Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 29.01.1960, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 29.01.1960, Blaðsíða 1
VERKflmflÐNn AÐALFUNDUR IÐJU verður á sunnudaginn kl. 14.00 í Landsbankasaln- um. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 29. janúar 1960 4. tbl. Hinn 26. janúar 1930 var haldinn formlegur stofnfundur Karla- kórs Akureyrar, en raunar hafði kórinn þá hafið æfingar þremur mánuðum fyrr, þó að ekki hefði farið fram félagsstofnun. 26. janúar telzt því stofndagur kórsins, og átti hann samkvæmt þvi þrítugsaf- mæli í þessarri viku. Fyrsti formaður kórsins og fyrsti söngstjóri var Áskell Snorrason, tónskáld, og var hann söngstjóri kórsins fyrstu 13 árin.En síðan 1943 hefur Askell Jónsson lengst af verið söngstjóri. Að þessu sini verður saga Karlakórs Akureyrar ekki rakin hér í blaðinu. Vonandi gefst tækifæri til þess síðar. En á þeim þrjátíu árum, sem kórinn hefur starfað, hefur hann getið sér góðan orðstý, innan héraðs og utan, og gegnt miklu og merku menningarhlutverki. Af stofnendum kórsins eru 4 nú látnir, 4 eru enn í kórnum. Myndin hér að ofan mun vera elzta mynd, sem til er af Karlakór* Akureyrar, tekin á fyrsta eða öðru starfsári hans. Munu þar vera allir stofnendur kórsins, og þó einum betur. A myndinni eru, tahð frá vinstri: 1 FREMSTU RÖÐ: Sigfús Bald- vinsson, Halldór Guðmundsson, Jón Bergdal, Óskar Guðjónsson, Askell Snorrason, Þórir Jónsson, Sigurjón Jóhannesson, ViktoP Kristjánsson, Halldór Stefánsson. 1 MIDKÖÐ: Jóhann Scheving, Jón Guðjónsson, Guðmundur Andrésson, Jón Sveinbjarnarson, Guð- mundur Kristjánsson, Kristján Sæmundsson, Armann ísleifsson, Gaston Ásmundsson, Valdimar Pálsson. AFTASTA RÖÐ: Oddur Kristjánsson, Ólafur Tryggvason, Jón Arnaon, Karl Jónss., Sigurjón Sæmundsson, Skafti Sigþórsson, Óskar Stefánsson, Indriði ísfeld, Guðmundur Magnússon. Verkalýðsfélag Þórshafnar hélt aðalfund sinn nýlega, og var stjórn félagsins kosin þannig: Kxistinn Jónsson, formaður, Guð- jón Kristjánsson varaformaður, Aðalsteinn Guðmundsson ritari, Friðjón Jónsson 'gjaldkeri Og Hulda Guðjónsdóttir meðstjórn- andi. Gengislækkun 135%. Stórhækkanir skatta og tolla Nýtt fjárlagafrumvarp var lagt fram á Alþingi í gær, breytt j sjóður verður lagður niður og og endurskoðað með tilliti til þeirra ráðstafana í efnahags- hætt að greiða útflutningsupp- málum, sem ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir hafa ákveðið að gera. Af ýmsum liðum frumvarpsins má ráða, hversu mikil geng- islækkunin á að verða, og er ljóst, að erlendur gjaldeyrir hækkar um 135%. Verður þá dollar reiknaður á 38 kr. og pund á 106 kr. Jafnframt gengislækkuninni eykst skattheimta ríkissjóðs stór- kostlega, og hefur það að sjálf- sögðu þau áhrif, að vöruverð hækkar mikið umfram þá stór- kostlegu verðhækkun, sem geng- isfelUngin orsakar beinlínis. Skattar og tollar til ríkissjóðs eru í hinu nýja fjárlagafrumvarpi áætlaðir 1201 millj. kr. í stað 710 millj., sem gert var ráð fyrir í frumvarpinu í haust. Þannig er t. d. gert ráð