu endurvakin Nokkra undanfama vetur hef- ur félagsskapur undir nafninu Filmía starfað hér í bæ, eins og víðar um land, og gengist fyrir sýningum úrvalskvikmynda frá ýmsum tímum, allt frá tímum þöglu myndanna og til síðustu ára. Einhverra hluta vegna sofn- aði þessi starfsemi hér á síðasta ári, en nú hafa nokkrir irngir menn bundist samtökum um að endurvekja þessa klúbbstarfsemi, og hefur þegar verið ein sýning, en gert er ráð fyrir, að þær verði alls 10 á þessum vetri, og verður sú næsta á morgun kl. 3 e. h. í Borgarbíó. Ennþá er hægt að taka við allmörgum nýjum félög- um, og er þess vænzt, að þeir, sem vilja vera með gefi sig fram í Borgarbíó á.milli kl. 2 og 3 á morgun. — Gjald fyrir skírteini, sem gildir sem aðgöngumiði að öllum sýningunum er kr. 85.00. , Myndin, sem sýnd verður á morgun, er bandarísk og heitir á frummálinu The Long Voyage Home. Um hana segir svo í leik- skrá: Bandarísk frá 1940. Gerð eftir leikritum O’Neill. Leikstjóri John Ford. Handrit: Dudlev Nihols. Myndataka: Gregg To- land. Helztu leikendur: John Wayne, Thomas Mitchell, Jan Hunter. Myndin fjallar um áhöfn á flutningaskipi, sem siglir í stríðsbyrjun hlaðið skotfærum frá höfn í Karíbahafi, til Evrópu. Hér leggja saman fjórir snilling- ar auk ágætra leikara og skapa meistaralega lýsingu á mönnum í skugga stríðsins, auk þess sem leikstjóri og myndasmiður laða fram óviðjafnanlega, myndræna fegurð. Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir og afi okkar, JÓHANN JÓNSSON, vélstjóri, Eiðsvallagötu 9, sem andaðist 16. þ. m. verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 26. þ. m., og hefst athöfnin klukkan 2 eftir hádegi. Agústa Hinriksdóttir, Stefania Jóhannsdóttir, Gísli J. Guðmann, Hrönn Jóhannsdóttir, Ingiberg Egilsson, Jón Sævar Jóhannsson og dótturdætur. 1 ¥ f Ég þakka öllum félögum mínum, vinum og félags- ± samtökum fyrir margs konar og mikla vinsemd, gjafir £ og kveðjur á fimmtugsafmœli minu. | EYJÓLFUR ÁRNASON. SKRÁNING atvinnulausra karla og kvenna fer fram, lögum samkvæmt, dagana 1., 2. og 3. febrúar n. k. í Vinnumiðlunarskrifstofu Akureyrar, Strandgötu 7, II. hæð. Akureyri, 20. janúar 1960. VINNUMIÐLUN AKUREYRARBÆJAR. AÐALFUNDUR Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar verður haldinn í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 24. jan. kl. 1.30 e. h. D A G S K R Á : 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Kjaramálin. 4. Önnur mál. Fjölmennið, stundvislega. STJÓRNIN. Árshátíð Verkakvennafélagsins Einingar og Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar verður í Alþýðuhúsinu n. k. laugardag, 23. janúar, og hefst kl. 9 e. h. SKEMMTIATRIÐI: 1. Sýning litskuggamynda. 2. Upplestur. 3. Gamanleikur. 4. Eftirhermur og gamanvísur (Karl Guðmunds- son, leikari). 5. Dans. Aðgöngumiðar verða seldir í dag á skrifstofu verka- lýðsfélaganna frá kl. 3—7 e. h. — Verð miða kr. 40.00. SKEMMTINEFNDIN. Frá Kaupfélagi Eyfirðinga Félagsmenn vorir eru vinsamlega beðnir að skila arð- miðum sínum vegna viðskipta ársins 1959 fyrir 31. janúar næstk. Arðmiðum ber að skila í aðalskrifstofu vora, og skulu þeir vera í lokuðum umslögum, er séu greinilega merkt nafni og númeri félagsmanns. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.