Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 05.02.1960, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 05.02.1960, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 5. febrúar 1960 f ORÐIÐ ER LAUST Nú er liðinn hálfur Þorri og alltaf sama blessuð blíðan. Það er rétt hvítt af snjóföli, og allir vegir færir. Þegar frá er talið hríðarkastið í fyrri hluta nóvem- bermánaðar er tæpast hægt að segja, að veturinn hafi gert vart við sig. A. m. k. segir gamla fólk- ið, að þessi vetur og fleiri nú síð- ari árin, séu ekkert líkir þeim vetrum, sem voru í þess ung- dæm. Og sennilega er þetta alveg satt og rétt. Sumir segja reyndar, að fólki þyki nú minna um harð- neskjuna vegna þess, að svo margir geti nú setið inni í góðum húsum við nægan yl og birtu, þó að utan dyra syrti, og heyfengur og önnur fóðuröflun handa bú- peningi sé orðin svo mikil og góð, að ekki sé lengur hugsað jafn- mikið um útbeit og áður var. — Eitthvað kann að vera satt í þessu, en það er þó ekki nema brot af sannleikanum. Staðreynd er það, að veturnir eru til muna mldari en áður var algengast. Það virðist svo, sem veðurfarið hér á norðurhjara hafi jafnast þannig, að minni munur sé nú sumars og vetrar en áður. Og menn eru eins og og hálfvegis vonsviknir yfir þessu tíðarfari, en þó munu allir fagna meðan Vetur kóngur ekki byrstir sig. En nóg um það. Það er svo mik- ið talað um veðrið, að það er næstum ankannalegt að skrifa langt mál um það einnig, bezt að láta veðurfræðingum og annála- riturum það eftir. • Efnahagsmál eru það, sem tíð- um er mest talað um, þegar veðr- inu sleppir. Og nærri mun láta, að mörg síðustu ár hafi meira verið talað um efnahagsvandamál þjóðarinnar fyrstu mánuði hvers árs heldur en jafnvel veðrið. Um hver áramót hafa stjórnarvöld landsins boðað það, að óhjá- kvæmilegt væri að gera miklar breytingar á efnahagskerfinu til þess að stýra fram hjá yfirvof- andi hættu í þeim málum. Og svo hafa stjórnmálaraenn, hagfræð- ingar og alls konar sérfræðingar bollalagt og reiknað vikum sam- an og stundum mánuðum til að finna út, hvað það væri, sem nú yrði að gera. Endalokin hafa jafn- an orðið sú, að ákveðið hefur verið að auka skattheimtu ríkis- ins, leggja þyngri byrðar á herð- ar hverjum þjóðfélagsþegni eða a. m.k. flestum; alltaf hefur ein- hverjum verið hlíft og þeir borið meira frá borði en áður. Síðustu tvo mánuðina hefur meira verið talað um þessi efna- hagsvandamál en nokkru sinni áður um langt árabil. Ástæðan til þéss er sú, að þegar núsitjandi ríkisstjórn settist í ráðherrastól- ana, tilkynnti hún með allmiklu yfirlæti, að nú yrðu gerðar yfir- gripsmeiri og gagngerðari breyt- ingar á efnahagskerfinu en áður hefði verið. Nú skyldi vandinn leystur til frambúðar. Þó hafði fyrrverandi stjórn, stjómin, sem Alþýðuflokkurinn eignaði sér einum, lýsti því yfir, að vandinn væri leystur, verðbólgan væri stöðvuð og engin alvarleg vand- kvæði framundan í efnahagsmál- unum. Þetta var a. m. k. sagt fyr- ir kosningar. En þegar þessir sömu menn, fyrrverandi ráðherr- ar, urðu núverandi ráðherrar í stjóm með Sjálfstæðisflokknum, gerbreyttist tónninn. Nú var þörf gagngerðari og meiri breytinga en nokkru sinni áður. Og sam- kvæmt fréttum útvarpsins á mið- vikudaginn er það staðfest, að lausafregnir blaða um þessar breytingar eru réttar. Það á að gera miklar breytingar, stór- miklar aðgerðir. En það er jafnframt ljóst, að þær breytingar, sem nú á að gera, em byggðar á sama grund- velli og áður hefur verið: Aðal- atriðið er meirfi skattheimta og aftur meiri skattheimta. Að því leyti eru aðgerðirnar nú meiri en áður hefur verið, að skattpíning- in á að aukast meira en áður. — Það á að taka fleiri krónur af al- menningi en áður hefur verið gert og auka misskiptingu þjóð- arteknanna frá því, nem verið hefur. Allt er þetta á sömu bók- ina lært. Stjórnarvöldunum virð- ist ganga illa að nema önnur fræði en skattheimtu. Og fyrst enn er haldið áfram á þessarri sömu braut, getur hver og einn sagt sér það