Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 12.02.1960, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 12.02.1960, Blaðsíða 1
VERKflDlflÐURllin XLIII. árg. Akureyri, föstudaginri 12. ferúar 1960 6. tbl. Útvarpsumræður um gengislækkunina Ákveðið er, að útvarpað verði frá Alþingi á mánudagskvöldið umræðum um gengislækkunar- frumvarp ríkisstjórnarinnar. — Umræður um frumvarpið verða þá sennilega komnar á lokastig, því að ætlun stjórnarinnar mun vera, að frumvarpið verði að lög- um á þriðjudag. Um allt land verður stöðugt vart sívaxandi andstöðu við þetta ósvífna frumvarp íhaldsins og kratanna, mótmæli berast hvað- anæfa og hafa jafnvel kaup- mannasamtökin lýst óánægju sinni með það. Alls staðar þar sem frumvarpið og afleiðingar þess er rætt, kem- ur fram ótti fólks og hræðsla við afleiðingar þess, síversnandi lífs- kjör og atvinnuleysi. Og hver- vetna er spurt: Hvað gera verka- lýðsfélögin nú? Er auðfundið, að þau eru það afl, sem helzt er treyst á til að rísa nú til varnar og helzt að brjóta á bak aftur þessa grimmúðlegu árás á al- þýðu landsins. Suður í Kákasus-fjöllum, í grennd við Alma-Ata, höfuðborg Sovétlýðveldisins Kasakhastan, er draumaland allra skautamanna. Þar hafa fleiri heimsmet í skautahlaupi verið sett en á nokkrum öðrum stað. Myndin sýnir hinn fræga og eftirsótta skautaleikvang. Af henni má m. a. ráða, að þar muni vera skjólsælt. Talið er, að heilnæmt loftslag þarna og það, hversu hátt staðurinn liggur, eigi mestan þátt í því, að skautamönnum gengur þarna betur en annars staðar. OÐINN HINN NYJI. Nýja varðskipið, Óðinn, kom til bæjarins í gærkvöldi. — Það verður almenningi til sýnis frá kl. 10—11.30 árdegis í dag. Elísabet Eiríksdóltir lætur al lormanns störlum í Einingu Verkakvennafélagið Eining hélt aðalfund sinn á sunnudaginn var. Þar bar það til tíðinda, að á fund- inn vantaði Elísabetu Eiríksdótt- ur, sem í hálfan f jórða tug ára hef- ur verið aðalforystukona félagsins, formaður þess í 33 ár, og driffjöð- ur í öllu starfi félagsins. Orsök þess, að Elísabet var ekki mætt á fundinum, var sú, að hún liggur nú á sjúkrahúsi og gat því með engu móti mætt. Annars hefði hún áreiðanlega ekki látið sig vanta á Einingarfund. Framhald á 4. siðu. Margrét Magnúsdótitr. Elísabet Eiríksdótlir, formaður í 33 ár. fundurinn í Austurbæjarbíó Hinn 4. þ. m. hélt Alþýðubanda- lagið almennan fund í Austurbæj- arbíó í Reykjavík til að kynna mönnum gengislækkunarfrumvarp íhaldsins, sem þá var alveg ný- komið fram og fæstum að fullu ljóst, hvern boðskap það hafði að flytja. Fundur þessi varð sá fjöl- mennasti, sem Alþýðubandalagið hefur nokkru sinni haldið. Austur- bæjarbíó, sem tekur meira en 800 manns í sæti, yfirfylltist. Ræðumenn á þessum fundi voru alþingismennirnir Lúðvík Jósefsson, Björn Jónsson, Hanni- bal Valdimarsson og Einar Ol- geirsson. Þeir röktu þar glögglega fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálunum og hverjar af- leiðingarnar myndu verða, ef þau skuggalegu áform ná fram að ganga. Voru fundarmenn á einu máli um, að þeir færu mun fróðari af þeim fundi en þeir komu. Nú hefur segulband með ræðunum, sem framangreindir menn fluttu á fundinum í Austur- bæjarbíó, verið fengið hingað, og á sunnudaginn kl. 4 gefst þeim, sem þess óska, kostur á að heyra ræðurnar í Ásgarði. Upptakan hefur tekizt