Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 05.02.1960, Page 1

Verkamaðurinn - 05.02.1960, Page 1
VERKflltlflÐURintl XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 5. febrúar 1960 ITRÚI ÞEIR, !SEM VILJA = „Sérfræðingar“ þeir, sem i I samið hafa frumvörp ríkis-: | stjómarinnar um gengisfell- i I inguna og aðrar ráðstafanir í 1 i efnahags- og peningamálum, i i halda því fram, að þcssar ráð- i i stafanir muni aðeins hafa í för i i með sér kjaraskerðingu, sem i | nemi tæplega 3% frá því, sem i i nú er, og fyrir marga, er þar i i átt við bammargar fjölskyld- i | ur, verði engin kjaraskerðing. i i Ja, trúi þeir, sem vilja. | Það á að hækka allan er-„i í lendan gjaldeyri í verði þann- i i ig, að bandarískur dollar jafn- i i gildi 38 kr. í stað þess, að = í gengi hans hefur verið skráð á i i kr. 16.26. Það á að leggja á i | þjóðina 500 millj. kr. í nýjum i i sköttum og tollum og það á i i að hækka vexti um helming. i | Allt þetta segja „sérfræðing-1 i amar“ að jafngildi aðeins 3% i | kjaraskerðingu og tæplega | | það. Trúi þeir, sem vilja. •nnimiimiimiiimiiimmiiiiiiimmiiimiiiiiiiiimmir SÝNINGUM FRESTAÐ. „Ævintýri á gönguför“. Síðasta sýning að svo stöddu verður ann- að kvöld. Síðar í vetur verða sýn- ingar teknar upp að nýju. Fyrirætlunum um kjaraskerðingu ber aS svara með eindreginni samstöðu um verndun lífskjaranna r Alyktun aðalfundar Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar Aðalfundur Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar var hald- inn sunnudaginn 24. janúar. For- maður félagsins flutti skýrslu stjórnarinnar. Félagsmenn voru um síðustu áramót 463 talsins. — Félagið sagði upp kaup- og kjarasamningum sínum á árinu, en nýir hafa ekki verið gerðir. Hrein eign félagsns var um ára- mót kr. 219.486.00 og hafði vaxið um rösklega 30 þús. kr. á árinu. Snemma í janúar auglýsti fé- lagið eftir listum til stjórnar- kjörs, en aðeins einn listi barst, svo sem áður hefur verð frá skýrt, og varð hann því sjálfkjör- inn. Stjórn félagsins skipa nú: Formaður Björn Jónsson, vara- formaður Þórir Daníelsson, ritari Aðalsteinn Halldórsson, gjaldkeri Ólafur Aðalsteinsson, varagjald- keri Sigurður Benediktsson, með- stjórnendur Björn Gunnarsson inn og Ingólfur Ámason. samhljóða atkvæðum eftirfarandi ályktun um kjaramál: „Aðalfundur Verkamannafé- lags Akureyrarkaupstaðar, hald- inn 24. jan. 1960, telur, að hlutur verkamanna í vaxandi þjóðartekj um sé orðinn óviðunandi, og því brýn þörf endurskoðunar á kjarasamningum. Fundurinn lítur svo á, að gegndarlausum áróðri fyrir frek- ari kjaraskerðingu láglauna- mannanna og fyrirætlunum í þá átt beri að svara með eindreginni samstöðu allrar verkalýðshreyf- ingarinnar um vemdun lífskjar- anna.“ Þá var ennfremur samþykkt svohljóðandi tillaga varðandi Tunnuversmiðju ríkisins á Akur- eyri: „Aðalfundur Verkamannafé- lags Akureyrarkaupstaðar, hald- 24. jan. 1960, lýsir eindreg- andstöðu við hugsanlcgan ins brott frá Akureyri til Dag- verðareyrar. Felur fundurinn stjóm félags- ins að kynna Síldarútvegsnefnd þessa skoðun félagsins og þau !