fyrir að verðtollur hækki um 96,3 millj. kr. og innflutningsgjald af ben- zini unt 39,5 millj. kr. Er þvi ljóst, að benzín stórhækkar í verði um- f ram gengislækkunina. Og söluskatturinn á að hækka um 280 millj. kr. frá því, sem hann hefur verið. ÚTFLUTNINGSSJÓÐUR HÆTTIR, EN SKATTHEIMTAN EKKI. Þetta eru þær ráðstafanir, sem beinlínis má sjá é fjárlagafrum- varpinu, að gera á. Ennfremur ber það með sér, að Útflutnings- bætur. Yfirfærslugjaldið, sem var stærsti tekjustofn Útflutnings- sjóðs, fellur niður, en aðrar tekj- ur, sem ul sjóðsins runnu, svo sem gjald af innlendum tollvöru- tegundum, innflutningsgjald og leyfisgjÖld, tekur ríkissjóður. Niðurgreiðslur á innlendum neyzluvörum er gert ráð fyrir að haldi áfram í svipuðu formi og verið hefur. Af því, sem að framan er sagt, má ljóst vera, að framundan eru* stórkostlegri hækkanir á öllum innfluttum vörum en Islendingar hafa nokkru sinni áður séð, og erum við þó ýmsu vanir í þeim efnum. Það eina, sem fjárlagafrum- varpið ber með sér, að komi á móti til hagsbóta fyrir borgarana er, að bætur frá almannatrygg- ingunum eiga að hækka nokkuð, framlag ríkisins um 152 millj. kr. Talað er um, að hækkunin verði aðallega á fjölskyldubótum, bamalífeyrir. VÍSITALAN AFNUMIN. - VERÐLAGSEFTIRLIT LAGT NIDUR Hin sérstöku frumvörp um ráð- stafanir þær, sem stjórnarflokk- arnir ætla að gera, voru ekki komin fram í gær, og því ekki komið fram opinberlega, hverjar þær eru, umfram það sem fjár- lagafrumvarpið ber með sér. En blaðið hefur góðar heimild- ir, fyrir því, að um leið og gengis- fellingin kemur til framkvæmda verði kaupgjaldsvísitalan afnum- in, þ. e. lögboðið, að kaup skuli ekki breytast til hækkunar, þó að vöruverð hækki. Þá er ennfremur ákveðið, að verðlagseftirliitð verði Iagt niður, a. m. k. í þeirri mynd, sem það er nú, og sennilega alveg. Innflutningsskrifstofan verður lögð niður, en leyfisveitingar jfluttar í bankana. — Jafnframt verða völd Seðlabankans aukin á fleiri sviðum. Á morgun verður öll tollaf- greiðsla stöðvuð um óákveðinn tíma, eða þar til nýju ráðstafan- irnar hafa tekið gildi. Bankarnir hafa þegar stöðvað allar yfir- færslur. Útvarpsumr. um fjárlögin og gengisfeUinguna verða í næstu viku. Vexlir 12% Ein þeirra breytinga, sem rík- isstjórnin hefur ákveðið að gera á efnahagskerfi þjóðarinnar er sú, að hækka útlánsvexti bank- anna í 12% — tólf prósent. — Sú ráðstöfun mun einkum til þess gerð, að koma í veg fyrir að lágtekjufólk eða efnalítið láti sér ekki detta í hug að byggja sór íbúðarhús. Einnig á hún að trvggja það, að bændur dragi úr ræktunarframkvæmdum ogbyggi ekki upp á jörðum sínum. Og ennfremur á með þessu að koma í veg fyrir, að útgerðarmenn kaupi ný skip. En þessi vaxtahækkun mun svo einnig valda því, að margir, sem ráðizt hafa í húsbyggingar eða aðrar framkvæmdir og skulda af þeim sökum talsvert fé, geti ekki haldið þessum eignum sínum og neyðist til að selja þœr bröskurum eða láta lánastofnan- irnar taka þær upp í skuldir.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.