ágætlega, og öllum þeim, sem vilja kynna sér, hvað það er, sem raunverulega er að gerast í efnahagsmálum þjóðarinn- ar, er mikill fengur að heyra þess- ar ræður. Verkamannafélag Akureyrarkaupslaíar og Eining mótmæla Á sunnudaginn var voru fundir haldnir bæði í Verka- kvennafélaginu Einingu, sem hélt aðalfund sinn, og Verka- mannafélagi Akureyrarkaupstaðar, sem hélt fund til að ræða sérstaklega efnahagsmálafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Á báðum fundunum voru samþykkt harðorð mótmæli gegn þeirri hatramlegu árás á lífskjör verkafólks, sem rík- isstjórnin hefur boðað. Fara ályktanir félaganna hér á eftir. Þær voru báðar samþykktar með samhljóða atkvæðum. Alyktun Einingar Aðalfundur Verkakvennafé- lagsins Einingar, haldinn á Ak- ureyri 7. febrúar 1960, lýsir yf- ir eindreginni andstöðu við frumvarp það um efnahagsmál, sem nú liggur fyrir Alþingi, og skorar á alþingismenn að fella frumvarpið og hvaða annað frumvarp, sem fram kynni að koma, og boðaði hliðstæðar árásir á lífskjör verkafólks. Fari hins vegar svo, mót von fundarins, að frumvarp' þetta verði að lögum, heitir fundur- inn á öll verkalýðsfélög Iands- ins að taka höndum saman um að hrinda þeirri árás á lifskjör alþýðustéttanna og berjast já- kvæðri baráttu fyrir því, að al- þýðan hljóti þann hlut, sem henni ber af sívaxandi þjóðar- tekjum. r Alyktun Verkamanna- félagsins Fundur Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar, haldinn 7. febrúar 1960, lítur svo á, að frumvarp ríkisstjórnarinnar um efnahagsmál, sem nú liggur fyrir Alþingi, sé sú stórkostleg- asta árás, sem gerð hefur verið á lífskjör alþýðu manna um áratugaskeið. Fyrir þvi heitir fundurinn á Alþýðusamband íslands og öll verkalýðsfélög landsins, og óll önnur samtök alþýðunnar, að sameinast um verndun lífskjaranna og sam- eiginlega sókn að því marki, að verkalýðurinn hljóti þann hlut, sem honum réttilega ber af þjóðartekjunum. Fundurinn telur, að frum- varp þetta, ef að lögum verður, muni valda, auk beinnar stór- felldrar kjaraskerðingar, hættu legum samdrætti í atvinnulifi landsmanna, stöðva eðlilega þróun atvinnuveganna og hindra um árabil frekari fram- leiðsluaukningu, sem svo mun valda því, að höfuðvágestur al- þýðunnar, atvinnuleysið, mun aftur halda innreið sína í landið. Fundurinn bendir á þá stað- reynd, að þjóðartekjurnar hafa vaxið mikið síðustu árin. Sú upphæð, sem þjóðin hefur haft til að skipta á milli þegnanna, hefur vaxið, en á sama tíma hefur sá hlutur, sem til verka- lýðsins kom, minnkað. Það er því skoðun fundarins, að nú beri að auka kaupmátt laun- anna, en ekki rýra hann. Fundurinn skorar því á hiðháa Alþingi að fella framangreint frumvarp ríkisstjórnarinnar um efnahagsmál, en taka þess í stað upp stefnu, sem miði að áfram- haldandi atvinnuuppbyggingu og bættum kjörum alls almenn- ings. Jafnframt vítir fundurinn það, að ábyrgir aðilar, þar á meðal ráðherrar, skuli í blekk- ingaskyni reyna að telja lands- mönnum trú um, að sú kjara- skerðing, sem nú er boðuð, nemi aðeins 3%, þegar augljóst er af efni frumvarpsins, að kjaraskerðingin verður marg- falt meiri án þess að tekið sé tillit til þess samdráttar, sem verður í atvinnulífinu, og valda mun geigvænlegri kjaraskerð- ingu en svo, að reiknað verði í prósentum.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.