■ ■ 111111111i11i*ii11i11i•■iiii111n |. FRUMVARPIÐ j KOMIÐ = Frumvarp ríkisstjómarinnar = \ um efnahagsmál var lagt fram | ________ I á Alþingi á miðvikudaginn. — \ g | Blaðinu hefur ekki ennþá bor- = § izt frumvarpið og getur því | i ekki rakið efni þess nákvæm- i i lega. En samkvæmt útvarps- = = fréttum á miðvikudagskvöldið i i og frásögnum sunnanblaða í i i gær er allt rétt, sem sagt var i i í síðasta blaði um væntanleg- i Í ar aðgerðir í efnahagsmálum. i i Því er þó haldið fram í grein- i | argerð frumvarpsins, að verð- i Í lagseftirlit verði ekki lagt nið- i i ur, en sannleikurinn mun þó i Í sá, að á því verði gerðar i i breytingar, sem jafngildi því, i | að eftirlitið sé úr sögunni. Um i Í nokkur einstök atriði tillagna i rök, sem til hennar liggja. Einnig i ríksstjómarinnar er rætt á | heitir fundurinn á bæjarstjórn i ®®rum stuðum * hlaðinu. | ., , , „ = Frumvarpið verður til 1. = Akureyrar að vera vel a verði i £ dag) og verða út. | um hagsmuni bæjarins þetta j varpsumræður því sennilega i varðandi.“ \ ekki fyrr en eftir helgi. Fundurinn var fjölsóttur. i.................„„„„„„! Verkamannafélagið heldur fund um efnahagsráðsfafanirnar mni Aðalfundurinn samþykkti með flutning Tunnuverksmiðju ríkis- Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar hefur boðað til félags- fundar um efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar á sunnudaginn kemur, og hefst hann kl. 1.30 í Alþýðuhúsinu. Þar sem vitað er, að hinar boð- uðu ráðstafanir koma til með að skerða stórlega kjör verkamanna og launþega yfirleitt, er eðhlegt, að félögin ræði ráðstafanirnar nú þegar og móti afstöðu sína til þeirra. Enda er augljóst, að verka lýðsfélögin verða fljótlega að ákveða á hvern hátt þau reyni að ná rétti sínum og tryggja með- limum félaganna lífvænleg lífs- kjör. Verkalýðsfélögin geta ekki verið þegjandi áhorfendur, þegar kaupmáttur laimanna er skorinn niður og auk þess stefnt að at- vinnuleysi. Nýstárleg skáknámskeið Aðalfundur Iðju skorar a Alþingi að rýra ekki kjör verkafólks Stjórn félagsins var einróma endurkjörin Aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri, var haldinn sl. sunnudag. Fór þar m. a. fram stjómarkjör og var stjómin einróma endurkjörin, en hún er þannig skipuð: Jón Ingimarsson, formaður, Amfinnur Arnfinnsson, ritari, Hjör- leifur Hafliðason, gjaldkeri, Friðþjófur Guðlaugsson, varafor- maður, og Hallgrímur Jónsson, meðstjórnandi. í trúnaðarráði félagsins eiga sæti auk stjórnarinnar: Jóhannes Ólafsson, Ingibjörg Björnsdóttir, Ingiberg Jóhannesson og Jóhann Hannesson. Iðja er nú orðin langfjölmenn- asta verkalýðsfélagið á Akureyri. Á aðalfundinum gengu inn 83 ný- ir félagar, og að þeim meðtöldum voru félagsmenn í lok aðalfund- arins 647 talsins. Hagur félagsins er góður, og höfðu eignir þess vaxið á árinu um 100 þús. kr. Aðalfundurinn gerði nokkrar ályktanir um kjaramálin og fleira og fara tvær þeirra hér á eftir. KAUP VERKAFÓLKS MA EKKI SKERÐA. Eftirfarandi áskorun til Al- þingis var einróma samþykkt: „Aðalfundur Iðju, félags verk- smiðjufólks á Akureyri, haldinn 31. janúar 1960, lítur svo á, að kaup verkafólks sé það lágt, mið- að við verðlag, að ekki komi til mála að skerða launakjör frá því sem nú er. Fundurinn skorar því á Alþingi og ríkisstjóm, að gera engar þær ráðstafanir í efnahags- málum þjóðarinnar, scm miðuðu að því að rýra kjör verkafólks.“ GÆTA BER HÓFS UM ÚTSVARSALÖGUR. Þá var ennfremur samþykkt einróma svofelld áskorun til bæj- arstjórnar um að samþykkja ekki hækkun útsvara á þessu ári: „Aðalfundur Iðju, félags verk- smiðjufólks á Akureyri, haldinn 31. janúar 1960, skorar eindregið á bæjarráð og bæjarstjórn að samþykkja ekki þá miklu hækk- un, sem ráðgerð er á fjárhags- áætlun bæjarins fyrir árið 1960. Bendir fundurinn á, að gjaldþol bæjarbúa þoli ekki stórfelldar hækkanir bæjarútgjalda ár frá ári, þar sem kaupgjald almennt hefur lækkað og minnkað að verðgildi í hinni vaxandi dýrtíð. Ennfremur benda þær ráðstaf- anir, sem nú er verið að gera í efnahagsmálum þjóðarinnar á, að enn verði gengið allfreklega á hlut alþýðumanna, og vinnukjör stórlega rýrð, og ber því að gæta hófst í útsvarsálögum á bæjar- menn.