sjálfur, að úrræðin nú verða ekki varanlegri en áð- ur. Áfram verður haldið á sömu braut á næsta ári, nema því að- eins að þjóðin kippi í taumana og taki ráðin af skattheimtufræðing- unum. Sölvi Helgason var mikill reikn- ingsmaður, að eigin sögn, og gat fengið hinar ótrúlegustu útkom- ur. Skattheimtufræðingunum nú svipar á ýmsan hátt til hans. Það er alveg lygilegt, hverjar útkom- ur þeir geta fengið úr tiltölulega einföldum reikningsdæmum. — Þannig bera þeir það nú blákalt á borð fyrir ahnenning, að kjara- skerðing af völdum þeirra að- gerða, sem nú standa fyrir dyr- um, verði mest 3% og fyrir mik- inn fjölda alls engin. Það þótti réttilega ósvífni í fyrra, þegar Alþýðuflokksráðherrarnir sögðu kjaraskerðinguna þá helmingi minni en hún raunverulega var, en hvað er þá nú? Ef hægt er að fella gengi krón- unnar sem svarar því, að kaup- verð erlends gjaldeyris hækki um 135%, auka skattheimtu rík- issjóðs um hálfan milljarð króna og hækka vexti um helming, án Dess að af því verði nokkur kjara skerðing, eða varla umtalsverð, er vissulega búið að finna reikn- ingslistinni nýjar formúlur, sem ekki hafa áður verið kunnar öðr- um en Sölva Helgasyni og hans líkum. Og er hætt við því, að al- menningi, sem reikna verður laun sín og vörukaup eftir þeim gamalkunnu reikningsreglum, sem til þessa hafa verið kenndar í skólum, gangi illa að komast að sömu niðurstöðu. Og þó mun reynzla sú, sem hver einstakling- ur fær af þessum ráðstöfunum, verða öllum reikningslistum ólygnari, • Eitt atriði í sambandi við geng- islækkunina er rétt að benda á. Það virðast sumir þeirrar skoð- unar, að gengislækkun rýri kjör allra, með gengislækkun verði allir að færa nokkrar fómir, og að með henni sé verið að jafna metin vegna þess, að þjóðin hafi lifað um efni fram, eins og alltaf er verið reyna, af vissum aðil- um, að fá þjóðina til að trúa. — Þetta er alrangt. í greinargerð með frumvarpi til laga um geng- isfellingu, sem samþykkt var 1950, má lesa þessa setningu: „Gengislækkunin veldur ekki neinni kjaraskerðingu hjá þjóð- inni í heild, þar sem hún minnkar ekki þjóðartekjurnar. Það verða jafnmikil verðmæti til skiptanna og áður.“ Hins vegar er gengislækkunin notuð til þess að hafa áhrif á það, hvernig þjóðartekjunum er skipt milli einstaklinganna, og það er fyrst og fremst gert með því að hamla gegn því að laun hækki sem svarar gengislækkuninni. — Með gengislækkuninni er tekið af launþegum og stungið í vasa atvinnurekenda og fleiri aðila. Það er sama ráðsmennskan og í fyrravetur, þegar launin voru lækkuð og atvinnurekendur stungu mismuninum í sinn vasa. Enda glöddust þeir mjög þá, og sögðu: „Það hefur aldrei verið betra að reka fyrirtæki á íslandi en nú.“ Nú munu þeir gleðjast ennþá meira, nú verður ennþá betra að reka fyrirtæki á íslandi, einkum þó fyrir þá, sem eiga fjár- magnið sjálfir, öðrum kann vaxtahækkunin að verða þung í skauti og verða til þess að koma öllum rekstri í landinu á ennþá færri hendur en nú er. Enda aug- sýnilega stefnt að því af stjómar- völdum, að svo fari. En þess skyldu launþegar minnast, þegar gengislækkunin er komin til framkvæmda og kaupgildi launanna minnkar, að þjóðartekjurnar hafa ekki minnk- að, heldur hefur skiptingu þeirra á milli þegnanna verið breytt. Og þá er jafnframt rétt, að hver og einn athugi, hvort það eru hann og aðrir launþegar, sem hafa lif- að um efni fram og eytt of miklu, eða hvort það kann að vera þann- ig, að það séu einmitt þeir, sem eftir gengislækkunina fá meira í sinn hlut en áður, sem hafa haft of mikið fyrir gengislækkunina, eytt meiru en sem svaraði þeirra hluta af þjóðartekjunum. Jafnhliða er einnig rétt að gera sér grein fyrir því, að þjóðar tekjurnar hafa vaxið með hverju ári að undanförnu. Það hefur vaxið, sem þjóðin hefur haft til skipta. En hlutur hinna almennu launþega hefur samt ekki vaxið um langt árabil, heldur minnkað. Getur það þá staðizt, að þörf sé sérstakra ráðstafana til að minnka hann ennþá meira? Er ekki einmitt verið að bæta við þá, sem hafa haft of stóran hlut, hafa eytt of miklu. • Atvinnuástand hefur verið gott í landinu hin síðari ár, víðast hvar mjög gott. Svo að aftur sé vitnað í greinargerðina með gengislækkunarfrumv. 