“ OKURLÖGUM BREYTT Ein af ráðstöfunum ríkisstjóm- arinnar er sú, að ákveða hækkun allra útlánsvaxta, og scnnilcga einnig innlánsvaxta. En til þess að svo mikil hækkun gæti orðið, sem nú er ætlunin, varð að fella niður úr lögum, hinum svo- nefndu okurlögum, ákvæði um okurvexti, til þess að bankar og sparisjóðir yrðu ekki dæmdir að lögum fyrir okur. Nú eiga nefnilega lánastofnan- imar að taka okurvexti. Aðalfundur Verkakvennafé- lagsins Einingar verður haldinn í Ásgarði á sunnudag kl. 20.30 e. h. Kennari Freysteinn Þorbergsson Innan skamms hefst hér á Ak- ureyri óvenjulegt námskeið í skók. Verður það ekki eins og áð- ur hefur tíðkast um skákkennslu hér á landi, að einn maður leið- beini nemendum að tafli, eða sýni byrjanir og endatöfl á veggborði, heldur er hér um að ræða skák- kennslu í fyrirlestraformi eins og tíðkast í Sovétríkjimum og öðr- um miklum skáklöndum, þar sem fyrirlesarinn hefur tvö til þrjú veggborð og aðstoðarmann til hjálpar og flýtisauka, svo að kennslan geti gengið það hratt, að áhorfendur hafi ætíð nóg af skemmtilegum verkefnum til að glíma við. Eru það Æskulýðs- heimili templara og Skákfélag Akureyrar, sem hafa fengið hinn kunna skákmann Freystein Þorbergsson til þess að annast námskeið þetta, en hann hefur meðal annars stundað nám í Sov- étríkjunum og kynnzt skáklífi þar. Mun Freysteinn einkum leggja áherzlu á, að skákkennslan verði fróðleg og skemmtileg dægradvöl fyrir fólk á öllum aldri, allt frá byrjendum til meistara. Mun hann sýna mikið af skákdæmum eða skákmynd- um, eins og kalla mætti þetta, til aðgreiningar frá hinum venju- legu mátþrautum. í skákdæmum þessum er sýnt hvernig hvítur og svartur nær jafntefli eða vinnur á skemmtilegan og lærdómsríkan hátt. Einnig mun Freysteinn kenna byrjanir, miðtafl og enda- tafl sérstaklega og leggur þá meiri áherzlu á hugmyndir að baki leikjanna heldur en vélræna minnisfestingu leikjaraða. Námskeiðið stendur í tæpan mánuð og verður skipt í flokka eftir aldri, byrjunarkunnáttu þátttakenda og því, hvenær þeir hafa sína frítíma. Miðað er við tvö skipti í viku fyrir hvern flokk og tvær stundir hverju sinni, eða 14 tíma alls. Hjá böm- um verður fyrirlestur aðeins fyrri stundina, en æfing og tilsögn þá síðari. Börnum verður væntan- lega kennt fyrir kvöldmat, öðrum eftir vinnutíma. í barnaflokki verða veitt bókaverðlaim fyrir góða hegðun og stundvísi, þannig að þátttökuspjald gildir sem happ drættismiði, ef hlutaðeigandi kemur vel fram. Reykingar ungl- inga eru bannaðar á fyrirlestnm- um. Þá verða einnig veitt fleiri verðlaun í sambandi við lausnir þrauta. Innritun og námskeiðsgjald hef- ur verið auglýst annars staðar, en innritun lýkur mánudaginn 8. febrúar, þegar Freysteinn heldur fyrirlestur um skáklíf í Sovét- ríkjunum og fleira. Fyrirlestur þessi hefst klukkan 20.30 í Gilda- skála KEA. Er hann opinn fyrir alla. Sjálf námskeiðin hefjast svo 10.—11. febrúar. Aðalfundur ÆFA var haldinn um síðustu helgi. — í stjórn voru kosnir: Jón Gunn- laugsson, formaður, Anton Jóns- son, varaformaður, Angantýr Einarsson, ritari, Óttar Einarsson, gjaldkeri, og Sigurður Jónsson, meðstjórnandi.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.