1950, þá má lesa þar: „Afkoma verka- mannsins er fyrst og fremst und- ir því komin að hann hafi at- vinnu. Um það eru menn sam- mála, að almennt atvinnuleysi sé mikið böl.“ Þarna er sannleikur- inn að vísu aðeins sagður hálfur, en þess ber að gæta, að íhalds- menn sömdu greinargerðina. At- vinnuleysi er alltaf böl, jafnvel þó að það sé ekki almennt, og eins bjargast ekki verkamaður- inn þó að hann hafi atvinnu, ef laun hans nægja ekki til kaupa á lífsnauðsynjum. En grundvallar- skilyrði fyrir afkomu verka- mannsins er það að sjálfsögðu, að næg atvinna sé fyrir hendi. Og alvarlegasta atriðið í sam- bandi við fyrirhugaðar aðgerðir stjómarvalda nú er kannski ekki kjaraskerðingin, svo geigvænleg sem hún þó er, heldur það, að þessar aðgerðir stefna augljóslega að því, að draga saman atvinnuna í landinu, og er raunar ekki farið dult með það af sumum aðstand- um ríkisstjómarinnar. Það er t. d. augljóst, að bygg- ingaiðnaðurinn, sem undanfarin ár hefur veitt miklum fjölda manna atvinnu, mun dragast stór kostlega saman. Það verða ekki margir, sem leggja út í það æv- intýri að byggja sér íbúðarhús eftir að gengislækkunin hefur hækkað allt byggingarefni í verði og vextir hafa verið hækkaðir um helming. Þess vegna munu margir, sem byggingavinnu hafa stundað verða að hverfa frá þeim störfum og leita sér vinnu við annað. En þá er spurningin: Verður næga vinnu að hafa ann- ars staðar? Og svarið er einfald- lega: Það eru ekki líkur til þess. Það eru ekki líkur til þess vegna þess, að gefið er, að mjög kemur til með að draga úr kaup- um nýrra framleiðslutækja til sj ávarútvegsins t. d., og svo mjög mun kreppa að landbúnaðinum, að þar er nánast gefin stöðvun allra framkvæmda. Þá má þegar sjá það á fjárlagafrumvarpinu, að ætlunin er að draga úr öllum verklegum framkvæmdum á veg- um ríkisins. Til slíkra útgjalda er ætluð sama upphæð og áður, enda þó að vitað sé, að gengis- lækkunin stórhækkar alla kostn- aðarliði. Það verður ekki byggð brú eða hafnargarður á komandi sumri fyrir jafnmikið fé ogáliðnu sumri t. d., þess vegna dregst vinnan saman, þegar fjármagnið vex ekki. Það er heldur ekki grunlaust, að ýmsum framámönnum ríkis- stjórnarinnar og stuðningsflokka hennar sé ósárt um, að vinnan dragist saman. Það hefur alltaf verið óskadraumur íhaldsins að viðhalda „hæfilegu atvinnuleysi“. En með „hæfilegu atvinnuleysi“ eiga íhaldsmennirnir við það, að jafnan sé eftirspurn eftir vinnu en ekki vinnuafli. Þeir vita, að þá er hægara að halda kaupinu niðri ef verkamennirnir þurfa sí- fellt að vera að biðja um vinnu, og hvenær sem er, er hægt að ógna þeim með vinnusviptingu. Það hefur mörgum atvinnurek- andanum gengið illa að fella sig við það á undanförnum árum, að þurfa að fara og leita eftir mönn- um til vinnu. Þeir vilja heldur hafa það lagið, að verkamennim- ir bíði við skrifstofudyr þeirra í von um að fá einhverja vinnu. Kjaraskerðingin, sem nú er á næsta leiti, er alvarleg og hættu- leg, en hitt er þó sýnu verra, ef atvinnuleysið heldur innreið sína, eða hver vill lifa aftur atvinnu- leysisárin eftir 1930? Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar HELDUR FÉLAGSFUN D í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 7. þ. m. kl. 1.30 e. h. D A G S K R Á : 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar. 3. Önnur mál. Félagar fjölmennið. STJÓRNIN. IÐJU-KLÚBBURINN heldur SPILAKVÖLD n. k. föstudag kl. 8.30 e. h. í Alþýðuhúsinu. — Spiluð verður félagsvist. — Mjög góð kvöldverðlaun. — Dömuverðlaun: Hraðsuðuketill, verð ca. 600.00 kr. — Herraverðlaun: Iðunnarskór. — Dans á eftir. — Hljómsveit hússins leikur. Helena syngur með hljómsveitinni. — Félagar og aðrir velunnarar félagsins, fjölmennið á þetta spilakvöld. STJÓRNIN.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.